Morgunblaðið - 22.01.2002, Side 2

Morgunblaðið - 22.01.2002, Side 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIFUR Sigfinnur Garðarsson körfuknattleiksdómari hefur verið önnum kafinn við dóm- gæslu á Evrópumótunum í körfuknattleik í vetur og ekkert lát virðist vera á þeim verk- efnum sem honum er úthlutað. Í sl. viku kom Leifur heim frá Spáni þar sem hann dæmdi tvo leiki í Evrópukeppni bikarhafa og fyrir helgi fékk hann svo boð um að dæma tvo leiki á Ítalíu í byrjun næsta mánaðar. Fyrst dæmir hann leik ítalska liðsins Siena og Sarthe Basket frá Frakklandi í Evrópukeppni bik- arhafa hinn 5. febrúar. Daginn eftir fer Leifur til Parma þar sem hann dæmir leik Parma og franska liðsins Valencennes í meistaradeild kvenna en þetta er tvö efstu liðin í riðlinum og því um hörkuleik að ræða. Þeg- ar Leifur hefur lokið við að dæma leikina tvo á Ítalíu hefur hann dæmt hvorki fleiri né færri 12 leiki á Evrópumótunum á þessum vetri í sex löndum – Belgíu, Írlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og á Ítalíu. Leifur hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína hjá eft- irlitsmönnum FIBA og aldrei að vita nema að hann eigi eftir að fá fleiri verkefni áður en leik- tíðin rennur út. MEÐ FLAUTUNA UM EVRÓPU JOHN Arne Riise, leikmaður með Liverpool, var um helgina út- nefndur „Leikmaður leikmann- anna“ í kjöri norska blaðsins Ver- dens Gang um besta knattspyrnumann Noregs 2001. Annar í kjörinu var Clayton Zane, sóknarleikmaður hjá Lille- ström, og þriðji Árni Gautur Ara- son, landsliðsmarkvörður Íslands og leikmaður með Rosenborg. Sex þúsund lesendur Verdens Gang kusu um 396 knatt- spyrnumenn í Noregi og norskir leikmenn í útlöndum tóku þátt í kjörinu. Riise, sem fékk 30% at- kvæða, segir að útnefningin sé mikill heiður fyrir sig, en hann hefur ekki leikið undanfarin ár í Noregi – fór 17 ára til franska liðsins Mónakó, 1998 og eftir að hafa verið hjá liðinu í þrjú ár var hann keyptur til Liverpool. „Það er heiður fyrir mig að vera fyrir ofan leikmann eins og Ole-Gunnar Solskjær hjá Man- chester United,“ sagði Riise sem mætir einmitt landa sínum á Old Trafford í kvöld þegar United tekur á móti Liverpool. BESTU KNATTSPYRNUMENN NOREGS SILJA Úlfasdóttir, hlaupakona úr FH, hefur þátttöku sína á banda- rískum háskólamótum af krafti, en Silja stundar nám við Clemson háskólann í N-Karólínuríki. Um helgina keppti hún á móti í Blacksburg í Virginíu og hljóp talsvert undir Íslandsmetinu í 200 m hlaupi innanhúss. Silja kom í mark á 24,62 sek., sem er 18/100 úr sekúndu betri tími en Íslands- met Sunnu Gestsdóttur, Tinda- stóli, sem hún setti í febrúar í fyrra. Ósennilegt verður að teljast að Silja fái metið viðurkennt því hún fór ekki í lyfjapróf eftir hlaupið, eftir því sem fram kemur á heimsíðu hennar á Netinu. Að sögn Egils Eiðssonar, fram- kvæmdastjóra Frjálsíþrótta- sambandsins, eru Íslandsmet karla og kvenna innanhúss og ut- an ekki viðurkennd nema íþrótta- maðurinn fari í lyfjapróf. „Þetta er því miður vandamál víða í Bandaríkjunum, á stundum er ekki hægt að komast í lyfjapróf á háskólamótunum eða þá að þær rannsóknarstofur sem fyrir hendi eru hafa ekki viðurkenningu al- þjóðasambands eða Ólympíu- hreyfingarinnar til þess að taka próf og rannsaka,“ sagði Egill. „Auk þess hafa menn mjög skamman tíma til þess að fara í próf eftir að hafa sett met. Það hefur þó verið heimilað að taka það gilt fari íþróttamaður í lyfja- próf fyrsta virka dag eftir mót þar sem met er sett,“ sagði Egill ennfremur. Silja keppti einnig í 400 m hlaupi á mótinu og kom í mark í 7. sæti á 55,63 sekúndum og þá hljóp hún á 7,81 sek. í 60 m hlaupi. Silja varð einnig í 7. sæti í umræddu 200 m hlaupi. Methlaup Silju senni- lega ekki viðurkennt Silja Úlfarsdóttir Það var vegna þess að Keflavík-urliðið var í vandræðum með leikmenn um jólin, nokkrir leikmenn voru meiddir, aðrir voru í útlöndum og framundan var erfiður leikur gegn KR. Þegar staðan var þannig gat ég ekki skorast undan þegar til mín var leitað,“ sagði Anna María. „Ég var ekki alveg æfingalaus því ég hafði leikið með b-liðinu og það gekk ágæt- lega. Ég vissi að ég væri tilbúin í slaginn. Auðvitað vantar mig ennþá nokkuð uppá úthaldið – en hugsunin og skotstyrkur eru enn til staðar og það telur talsvert í þessari íþrótt.“ Keflavík hefur sterka hefð „Liðið hefur tekið nokkrum breyt- ingum frá því þú lékst með því síðast? „Já, það er rétt. Liðið hefur yngst mikið, en það eru þó gamlir jaxlar enn á ferðinni eins og Kristín Blön- dal, Erla Þorsteinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Flestir leikmennirnir eru ungar stelpur sem hafa verið að ganga upp í gegnum yngri flokkana – eru nú að banka á dyrnar hjá meist- araflokknum. Það er mikil pressa á þessum stelpum. Keflavík hefur sterka hefð á bak við sig, liðið er allt- af í toppbaráttu og það eru gerðar kröfur um það að svo verði áfram. En við þurfum að vera þolinmóð, það er verið að byggja upp og endurnýja og með þessar stelpur innanborðs á liðið eftir að halda áfram að vera í far- arbroddi.“ Endurkoma Önnu Maríu í lið Keflavíkur hefur styrkt liðið mikið enda er hún fyrrverandi fyrirliði liðs- ins og mikill leiðtogi innan vallar, sem og utan, en eru engar óánægju- raddir í hennar garð meðal leik- manna fyrir það að vera að taka sæti í liðinu af þeim leikmönnum sem hafa verið að æfa í allan vetur? „Nei, ég held ekki. Að minnsta kosti hef ég ekki haft neinar spurnir af því. Ef einhver er ekki sátt við það að ég sé að taka hennar sæti þá er það bara gott. Ég veit að ef ég væri sextán ára og það kæmi einhver 32 ára og tæki mitt sæti í liðinu, væri ég ekki ánægð með það. Ég myndi gera allt sem ég gæti til þess að ná mínu sæti aftur. En ég vona að endurkoma mín verði stelpunum hvatning til þess að gera betur og bæta sig sem körfuknattleikskonur. Annars hefur mér stundum fundist að það sé ekki nægilegur metnaður meðal stelpnanna í körfuboltanum. Það er náttúrlega ekki gott þegar leikmenn treysta sér ekki til þess að taka þátt í verkefnum með landslið- inu vegna vinnu eða vegna þess að þær þurfa að fara til útlanda með vin- konum sínum. Þegar ég var valin í landsliðið fyrst þá hefði ég fórnað öllu til þess að ná sem lengst. Jafnvel þótt leikmenn séu ekki valdir eftir fyrsta úrtak þá eiga þeir að vera búnir að stimpla sig þannig inn hjá þjálfaran- um að hann muni eftir þeim fyrir dugnað, vilja og fórnfýsi næst þegar landsliðshópur er valinn. Þetta metn- aðarleysi – sem mér finnst vera alltof víða í boltanum – er dragbítur á framfarir og það þarf að vinna í því að breyta þessu.“ KR þurfti ekki erlendan leikmann Hvernig líst þér á toppbaráttuna í deildinni núna? „Það voru fjögur lið í toppbarátt- Anna María Sveinsdóttir, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, hefur Metnaðarleysi drag- bítur á framfarir Anna María Sveinsdóttir er óumdeilanlega ein besta körfuknattleikskona Íslands fram til þessa. Hún tók þá ákvörðun fyrir skömmu að leggja skóna á hilluna og snúa sér að öðrum hugðarefnum. En um áramót- in bárust þær fréttir að Anna María myndi leika með Keflavíkurliðinu á ný og hún hef- ur nú tekið þátt í þremur leikjum með fé- lögum sínum í Keflavík. Ingibjörg Hinriksdóttir átti spjall við Önnu Maríu og lék forvitni á að vita hvers vegna hún hefði dregið skóna fram að nýju.                                                      !  "     # $  %         ! # $ &   '   (   %               !"#$%! !"#$%! !"#$%! &'(#$%! &'(#$%! &'(#$%! &'(#$%! )   * +,   - ,.) * /0 / , *  * *  *  1  1      2 3  4  1   2 !"#$%! ’ Keflavík hefursterka hefð á bak við sig, liðið er alltaf í toppbar- áttu og það eru gerðar kröfur um að svo verði áfram. En við þurfum að vera þolinmóð, það er verið að byggja upp og endurnýja og með þessar stelpur innan- borðs á liðið eftir að halda áfram að vera í farar- broddi. ‘ Morgunblaðið/Ásdís Árni Gautur Arason Árni Gautur valinn þriðji besti Leifur Sigfinnur er á ferð og flugi KEFLAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.