Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 B 3
STEFAN Lövgren skoraði í fyrsta
sinn 12 mörk í landsleik fyrir Svía
þegar hann fór á kostum gegn Úkr-
aínu í fyrsta leik Evrópumeistaranna
í Gautaborg á föstudaginn, en Svíar
unnu, 27:21. Lövgren hefur fjórum
sinnum skorað 11 mörk í landsleik og
í fjórgang gert tíu mörk í leik. Hann
er nú markahæsti leikmaður Svía í
stórmótum, komst á föstudaginn upp
fyrir Magnus Wislander.
LÖVGREN komst í hóp þeirra
sænskra handknattleiksmanna sem
leikið hafa 200 landsleiki þegar Svíar
unnu Tékka, 31:22, á laugardaginn.
BJARNI Frostason, markvörður,
var sá eini af fjórtán leikmönnum ís-
lenska liðsins sem ekki fékk að
spreyta sig gegn Spánverjum á
föstudaginn. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari, notaði
hina þrettán leikmennina sem hann
var með á leikskýrslu.
SIGURÐUR Bjarnason og Ragnar
Óskarsson voru ekki á leikskýrslu í
fyrsta leik Íslands á EM, á móti
Spáni.
GUNNAR Andrésson, handknatt-
leiksmaður hjá Amicitia frá Zurich,
kom til Skövde á fimmtudaginn og
fylgdist með leikjum íslenska liðsins í
riðlakeppninni og einnig viðureign-
um svissneska landsliðsins. Gunnar
var í hópi tæplega 200 manna sem
komu frá Sviss til þess að horfa á leiki
á EM. Þá kom Guðfinnur Krist-
mannsson frá Gautaborg til þess að
fylgjast með íslenska liðinu en þar
býr hann og leikur með Wasaiterna.
STEFÁN Eggertsson, faðir Ólafs
Stefánssonar, mætti til leiks í
Skövde á föstudaginn til þess að
fylgjast með syni sínum og félögum
hans í íslenska liðinu. Kristján Ara-
son, fyrrverandi landsliðsmaður,
kom einnig til Svíþjóðar til að sjá ís-
lenska liðið leika.
RAGNAR Óskarsson kom inn í ís-
lenska liðið gegn Slóveníu þegar í ljós
kom að meiðsl Gústafs Bjarnasonar
voru svo alvarlega að hann gat ekki
tekið þátt í leiknum. Ragnar kom
ekkert inn á í leiknum og það sama
var hlutskipti Bjarna Frostasonar.
GÚSTAF Bjarnason tognaði á
kálfa undir lok leiksins við Spán og
lék ekki með gegn Slóvenum og
Sviss. Meiðsl Gústafs eru af svipuð-
um toga og meiðsl þau sem herjað
hafa á Sigurð Bjarnason.
RÚNAR Sigtryggsson skoraði tvö
mörk gegn Slóvenum, bæði úr hraða-
upphlaupum. Þá fékk hann þriðja
tækifærið í hraðaupphlaupi en þá var
brotið á honum og dæmt vítakast sem
Ólafur Stefánsson skoraði úr.
SLÓVENÍA og Sviss hafa sótt um
að halda EM árið 2004 en ákvörðun
verður tekin á þingi EHF í Salzburg í
júní hvar mótið verður haldið eftir tvö
ár. Reiknað er jafnvel með að fleiri
þjóðir bætist í hóp umsækjanda áður
en ákvörðun um hver verður gest-
gjafi EM 2004 verður ákveðin.
NOKKUÐ hundruð manns söfnuð-
ust saman fyrir framan keppnishöll-
ina í Helsingborg á laugardaginn og
mótmæltu stefnu Ísraelsmanna
gagnvart Palestínumönnum, en ísr-
aelska landsliðið lék þar. Ekki virtist
það hafa mikil áhrif til hins verra á
ísraelska landsliðið því það lék sinn
besta leik í keppninni gegn Rússum
og tapaði aðeins með einu marki,
27:26, eftir stórtap í fyrsta leik gegn
Portúgal, 26:15.
MARTIN Setlik var hetja Tékka
þegar þeir lögðu Pólverja, 25:24, á
föstudag í A-riðli. Setlik skoraði sig-
urmarkið úr vítakasti sem dæmt var í
þann mund sem leiktíminn rann út.
Þar með tryggði hann Tékkum sæti í
milliriðlum EM á kostnað Pólverja
sem töpuðu öllum þremur leikjum
sínum.
MATS Olsson, fyrrverandi lands-
liðsmarkvörður Svía, er aðstoðar-
þjálfari portúgalska landsliðsins á
EM. Sem fyrr er Spánverjinn, Javier
Carcia Cuesta, við stjórnvölinn hjá
Portúgölum.
FÓLK
NORSKA úrvalsdeildarliðið Lyn er
á höttunum eftir Heiðari Helgusyni
sem leikur með Watford. Erik Soler
umboðsmaður Heiðars staðfestir í
samtali við norska fjölmiðla í gær
að fyrirspurn hafi komið um Heiðar
frá Lyn en samningur Heiðars við
Watford rennur út í haust.
Heiðari, sem keyptur var til Wat-
ford frá Lilleström í Noregi fyrir
tveimur árum, hefur gengið illa að
festa sig í liði Watford á leiktíðinni.
Hann hefur verið í byrjunarliði
Watford í aðeins 9 leikjum og hefur
samtals leikið 15 leiki af 29 sem lið-
ið hefur leikið í deildinni. Tveir Ís-
lendingar eru fyrir hjá Lyn – Helgi
Sigurðsson og Jóhann B. Guð-
mundsson.
AFTUR TIL NOREGS?
Lyn vill fá
Heiðar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Heiðar Helguson
STÓRSIGUR Íslendinga á Sviss,
33:22, gerði að verkum að vonir
Slóvena um að komast í milliriðla
lifnuðu, svo lengi sem þeir töpuðu
ekki með meira en sjö marka mun
fyrir Spánverjum í síðasta leik C-
riðils. Lengi vel í leiknum á móti
Spáni leit úr fyrir að Slóvenar væru
á leiðinni heim því um miðjan síðari
hálfleik voru þeir átta og níu mörk-
um undir.
En leikmenn slóvenska liðsins
bitu í skjaldarrendur á lokakafl-
anum, minnkuðu muninn í fimm
mörk og sluppu með 25:20-tap.
Stigu leikmenn slóvenska liðsins
stríðsdans í leikslok líkt og þeir
hefðu unnið mótið sjálft. Þar með
komust þeir áfram með ellefu mörk
í mínus, á kostnað Svisslendinga,
sem var með tveimur mörkum
fleira í mínus.
Króatar heim
Fjögur landslið fóru heim frá Sví-
þjóð á mánudagsmorguninn eftir
að hafa rekið lestina í sínum riðl-
um.
Pólverjar fóru heim úr A-riðli,
Ísrael úr riðli B, Sviss úr riðli Ís-
lands sem kenndur var við bókstaf-
inn C.
Króatía, gestgjafar EM árið
2000, pakkaði niður eftir að hafa
tapað öllum leikjum sínum í D-riðli.
Sviss var eina liðið af þessu fjórum
sem krækti sér í eitt stig í riðla-
keppninni, hin voru stigalaus.
FJÓRAR ÞJÓÐIR HEIM
Íslendingar björguðu
Slóvenum
vanda til verka eins og kostur er á.
Einn liðurinn var sá að leika gegn
sterkum liðum á undirbúningstíman-
um, fá virkilega prófraun á liðið og sjá
hver staða þess var. Það hefur sýnt
sig að sú ákvörðun var rétt. Hún skil-
ar sér í leik liðsins hér á EM eins og
raun hefur orðið á og gerir það örugg-
lega áfram í næstu leikjum, enda er
keppnin ekki ennþá hálfnuð.“
Áætlunin var metnaðarfull og kost-
ar sitt, því er ekki að leyna þótt fjár-
hagur HSÍ sé ekki góður. En þrátt
fyrir metnað og kostnað þá hefur
einnig verið reynt að sníða sér stakk
eftir vexti og sýna ábyrgð. Þrátt fyrir
að vel hafi gengið á vellinum hefur lið-
ið orðið fyrir áföllum. Fyrst voru það
meiðsli mikilvægs manns í vörninni,
Sigurðar Bjarnasonar, þá meiddist
Gústaf Bjarnason einnig og síðast en
ekki síst uppákomurnar undir lok
leiksins við Spánverja sem kostuðu
dýrmætt stig. Hafðir þú ekki áhyggj-
ur á föstudagskvöldið?
„Ég hafði að sjálfsögðu gríðarlegar
áhyggjur af liðinu á föstudagskvöldið
því að þetta var mikið áfall fyrir það
allt. Gegn Spáni urðum við fyrir órétt-
læti sem kostaði okkur dýrmætt stig í
milliriðlunum. Þegar við vorum
komnir inn á hótel eftir leikinn var
sest yfir stöðuna. Ég og Einar feng-
um Jóhann Inga í lið með okkur.
Strax var haldinn fundur með leik-
mönnum þar sem farið var vel yfir
málið. Þar held ég að okkur hafi í
sameiningu tekist að leysa málið eins
vel og kostur var á og einnig á þeim
stutta tíma sem við höfðum úr að
spila. Leikmenn hafa síðan lagt sitt
lóð á vogarskálina á leikvellinum til
þess að vinna sig út úr erfiðri stöðu,
fyrir það vil ég hrósa þeim öllum sam-
an.“
Hvernig verður dæmið lagt upp
fyrir leikina í Västerås?
„Með svipuðu sniði og hingað til,
það hefur gefist vel. Taka einn leik
fyrir í einu og ekki vera með há-
stemmdar yfirlýsingar, við erum með
báða fætur á jörðinni. Leikmenn gera
sér grein fyrir hvaða verkefni bíður
þeirra í Västerås og ég hef enga
ástæðu til að ætla annað.
Metnaðarinn er fyrir hendi, allir
hafa ríkan vilja til þess að standa sig
hér eftir sem hingað til. Við erum
ekkert orðnir saddir þótt vel hafi bor-
ið í veiði. Okkar verkefni í milliriðl-
unum er ekki bara það að vera með,
slíkt er ekki inni í myndinni. Við ætl-
um að standa okkur, hvaða árangri
sem það skilar þegar dæmið veður
gert upp á fimmtudaginn, það verður
að bíða þess tíma. Okkar markmið um
að leika góðan handknattleik og vinna
leiki hefur ekkert breyst,“ sagði Guð-
mundur Þ. Guðmundsson landsliðs-
þjálfari.
Morgunblaðið/Janne Andersson
Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari stjórnar liði sínu í leik gegn Slóveníu. Á bekknum
eru þeir Patrekur Jóhannesson, Halldór Ingólfsson, Rúnar Sigtryggsson og Róbert Sighvatsson.
Morgunblaðið/Janne Andersson
Leikmenn íslenska landsliðsins hafa fengið góðan stuðning
frá áhorfendum á Evrópumótinu í Svíþjóð.
HSÍ sendi
erindi til EHF
vegna Spán-
arleiksins
FORRÁÐAMENN HSÍ
funduðu á laugardag með
forsvarsmönnum tækni-
mála Evrópumótsins í
handknattleik vegna
þeirra mistaka sem áttu
sér stað á tímavarðaborð-
inu undir lok leiks Íslend-
inga og Spánverja á föstu-
daginn. Á fundinum
kynnti HSÍ bréf sem sent
var til stjórnar Evrópska
handknattleiksins, EHF. Í
bréfinu er komið inn á
þau atriði sem fóru í
handaskolum á tíma-
varðaborðinu undir lok
leiksins, m.a. var leik-
klukkan ekki sett af stað í
níu sekúndur eftir að Ís-
lendingar hófu leik eftir
23. mark Spánar, 15 sek-
úndum fyrir leikslok. Að
sögn Jóhanns Inga Gunn-
arssonar, formanns lands-
liðsnefndar HSÍ, er ekki
um formlegt kvört-
unarbréf að ræða heldur
er í því farið yfir þau at-
riði sem betur hefðu mátt
fara.
„Við viljum að menn
fari yfir þessi mistök og
læri af þeim þannig að at-
vik sem þessi endurtaki
sig ekki á stórmótum.“
ð sé markmiðið að leika góðan handknattleik og vinna leiki