Morgunblaðið - 29.01.2002, Side 5
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 B 5
Íslenska liðið mætti ákveðið tilleiks, staðráðið í að láta engin
óhöpp henda. Svissneska liðið var
strax tekið sann-
kölluðum heljatök-
um sem ekkert var
slakað á fyrr en
flautað var af. Vörn-
in var 6-0 hjá íslenska liðinu eins
og oft áður en eigi að síður voru
varnarmennirnir á tánum, komu
framarlega á völlinn einn af öðrum
og lokuðu fyrir svissnesku skytt-
urnar, hindruðu leikstjórnanda
þeirra í að stilla upp kerfum sínum.
Fyrsti stundarfjórðungurinn var
hreint út sagt stórgóður, einhver
sá besti sem íslenska landsliðið hef-
ur sýnt í háa herrans tíð. Eftir 15
mínútur var staðan 11:5 og áfram
var haldið og í hálfleik skildu sex
mörk á milli, 15:9.
Snemma í síðari hálfleik var
munurinn orðinn níu mörk og eftir
það leit íslenska liðið aldrei aftur,
aðeins lék vafi á um hversu stór
sigurinn yrði, niðurstaðan var 11
mörk.
Það er með ólíkindum að sjá þær
breytingar sem hafa orðið á ís-
lenska liðinu frá því að Guðmundur
Guðmundsson tók við því í fyrra-
vor. Þær eru á öllum sviðum, varn-
arleikurinn er skipulagður og ag-
aður, hreinlega frábær á að horfa á
stundum, hraðaupphlaupin í föstum
skorðum, hröð og markviss, og
sóknarleikurinn kerfisbundinn þar
sem fjölbreytileikinn, en e.t.v. um
leið einfaldleikinn, ræður för, sam-
setning sem kom andstæðingum ís-
lenska liðsins í opna skjöldu í leikj-
unum þremur í Skövde.
Leikskipulaginu hefur verið bylt
og upp er kominn sveit manna sem
er þess albúin að vaða eld og
brennistein til þess fara að fyr-
irmælum. Það er alveg sama hver
hinna fjórtán leikmanna er settur
inn á leikvöllinn hverju sinni, allir
þekkja sitt hlutverk fullkomlega,
allt hefur verið vandlega undirbúið,
handbragð þjálfarans sést hvar
sem litið er. Ekkert fum og fát
lengur. Fyrir vikið er skemmtilegt
að sjá íslenska liðið leika og leik-
mennirnir skemmta sér sjálfir við
leikinn sem aldrei fyrr. Einn fyrir
alla og allir fyrir einn. Fyrir vikið
verður til blanda sem þjóðin hrífst
af. Íslendingar eru á ný að verða
þjóð meðal þjóða á handknattleik-
vellinum. Hugmyndabankinn hefur
verið reistur úr öskustónni, er ekki
lengur gjaldþrota. Hann hefur
eignast nýtt hlutafé og vex nú og
dafnar sem aldrei fyrr undir stjórn
nýs bankastjóra.
Nú tekur við keppni við heims-
meistara Frakka, Þjóðverja og
Júgóslavíu, allt mjög sterkar þjóðir
á handknattleiksvellinum, við tvær
þeirra hefur íslenska liðið leikið ný-
lega og haft í fullu tré og gott bet-
ur á tíðum. Þau úrslit hjálpa ekki
þegar á hólminn verður komið í
Västerås, heldur gefa hugmynd,
hugsanlega einhver fyrirheit.
Þarna verður komið í alvöruna en
víst er að haldi íslenska liðið sínu
striki þá getur allt gerst. Leikmenn
Þjóðverja þekkja íslensku leik-
mennirnir og þjálfarinn vel. Er það
eflaust gagnkvæmt. Við Frakka
eiga menn að vera vel kunnugir,
þar eru á ferðinni sjálfir heims-
meistararnir. Júgóslavara hafa ver-
ið brokkgengir í leik sínum á EM,
en víst er að þar verður ekki á vís-
an róið. Þetta eru í raun allt þjóðir
sem íslenska liðið getur unnið, en
einnig tapað fyrir öllum. Skemmst
er minnast taps Íslendinga gegn
Júgóslövum á HM í fyrra, í leik þar
sem Júgóslavar voru með töglin og
hagldirnar allan tímann. Síðan hef-
ur íslenska liðið gengið í gegnum
allsherjar klössun. Þrátt fyrir það
skal varað við að reisa skýjaborgir,
lítið má út af bera í handknattleik,
ekki síst á stórmótum þar sem þétt
er leikið og allar viðureignir eru í
raun sem úrslitaleikur. Stutt er á
milli hláturs og gráts. Það þekkja
íslenskir íþróttaáhugamenn og eru
ekki einir um. Rétt að njóta stund-
arinnar, en gæta þess um leið að
ganga hægt um gleðinnar dyr.
() +,
'
-.
+) / 0
)
'
1
%1
'
2
2 ,+ %
3
4
$
)'%
5+ ' 60&5
#+04+77
%+/
20+ 8+9+:& ;+ <
+:&
= /+
/, !+>0, 3&
+ ' 34+ ? 0&+ + /4+ +2
+ %&+@& / 3+= % !"#
!"#
Morgunblaðið/Janne Andersson
Ólafur Stefánsson skorar eitt af ellefu mörkum sínum gegn Sviss.
Einstefna til Västerås
ÍSLENDINGAR tryggðu sér sæti í milliriðlum EM með stórsigri á
Sviss í Skövde á sunnudag, í sannkallaðri sýnikennslu í handknatt-
leik, lokatölur 33:22. Frábær leikur Íslands, bæði í vörn og sókn,
lagði grunninn að stærsta sigri þess í lokakeppni Evrópumóts. And-
stæðingnum var aldrei gefinn kostur á að vera með, um einstefnu
var að ræða, einstefnu til Västerås, þar sem leikir milliriðlanna fara
fram. Mætt var til leiks með ákveðna hernaðaráætlun, skipulagða
af „herforingja“ sveitarinnar, Guðmundi Guðmundssyni landsliðs-
þjálfara. Og „hermenn“ hans voru fullkomlega einbeittir og fóru í
einu og öllu að því sem fyrir þá var lagt. Uppskeran var stórsigur, á
andstæðingi sem oft hefur reynst óþægur ljár í þúfu. Nú var raunin
önnur og leikmenn liðsins vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið, stóðu
þeir eftir ráðalausir, var nauðugur sá kostur að pakka saman og
halda heim á leið. Þetta var leikurinn sem Arno Ehret, þjálfari Sviss,
gerði sér fyrir fram vonir um að vinna, vonin breyttist í martröð.
Ívar
Benediktsson
skrifar frá
Skövde
7
"
7
"
"
A
#
!
"
7
"
$ % '
Svíar einir með
fullt hús á EM
EVRÓPUMEISTARAR Svía eru eina þjóðin af þeim tólf sem
komust í milliriðla sem hefur þar keppni með fullt hús stiga.
Svíar unnu allar viðureignir sínar í riðlakeppninni og mæta
með fjögur stig til leiks í næstu umferð. Íslendingar, Spánverj-
ar, Þjóðverjar, Frakkar, Rússar og Danir eru með þrjú stig.
Það reynir mjög á sænska liðið í fyrstu umferð milliriðlanna
í dag því þá leikur það við Rússa í Gautaborg, en að margra
mati eru þetta tvö bestu lið keppninnar og væntanlegir kandíd-
atar í úrslitaleiknum í Globen-höllinni í Stokkhólmi á sunnu-
dag. Auk þess eru Svíar og Rússar þeir einu sem unnið hafa til
gullverðlauna á EM frá því keppnin var fyrst haldin í Portúgal
fyrir átta árum.