Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 7

Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 7
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 B 7 ÍSLENSKA liðið hélt í gær frá Skövde til Västerås þar sem það leikur í milliriðli. Viðureignir í hin- um milliriðlinum fara fram í Gauta- borg. Í honum leika Svíar, Tékkar, Úkraínumenn, Rússar, Danir og Portúgalar. Västerås er 120.000 manna bær norðvestan við Stokk- hólm. Þar leikur Ísland við Frakka í dag, síðan mætir það Júgóslövum á morgun og Þjóðverjum á fimmtu- dag. Auk þessara fjögurra þjóða leika Spánverjar og Slóvenar í keppninni í Vesterås. Íslendingar taka með sér þrjú stig úr riðlakeppninni í milliriðlana, þ.e. sigurinn á Slóvenum og jafn- teflið við Spánverja. Þjóðverjar, Frakkar og Spánverjar eru einnig með þrjú stig, en Slóvenar og Júgó- slavar hefja keppni án stiga, þar sem einu stig þeirra í riðlakeppninni unnust gegn þjóðum sem féllu úr keppni. Íslenska landsliðið hefur einu sinni áður leikið landsleik í Västerås. Það var á móti í Svíþjóð 1998 og voru þá Egyptar lagðir að velli með miklum mun, 29:19. Fimm leikmenn sem nú eru í landsliðs- hópnum, léku þá. Gústaf Bjarnason 6/2 mörk, Aron Kristjánsson 4, Rúnar Sigtryggsson 7, Róbert Sig- hvatsson 1 og Sigfús Sigurðsson. Leikið við Frakka í Västerås FÓLK  ÞEGAR Ísland gerði jafntefli, 24:24, við Spán, var það í fjórða skipti í sögu íslenska landsliðsins, að það gerir jafntefli í tveimur landsleikjum í röð. Ísland gerði jafntefli við Frakk- land í Danmörku áður en haldið var á EM, 22:22.  SÍÐAST var gerð tvö jafntefli í röð 1990 – í tveimur leikjum við Tékkó- slóvakíu, 24:24 og 22:22. Þá léku Guðmundur Hrafnkelsson og Pat- rekur Jóhannesson með landsliðinu, en þeir eru enn að.  1973 voru gerð tvö jafntefli í röð – í 18:18 við Dani og 15:15 við Norðmenn. 1979 var gert jafntefli við Ísrael 21:21 í B-keppni á Spáni og síðan við Tékkó- slóvakíu, 12:12. Þá var Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðs- nefndar HSÍ, landsliðsþjálfari.  BJARNI Frostason, markvörður, kom inn á í fyrsta skipti í keppninni þegar 22,55 mínútur voru liðnar af leiknum við Sviss á sunnudaginn. Bjarni freistaði þess að verja vítakast frá Robert Kostadinovich, en tókst ekki. Bjarni skipti síðan við Guð- mund Hrafnkelsson á 52. mínútu og lék í íslenska markinu til loka.  ANNAR leikmaður íslenska liðsins sem kom inn á í fyrsta skipti í mótinu í leiknum við Sviss er Ragnar Ósk- arsson. Hann kom inn á á 53. mínútu og lék í sókninni til loka leiksins. Ragnar skoraði eitt mark. Þar með hafa fimmtán leikmenn komið inn á leikvöllin í þremur fyrstu leikjum Ís- lands á EM. Aðeins Sigurður Bjarna- son hefur ekki spilað ennþá vegna meiðsla.  ÓLAFUR Stefánsson var fjórði landsliðsmaðurinn til að skora meira en tíu mörk í leik á stórmóti, er hann skoraði 11 mörk gegn Sviss.  VALDIMAR Grímsson skoraði 11 mörk í leik gegn Júgóslavíu á HM í Kumamoto 1997, Kristján Arason skoraði 10 mörk gegn Suður-Kóreu á HM í Sviss 1986 og Sigurður V. Sveinsson skoraði 10 mörk gegn Ungverjum á ÓL í Barcelona 1993.  SVAVAR Gestsson, sendiherra Ís- lands í Svíþjóð og Guðrún Ágústs- dóttir sendiherrafrú, komu frá Stokkhólmi til þess að hvetja ís- lenska liðið í leiknum við Sviss.  RÚNAR Sigtryggsson skoraði úr hraðaupphlaupi í þriðja leik sínum í röð á EM gegn Sviss. Hann hefur nú gert fimm mörk í keppninni, öll úr- hraðaupphlaupum.  NENAD Perunicic, félagi Ólafs Stefánssonar hjá þýska meistaralið- inu Magdeburg, og einn sterkasti leikmaður júgóslavneska landsliðs- ins sl. ár hefur ekkert leikið með sam- herjum sínum á EM og er alls óvíst að hann reimi á sig keppnisskóna í keppninni vegna meiðsla eftir því sem næst verður komist.  ÞAÐ hefur ekki vantað áhorfend- urna á leiki Svía á EM. Uppselt var á alla þrjá leiki Svía í riðlakeppninni í Gautaborg og komust færri að en vildu, alls seldust 11.400 miðar á hvern leikjanna þriggja. SVÍAR fengu fullt hús stiga í A-riðli Evrópumótsins en Evrópumeistar- arnir sigruðu Pólverja, 28:20, í loka- leik sínum í riðlakeppninni. Mathias Franzén var markahæstur í liði Svía með 7 mörk og Andreas Larsson var með 6.  DANIR eru til alls líklegir á mótinu en þeir fara í milliriðlana með fimm stig líkt og Rússar í B-riðlinum. Dan- ir lögðu Ísraela, 29:26, á sunnudag þar sem Lars Christiansen var í miklum ham og skoraði 10 mörk.  STEFAN Kretzschmar, horna- maðurinn knái hjá Þjóðverjum, var í miklu stuði þegar Þýskaland sigraði Júgóslavíu, 27:21, í lokaumferð D- riðilsins. Kretzschmar skoraði 8 mörk úr níu skotum.  HEIMSMEISTARAR Frakka fengu eins og Þjóðverjar fimm stig í D-riðlinum en Frakkar lögðu Kró- ata, 29:27, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 12:10. Stéphane Plantin var markahæstur í liði Frakka með 8 mörk. En hvað sem því líður þá vorumenn staðráðnir í að vinna Sviss, sigur skiptir miklu máli fyr- ir framhaldið þótt stigin fylgi okk- ur ekki áfram úr þessum leik. Sú niðurstaða sem nú liggur fyr- ir er meiriháttar og ég held að við séum til alls líklegir í næstu leikj- um keppninnar. Grunnurinn að þessum árangri okkar er fyrst og fremst varnarleikurinn. Í fyrri hálfleik gegn Sviss var vörnin mjög sterk og í framhald- inu fengum við mörg hraðaupp- hlaup. Það skilar okkur góðu for- skoti sem hægt er að byggja á. Í þessu verkefni taka allir leikmenn þátt, það kemur ævinlega maður í manns stað sem sýnir einnig viss- an styrk,“ sagði Guðmundur sem leikið hefur prýðisvel í keppninni og átti hreinlega einn af sínum allra bestu leikjum á landsliðsferl- inum gegn Slóveníu á laugardag- inn. Guðmundur hefur leikið á 400. landsleiki og þekkir því vel tímana tvenna hjá landsliðinu, hvað breyst hefur á síðastliðnu ári vildi hann ekki svara að þessu sinni. „Í dag vinnum við eftir ákveðnu plani, það gengur vel og á meðan erum við ekki að velta okkur of mikið upp úr fortíðinni, það geng- ur vel og því er rétt að einbeita sér að þessari keppni á meðan hún stendur yfir,“ sagði Guðmundur. Hvernig sérðu fyrir þér næstu leikina á EM? „Það er bara að halda sínu striki, búa sig vel undir hvern leik og mæta andstæðingnum á hverj- um tíma af fullum krafti. Við þekkjum lið Þjóðverja og Frakka mæta vel, lékum við þau á dög- unum. Það verða mjög erfiðir en jafnframt skemmtilegir leikir. Eins og við leikum núna erum við til alls líklegir. Fyrsta markmiðið er í höfn og nú er um að gera að halda áfram, setja sér ný markmið og ná sem lengst og hafa sem mest gaman af.“ Er ekki skemmtilegt að leika fyrir aftan vörnina eins og hún leikur um þessar mundir? „Svo sannarlega, það er mjög gaman. Viðureignin við Slóvena var alveg meiriháttar. En í heild- ina þurfum við meiri stöðugleika í vörnina og markvörsluna. Á milli koma ákveðnir toppar í hvort tveggja en það er ekki hægt að lofa þeim í hverjum leik,“ sagði Guðmundur Hrafnkelsson mark- vörður. Morgunblaðið/Janne Andersson Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Slóvönum á Evrópumótinu í Svíþjóð. Fremstir á mynd- inni eru Guðmundur Hrafnkelsson, sem hefur varið mjög vel, og Aron Kristjánsson. Við erum til alls líklegir „VIÐ vorum óheppnir að tapa þessu stigi gegn Spáni, það hefði komið sér vel að vera með það í milliriðlunum,“ sagði Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska liðsins, eftir viðureignina við Sviss á sunnudaginn þar sem liðið tryggði sér endanlega keppn- isrétt í milliriðlakeppni EM. Guðmundur Hrafnkelsson ánægður með gang málaÍslenska liðið skiptir um hótel ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik býr ekki á sama hóteli í Väste- rås og hin liðin fimm sem með því eru í milliriðli eitt. Seint á sunnu- dagskvöld var haft samband við for- ráðamenn íslenska liðsins og þeir spurðir hvort þeim væri ekki sama þótt þeir yrðu á öðru hóteli en hin liðin, þar sem hótel liðanna væri svo gott sem fullbókað. Fleiri aðstoð- armenn hefðu fylgt liðunum en gert var ráð fyrir í upphafi. „Við vorum ekkert ósáttir við þetta og sam- þykktum strax að vera á öðru hóteli en hin liðin,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, landsliðsþjálfari, í sam- tali við Morgunblaðið við komuna til Västerås í gær að lokinni fjögurra tíma rútuferð frá Skövde. „Hér gefst okkur kostur á að vera út af fyrir okkur í rólegheitum og það auðveldar okkur bara að búa okkur undir þau erfiðu verkefni sem fram undan eru í vikunni.“ GUÐMUNDUR Hrafnkelsson er í öðru sæti yfir flest skot varin á Evr- ópumótinu í Svíþjóð en Guðmundur hefur varið samtals 107 skot í leikj- unum þremur og þar af eitt vítakast. Tékkinn Martin Galia hefur varið mest allra en hann hefur varið sam- tals 124 skot, þar af fjögur vítaskot. Sigfús Sigurðsson hefur verið ið- inn við að verja skot frá andstæð- ingum íslenska liðsins en Sigfús hef- ur varið sjö skot í þremur leikjum og er í þriðja sæti á EM. Ola Lind- gren, Svíþjóð, hefur varið tíu skot eða einu meira en Spánverjinn Mat- eo Garralda. Patrekur Jóhannesson er í 6.-9. sæti þegar kemur að stoðsendingum en Patrekur er með samtals 13 slík- ar sendingar. Ólafur Stefánsson er í 9.-12. sæti með 12 stoðsendingar. Svíinn Magnus Andersson er með þær flestar eða alls 18 stoðsend- ingar. Guðmundur í öðru sæti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.