Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 12
BJARNI Skúlason og Gísli Jón
Magnússon, landsliðsmenn í júdó,
eru gengnir til liðs við sænska félagið
Borås. Þeir keppa þar við hlið Vern-
harðs Þorleifssonar og taka þátt með
félaginu í Evrópumótinu.
RÚNAR Kristinsson tryggði Lok-
eren þrjú stig í belgísku 1. deildinni í
knattspyrnu þegar liðið lagði Aalst,
1:0. Arnar Þór Viðarsson var besti
leikmaður Lokeren og belgíska blað-
ið Het Laatste Nieuws útnefndi hann
mann leiksins.
RÚNAR skoraði sigurmarkið með
skalla eftir aukaspyrnu Arnars Grét-
arssonar. „Við erum bara lítið lið með
góðan árangur. En nú megum við
ekki fara að láta okkur dreyma um að
við séum bestir því þá töpum við
örugglega,“ sagði Rúnar í samtali við
Morgunblaðið eftir leikinn. Hann,
Arnar Þór, Arnar Grétarsson og
Auðun Helgason léku allan leikinn.
JÓHANNES Karl Guðjónsson lék
fyrri hálfleikinn með Real Betis sem
náði jafntefli gegn Real Madrid, 1:1, í
spænsku 1. deildinni í Madríd á
sunnudaginn.
EYJÓLFUR Sverrisson lék allan
leikinn með Herthu sem tapaði, 3:1,
fyrir Dortmund í þýsku 1. deildinni.
KEFLVÍKINGAR sigruðu á Gat-
orade-mótinu í knattspyrnu í
Reykjaneshöllinni um helgina. Kefla-
vík sigraði KR í úrslitaleik, 6:5, í víta-
keppni en staðan var 2:2 eftir venju-
legan leiktíma þar sem KR komst í
2:0. Haukur Ingi Guðnason og Guð-
mundur Steinarsson skoruðu mörk
Keflvíkinga en Jón Skaftason og
Gunnar Einarsson mörk KR.
KEFLVÍKINGAR gera sér góðar
vonir um að Zoran Daníel Ljubicic
verði um kyrrt í herbúðum félagsins.
Samningur Zorans við Keflavík er
útrunninn en að sögn Rúnars Arn-
arsonar, formanns knattspyrnu-
deildar Keflavíkur, er vilji beggja að-
ila að gera nýjan samning.
KEFLVÍKINGAR hafa skipað Zor-
an sem fyrirliða liðsins og hefur hann
á skömmum tíma lyft þremur bikur-
um á loft eftir sigra á þremur mótum
í Reykjaneshöllinni.
FH-ingar lögðu Fylki í leik um
þriðja sætið á Gatorade-mótinu, 1:0.
Jóhann Möller skoraði sigurmarkið.
JAKOB Sigurðarson körfuknatt-
leiksmaður hefur leikið vel á fyrsta
ári sínu með 1. deildar háskólaliði
Birmingham-Southern í Bandaríkj-
unum. Um helgina tryggði Jakob lið-
inu sigur með tveimur vítaskotum í
leik gegn Savannah State, 47:44.
Jakob skoraði tíu stig á 32 mínútum,
þar af tvær af fjórum þriggja stiga
körfum liðsins.
ATLI Hilmarsson, þjálfari hand-
knattleiksliðs KA, sagði við Morgun-
blaðið í gærkvöld að ekkert væri hæft
í fréttum um að hann tæki við liði
Gróttu/KR fyrir næsta tímabil. „Ég
vil helst búa áfram hér á Akureyri og
tek mér þá frí frá þjálfun,“ sagði Atli.
FÓLK
JESSICA Gaspar leikmaður 1.
deildarliðs Grindavíkur í körfu-
knattleik fór í speglun á hné á
dögunum vegna meiðsla á hné og
kom þar í ljós að meiðsl banda-
rísku stúlkunnar voru mun alvar-
legri en haldið var í fyrstu. Gasp-
ar var með rifinn liðþófa auk
þess sem fremra krossband var
rifið að hluta. „Gaspar fer í að-
gerð í Bandaríkjunum og við
munum sakna hennar mikið enda
hefur hún dregið vagninn það
sem af er. Við erum að skoða
hvort við höfum fjárhagslegt bol-
magn til þess að fá erlendan leik-
mann og við ætlum að taka
ákvörðun um þau mál á morgun,“
sagði Unndór Sigurðsson þjálfari
liðsins. Gaspar, sem lék með liði
KFÍ á síðasta ári, hefur skorað
rúmlega 21 stig að meðaltali í 11
leikjum og tekið rúmlega 14 frá-
köst í leik.
Gaspar
farin frá
Grindavík
Johansson sem var í 16. sæti ástyrkleika lista mótsins var
aldrei nefndur á nafn þegar speking-
ar veltu fyrir sér úrslitum mótsins en
hann sýndi hvað í honum býr í rétt
tæplega þriggja klukkustunda
löngum úrslitaleik. „Ég er ekki
áhugaverður leikmaður og sem per-
sóna sker ég mig ekki út úr fjöldan-
um en ég veit að ég get unnið alla á
góðum degi,“ sagði sigurvegarinn
sem fór nánast með veggjum í fyrstu
umferðum keppninnar og fáir tóku
eftir honum.
Þetta er áratugur síðan sænskur
tennismaður sigrar á Opna ástralska
mótinu en hinn 26 ára gamli Johans-
son hafði náð því að komast í átta
manna úrslit á Opna bandaríska
mótinu en hann hafði aldrei sigraði
áður á átta ára keppnisferli sem at-
vinnumaður.
„Það er ekki hægt að lýsa því
hvernig mér líður núna,“ sagði sig-
urvegarinn sem hóf að æfa tennis
fimm ára gamall í Linköping. „Þessa
hluti hef ég aðeins séð í sjónvarpinu
en núna veit ég hvernig mönnum líð-
ur á efsta palli á slíku móti.“
Capriati sýndi
mikinn styrk
„Ég veit ekki alveg hvernig ég fór
að því að vinna í dag. Það voru tóm
vandræði með flest það sem ég gerði
en þetta hafðist að lokum,“ sagði
bandaríska tenniskona Jennifer
Capriati eftir að hún lagði Martinu
Hingis frá Sviss, 4:6, 7:6, 6:2 , í úrslit-
um Opna ástralska tennismótsins í
Melbourne. Þær stöllur mættust
einnig í úrslitum mótsins fyrir ári og
þá sigraði Capriati nokkuð óvænt
enda hafði hún átt í ýmsum vand-
ræðum í einkalífi sínu um nokkuð
langt skeið.
Capriati barðist eins og ljón í öðru
settinu þar sem Hingis fékk fjórum
sinnum tækifæri til að tryggja sér
sigur í settinu og þar með leiknum.
Engin kona hefur staðið af sér slíkt
og fróðir menn um tölfræði tennis-
íþróttarinnar sögðu að slíkt hefði síð-
ast gerst í úrslitaleik Wimbledon-
mótsins árið 1898.
„Ég var með bakið upp að veggn-
um í lokin á öðru settinu og hafði
engu að tapa. Eftir á þá skilur maður
ekki af hverju þetta gerist en ég
hafði viljann til að klára þetta og það
virtist fara í skapið á Hingis,“ sagði
Capriati sem sigraði á mótinu í fyrra
en svissneski mótherjinn hennar
grýtti tennisspaða sínum af miklu
afli í völlinn eftir að hún tapaði öðru
settinu. Hingis hefur ekki unnið á
stórmóti síðan árið 1999 en það var á
Opna ástralska. Þetta var í þriðja
sinn sem Hingis tapar í úrslitum á
Opna ástralska og fimmti úrslitaleik-
ur hennar á stórmóti sem hún tapar.
Anna Kornikova á
óvenjulegum slóðum
Þar kom að því að rússneska tenn-
iskonan Anna Kornikova tækist að
sigra á stórmóti en til þess fékk hún
hjálp frá hinnu svissnesku Martinu
Hingis en þær stöllur sigruðu í tví-
liðaleik á Opna ástralska meistara-
mótinu í tennis. Kornikova hefur
ekki enn sigrað í einliðaleik á at-
vinnumannamóti. Í úrslitaleiknum
mættu þær Arantxa Sanchez-Vicario
frá Spáni og hinni átján ára gömlu
slóvensku stúlku Daniela Hantuch-
ova.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Mark
Knowles og Daniel Nestor en þeir
hafa kept að þessu marki í sjö ár án
árangurs. Frakkarnir Michael
Llodra og Fabrice Santoro máttu
lúta í gras, 7:6, 6:3, fyrir Knowles og
Nestor sem eru frá Bahama og Kan-
ada. Tvenndarleikinn unnu þau
Daniela Hantuchova og Kevin Ull-
yett, 6:3, 6:2, en þau léku til úrslita
við Gaston Etlis og Paolo Suarez.
Johans-
son kom
öllum
á óvart
„ÞAÐ hvarflaði aldrei að mér að ég ætti eftir að standa uppi sem
sigurvegari á stórmóti sem þessu. Síðustu tvær vikur hafa verið
þær bestu á mínum ferli,“ sagði sænski tennisleikarinn Thomas
Johansson eftir að hann lagði Rússann Marat Safin (9.), 3:6, 6:4,
6:4, 7:6, í úrslitum á Opna ástralska mótinu sem lauk í Melbourne
um helgina, en þetta var í fyrsta sinn sem Svíinn sigrar á einu af
stórmótunum fjórum.
Reuters
Svíinn Thomas Johansson veifar til áhorfenda eftir að hann
hafði lagt Rússann Marat Safin að velli.
Reuters
Jennifer Capriati fagnaði
sigri annað árið í röð.
ÓLAFUR Már Sigurðsson,
kylfingur úr Keili, hefur
ákveðið að gerast atvinnu-
maður í golfi. Ólafur Már
verður með á vetrarmótum
þýskrar mótaraðar sem verð-
ur á Spáni í lok febrúar og
síðan mun hann reyna að
komast inn á Mastercard-
mótaröðina, sem fram fer á
Bretlandseyjum, og fer til
þess í úrtökumót.
Ólafur Már
í atvinnu-
mennsku
Svisslendingar horfðu agndofa áíslenska landsliðið í hand-
knattleik mala Sviss í beinni út-
sendingu frá Sví-
þjóð á sunnudag.
Sjónvarpsfrétta-
maður þýskumæl-
andi stöðvarinnar
var svo til orðlaus undir lok leiksins
og sagði að það þyrfti tíma til að
melta úrslitin, 33:22. Arno Ehret
þjálfari þurfti ekki að hugsa sig
lengi um.
Blick, útbreiddasta dagblaðið í
Sviss, hafði eftir honum á mánudag
að Svissararnir hefðu verið þrek-
lausir, þeir hefðu gert hver mistök-
in á fætur öðrum og það hefði verið
sannkallaður klassamunur á Ís-
lendingunum og þeim.
Dagblöðin tala um algjöran ósig-
ur, hrun handboltans og skammar-
lega frammistöðu svissneska lands-
liðsins. Blick fannst leikmennirnir
breytast í „klunnalega klakakarla“
frammi fyrir Íslendingunum. Neue
Zürcher Zeitung segir svissneska
liðið margoft hafa verið í fullkom-
lega vonlausri aðstöðu gegn hinum
lipru og léttfættu Íslendingum.
Fjölmiðlar hugga sig við að
svissneska liðið stóð sig betur en
búist var við gegn Slóvaníu og
Spáni. Smávonarneisti kviknaði
þegar Spánn var níu mörkum yfir í
leiknum gegn Slóvaníu. En það
varð ekkert úr þeirri von. „Við
misstum af okkar möguleika gegn
Íslandi,“ hefur Tages Anzeiger eft-
ir þjálfara Sviss og hann bætir við
að svona mikill munur liðunum
megi ekki eiga sér stað.
Svissnesku blöðin eftir leik Sviss og Íslands
Klunnalegir
klakakarlar
Anna
Bjarnadóttir
skrifar frá
Zürich