Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ O FT VELTIR lítil þúfa þungu hlassi eins og sannaðist eftir birtingu blaðagreinar um nýja aðferð við sjúkraþjálfun fatlaðra barna í enskri út- gáfu ungverska blaðsins Budapest Sun fyrir örfáum árum. Eftir að hafa lesið greinina lögðu tvær íslenskar konur land undir fót og kynntu sér sjúkraþjálfun hreyfihamlaðra barna á tveimur ung- verskum meðferðar stofnunum árið 1998. Konurnar sögðu frá ferðinni í grein í Morgunblaðinu eftir heimkomuna og í framhaldi af því fór íslensk móðir með hreyfihamlaða dóttur sína í 4 vikna með- ferð á aðra stofnunina. Fleiri fylgdu í kjöl- farið og úr varð að einn af sjúkraþjálf- urunum við stofnun Önnu Dévény í Ungverjalandi kom hingað til lands til eins árs dvalar sumarið 1999. Sjúkraþjálf- arinn Margit Klein þótti ná frábærum ár- angri með því að beita aðferð Önnu Dé- vény DSGM (Dévény Special Manual Technique and Gymnastics Method) við sjúkraþjálfun hreyfihamlaðra barna á Ís- landi. Eitt ár á við sex Una Birna Guðjónsdóttir, sjúkra þjálf- ari, kynntist Margit þar sem þær unnu saman í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur við Seljaveg. „Þegar ég kynntist Margit fékk ég áhuga á að tileinka mér aðferð Önnu Dévény. Eftir á að hyggja held ég að aðal- ástæðan hafi verið hvað foreldrar barnanna voru ánægðir með árangurinn, t.d. staðhæfði ein móðirin að barnið henn- ar hefði náð meiri árangri á einu ári hjá Margit en 6 árum áður,“ segir Una Birna sem hélt ásamt fjöskyldu sinni til eins árs námsdvalar við stofnun Önnu Dévény í Búdapest í byrjun ársins 2001. Hún útskýrir að meðferð Önnu Dévény gagnist aðallega börnum með Cerebral Palsy (heilalömun). Algengast er að börn- in séu hreyfihömluð vegna súrefnisskorts í fæðingu eða blæðingar inn á heila. Hreyfihömlunin felst í því að börnin eru ýmist með of litla eða mikla vöðvaspennu. Of lítil vöðvaspenna veldur því að börnin verða lin og eiga erfiðara með að fylgja jafnöldrum sínum eftir í hreyfiþroska. Of mikil vöðvaspenna veldur því að börnin eiga erfiðara með að hafa stjórn á hreyf- ingum sínum og verða spastísk. Vægari einkenni geta falist í því börnin verði stíf í vöðvum og eigi þar af leiðandi erfitt með að hreyfa sig. Sagan hófst þegar borgaryfirvöld í Búdapest báðu sjúkraþjálfarann Önnu Dévény að taka að sér að kenna unglings- túlkum með hryggskekkju leikfimi árið 1975. Anna tók að sér verkefnið og fór uppúr því að þróa sína eigin aðferð byggða á þekkingu sinni á sviði sjúkra- þjálfunar og hreyfilistar til að þjálfa hreyfihömluð börn. Ekki leið heldur á löngu þar til orðspor hennar breiddist út og æ fleiri foreldrar vildu fá hana til að þjálfa börnin sín. Eitt leiddi af ö stofnun Önnu Dévény var sett á f 1990. Farið var að bjóða upp á e hálfs árs framhaldsnám í aðferðum Dévény við Imre Haynal-heilbri skólann í Búdapest fimm árum síða Meðhöndlun á vökudeild Una Birna segir að með tímanu Anna farið að taka við fleiri og yngr um í þjálfun. „Anna heldur því f þeim mun yngri sem börnin eru þv og er farin að fara inn á vökudeil þjálfa börnin. Árangurinn lætur ekki á sér standa eins og sést best á spastískur fyrirburi fór að skríða uðum eftir áætlaðan fæðingardag s 8 mánaða,“ segir hún og skýrir út aðferð Önnu gangi. „Meðferðin er t fyrst þarf að mýkja og liðka vöðva ar og svo er byrjað á æfingum styrkja vöðvana. Unnið er með v teygða eða á hreyfingu. Sjúkraþjá teygir á vöðvum barnanna eða læt framkvæma ákveðnar hreyfingar og þeir eru nuddaðir. Eftir um 2 ár eru börnin látin gera æfingar á m meðferð stendur. Með meðferðinni er reynt að l bandvefinn til að hægt sé að le stöðu vöðvanna. „Hvernig þá? börnin hafa lengi leitað í sömu s hafa vöðvarnir oft aflagast, t.d. á og ökklum. Meðferðin felst í því að á og leiðrétta stöðu vöðvanna o höndla þá um leið með nuddi. K Önnu er að með þessu sé taugaker að í gegnum svokallaðar vöðvaspó kem ég aftur að því að því fyrr sem er á meðferð því betra þar sem heil ur mjög ungra barna hafa þann eig að geta myndað ný taugatengsl þeirra sem skemmst hafa.“ Una Birna viðurkennir að oft ver komist hjá því að börnin gráti af sá Fyrir meðferð gat barnið á myndinni ekki rétt úr fætinum. Takið eftir því hvernig tærnar kreppast undir fótinn. Eftir meðferðina stendur barn- ið eðlilega. Árangursrík leið í meðferð hreyfihamlaðra barna Sársauki oft ekki umflúinn Ungverska sjúkraþjálfaranum Önnu Dévény þykir hafa tekist að þróa afar árangursríka að- ferð í sjúkraþjálfun hreyfihamlaðra barna. Anna G. Ólafsdóttir forvitnaðist um aðferðina hjá Unu Birnu Guðjónsdóttur, nemanda við stofnun Önnu Dévény um eins árs skeið. A Ð gerast fluguveiðimaður var ekki komið inn á stundaskrána hjá mér enda nýbúinn að koma mér upp álitlegu spúnasafni (ári seinna fékk bróðir minn það á hálfvirði!). Ég hafði staðið í þeirri trú til margra ára að fluguveiði væri aðeins fyrir þá vel efnuðu og eins leit ég á þá, sem veiddu á flugu, annaðhvort sem pínulitla snobbara eða ósnertanlega snill- inga. Ég hélt til langs tíma að það væri aðeins á færi fárra að læra að kasta með flugustöng – þar skjátlaðist mér hrapallega.“ Þetta er brot úr sögu um flugubakteríuna, sem birt er á vefn- um www.flugur.is. Sögunni lýkur svona: „Innra með mér vissi ég að það yrði ekki aftur snúið. – Fluguveiðiáhugi á eftir að fylgja mér alla ævi. – Ég var smitaður af flugubakteríunni.“ (Jón Halldór). Þróaði eigin hnýtingastíl Áhugi á fluguveiði er iðulega djúpstæður áhugi sem varir lífið á enda. Spurningin er í hversu unga menn og konur flugan krækir í. Þessi áhugi kviknaði fyrst hjá Þorgils Helga- syni 13 ára gömlum, nú er hann orðinn 15 ára og býst við að stunda fluguveiðar og -hnýtingar áfram af kappi. Þótt veiðiár og vötn séu veiðimönnum lokuð lengstu tíð ársins, þá hafa þeir nóg að sýsla í skammdeginu, til dæmis þarf að huga að flug- unum, fylgjast með faginu á Netinu, lesa bækur eins Veiðiflugur Íslands, tímarit, fréttabréf ... Þorgils prófaði að hnýta flugu hjá vini sínum og Bjössi er fremur nýr í þessu. Þorgils vonast til að komast sem oftast í veiði á næstu árum. Crosfield er efnileg Þorgils hefur góðan áhuga á hnýtingum, og náð ágætum árangri. Hann keppti á Íslands- mótinu í fluguhnýtingum í fyrra og varð í 3. sæti og fékk fluguhjól og eitthvað fleira í verð- laun. Hann ætlar að taka þátt í mótinu á þessu ári. „Ég stefni að því að vinna,“ segir hann, „keppt er í þremur flokkum; ungmenna, al- mennum og meistaraflokki, en þar eru atvinnu- menn menn Þo ur Ís skrif ur m crosf lituð Fu og e krefs mínú með að v hann Ha en ei ig væ ir, þó Að nokk ist ið lega. „Ég fékk flugustöng fyrir tveimur árum, en ... þetta varð ekki að dellu strax,“ segir Þor- gils. Fluguhnýtingar eru snjallt áhuga- mál, sem eflir veiði- hug og æfir hönd. Gunnar Hersveinn spurði ungan veiði- mann, sem setur stefnuna á næsta Íslandsmót í fag- inu, um þetta áhugamál. Að gína við hnýttri flugu ÞORGILS HELGASON 15 ÁRA FLUGUVEIÐ IMAÐUR fannst það strax skemmtileg iðja, og bað for- eldra sína um að fá fluguhnýtingatæki í jóla- gjöf, og kefli, fjaðrir, skrúfu, garn, nálar, skinn, öngla ... Tökum dæmi, til að hnýta Heimasætu á öngulinn á þvingunni þarf svartan tvinna, fan- ir úr appelsíngulri hanahálsfjöður, ávalt silfur á vöf, hvítt floss í búk og hár úr magentalituðu íkornaskotti í væng. Þorgils fór ekki á námskeið í fluguhnýting- um, hann las sér til og gerði tilraunir. „Ég þró- aði minn eigin hnýtingastíl,“ segir hann. Fyrsti flugulaxinn „Ég fékk flugustöng fyrir tveimur árum, en fór sjaldan þá að veiða, þannig að þetta varð ekki að dellu strax,“ segir hann. Fyrstu flugu- fiskarnir hans voru 3 punda ragnbogasilungur og 1 punda urriði. „Ári síðar eða 1. júlí 2001 veiddi ég fyrsta flugulaxinn minn í Flekkudalsá á Fellsströnd. Þá fékk ég delluna,“ segir Þorgils, „mér finnst þetta skemmtilegt sport“. Veturinn getur vissulega verið langur fyrir sportveiðimenn. „En kannski er hægt að væta línuna á páskunum í Vífilsstaðavatni, þótt mað- ur veiði sennilega ekkert þá,“ segir hann. „El- liðavatn opnar svo 1. maí,“ segir hann og býst við að vera í vötnunum fram í júlí. Þorgils fer á veiðar með fjölskyldunni og vinafólki, og einnig með Sigþóri og Birni vinum sínum og veiðiáhugamönnum. „Ég ætla í Korpu með Sigþóri,“ segir hann. Sigþór hefur verið lengst af þeim félögum í veiðimennskunni og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.