Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 5
„Fjöldi þeirra flugna sem kem- ur til greina er álíka mikill og fjöldi þeirra stjarna sem blasir við á heiðskíru vetrarkvöldi. En. Hægt er að einfalda þessa stjörnufræði,“ skrifar flugu- veiðimaðurinn Stefán Jón Haf- stein á vefnum www.flugur.is, og gefur síðan góð ráð um flugur:  Silungsvötn: Ef þú ert að fara í silungsvatn skaltu biðja um þessar: Black zulu, Peacock, Teal and Black, Peter Ross, Pheasant tail. Snemma sumars skaltu hafa þær númer 10-12, en síðar minni. Flugur smækka með hærri númerum, svo þú biður um 14-16 í júlí og ágúst. Þegar hér er komið sögu skaltu líka biðja um smáar púpur eða lirf- ur: Watson’s fancy, Héraeyra og svo skaltu bæta við Black Gnat. Í stór vötn eins og Þing- vallavatn þarf stundum stærri flugur og þyngdar, fáðu Pea- cock með kúluhaus eða Wat- son’s Fancy með kúluhaus. Til að vera góður þarftu að eiga þessar flugur í tveimur til þremur stærðum hverja. Það gera 20-30 flugur. (Næsta vet- ur lærir þú að hnýta!)  Straumvötn: Urriði. Hér er komið að straumflugum, Rektor, Svörtum nobbler, Black Ghost. Í nokkrum stærð- um hverja. Dentist líka ef þú vilt eiga fleiri. Og Mickey Finn ef þú vilt vera flott á því.  Straumvötn: Bleikja. Nú bætir þú við Flæðarmús, appelsínugulum nobbler og fjárfestir í Black Ghost ef þú átt hann ekki þegar. Dentistinn getur komið sér vel.  Straumvötn: Lax. Þú ætlar að vera flott(ur) á því? Ef þetta er snemma sumars og von á miklu vatni þarftu flugur í stærðum 6-10. Fáðu þér rauða og svarta frances. Þær eru öruggastar. Eigðu þær í nokkr- um útgáfum, svarta skaltu eiga með gullkrók og silfurkrók. En þú þarft líka Collie Dog. Splæstu svo í eitthvað til að fegra boxið með: Hairy Mary gray, Laxá blá, Undertaker og þú verður þér ekki til skamm- ar. Biddu líka um Black Brah- an því allir eru með hann.“ www.flugur.is Já, en hvaða flugur á ég að nota? DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 B 5 öðru og fót árið eins og m Önnu igðishá- an. um hafi ri börn- fram að ví betra ld til að heldur á því að 5 mán- sinn, þá t á hvað tvíþætt, a og sin- m til að vöðvana álfarinn tur þau um leið ra aldur meðan á osa um eiðrétta „Jú, ef stöðuna kálfum ð teygja g með- Kenning rfið örv- ólur. Þá m byrjað lafrum- ginleika í stað rði ekki rsauka. „Fyrstu tímarnir eru erf- iðastir þar sem vöðvarnir eru sárir og verið er að mýkja þá til undirbúa þá fyrir styrktaræfingar. Þegar mestu særindin eru horfin er þetta mun auðveldara og skemmti- legra. Annars virtust ungversku foreldrarnir í fæstum tilfellum kippa sér upp við grátinn,“ seg- ir hún og tekur fram að væntanlega hafi þeir ver- ið búnir að gera upp við sig að sársaukinn væri þessi virði ef börnin sýndu auknar framfarir. „Eftir meðferðina hafa foreldrar sagt að börnin sofi betur, séu bros mildari og líði greinilega betur.“ Una Birna segist þó ekki ganga jafn langt í meðferðinni á Íslandi og gert er í Ungverjalandi. „Ég vil ekki að börnin þurfi að þola of mikinn sársauka í einu. Fleiri komur og styttri tími í hvert sinn er held ég betri. Tímarnir hjá mér eru yfirleitt um 45 mínútur í samanburði við klukkutíma úti. Klukkutími er einfald- lega alltof langt fyrir litla krakka.“ Annað viðhorf í Ungverjalandi Una Birna sneri aftur til Íslands með fjölskyldu sinni seint á síðast ári. „Okk- ur leið mjög vel í Ungverjalandi. Ung- verjar eru ákaflega ljúfir og landið fal- legt. Aðalvandamálið var eiginlega tungumálið því að fáir Ungverjar tala ensku. Á stofnuninni talaði Margit ein góða ensku. Hún var aðalleiðbeinandi minn fyrir utan að vera fjölskyldunni allri stoð og stytta. Ég veit eiginlega ekki hvernig við hefðum komist af án hennar,“ segir hún og upplýsir að við- horfið til fatlaðra sé talsvert ólíkt á Ís- landi og í Ungverjalandi. „Hér er hlut- fall fyrirbura af öllum fæddum nýburum meir en helmingi lægra en úti. Hlutfalls- Þegar þessi drengur byrjaði eins árs í þjálfun á stofnun Önnu Dévény gat hann ekki haldið sér uppi á fjórum fótum. Fimm mánuðum síðar gat hann haldið sér uppi og var frjálsari í leik. Morgunblaðið/Golli Una Birna við vinnu sína í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. lega eru hreyfihömluð börn því fleiri þar en hér. Þó ber mun meira á fordómum í garð fatlaðra í Ungverjalandi en á Ís- landi. Foreldrar hafa tilhneigingu til að fela börnin sín og ef til vill ekki nema von. Ef þeir fara með þau út í kerru geta þeir átt von á því að ókunnugir víki sér að þeim og spyrji í fullri alvöru: „Hvað gerðir þú barninu þínu?“ Una Birna segir erfitt að alhæfa um árangur. „Árangurinn veltur á ýmsu, t.d. aldri barnsins, fötlun og þroska. Þó get ég sagt að stundum er hægt að greina breytingu hjá börnum á milli skipta. Eins og ég sagði áðan hef ég farið mér hægar hér heima. Engu að síður er ég yfirleitt farin að greina ákveðinn ár- angur eða breytingar eftir 3 til 4 skipti. Ef sex mánaða barn með væg einkenni eins og vöðvastífni er ekki farið að velta sér og fer í þjálfun má búast við að barn- ið nái sér og verði fært um að ná jafn- öldrum sínum eftir þriggja til fjögurra mánaða þjálfun. Spastísk börn þurfa af- ar mislanga þjálfun og geta þurft að halda sér við með því að koma í þjálfun einu sinni í viku,“ segir Una Birna sem sér fram á næg verkefni hér á landi í framtíðinni. Daily Vits FRÁ S ta n sl a u s o rk a Inniheldur 29 tegundir af vítamínum, steinefnum og Rautt Panax Ginseng. Með gæðaöryggi. H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN nirnir. Ef mér tekst að vinna kemst ég í al- na flokkinn.“ orgils notar meðal annars bókina Veiðiflug- slands þegar hann hnýtir, en þar eru upp- ftir af þeim, t.d. af crosfield, sem hann held- mikið upp á, og lax bitið hefur verið á field hjá honum, þótt hann hafi sloppið. Blá ð fluga er sterk fluga; svört og blá. ugluhnýtinar eru vissulega nákvæmisverk eðli málsins samkvæmt: vandasamt og st leikni í fínhreyfingum. „Ég er svona 2–3 útur með silungaflugu, en 5–10 mínútur laxaflugu. Ég flýti mér ekki, reyni frekar vanda mig, lít á þetta sem slökun,“ segir n. ann hnýtir auðvitað mest fyrir sjálfan sig, itthvað líka fyrir vini og vandamenn. Einn- æri mögulegt að reyna að selja flugur í búð- ótt það sé enn óráðið. ð minnst kosti virðast fluguhnýtingar vera kuð snjallt áhugamál, því afraksturinn nýt- ðulega prýðilega og sparar pening ágæt- . Morgunblaðið/Kristinn Þorgils hefur góða trú á bláum og svörtum flugum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.