Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 . F E B R Ú A R 2 0 0 2 B L A Ð B
L i s t h ú s i n u L a u g a r d a l , s í m i 5 8 1 2 2 3 3 • D a l s b r a u t 1 , A k u r e y r i , s í m i 4 6 1 1 1 5 0 • w w w. s v e f n o g h e i l s a . i s
Verið
velko
min
öllum húsgögnum og ýmsum fylgihlutum
T i lboðsdagar
1/3
af
Fyrstir koma
fyrstir fá
Takmarkað
magn Gildir í jan og feb.
Gildir ekki af öðrum tilboðum né heilsudýnum og heilsukoddum
Ath
Tilboðshorn verður í Svefn og
heilsu þar sem 35-70% afsl.
verður af ýmsum eldri eða lítið
útlitsgölluðum heilsudýnum,
húsgögnum og ýmsum
fylgihlutum.
Ný pakkaútboð verða sett upp
í hverri viku, pakki gæti
samanstaðið af; höfuðgafli,
náttborði, heilsudýnu,
teppasetti og fleiru.
Þú býður í pakkann og besta
tilboðið vinnur.
SÁLIN BLÓMSTRAR VIÐ LISTRÆNA IÐKUN/2 AÐ GÍNA VIÐ
HNÝTTRI FLUGU/4 SÁRSAUKI OFT EKKI UMFLÚINN/5 DAGUR HJÁ
DAGMÖMMU – ENGAR KAFFIPÁSUR Í VINNUNNI/6 AUÐLESIÐ EFNI/8
loknu settist hún að í Kaupmannahöfn og hefur m.a.
séð um myndskreytingar í fastan dálk í vikublaðinu
Kopenhagen Post. Blaðið er gefið út á ensku og sér-
staklega ætlað útlendingum í dönsku viðskiptalífi og
ferðamönnum. „Ég hef séð um að teikna skopmynd í
vikulegan dálk um málefni líðandi stundar í blaðinu
frá árinu 1998. Núna er ég að setja saman möppu til
að koma verkum mínum á framfæri við aðra fjöl-
miðla. Tíminn verður að leiða í ljós hvernig gengur,“
segir Fanney. „Draumurinn er að komast að hjá
Politiken.“
En Fanney er ekki við eina fjölina felld í listinni
þótt áherslan hafi færst yfir á teikningar undanfarin
ár. Hún málar vatnslitamyndir, hannar innstillingar
og meira að segja fatnað svo eitthvað sé nefnt. „Ég
rak verslun með latex-fatnað ásamt fimm öðrum í
Kaupmannahöfn í eitt og hálft ár. Síðan hef ég verið
að fá pantanir og selja eina og eina flík. Núna stend-
ur til að fara að fjöldaframleiða jakka eftir mig í Pól-
landi. Ef allt gengur upp verður jakkinn kominn í
verslanir í Kaupmannahöfn í haust,“ segir hún og
hlær þegar hún er spurð að því hvað hún geti ekki
gert. „Ég hef verið að snúast í ýmsu og satt best að
segja tek ég ekki alltaf allt fram þegar ég er að
sækja um eitthvað. Það getur virkað alltof ruglings-
legt á fólk.“
„ÉG BÝST við að ég hafi frekar gamaldags stíl.
Núna er dálítið í tísku að vera með fullt af smáat-
riðum í sömu teikningunni. Mínar teikningar byggj-
ast upp á færri línum. Einfalt og fyndið hentar mér
best,“ segir Fanney Antonsdóttir, myndlistarmaður í
Kaupmannahöfn, og dregur upp nýja teiknimynda-
sögu eftir sig úr skærrauðri möppu. Teikni-
myndasagan er í léttum tón og segir frá því
hvað gerist í hugarheimi ungrar einhleyprar
konu. Blaðamaður getur ekki stillt sig um að
spyrja hvort Fanney sé að fjalla um sjálfa sig.
„Ég held að flestir höfundar byggi að einhverju
leyti á eigin reynslu. Sjáðu myndaröðina um
kóngulóna! Þessi kónguló hékk fyrir ofan rúmið
mitt í þrjá mánuði. Einhvern veginn hafði ég
ekki brjóst í mér til að hrekja hana í burtu.
Annars hef ég auðvitað bæði augu og eyru opin
og fylgist vel með því hvað drífur á daga vina og
vandamanna. Stundum dettur maður niður á eitt-
hvað skemmtilegt.“
Politiken draumurinn
Fanney er alin upp í Hrísey, útskrifaðist úr ker-
amikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið
1996 og var gestanemi við Danmarks Designskole í
Kaupmannahöfn veturinn 1996 til 1997. Að námi
„Þessi kónguló hékk fyrir ofan rúmið mitt í þrjá mánuði,“ segir Fanney.
Morgunblaðið/Sverrir
Fanney í jakkanum sem á að fara að
fjöldaframleiða í Póllandi.
Þessi teikning eftir Fanneyju birtist með pistli í Kopenhagen Post
um að stjórnmálamenn væru að verða kyntákn í hugum fólks.
Einfalt og fyndið