Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 2
HANDKNATTLEIKUR 2 C FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA England Bikarkeppnin West Ham – Chelsea.............................2:3 Jermain Defoe 38., 50. – Jimmy Floyd Hasselbaink 43., Mikael Forssell 65., John Terry 90.– 27.272. 1. deild: Coventry – Rotherham .........................2:0 Watford – Burnley ................................1:2  Heiðar Helguson var í leikbanni. 2. deild: Stoke – Cambridge...............................5:0 Andrew Cooke, Bjarni Guðjónsson, Stef- án Þórðarson, sjálfsm., Marc Goodfellow Staða efstu liða: Reading 62, Brighton 58, Stoke 57, Bristol 55. Vináttulandsleikir Iran – Slóvakía ......................................2:3 Sadí-Arabía – Brasilía...........................0:1 Frakkland Rennes – Lyon ..................................... 2:2 Auxerre – Lens......................................1:0 Lille – Sedan..........................................1:1 Lorient – Montpellier ...........................1:0 Marseille – Guingamp...........................2:1 Metz – Nantes .......................................2:0 Mónakó – Bastia....................................1:1 Sochaux – Troyes ..................................2:2 Þýskaland St. Pauli – Bayern München ...............2:1 Thomas Meggle 30., Nico Patschinski 33. – Willy Sagnol 87. – 20.735. Kaiserslautern – Hamburger ..............2:2 Mario Basler 4., Miroslav Klose 76. – Bernardo Romeo 10., Marek Heinz 80. – 36.000. Leverkusen – Schalke ..........................0:1 Jorg Bohme 53. Dortmund – Hansa Rostock ................2:0 Henrique Ewerthon 66., Marcio Amor- oso 81.– 62.000. Holland Feyenoord – Fortuna S. .......................1:0 Roda – Utrecht ......................................1:0 Breda – Sparta ......................................2:2 Belgía Bikarkeppnin Moeskroen – St. Truiden......................3:0 Club Brugge – Lokeren........................3:0 Spánn Athletic Bilbao – Malaga ......................3:2 Alaves – Valencia ..................................1:2 Valladolid – Real Madrid......................2:1 Villareal – Mallorca...............................2:1 Barcelona – Real Sociedad ...................2:0  Rivaldo og Saviola skoruðu mörk Börsunga. Zaragoza – Tenerife ..............................1:1 Sevilla – Osasuna...................................0:0 Rayo Vallecano – Espanyol ..................2:2 Las Palmas – Real Betis ..................... 0:0  Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Real Betis. Skotland Bikarkeppni: Dundee – Partick Thistle .....................1:2 Deildabikarkeppnin: Hibernian – Ayr ....................................0:1  Ayr leikur til úrslita við Rangers. Ítalía Bikarkeppnin: Juventus – Milan...................................1:1 Zambrotta 61. – Jose Mari 27. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Washington – Toronto.......................99:94 Charlotte – Boston ............................79:82 Detroit – Philadelphia.......................86:82 Atlanta – Miami .................................76:73 Cleveland – Orlando ........................98:106 Seattle – Golden State ....................113:87 New York – LA Clippers..............110:112 Indiana – Dallas.............................140:141  Í tvíframlengdum leik. Memphis – Utah ................................86:79 KEILA Eftir leiki vikunnar í 1. deild karla og kvenna eru Lærlingar og Flakkarar á toppi deildanna. Stórleikur 16. umferðar 1. deildar karla var leikur KR–a og PLS en leikið var í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Leikmenn PLS unnu fyrsta leikinn, KR–a tók næstu tvo og heildina og sigr- aði 6:2. Þessi úrslit þýða að Lærlingar, sem unnu Keilugarpa 8:0, sitja einir á toppnum, 6 stigum á undan PLS. Önnur úrslit urðu þannig: ÍR–KLS – Keflavík ...............................8:0 Stormsveitin – KR–b.............................6:2 Keiluvinir – ÍR–a...................................0:8 Staðan er þessi: Lærlingar 106, PLS 100, ÍR–KLS 88, KR–a 80, ÍR–a 74, Kei- lugarpar 55, KR–b 54, Stormsveitin 52, Keflavík 47, Þröstur 44, ÍA 38, Keiluvin- ir 22. 1. deild kvenna: Flakkarar – KR .....................................8:0 Fellurnar – Skutlurnar .........................8:0 ÍR-TT – Afturgöngur............................0:8 Staðan er þessi: Flakkarar 92, Aftur- göngurnar 82, Valkyrjur 76, ÍR-TT 36, KR 32, Fellurnar 26, Skutlurnar16. MIKIÐ handknattleiksæði greipum sig hjá íslensku þjóðinni á dögunum og magnaðist jafnt og þétt. Ballið byrjaði í Skövde í Svíþjóð, þar sem „strákarnir okkar“ stigu fram í sviðsljósið í Evrópukeppni landsliða. Fyrsti dansinn var stiginn við Spán- verja, sem voru heppnir að ná jöfnu, 24:24. Dansinn barst til Íslands og fór um allt þjóðfélagið eins og eldur í sinu. Sigrum á Slóvenum og Svisslending- um var fagnað. Þó svo að þessir þrír „dansleikir“ hafi verið stignir um helgi, var ballið rétt að byrja. Strákarnir færðu sig um set í Svíþjóð og komu sér fyrir í Västerås – léku þar fyrstu tvo leiki sína klukkan 15 að íslenskum tíma. Ís- lendingar létu það ekki á sig fá – at- vinnulífið „lamaðist“ og kennsla lagð- ist niður í skólum um allt land. Kvikmyndahús voru opin til að menn gætu skotist inn til að horfa á leiki á stóru tjaldi. Já, börn á dagheimilum og í leikskólum tóku þátt í æðinu á sama tíma og þeim var kynntur þorra- matur. Handknattleikur og hákarl var á boðstólum samtímis. Heimsmeistarar Frakka voru heppnir að tryggja sér jafntefli gegn Íslendingum með þremur síðustu mörkum leiksins, 26:26. Þeir fengu mikla aðstoð frá svissneskum dómur- um á lokasprettinum. Framganga þeirra varð þó ekki til þess að slá strákana út af laginu, þeir unnu Júgó- slava örugglega 34:26 og Þjóðverja 29:24. Andrúmsloftið á Íslandi var eins og oft áður þegar vel hefur gengið hjá handknattleikslandsliðinu – miklar væntingar og menn ræddu um Evr- ópumeistaratitilinn. Áður en strákarnir náðu að stíga lokadansinn var byrjað að færa Hand- knattleikssambandi Íslands gjafir og í útvarpi fór fram áskorunarsöfnun. Kvikmyndatökumenn voru mættir á svæðið til að gera þátt, eða þætti, um afrek strákanna. Já, aukin pressa og spenna var sett á þá áður en þeir áttu eftir að stíga dansinn við Svía og Dani eða Þjóðverja í lokavalsinum. Meiðsli, spenna og þreyta tóku sinn toll í dansinum við Svía og síðan Dani – strákarnir okkar urðu að játa sig sigraða. Þeir þurftu þó ekkert að skammast sín, því að þeir stóðu sig frábærlega og náðu fjórða sæti í ein- hverri hörðustu handknattleikskeppni heims, þar sem þeir léku átta leiki á aðeins tíu dögum. Við komum nánar að árangri landsliðsins síðar – áður skulum við renna yfir nokkur stórmót, sem Ísland hefur tekið þátt í. Væntingar, spenna og hrun Íslenska landsliðið náði sjötta sæti á HM í V-Þýskalandi 1961 og vann frækilegan sigur á Svíum á HM í Tékkóslóvakíu 1964. Miklar væntingar voru gerðar fyrir HM í Frakklandi 1970. Þar náði lands- liðið sér ekki á strik og eftir keppnina var mönnum ljóst að nauðsynlegt væri að gjörbreyta þjálfun íslenskra hand- knattleiksmanna. Þegar Ísland tryggði sér farseðilinn á HM í Austur-Þýskalandi 1974, voru Frakkar lagðir að velli á eftirminni- legan hátt í Laugardalshöllinni, 28:15. Axel Axelsson skoraði 13 mörk og Geir Hallsteinsson 10. Stemmningin var geysileg fyrir HM og var tónninn gefinn með því að gefa út hljómplötu, þar sem landsliðs- menn sungu lagið „Áfram Ísland“ eft- ir Ómar Ragnarsson, sem var for- söngvari. 1987 og 31 landsleik síðustu sjö mán- uðina fyrir ÓL í Seoul, sem fóru fram í september 1988. Forráðamenn Handknattleikssam- bands Íslands byggðu upp geysilega spennu í kringum landsliðið, hömruðu á að það væri það leikreyndasta í heimi og bent var á að Ísland væri í fjórða sæti á styrkleikalista IHF, al- þjóðahandknattleikssambandsins. Það var í mörg horn að líta hjá lands- liðsmönnum, því að fyrir utan að æfa mikið og leika, söfnuðu þeir auglýs- ingum, léku í auglýsingum, heimsóttu styrktarfyrirtæki og Bogdan af- greiddi bensín. Álagið var mikið og boginn spenntur hátt. Væntingarnar urðu enn meiri þeg- ar geysisterkt lið Sovétmanna var lagt að velli í Laugardalshöll mánuði fyrir ÓL, 23:21 Yfir hundrað stuðningsmenn lands- liðsins ákváðu að fara til Seoul og fyrir ÓL sungu leikmenn inn á plötu lag Valgeirs Guðjónssonar, „Við gerum okkar besta…“ Þetta lag var sungið á Lækjartorgi áður en Ólympíufararnir lögðu frá Reykjavík – á leið til Seoul, þar sem landsliðsmenn vöknuðu upp við mikla þreytu í „fangabúðum“. Spennufallið var mikið – enn einu sinni eftir tap fyrir Svíum, 20:14. Rog- er Carlsson, þjálfari Svía, sagði við sænska blaðamenn rétt fyrir leikinn gegn Íslandi, að hann væri ekki hræddur við Íslendinga. „Það hefur oft sýnt sig að Íslendingar þola ekki spennuna þegar þeir mæta okkur. Við mætum því óhræddir til leiks.“ Carlsson hitti naglann á höfuðið. Nær allur vindur var úr íslenska lið- inu þegar það tapaði fyrir Sovétmönn- um með þrettán marka mun, 19:32. Ís- land náði ekki að tryggja sér sæti á HM í Tékkóslóvakíu, þar sem íslenska liðið tapaði fyrir A-Þjóðverjum 3:1 í vítakastskeppni eftir jafnteflisleik, 28:28. Bogdan fór á taugum Þegar Alfreð Gíslason var eitt sinn spurður um hvað hefði gerst á ÓL, sagði hann: „Það er aðeins til eitt svar við þessari spurningu – Bogdan fór hreinlega á taugum. Við vorum búnir að æfa eins og villimenn – allt of mikið, en þegar allt virtist vera á góðri leið, komu mistökin. Það var þegar við lögðum Sovétmenn að velli í Laugar- dalshöllinni. Bogdan fór þá einfald- lega á taugum – hann óttaðist að við værum komnir á toppinn á röngum tíma. Eftir leikinn byrjaði hann að láta okkur æfa þrek og aftur þrek, til að slá á mannskapinn – þannig að hann kæmi síðan aftur upp í Seoul. Bogdan gerði það svo hressilega, að leikmenn komu ekki upp aftur. Hann kláraði gjörsamlega viljastyrk leikmanna. Ég fann það í Seoul að leikmenn voru andlega búnir, þannig að þeir voru hugmyndasnauðir. Þá urðu menn pirraðir og mikið bar á smámeiðslum. Öll umgjörðin í kringum Ólympíu- farseðilinn á ÓL þar sem Sovétríkin, Tékkóslóvakía, A-Þýskaland, Pólland og Ungverjaland ákváðu að senda ekki íþróttamenn til Los Angeles. Ísland, undir stjórn Bogdans Kow- alczyk, náði sjötta sætinu á ÓL og tryggði sér þar með farseðil á HM í Sviss 1986. „Það er allt að verða vitlaust“ Það má með sanni segja að hið raunverulega handknattleiksæði hafi fyrst gripið um sig á Íslandi fyrir heimsmeistarakeppnina í Sviss 1986. Fjölmiðlar kepptust við að taka viðtöl við leikmenn og þjálfara. Leikmenn komu fram í auglýsingum og sungu inn á hljómplötu lagið „Það er allt að verða vitlaust…“ Já, það er óhætt að segja að allt hafi verið að verða vit- laust á Íslandi fyrir HM. Sjónvarpað var í fyrsta skipti öllum leikjum frá stórmóti og vel yfir 200 stuðnings- menn fóru með landsliðinu og fjöl- margir Íslendingar víða að úr Evrópu bættust í hópinn í Sviss, þar sem dæmið gekk upp – Íslendingar náðu sjötta sæti og tryggðu sér þar með farseðilinn á Ólympíuleikana í Seoul 1988. Ísland tapaði óvænt fyrir Suður- Kóreu í fyrsta leiknum, 21:30. Síðan kom sigur á Tékkum, 19:18. Geysileg- ur áhugi var á Íslandi og þegar leikið var gegn Rúmeníu föstudaginn 18. febrúar 1986 kl. 18, var varla mann að sjá á götum Reykjavíkur. Sigur vannst og var það Guðmundur Þórður Guðmundsson, núverandi landsliðs- þjálfari, sem kórónaði sigurinn, 25:23. Efnt var til geysilegrar sigurhátíðar í Reykjavík og út um allt land, þar sem Ísland var komið í milliriðil. Sjónvarpið opnað Ísland vann stórsigur á Dönum, 26:16. Þegar leikið var gegn Svíum var áhuginn orðinn svo mikill á Ís- landi, að ákveðið var að opna sjón- varpið á fimmtu- dagskvöldi, til að sjónvarpa leiknum gegn Svíum beint. Á þessum árum var ekki sjónvarpað á fimmtudögum. Ísland varð þá að vinna Svía með fimm mörkum til að leika um þriðja sætið, en varð að sætta sig við tap, 27:23. Spánn vann Ísland síðan í leik um fimmta sætið, 24:22. Geysilegt álag, væntingar og vonbrigði Þegar landsliðið hóf að leika á ný eftir sumarfrí 1986, þá átti liðið eftir að leika 88 landsleiki á 24 mánuðum undir stjórn Bogdans fyrir ÓL í Seoul, sem samsvarar nær einum landsleik á viku. Álagið var mikið á leikmönnum landsliðsins, sem léku 41 landsleik Þá mættu Ungverjar í heimsókn og jafntefli varð í fyrri leiknum, en Ísland fagnaði sigri í þeim síðari, 22:20. Verk- fall var skollið á þegar landsliðið átti að fara og var gefin undanþága fyrir afgreiðslu á flugvél þeirri, sem flutti landsliðið og þrjá blaðamenn til Nor- egs. Leikið var gegn Norðmönnum í Ósló áður en haldið var til A-Þýska- lands. Íslenska liðið fór á kostum, lék frábærlega og vann stórsigur, 21:16, eftir að hafa verið tíu mörk yfir. Leikur íslenska liðsins var svo góð- ur, að Norðmenn stóðu agndofa og rætt var um mikil afrek Íslendinga á HM. Talið var að þeir myndu vinna Tékka og Dani örugglega í riðla- keppninni, en lenda í kröppum dansi við Þjóðverja. Ekki var byrjað að sjónvarpa leikj- um beint til Íslands þá, og það var eins gott. Áður en keppnin byrjaði voru tveir leikmenn íslenska liðsins lagstir í rúmið með 40 stiga hita og aðrir komnir með hitavelgju. Flensa stakk sér niður á óheppilegum tíma og von- brigðin urðu mikil – liðið varð að engu vegna flensunnar. Leikirnir þrír töp- uðust. Tveir spáðu heimsmeistaratitli Það gætti mikillar bjartsýni í her- búðum landsliðsins þegar haldið var á HM 1978 í Danmörku og spáðu tveir leikmenn liðsins Íslandi heimsmeist- aratitlinum. Landsliðið varð fyrir áfalli í Noregi fyrir HM, þar sem Ólaf- ur Einarsson, ein öflugasta skytta liðsins, handarbrotnaði en áður hafði Ólafur Benediktsson, markvörður, forfallast. Allt gekk á afturfótunum á HM, en þátttaka Íslands var kölluð „Fjórir svartir dagar í Danmörku“. Ísland tapaði fyrir Sovétríkjunum 22:18, Danmörku 21:14 og Spáni 25:22. Eftir HM var mjög deilt á HSÍ og sagt var að landsliðið hefði verið þjálf- að í gegnum bréfa- skóla frá Póllandi – af Janusi Czerwinsky, þjálfara landsliðsins, sem gat ekki tekið þátt í lokaundirbún- ingi liðsins. „Rútuferðin mikla“ var B-keppnin í Frakklandi 1981 köll- uð, en þar hrundi leik- ur íslenska liðsins eftir tap fyrir Sví- um í Grenoble, 16:15 – í leik sem Ísland átti að vinna. Allt var lagt undir fyrir leikinn gegn Svíum og urðu von- brigðin því sár og spennufallið mikið. Á eftir komu töp fyrir Frökkum, Pól- verjum og síðan Ísraelsmönnum um 7. sætið. Ísland komst ekki á HM í Þýskalandi 1982. Aftur urðu vonbrigði í B-keppni í Hollandi 1993, þegar Ísland náði ekki að keppa um farseðil á Ólympíuleik- ana í Los Angeles 1984. Síðan kom þó óvæntur glaðningur er Ísland fékk Af litlum neista … Landsliðið sem mætti Dönum í St Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur komið landsliðinu í handknattleik á ný á þann stall þar sem það á heima – í hóp bestu landsliða heims. Sigmundur Ó. Steinarsson rifjar upp gleði og vonbrigði landsliðsins, sem hefur í gegnum árin sungið þrjú lög inn á hljómplötur – fyrir stórmót. „Það var langt á æfing- ar, það var langt í leiki – og það var langt í þann árangur sem við vonuðumst eftir. And- rúmsloftið var raf- magnað og lamandi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.