Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 4
Þjóðverjar eru mjög ósáttir við aðmarkið skuli ekki hafa fengið að standa, segja það hafa verið löglegt. Jafnvel Svíar sjálfir telja mikinn vafa leika á hvort sigur þeirra hafi verið sanngjarn þar sem líklegt verði að telja að mark Þjóð- verjanna undir lok venjulegs leik- tíma hafi verið gott og gilt. „EM-gull með súrbragð í munni.“ Eitthvað á þessa leið skrifar eitt útbreiddasta blað Svíþjóðar, Aftonbladet á mánu- daginn. Þýskir fjölmiðlar, þar á með- al Bild Zeitung tala um þjófnað, „Við vorum rændir gullinu.“ „Ég hef átt mörg samtöl út af þessu atriði,“ sagði Kjartan K. Stein- back, formaður dómaranefndar Al- þjóða handknattleikssambandsins, í samtali við Morgunblaðið en hann var viðstaddur úrslitaleikinn í Glob- en-höllinni í Stokkhólmi á sunnudag- inn. „Ég heyrði aldrei dómarana flauta leikinn á að nýju eftir jöfnunarmark Svía, 26:26,“ segir Kjartan. „Hafi þeir ekki flautað leikinn á að nýju eftir mark Svía, þá er mark Þjóð- verja ekki gilt. Það slæma við þetta allt saman er hins vegar að annar dómarinn réttir upp höndina. Ég veit ekki hvað skal segja,“ segir Kjartan og vildi lítið tjá sig um málið að öðru leyti. Hafi annar dómarinn rétt upp höndina þá er sennilegt að hann hafi flautað og því hafi mark Þjóðverja verið gott og gilt og sigurinn þar með þeirra. Hvað sem því líður er ljóst að Svíar fögnuðu sigri en Þjóðverjar ekki, gullið verður ekki af sænska liðinu tekið héðan af. Til þess að bjarga sér út úr vand- anum sem skapaðist á síðustu sek- úndunum ráku dómarar leiksins, sem komu frá Makedóníu, Johann Petterson af leikvelli, sögðu hann hafa reynt að hindra Þjóðverja við að hefja leik að nýju. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Aftonbladet heldur því fram að annar dómarinn hafi verið búinn að flauta leikinn á og Þjóðverjum því heimilt að nýta þau andartök sem eftir voru til þess að kasta knettinum frá eigin vallar- helmingi og í tóma mark Svía. Greinilegt er að brot Pettersons undir lokin hefur borgað sig, a.m.k. gefið dómurunum ástæðu til þess að dæma ekki mark. „Það er ævinlega slæmt þegar leikbrot borga sig,“ segir Aftonbladet ennfremur. Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía, segir í samtali við blaðið að þeir sem vinni háttvísisverðlaunin vinni ekki gullverðlaun um leið. Hefur hann þar í huga úrslitaleikinn á HM í fyrra þegar Svíar „leyfðu“ Gergory Anq- uetil að fara inn úr horninu skömmu fyrir leikslok og innsigla sigurmark Frakka og heimsmeistaratitilinn, í stað þessa að brjóta á honum og koma í veg fyrir markið. Terje Anthonsen, formaður norska dómarasambandsins, segir dómarana ekki hafa staðið sig í stykkinu, þeir hafi leyst illa úr þeirri stöðu sem komið hafi upp á lokasek- úndunum. „Þjóðverjar eru aðeins að velta sér upp úr þessu og þykir mörgum sárt að vita til þess hvernig fór. En flestir eru að jafna sig og telja að þótt gullið hefði verið frábært þá væru silfur- verðlaunin mjög jákvæð fyrir íþrótt- ina. Að vinna til verðlauna á stórmóti er mjög jákvætt fyrir íþróttina í Þýskalandi,“ sagði Patrekur Jó- hannesson, landsliðsmaður og leik- maður með Essen í Þýskalandi. „Hér líta flestir á jákvæðu hliðarnar, líkt og heima þá hefðu menn ekkert haft á móti því að vera ofar.“ Gull með súr- bragð í munni  EINAR Karl Hjartarson, Íslands- methafi í hástökki, stökk 2,16 m og varð í 3. sæti á háskólamóti í Fayette- ville í Arkansas um helgina. Þetta er besti árangur Einars það sem af er keppnistíð bandarísku háskólamót- anna sem hófst um miðjan janúar.  DAVÍÐ Þór Viðarsson, knatt- spyrnumaður úr FH, verður við æf- ingar og keppni með norska knatt- spyrnuliðinu Viking á La Manga á Spáni 16. febrúar til 2. mars. Davíð Þór er 18 ára gamall og hefur verið undir smásjánni hjá Viking og fleiri erlendum liðum um nokkurt skeið.  BENNY Lennhartsson, þjálfari Viking, segir í viðtalið við norska blaðið Aftenbladet í gær að hann vilji skoða Davíð í ferðinni á La Manga og meta hvort hann sé leikmaður sem Viking hafi áhuga á að fá í sínar raðir. Fyrir hjá liðinu er Hannes Þ. Sig- urðsson sem félagið keypti frá FH- ingum í vetur.  SÆVARI Guðjónssyni, varnar- manni í úrvalsdeildarliði Fram í knattspyrnu, hefur snúist hugur og ætlar leikmaðurinn að vera með Safa- mýrarliðinu í sumar. Sævar hafði tekið ákvörðun um að hætta en hann er 30 ára gamall og lék alla leiki Fram í fyrra.  ÞRÓTTUR Reykjavík mun ekki senda lið til keppni í efstu deild kvenna í sumar en Þróttarkonur unnu sér keppnisréttinn í efstu deild síðastliðið haust.  Í bréfi sem Þróttur sendi KSÍ í gær kemur fram meðal annars: „Stjórn Þróttar telur það ekki tímabært að tefla fram liði félagsins í keppni með- al hinna sterkustu. Leikmannahópur- inn er ekki nægilega stór til að takast á við verkefnið. Þróttur hefur ekki fjárhagslega burði til að leita út fyrir landsteinana eftir leikmönnum og illa hefur gengið að fá til liðs við Þrótt eða að láni leikmenn úr öðrum félögum.“  TÓMAS Holton, körfuknattleiks- maður, varð í gær deildarmeistari með norska liðinu Osló Kings. Tómas og félagar standa því vel að vígi fyrir úrslitakeppnina en liðið hefur titil að verja. Tómas hefur leikið í um 10 mínútur í leik og skorað að meðaltali um fjögur stig í leik.  ARNAR Grétarsson fékk að líta rauða spjaldið í fyrri undanúrslitaleik Lokeren og Club Brügge í belgísku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær- kvöld. Arnar fékk reisupassann á 43. mínútu og Lokeren tapaði, 3:0.  JURGEN Ruber var í gær vikið úr starfi þjálfara hjá þýska úrvalsdeild- arliðinu Herthu Berlin, liði Eyjólfs Sverrissonar. Ruber átti að hætta í vor og var þegar búið að ganga frá ráðningu Huub Stevens, þjálfara Schalke, í starfið. Herthu hefur gengið illa upp á síðkastið og tapleik- urinn á móti Cottbus í fyrrakvöld varð til þess að forráðamenn Herthu ákváðu að láta Ruber fara.  DAVID O’Leary, knattspyrnu- stjóri Leeds, segist fagna þeim tíð- indum að Alex Ferguson ætli að halda áfram sem knattspyrnustjóri Manchester United. „Ég tel það frá- bært fyrir knattspyrnuna. Fólki líkar vel við menn á borð við Ferguson og Bobby Robson og ég átti alltaf erfitt með að skilja hvers vegna Ferguson vildi hætta því góða starfi sem hann hefur gert á Old Trafford.  RIVALDO og Saviola tryggðu Börsungum sigurinn á móti Real Soc- iedad í spænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í gær. Barcelona sigraði, 2:0, og komu bæði mörkin í síðari hálfleik.  NORSKI landsliðsmiðherjinn John Carew skoraði fyrsta mark sitt á leik- tíðinni fyrir Valencia þegar liðið sigr- aði Alaves, 2:1. Valencia skaust á toppinn þar sem Real Madrid tapaði óvænt fyrir Valladolid. Valencia er með 42 stig en Deportivo, Celta, Real Madrid og Barcelona hafa öll 40 stig. FÓLK ÞÝSKI netmiðillinn sport1 hef- ur valið sitt úrvalslið leik- manna frá Evrópukeppninni í handknattleik. Þar er Sigfús Sigurðsson talinn vera línu- maður mótsins og er tekinn fram yfir Svíann, Magnus Wis- landers, sem kjörinn var línu- maður mótsins mótslok sl. sunnudag. Íslendingar eiga tvo leikmann í úrvalsliðið Þjóðverj- anna. Lið sport1, hinn er eins í fimm atriðum af sjö eins og það lið sem valið var í lok keppn- innar þ.e. Ólafur, Stefan Löw- gren, Svíþjóð, Lars Christian- sen, Danmörku, Daniel Stephan, Þýskalandi og Peter Gentzel frá Svíþjóð eru í liðinu. Auk Wislanders fær Rússinn Denis Krivoshlykov ekki náð fyir augum blaðamanna sport1 sem telja að Svíinn Johann Petterson hafi verið betri í stöðu hægri hornamanns. Sigfús í stað Wis- landers Læknar segja mér að í bestafalli verði ég þrjár vikur að jafna mig á ný en í versta falli gæti það tekið sex vikur,“ segir Patrekur sem fékk högg á hnéð í síðasta leik milliriðlanna gegn Þjóðverjum. „Ég fann ekkert fyrir þessu í leiknum sjálfum, en fljótlega að honum loknum varð ég var við að ekki var allt með felldu. Með réttu hefði ég aldrei átt að taka þátt í leiknum við Svía í undanúrslitun- um, en það skrifast á reikning minn og Brynjólfs Jónssonar læknis. Ég vildi gjarnan spila enda við komnir í góða stöðu á mótinu. En eftir á að hyggja hefði mátt skoða þetta betur, það er bara eitthvað sem við lærum af fyrir framtíðina þegar meiðsli af þess- um toga koma upp. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Pat- rekur sem var einn allra besti leik- maður íslenska landsliðsins á EM í Svíþjóð. Meiðsli Patreks eru áfall fyrir Essen-liðið sem er í 4. sæti þýsku deildarinnar og í harðri baráttu um þýska meistaratitilinn og sæti í Evrópukeppninni á næstu leiktíð. Patrekur hefur verið jafnbesti og jafnframt næstmarkahæsti leik- maður liðsins á leiktíðinni. „Það þýðir ekkert að velta sér of mikið upp úr þessu öllu saman. Meiðsli sem þessi geta tekið sig upp hve- nær og hvar sem er,“ sagði Pat- rekur og vonar hið besta. Sökum meiðslanna er einnig óvíst hvort Patrekur getur leikið með íslenska landsliðinu á fjögurra landa móti í Danmörku um miðjan næsta mán- uð. Morgunblaðið/Janne Andersson Patrekur Jóhannesson í leik gegn Sviss á EM. Patrekur frá í þrjár til sex vikur PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik, verður frá keppni í þrjár til sex vikur eftir að í ljós kom að liðband á inn- anverðu hægra hné er rifið. Þetta var staðfest í skoðun sem Patrek- ur fór í hjá læknum þýska hadknattleiksliðsins Essen strax við heimkomuna frá Evrópukeppninni í Svíþjóð á þriðjudag. „Þetta er auðvitað áfall og menn hér hjá félaginu eru ekkert mjög hressir, en við því er ekkert að gera,“ sagði Patrekur í samtali við Morgun- blaðið í gær. MIKLAR umræður hafa átt sér stað innan raða handknattleiks- áhugamanna og annarra vegna marks sem Þjóðverjar skoruðu á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma í úrslitaleiknum við Svía á Evr- ópumeistaramótinu um síðustu helgi. Staffan Olsson hafði þá jafn- að metin, 26:26, þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Þjóð- verjar hófu leikinn strax og Florian Kehrman skaut frá eigin vallarhelmingi og í autt mark Svía, þar sem Peter Gentzel var kom- inn af leikvelli í skiptum fyrir útileikmann. Mark Kehrmans var ekki tekið með í reikninginn og leikurinn framlengdur og í henni sigruðu Svíar örugglega, 33:31. Eftir Ívar Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.