Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 2
Arnar Grétarsson ARNAR Grétarsson tryggði Lokeren sigurinn gegn Lommel í belgísku 1. deildinni í knatt- spyrnu um helgina. Lokeren sigr- aði Lommel, 1:0, og skoraði Arn- ar sigurmarkið úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Arnar fékk tækifæri á að bæta öðru marki við skömmu síðar þegar Lokeren fékk dæmda vítaspyrnu en markvörður Lommel sá við Arnari og varði skot hans. Arnar Þór Viðarsson og Auðun Helgason þóttu leika best í liði Lokeren en þeir léku allan leik- inn sem og Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson. Arnar tryggði Lokeren sigur ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ég valdi að heimsækja GriffinPark, gamalgróinn leikvang í suðvesturhluta London, aðþrengdan af íbúðabyggð; svo mjög að garðar húsanna aftan við að- alstúkuna eru í góðu skjóli frá henni. Þar fylgdist ég með Brentford taka á móti Bournemouth í 2. deild. Því mið- ur fékk ég aðeins að sjá helminginn af Íslendingunum sem leika með því ágæta félagi; Ólafur Gottskálksson stóð ekki í markinu vegna meiðsla. Hann var í staðinn leiðsögumaður minn á vellinum og við horfðum á Ív- ar Ingimarsson standa vel fyrir sínu í vörn Brentford sem vann mikilvæg- an sigur, 1:0. Ólafur var í nýju hlut- verki, í fyrsta skipti frá því hann kom til Brentford sumarið 2000 var hann á meðal áhorfenda á heimaleik, og eftir flakk okkar um svæðið, fyrir leik, í hálfleik og eftir leik, var hann margs vísari um starfsemina hjá sínu félagi. Ólafur er í tvísýnni stöðu hjá Brentford þessa dagana. Hann er einn launahæsti leikmaður félagsins og eigandinn, sem er í miklum nið- urskurðarhugleiðingum, vill losna við hann af launaskránni. Ólafur samdi við hann í síðustu viku um að fá frjálsa sölu frá Brentford en gæti þó hæglega dvalið þar áfram út samn- ingstímann, til vorsins 2003. Og mið- að við viðbrögðin á Griffin Park yrðu margir ánægðir ef markvörðurinn sterklegi frá Keflavík yrði um kyrrt. Hann átti erfitt með að komast um áhorfendasvæðin, alls staðar voru stuðningsmenn Brentford að kalla í hann, koma og taka í höndina á hon- um, spyrja hann hvað væri eiginlega að gerast, og láta í ljósi einlægar ósk- ir um að fá að njóta áfram krafta hans. Vinsældir Ólafs hjá félaginu eru augljósar en hvort þær nægja til að halda honum þar er önnur saga. Ívar sinnti sínu vanalega hlutverki í vörn Brentford. Þar var hann sterk- ur og öruggur enda hefur hann verið lykilmaður í liðinu í vetur, spilað hverja einustu mínútu í hverjum ein- asta leik og átt drjúgan þátt í nokkuð óvæntri velgengni þess. Brentford, sem hefur aðeins leikið eitt tímabil í næstefstu deild á undanförnum 48 ár- um, tímabilið 1992-93, á enn mögu- leika á að komast þangað en á í harðri keppni við Íslendinganýlenduna í Stoke, ásamt Reading, Brighton, Bristol City, Huddersfield og fleiri ágætum liðum. Meginhlutinn af sjö þúsund áhorfendum fagnaði sigrin- um vel og innilega, nokkur hundruð þeirra voru reyndar á bandi Bourne- mouth og voru háværir og vel með á nótunum, allt þar til Lloyd nokkur Owusu skoraði sigurmark Brentford 7 mínútum fyrir leikslok. Þá var Ólaf- ur flúinn úr stúkunni vegna kulda, og niður í klúbbherbergi ársmiðahafa, eftir að hafa uppgötvað í hálfleik að hægt var að sjá leikinn þar í innan- hússsjónvarpskerfi! Við Hrefna, unn- usta Ívars, þraukuðum meðal hinna óbreyttu og sáum sigurmarkið og leikinn til enda. Allir höguðu sér vel, engin ólæti meðal áhorfenda, enda segja þeir Ólafur og Ívar að slíkt sé afar fátítt hjá Brentford, en geti fylgt einstaka aðkomuliði sem þangað komi í heimsókn. „Þetta var ekki okkar besti leikur en sigurinn er kærkominn og við er- um áfram í baráttunni,“ sagði Steve Coppell, fyrrverandi dýrlingur hjá Manchester United og enskur lands- liðsmaður, sem nú stýrir liði Brent- ford styrkri hendi, þegar Morgun- blaðið spjallaði við hann eftir leikinn. Coppell hrósaði mjög þeim Íslend- ingum sem hann hefur haft afskipti af. „Ég fékk Hermann Hreiðarsson til Crystal Palace á sínum tíma og hann reyndist mér frábærlega. Sterkur persónuleiki, heilsteyptur og áreiðanlegur piltur. Ég trúi því ekki að hann hafi verið í vörn Ipswich gegn Liverpool í dag! Landar hans tveir, Ólafur og Ívar, hafa ekki reynst mér síður, og eins og Hermann hafa þeir lagað sig geysilega vel að ensku knattspyrnunni og þeirri menningu sem henni fylgir. Ég myndi glaður taka við fleiri slíkum leikmönnum frá Íslandi,“ sagði þessi geðþekki knatt- spyrnustjóri sem hefur unnið vel úr málum hjá Brentford í vetur, og gjör- breytt öllum vinnubrögðum við þjálf- un og uppbyggingu liðsins. Í heimsókn hjá enska knattspyrnufélaginu Brentford Steve Coppell, knattspyrnustjóri Brentford, er afar ánægður með frammistöðu Íslending- anna hjá félaginu. Ívar Ingimarsson, til vinstri, og Ólafur Gottskálksson, til hægri, hafa verið lykilmenn í liði hans. ÉG var á réttum stað í London á laugardaginn. Sem betur fór ákvað ég að sleppa því að heimsækja Hermann Hreiðarsson til Ipswich. Þá hefði ég þurft að horfa á hann þola mikinn skell gegn Liverpool. Ég fór ekki heldur til að fylgjast með Eiði Smára Guðjohnsen með Chelsea í barningsjafntefli gegn Aston Villa í Birmingham-borg, enda hafði ég séð til hans í sigurleik gegn West Ham í vikunni. Ekki freistaði mín að fara á White Hart Lane og fylgjast með botnliði Leicester tapa fyrir Tottenham, enda vissi ég að Arnar Gunnlaugsson myndi ekki taka þátt í þeim slag. „Tæki glaður við fleiri Ís- lendingum“ Víðir Sigurðsson skrifar frá London RÚSSNESKA stangastökkskonan Svetlana Feofanova setti á sunnu- daginn heimsmet í greininni þegar hún vippaði sér yfir 4,73 metra á frjálsíþróttamóti sem fram fer í inn- anhússhöll í Gent í Belgíu. Bætti hún eigið heimsmet um einn sentímetra. Þetta er í þriðja sinn á átta dögum sem Feofanova bætir metið en hin 21 árs gamla Feofanova setti einnig met 3. febrúar í Stuttgart og bætti um betur í Globen í Svíþjóð nokkr- um dögum síðar. Fyrir vikið fékk Feofanova 4,5 mill. ísl. kr. í sinn hlut. Stacy Dragila, sem er heims -og ólympíumeistari í greininni frá Bandaríkjunum, varð að hætta keppni vegna veikinda. Á sama móti náði Mark Bett frá Kenýa besta tíma sögunnar í 10.000 metra hlaupi er hann kom í mark á 27.50,29 mínútum og bætti hann gamla metið um 21 sek. Metið fæst ekki viðurkennt sem opinbert heimsmet þar sem hætt var að skrá met í greininni árið 1987 þar sem svo sjaldan er keppt í innandyra í 10.000 metra hlaupi. Belginn Emiel Puttemans átti gamla metið sem sett var fyrir 27 árum. Reuters Svetlana Feofanova fagnar heimsmeti sínu. NÁLGAST FIMM METRANA Þriðja heimsmet- ið hjá Feofanovu FRAMARAR hafa sagt upp samn- ingi sínum við handknattleiks- manninn Israel Duranona frá Kúbu og það án þess að hann hafi nokkru sinni leikið fyrir félagið. Að sögn Heimis Ríkharðssonar, þjálfara Fram, stóð Duranona ekki undir væntingum þegar til átti að taka. Hann kom til Fram í haust og var þá ekki í mikilli æfingu. Eigi að síð- ur var ákveðið að gera samning við Duranona í von um að með tím- anum myndi rætast úr enda vantaði og vantar enn Fram mjög sárlega rétthenta skyttu. Duranona hafði ekki leikið handknattleik í á annað ár og vonir stóðu til þess að þegar hann kæmist í æfingu yrði að hon- um liðsstyrkur. Af því varð ekki og því var ákveðið að lifa ekki í von- inni lengur heldur segja upp samn- ingnum við hann enda þótti full- reynt að hann næði sér á strik. Hvað tekur við hjá Duranona er óákveðið, en hann er sem kunnugt er yngri bróðir Róbert Julians Duranona, landsliðsmanns og leik- manns Nettelstedt í Þýskalandi. VAR EKKI Í ÆFINGU Duranona er hættur FYLKISMENN höfnuðu um helgina öðru tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Molde í Ólaf Stígsson. „Við fengum í hend- urnar nýtt tilboð í Ólaf um helgina en og eins og í fyrra skiptið var því hafnað. Þetta til- boð var örlítið betra en það fyrra en samt sem áður finnst okkur Norðmennirnir ekki tilbúnir að greiða sanngjarnt verð fyrir leik- manninn. Á meðan svo er þá er- um við ekki tilbúnir að láta hann fara frá okkur,“ sagði Kjartan Daníelsson, formaður knatt- spyrnudeildar Fylkis, við Morg- unblaðið í gær. Fylkismenn fengu nýjan liðs- mann í sínar raðir fyrir helgina. Jakob Hallgeirsson skipti úr Skallagrími í Fylki. Hann er 27 ára gamall varnarmaður sem leikið hefur með Borgnesingum lengst af, en einnig með ÍR, og á að baki 14 leiki í efstu deild – með Skallagrími árið 1997. Fylkir hafn- aði Molde öðru sinni EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í setningarræðu sinni á 56. árþingi Knattspyrnusambands Ís- lands, að Íslendingar hefðu lent í draumariðli í undankeppni Evr- ópukeppni landsliða, sem fer fram í Portúgal 2004. Ísland leikur í riðli með Þýskalandi, Skotlandi, Litháen og Færeyingum. „Þetta kemst nálægt því að vera draumariðill fyrir okkur frá öllum sjónarhornum. Ég tel að nú þegar sé ljóst að við verðum í miklum vandræðum í heimaleikj- unum á móti bæði Þýskalandi og Skotlandi, þar sem mun færri fá miða en vilja. Þessi staðreynd mun setja enn meiri pressu á KSÍ, borgaryfirvöld og ríkið, að finna lausn á að fullbyggja Laugardals- völlinn þannig að þar verði pláss fyrir tólf til fimmtán þúsund áhorfendur í sæti,“ sagði Eggert. Laugardalsvöllurinn tekur nú rúmlega 7 þús. áhorfendur. Þjóð- verjar hafa tvisvar komið hingað með sitt sterkasta landslið og þá voru ekki komnar reglur um að aðeins er hægt að selja í sæti á kappleikjum. Þegar Þjóðverjar léku hér 1960, komu 11 þús. áhorf- endur til að sjá Uwe Seeler og samherja leika listir sínar, 5:0. 8.280 sáu Þjóðverja leggja Íslend- inga á Laugardalsvellinum 1979. Vilja fullbyggja Laugardalsvöllinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.