Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 B 3
VALA Flosadóttir tók þátt í móti
í Gautaborg í Svíþjóð á laugardag
og varð önnur í stangarstökks-
keppninni, stökk 4,18 metra en það
sama gerði sigurvegarinn, hin
sænska Hanna-Mia Persson en hún
notaði færri tilraunir en Vala.
EINAR Karl Hjartarson, Íslands-
methafi í hástökki úr ÍR, varð í 10.
sæti á háskólamóti í New York um
helgina, stökk 2,01 metra og var
talsvert frá sínu besta enda er Ís-
landsmet hans 27 sentímetrum
hærra. Sigurvegarinn vippaði sér
yfir 2,21.
ALBERT Arason, knattspyrnu-
maður, sem leikið hefur með Leiftri
á Ólafsfirði er genginn til liðs við
Þór á Akureyri. Albert lék 17 af 18
leikjum Leifturs í 1. deildinni á síð-
ustu leiktíð en hann á að baki 26
leiki með Ólafsfjarðarliðinu í efstu
deild.
KRISTINN Björnsson, skíðamað-
ur frá Ólafsfirði, féll í fyrri og seinni
umferð á tveimur svigmótum í
Sappada á Ítalíu um helgina. Þetta
voru síðustu mót Kristins í Evrópu
að sinni, en hann heldur nú til Salt
Lake City og keppir þar í svigi á
vetrarólympíuleikunum.
GUÐMUNDUR Karl Geirsson,
varamarkvörður Stjörnunnar, kom
tvívegis í markið til að freista þess
að verja vítakast, en tókst ekki.
Þetta var fyrsti leikur hans með lið-
inu en Garðbæinga vantaði annan
markvörð þar sem Birkir Ívar Guð-
mundsson er farinn í atvinnu-
mennsku til Spánar.
LEIK Stjörnunnar og ÍBV var
flýtt nokkuð og hófst klukkan 15 á
sunnudaginn. Ástæðan eru aðgerðir
flugumferðarstjóra og Stjörnumenn
urðu við beiðni Eyjamanna um að
færa leikinn framar þannig að leik-
menn kæmust til síns heima sam-
dægurs.
HILMAR Þórlindsson og félagar í
Modena á Ítalíu töpuðu 31:33 fyrir
Merano og þurfti að framlengja til
að knýja fram úrslit. Hilmar gerði
11/1 mark í leiknum en liðið færist
nú stöðugt fjær toppnum á ítölsku
deildinni.
ÞEGAR búið var að keppa í níu
greinum á vetrarólympíuleikunum í
Salt Lake City höfðu níu lönd unnið
til gullverðlauna. Skipting gullsins
riðlaðist ekki fyrr en þýska stúlkan
Andrea Henkel sigraði í 15 kíló-
metra skíðaskotfimi. Þar með höfðu
Þjóðverjar krækt sér í tvenn gull-
verðlaun.
Eggert sagði ennfremur í ræðusinni: „Knattspyrnusamband
Íslands er stærsta og öflugasta fé-
lagsmálahreyfing landsins. Innan
okkar vébanda eru hátt í 20.000 virk-
ir félagar, auk allra þeirra sem
tengjast starfinu. Á okkur hvílir mik-
il ábyrgð og sífelld krafa að gera enn
betur. Verk okkar eru ekki alltaf
metin sem skyldi en við látum okkur
fátt um finnast, ef við erum sann-
færð um að við höfum unnið af hug-
sjón og heilindum. Við sækjumst
ekki eftir lofi og þökkum, við sækj-
umst eftir árangri og þeirri full-
nægju sem felst í því að láta gott af
sér leiða. Hlutverk okkar sem sitjum
í stjórn KSÍ og stjórnum félaganna
er að skipuleggja hreyfinguna og
veita henni forystu. Knattspyrnu-
hreyfingin verður að standa saman
sem ein órofin heild.“
KSÍ skilaði 20 milljón króna hagn-
aði en segja má að raunhæfur hagn-
aður hafi verið 30 milljónir því sam-
bandið greiddi til aðildarfélaga sinna
10 milljónir króna sem fært var á síð-
asta starfsári. Þá kom fram að fjár-
hagsstaða sambandsins er mjög
traust en eigið fé þess er 93 milljónir
króna.
„Þingið var mjög gott í alla staði.
Það fór fram málefnaleg umræða um
mjög mörg mál en það sem kannski
stóð upp úr voru fréttir af ágætri af-
komu sambandsins. Þá voru tvö
veigamikil mál kynnt á þinginu. Ann-
ars vegar voru það félagaskiptamál-
in sem hafa tekið miklum breyting-
um út af Evrópusambandinu og hafa
verið mikið í brennidepli og hins veg-
ar hið svokallaða leyfiskerfi hjá
UEFA sem snertir mest liðin sem
leika í Símadeildinni. Þar eru
ákveðnar kröfur hvað varðar að-
stöðu, fjárhag, unglingastarf sem fé-
lögin verða að uppfylla. Þau fá til að
mynda ekki að taka þátt í Evrópu-
keppni nema að þessi leyfi séu öll í
lagi,“ sagði Eggert Magnússon, for-
maður KSÍ, í samtali við Morgun-
blaðið.
Eggert sagði spennandi tíma vera
framundan í íslenskri knattspyrnu
og ekki annað hægt en að vera bjart-
sýnn á framtíð hennar.
„Það er að verða algjör bylting
hvað aðstöðuna snertir. Knatt-
spyrnuhús eru að rísa hvert á fætur
öðru og til lengri tíma litið á það eftir
að skila góðum árangri inn í knatt-
spyrnuna. Við höfum séð á undan-
förnum árum að aðstaðan á knatt-
spyrnuvöllum landsins hefur batnað
mjög mikið en ég er þeirrar skoð-
unar að hægt sé að gera betur. Bæj-
arfélögin víðs vegar um landið verða
að taka röggsamlega á þessum mál-
um og byggja upp aðstöðu sem full-
nægir kröfum nútímans.“
Á ársþingi KSÍ í fyrra sagði Egg-
ert í ræðu sinni að mesta áhyggju-
efnið í íslenskri knattspyrnu væru
fjármálin þar sem mörg félög væru
mjög skuldsett. En hefur eitthvað
rofað til í þessum efnum að hans
mati?
„Það má eiginlega segja að í fyrra
hafi byrjað alvöru hreingerning hjá
félögum og ég held að hún haldi
áfram. Það eru fordæmi sem hafa
vakið athygli eins og hjá ÍA og
Framarar tóku sömuleiðis vel til hjá
sér. Ég veit til þess að flest félög eru
að taka til hjá sér í þessum málum og
setja sér þau markmið að reisa sér
ekki hurðarás um öxl.“
A-landslið karla hefur oft verið
nefnt andlit KSÍ. Var ekki þing-
fulltrúum tíðrætt um það á þinginu?
„Þrátt fyrir þessa tvo slæmu skelli
í haust þá hefur árangurinn í tveim-
ur síðustu keppnum skilað sér í því
að við erum komnir upp um styrk-
leikaflokk og eru í miðjum hópi af
Evrópuþjóðunum hvað styrkleika
varðar. Það tel ég frábæran árangur
hjá lítilli þjóð eins og okkur og ég
veit að mikil virðing er borin fyrir ís-
lenskri knattspyrnu víðs vegar um
heiminn vegna þess árangurs sem
við höfum náð á móti stórþjóðum.
Við erum í sjöunda himni með drátt-
inn í undankeppni EM og auðvitað
höfum við sett okkur það markmið
að komast hærra í styrkleikaflokki.“
Eggert sagði að hann hefði af-
greitt ölvunarmál landsliðsmanna
fyrir þinginu en eins og frægt er þá
brutu nokkrir landsliðsmenn aga-
reglur fyrir landsleikinn ytra á móti
N-Írum. Eggert sagði að tekið hefði
verið á þeim málum innan KSÍ og
þau afgreidd varðandi framtíðina.
Undanúrslit bikarkeppninnar
á Laugardalsvellinum
Af helstu tillögum sem samþykkt-
ar voru á þinginu má nefna að sam-
þykkt var að undanúrslitaleikirnir í
bikarkeppni KSÍ fari fram á Laug-
ardalsvellinum og samþykkt var að
ársþing KSÍ fari framvegis fram á
einum degi.
Ein breyting varð á stjórn KSÍ.
Anna Vignir gaf ekki kost á sér til
endurkjörs og í hennar stað var kos-
in Ingibjörg Hinriksdóttir.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
FÓLK
Eggert Magnússon endurkjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands
Spennandi tímar
eru framundan
EGGERT Magnússon var endurkjörinn formaður Knattspyrnu-
sambands Íslands til næstu tveggja ára á 56. ársþingi KSÍ sem
haldið var á Hótel Loftleiðum um helgina. Eggert sagði í ræðu sinni
á þinginu að árið 2001 hefði sannarlega verið minnisstætt, við-
burðaríkt og merkilegt ár í íslenskri knattspyrnu.
Ljósmynd/Jóhann Kristinsson
Nýkjörin stjórn KSÍ. Aftasta röð frá vinstri: Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Lúðvík
Georgsson, Einar Friðþjófsson, Þórarinn Gunnarsson og Ómar Bragi Stefánsson. Miðröð: Björn
Friðþjófsson, Jóhannes Ólafsson, Jakob Skúlason, Ágúst Ingi Jónsson og Ástráður Gunnarsson.
Fremsta röð: Eggert Steingrímsson, Halldór B. Jónsson, Eggert Magnússon, Ingibjörg Hinriks-
dóttir og Jón Gunnlaugsson.