Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 6
KÖRFUKNATTLEIKUR
6 B ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK
KR-ingar hófu leikinn mun betur enNjarðvíkingar, boltinn gekk vel
manna á milli í sókninni og vörnin var
ákveðin og föst fyrir. Á
sama tíma virtust
Njarðvíkingar ekki al-
veg með á nótunum,
eins og þeir hefðu ekki
alveg áttað sig á að þeir væru komnir í
bikarúrslitaleikinn. Fyrri hálfleikurinn
var ekki hálfleikur Njarðvíkinga, nema
þá að því leytinu til að þeir náðu að vera
ekki nema níu stigum undir í leikhléi.
Nokkuð furðuleg staðreynd þegar haft
er í huga að KR-ingar voru miklu betri
aðilinn fyrir hlé.
Sem dæmi um leik Njarðvíkur má
nefna að skotklukkan rann út í fyrstu
sókn þeirra án þess að þeir næðu skoti
og KR gerði fyrstu sjö stigin og komst í
14:4 þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður
og 25:8 þegar tæpar þrjár mínútur voru
eftir af honum. Njarðvík skoraði 8 stig
gegn tveimur stigum KR það sem eftir
var og staðan 26:16 eftir fyrsta leik-
hluta.
Halldór kom með baráttu
Það vantaði alla baráttu í Njarðvík-
inga í fyrsta leikhluta, það var ekki fyrr
en Halldór Karlsson kom inn á er langt
var liðið á hann að smá baráttuneisti
kviknaði, en það tók sinn toll því Hall-
dór fékk strax þrjár villur og var tekinn
útaf. Hann hafði þó sýnt félögum sínum
hvernig á að berjast og það gerðu þeir
það sem eftir var.
Annar leikhluti var í járnum og end-
aði 23:22 fyrir Njarðvík. Samfara því að
leika mjög illa í fyrsta leikhluta og frem-
ur illa í þeim næsta voru Njarðvíkingar
óheppnir. Vörnin var slök, enda fengu
þeir á sig 48 stig í fyrri hálfleik, og ekk-
ert féll þeim í hag. Þótt þeir fengju góð
skotfæri rataði boltinn ekki rétta leið og
KR-ingar tóku flest fráköstin.
Keith Vassell fór á kostum í liði KR
fyrir hlé. Hann ætlaði greinilega ekki að
láta það trufla sig þótt hann hafi þurft
að stjórna kvennaliðinu í úrslitaleik
kvenna áður en karlaleikurinn hófst.
Baráttan var gríðarleg, hittnin fín og
hann lék fína vörn gegn Friðriki Stef-
ánssyni. Í fyrri hálfleik gerði hann 17
stig, tók 9 fráköst og varði þrjú skot.
Herbert Arnarson átti einnig fínan
leik svo og Arnar Kárason og Helgi
Már Magnússon. Hjá Njarðvík voru
það helst Friðrik og Teitur Örlygsson
sem komust næst því að leika af eðli-
legri getu auk þáttar Halldórs sem áður
er getið.
Njarðvíkingar mættu mjög ákveðnir
til síðari hálfleiks. Raunar kom fyrsta
karfa þriðja leikhluta ekki fyrr en eftir
tveggja mínútna leik en þá um leið fór
Logi Gunnarsson í gang og hann gerði
16 stig í síðari hálfleik en hafði aðeins
gert 6 í þeim fyrri. Fjórar þriggja stiga
körfur lágu hjá honum eftir hlé, hver
annarri fallegri auk þess sem hann var
sterkur í vörninni og iðinn að spila fé-
laga sína uppi. Teitur hélt uppteknum
hætti og gerði 10 stig í síðasta fjórðungi.
Vörnin hrökk í gang og Njarðvíking-
um tókst að halda svo aftur af KR-ing-
um að þeir gerðu aðeins 16 stig í leik-
hlutanum, höfðu gert 26 í þeim fyrsta og
22 í næsta. Staðan eftir þriðja leikhluta
var 64:59 fyrir KR sem klóraði aðeins í
bakkann síðari hluta leikhlutanas þegar
Vassell var hvíldur. Hann var nefnilega
slakur í þessum leikhluta, reyndi allt of
mikið sjálfur og þegar það tekst ekki
verða menn að treysta meðspilurum
sínum.
Staðan var 50:42 þegar Njarðvíking-
ar gerðu 12 stig í röð, 50:54 en KR 14
Njarðvíkingar sterk
NJARÐVÍKINGAR urðu á laugardaginn bikarmeistarar í körfuknatt-
leik karla í sjöunda sinn, lögðu KR 86:79 í skemmtilegum úrslitaleik
í Laugardalshöllinni. Lokakaflinn var spennandi, jafnt var 77:77,
þegar um þrjár mínútur voru eftir en á lokamínútunum gerðu Njarð-
víkingar níu stig á móti tveimur stigum KR og þar skildi á milli.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Njarðvíkingarnir Halldór R. Karlsson og
Hljóðnemar
á dómurunum
DÓMARARNIR í úrslitaleik karla í bik-
arnum um helgina voru báðir með sér-
staka hljóðnema á sér. Þetta var gert til
að það heyrðist í þeim í sjónvarpsútsend-
ingunni á Sýn, en leiknum var sjónvarpað
beint þar. Fyrir áhugamenn um körfu-
knattleik var virkilega gaman að heyra
hvernig dómararnir töluðu við leikmenn
og reyndu í sumum tilvikum að leiðbeina
þeim þegar þeir voru komnir í vandræði.
Fullt hús hjá Njarðvíkingum
NJARÐVÍKINGAR eru nú handhafar allra titlana sem er í boði í karlaflokki í körfuknattleik. Þeir
eru núverandi Íslands- og bikarmeistar, þeir báru sigur úr býtum í Kjörísbikarkeppninni í haust,
unnu sigur á Reykjanesmótinu á undirbúningstímabilinu í haust og urðu Landsmótsmeistarar á
Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum í sumar. Glæsilegur árangur og varla hægt að segja annað en
Njarðvíkingar séu með besta körfuknattleikslið landsins þó svo að þeir séu í þriðja sæti í úrvals-
deildinni, tveimur stigum á eftir KR og Keflavík.
laugardaginn. Fyrst stýrði hann
kvennaliði KR til sigurs í bikarkeppni
kvenna og strax á eftir var hann kom-
inn í KR-búninginn með félögum sín-
um í karlaliðinu sem biðu lægi hlut
fyrir Njarðvíkingum.
„Ég er gífurlega vonsvikinn. Við
vorum með góð tök á leiknum en þeg-
ar líða tók á seinni hálfleikinn létum
við Njarðvíkingana slá niður taktinn í
leik okkar. Sóknarleikurinn, sem
hafði gengið fínt í fyrri hálfleik, var
vandræðalegur og í vörninni gáfum
við skyttum þeirra allt of mikinn tíma
til að athafna sig,“ sagði Vassell í
samtali við Morgunblaðið en hann átti
mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri
hálfleik. Hann skoraði 24 stig, tók 13
fráköst og gaf 5 stoðsendingar. En
hvernig fannst honum að stjórna
fyrst kvennaliðinu og fara síðan strax
á eftir að spila sjálfur?
,,Það var mjög erfitt. Hjartað sló
með stelpunum en ég reyndi að gefa
allt í leikinn sem ég gat. Undirbún-
ingurinn var kannski ekki sá allra
besti en ég var vissi það svo sem fyrir
leikinn að ég gæti ekki undirbúið mig
eins og hinir strákarnir. Það kom enn
og aftur í ljós að KR og Njarðvík eru
mjög áþekk að getu og í þessum leik,
eins og fleirum gat sigur fallið hvor-
um megin sem var.“
Kannski of afslappaðir
,,Það er mjög erfitt að kyngja
þessu, sérstaklega þar sem mér
fannst við hafa öll tök á að geta unnið.
Við lékum fyrri hálfleikinn einstak-
lega vel en það var eins og við mætt-
um ekki eins vel stemmdir til leiks
eftir leikhléið. Kannski vorum við of
afslappaðir og það gekk lítið eftir það
sem við ætluðum að gera. Njarðvík-
ingarnir komu mjög sterkir inn í
seinni hálfleikinn. Þeir náðu að efla
varnarleik sinn og við það kom tölu-
vert hik í sóknarleikinn hjá okkur.
Logi og Teitur hrukku í gang í seinni
hálfleik og það má kannski segja að
þeir tveir hafi gert út um leikinn. Við
vitum að okkar lið er alveg til jafns á
við Njarðvíkurliðið og þegar þessi tvö
Við héldum leikmanni eins og LogaGunnarssyni algjörlega í skefj-
um í fyrri hálfleik en í þeim síðari fór
hann illa með okkur eins og Teitur og
það var sennilega banabitinn að
hleypa þeim í gang. Við lékum mjög
vel í fyrri hálfleik, vörnin var hreyf-
anleg, hittnin góð utan af velli og
Keith Vasell var eins og konungur í
ríki sínu. Í seinni hálfleiknum misstu
menn einhvern veginn trú á sjálfum
sér en ég tek líka sök á mig. Ég var
ekki nógu duglegur að skipta mönn-
um inná og fyrir vikið fór að gæta
þreytu hjá lykilmönnum og eins var
slæmt að meiðslin tóku sig upp hjá
Jóni Arnóri. Engu að síður er ég
þeirrar skoðunar að við hefðum átt að
vinna þennan leik. Tveir af þeirra
stóru mönnum voru komnir útaf með
fimm villur og það áttum við að nýta
okkur betur.“
Hvaða áhrif heldur þú að ósigurinn
hafi á þitt lið?
,,Nú er það okkar að sýna hvort við
höfum góðu liði á að skipa eða ekki.
Auðvitað er alltaf hætta á að menn
springi og fari hver út í sitt horn en ég
þekki strákana vel og veit að þeir eru
staðráðnir í að einbeita sér vel að Ís-
landsmótinu,“ sagði Ingi.
Hjartað sló með stelpunum
Það var í nógu að snúast hjá
Bandaríkjamanninum Keith Vasell á
lið eigast við ráðast úrslitin oft á
heppni. Þetta datt þeirra megin í dag
en við verðum bara að gera betur í
deildinni,“ sagði Jón Arnór Stefáns-
son.
Spurning um eitt
skot til eða frá
Herbert Arnarson hjá KR lék sinn
fyrsta bikarúrslitaleik, en náði ekki
að fagna sigri.
„Mér finnst það mjög djúpt í árinni
tekið að segja að við höfum verið mik-
ið betri í fyrri hálfleik. Við byrjuðum
vel, en þegar tvö góð og jöfn lið mæt-
ast var það alveg vitað að þetta myndi
verða jafnt alveg fram á síðustu
stundu. Þegar svo er, er þetta nánast
spurning um eitt skot til eða frá.“
Í þriðja leikhluta gekk illa hjá ykk-
ur og ef til vill vegna þess að menn
reyndu of mikið sjálfir og of lítið var
reynt að koma boltanum inn í teiginn.
Ertu sammála því?
„Já, ef til vill. Við erum með þannig
lið að það geta allir fimm sem eru inn
á skotið og þegar tækifæri gefst og
menn eru galopnir fyrir utan þá er
freistandi að skjóta. Við trúum því að
við getum allir skotið. Hins vegar
verðum við að fara inn í teig og reyna
að taka fráköst eða fá boltann þangað.
Þetta gekk vel í fyrri hálfleik þegar
Keith átti stórleik, fór hreinlega ham-
förum í teignum. Ég veit ekki hvort
þetta breyttist vegna þess að við lék-
um verr eða vegna þess að þeir tóku
sig verulega á í vörninni, stigu okkur
betur út,“ segir Herbert.
„Við hreinlega gáfum þeim sigurinn og ég er gríðarlega vonsvikinn
með úrslitin því mér fannst við stjórna leiknum meira og minna nær
allan tímann,“ sagði Ingi Steinþórsson, þjálfari KR, við Morgun-
blaðið eftir ósigur sinna manna.
Gáfum þeim sigurinn
TEITUR Örlygsson fagnaði sjö-
unda bikarmeistaratitli sínum á
laugardaginn en úrslitaleikinn var sá
tíundi í röðinni hjá honum.
NJARÐVÍNKINGAR tryggðu sér
bikarinn í sjöunda sinn en þetta var
þrettándi leikur þeirra í úrslitum
keppninnar. Þeir töpuðu fyrstu fimm
en hafa síðan unnið sjö af síðustu
átta bikarúrslitaleikjunum.
KR-ingar hafa unnið bikarinn oft-
ast eða níu sinnum en leikurinn á
laugardaginn var 16. bikarúrslita-
leikur KR-inga frá upphafi. Þeir
urðu síðast bikarmeistarar árið 1991.
BRENTON Birmingham hefur
leikið þrjá bikarúrslitaleiki og unnið
þá alla. Hann var bikarmeistari með
Njarðvík árið 1999, ári síðar var
hann í herbúðum Grindvíkinga sem
vann bikarinn og nú í þriðja sinn
hampaði Brenton bikarnum.
LOGI Gunnarsson, leikmaðurinn
snjalli hjá Njarðvík, hefur vinning-
inn umfram föður sinn. Loga tókst
að verða bikarmeistari sínum fyrsta
bikarúrslitaleik en Gunnar Þorvarð-
arson, sem gerði garðinn frægan
með suðurnesjaliðinu á árum áður,
lék fimm bikarúrslitaleiki og tapaði
þeim öllum.
JÓN Arnór Stefánsson sneri sig á
ökka í snemma í fjórða leikhlutanum.
Hann fór af velli í nokkrar mínútur
en kom aftur inná þrátt fyrir að hann
gengi ekki heill til skógar.
Á sama tíma og KR-konur voru að
fagna bikarmeistaratitlinum varð
Hanna Kjartansdóttir, fyrrum leik-
maður KR, danskur bikarmeistari en
lið hennar, Stevnsgade, sigraði
BMS/Herlev í úrslitaleik, 71:63.
Hanna skoraði 10 stig í leiknum.