Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 B 7
„ÞETTA var rosalega spennandi
og skemmtilegur leikur. KR-
ingarnir spiluðu mjög vel framan
af leik en það var eins og andrúms-
loftið í húsinu hafi slegið á Njarð-
víkingana. Kvennalið þeirra spil-
aði magnaðan leik og það fór mikil
orka frá leikmönnum karlaliðsins
og áhangendum Njarðvíkinga að
taka þátt í leiknum með stelp-
unum. Einhvern veginn voru
Njarðvíkingarnir ekki tilbúnir í
leikinn þegar hann var flautaður á
en að sama skapi mættu KR-
ingarnir vel undirbúnir til leiks,“
sagði Friðrik Ingi Rúnarsson,
þjálfari Grindvíkinga og fyrrum
þjálfari KR og Njarðvíkur, í sam-
tali við Morgunblaðið skömmu eft-
ir að Njarðvíkingar höfðu tryggt
sér bikarmeistaratitilinn.
,,Frá mínum bæjardyrum séð,
sem yfirvegaður og rólegur áhorf-
andi, þorðu grænu karlarnir að
taka áhættu og voru djarfir í síð-
asta leikhlutanum en leikmenn KR
fóru inn í skelina og hættu að gera
þá hluti sem þeir höfðu verið að
gera. Þeir hnoðuðust áfram hvað
eftir annað á síðustu sekúndum
skotklukkunnar og hikuðu við að
taka fríu skotin sem höfðu reynst
þeim vel lengi vel leiksins. Þarna
fannst mér skilja á milli liðanna og
það má heldur ekki gleyma þriggja
stiga körfunum sem Teitur skoraði
nánast upp úr engu. Hann þorði að
taka áhættu en KR-ingarnir virt-
ust ekki hafa kjark og þor til að
gera það sama. Njarðvíkingarnir
misstu aldrei trúna á sjálfa sig og
um leið og þeir hertu varnarleik
sinn í síðari hálfleiknum fóru hlut-
irnir að ganga betur hjá þeim.
Logi var ekki nema skugginn af
sjálfum sér í fyrri hálfleik en í
byrjun síðari hálfleiks sýndi hann
hversu megnugur hann var. Logi
er spunaleikmaður sem skorar
körfur í kippum og það má í raun
segja að stórleikur hans í byrjun
seinni hálfleiks hafi vakið Njarð-
víkurliðið til lífsins,“ sagði Friðrik
Ingi.
Friðrik sagði að einhverra hlutavegna hafi kveikjan ekki verið í
lagi hjá sínum mönnum. „Þrátt fyrir
erfiða stöðu náðu
strákarnir að vinna
sigur út úr erfiðleik-
unum. Ég held að
leikmennirnir hafi
verið orðnir hræddir þegar KR-ing-
arnir voru 15 stigum undir og þá fyrst
sneru þeir saman bökum. Tilhugsun-
in um að tapa kom þeim í gang. Mörg
lið hefðu brotnað eftir svona byrjun
en við sýndum gífurlegan liðsanda,
seiglu og baráttu og hún skilaði því að
okkur tókst að snúa leiknum okkur í
vil. Logi steig virkilega upp í byrjun
seinni hálfleik og það má segja að
hann hafi hreinlega dregið okkur að
landi. Ef hann hefði ekki komið með
þessa sýningu þá hefðum við verið í
sama baslinu áfram. Teitur skoraði
gríðarlega mikilvægar körfur þegar
mest lá við. Teitur er sigurvegari og
þess vegna setti hann skotin niður.
Við erum með fleiri sigurvegara í
okkar liði. Brenton hefur spilað þrjá
bikarúrslitaleiki og unnið þá alla og
við erum lánsamir að eiga svona leik-
menn í okkar liði. Við lentum í bull-
andi villuvandræðum og við hefðum
verið í virkilega vondum málum ef til
framlengingar hefði komið.“
Sigurviljinn og heppnin
með okkur
Þú varst ekki ánægður með spila-
mennsku þinna manna í fyrri hálfleik
en hvað sagðir þú við þá í leikhléinu?
,,Ég skammaði þá fyrir að hafa
ekki verið tilbúnir og fyrir að gefa op-
in þriggja stiga skot trekk í trekk. Ég
sagði þeim frá því að allir lausir bolt-
ar lentu í klónum á KR-ingum og ég
hélt áfram að gagnrýna þá. Eitthvað
hefur þessi ræða mín vakið þá til lífs-
ins því það var allt annað að sjá til
strákanna í seinni hálfleik og ég var
mjög ánægður að sjá breytinguna á
liðinu. Leikurinn snerist alveg við.
Fráköstin og lausu boltarnir fóru til
okkar og ég sá fljótlega að mína menn
langaði meira til að vinna leikinn en
KR-inga. Við náðum að spila vörnina
í seinni hálfleik eins og við gerum
best og þegar hún smellur þannig,
fær maður það á tilfinninguna að það
sé næsta ómögulegt fyrir andstæð-
inginn að skora. Mér leið vel að sjá
þessa vörn og innst inni trúði ég ekki
öðru en sigurinn félli okkar megin þó
svo að ekki hefði mátt litlu muna. KR
og Njarðvík eru hnífjöfn lið og ég
held að þetta sé níundi leikurinn í röð
þar sem úrslitin ráðast undir lok
leiksins. KR-ingarnir eru með frá-
bært lið en sigurviljinn og heppnin
voru okkar megin í dag.“
Var orðinn sjóðheitur
,,Þeir treystu á mig drengirnir og
það var ekkert annað að gera en að
negla skotunum ofan í,“ sagði Njarð-
víkingurinn Teitur Örlygsson sem
var að vinna bikarmeistaratitilinn
með Njarðvíkingum í sjöunda sinn.
Teitur var ómetanlegur fyrir sína
menn á lokakafla leiksins og hann gat
ekki leynt gleði sinni í leikslok. ,,Ég
skaut frekar fáum skotum í leiknum
en þau sem ég skaut rötuðu sem bet-
ur fer flest ofan. Ég byrjaði á því að
misnota tvö skot í byrjun seinni hálf-
leiks en það sló mig ekkert út af lag-
inu og ég var orðinn sjóðheitur þegar
fjórði leikhlutinn var kominn af stað.
Ég veit ekki alveg hvað við vorum að
hugsa í byrjun leiks en ég missti aldr-
ei trúna þó svo að við hefðum lent 15
stigum undir. Ég vissi það vel að við
vorum ekki komnir í gang og við not-
um leikhléið til að berja okkur saman.
Við mættum mjög einbeittir til seinni
hálfleiksins og körfurnar sem Logi
skoraði í byrjun hans kom liðinu
virkilega í gang,“ sagði Teitur.
Njarðvíkurhjartað
,,Enn og aftur kom Njarðvíkur-
hjartað upp hjá okkur. Við létum
mótlætið ekki slá okkur út af laginu
og við strákarnir gáfum aldrei upp
vonina,“ sagði Logi Gunnarsson, leik-
maðurinn snjalli í liði Njarðvíkinga
sem átti stórleik í síðari hálfleik í sín-
um fyrsta bikarúrslitaleik á ferlinum.
,,Þó að ég hafi hrokkið í gang í síð-
ari hálfleik var þetta sigur liðsheild-
arinnar. Ég hef ekki verið að leika
eins vel í ár og í fyrra en núna finnst
mér ég vera að koma sterkur upp og
sérlega ánægjulegt að sýna að ég geti
stigið í stórleikjum eins og þessum.“
Þú hafðir frekar hægt um þig í
fyrri hálfleik en í þeim síðari fórst þú
mikinn. Fékkst þú skilaboð frá þjálf-
aranum í hálfleik að taka meira af
skarið?
,,Nei það fékk ég ekki. Ég er bara
þannig leikmaður að ég tek skot þeg-
ar á reynir og ég fann það á mér í
byrjun seinni hálfleiks að þau færu
niður. Það kom í minn hlut núna að
koma okkur inn í leikinn en það hefði
alveg getað orðið Brenton eða ein-
hver annar. Styrkur liðsins er góð
liðsheild og hún skipti sköpum hér í
dag. Við vorum sofandi í byrjun, gjör-
samlega á hælunum. Við tókum okk-
ur saman í vörninni í seinni hálfleik.“
a
r
r
i
s
a
r
r
-
m
.
-
-
-
g
a
í
r
a
f
i
m
-
4
stig, þar af fjórar þriggja stiga körfur á
lokakaflanum á meðan Njarðvík gerði
fimm stig.
Það lifnaði heldur betur yfir öllu í
Laugardalshöllinni er líða fór á leikinn.
Áhorfendur höfðu verið daufir enda tók
kvennaleikurinn á undan á taugar
þeirra og raddbönd. En nú lifnaði yfir
mönnum.
Njarðvíkingar gerðu fyrstu sjö stigin
í síðasta leikhlutanum og komust yfir á
ný, en vesturbæingar bitu frá sér en
hefðu getað gert betur. Halldór var far-
inn útaf með fimm villur í liði Njarðvík-
ur og í upphafi síðasta leikhluta voru
bæði Páll og Friðrik með fjórar villur og
liðið því farið að minnka allverulega.
KR-ingar hefðu með skynsemi átt að
nýta sér þetta betur en þeir gerðu.
Raunar misstu þeir Jón Arnór Stefáns-
son útaf eftir mínútu í síðasta leikluta
en hann kom inn á ný tæpum fimm mín-
útum síðar.
Það var ekki nóg fyrir vesturbæjar-
liðið sem varð að játa sig sigrað að
þessu sinni. Þeir gerðu aðeins 15 stig í
síðasta leikhluta og má segja að eftir
fína byrjun hafi leiðin legið niður á við
til leiksloka.
Bæði lið notuðu fáa leikmenn eins og
vænta mátti. KR notaði sex leikmenn
nokkuð jafnt og tveir komu inn þar að
auki. Njarðvíkingar notuðu fimm leik-
menn nær allan tímann og tvo í nokk-
urn tíma þar fyrir utan.
Brenton Birmingham var drjúgur og
mönnum fannst hann slakur í fyrri hálf-
leik þegar hann var „bara“ með 11 stig.
Hann gerði 25 stig, tók 9 fráköst og átti
7 stoðsendingar. Teitur átti góðan leik,
gerði 18 stig, tók 8 fráköst og átti fjórar
stoðsendingar. Þrátt fyrir að Páll hafi
oft leikið betur tók piltur þó tíu fráköst.
Annars má segja um Njarðvíkinga að
þeir hafi allir leikið vel í síðari hálfleik.
Hjá KR var Vassell frábær fyrir hlé,
slakur í þriðja leikhluta og góður í þeim
síðasta. Herbert, Arnar, Helgi Már,
Vassell og Jón Arnór áttu allir ágætan
dag.
kari í lokin
Morgunblaðið/Ómar
Ragnar H. Ragnarsson á ferð með bikarinn.
Morgunblaðið/Ómar
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, messar yfir sínum
mönnum. Hann klæjaði í fingurna að fara inná þegar leikmenn
hans náðu sér ekki á strik í byrjun leiksins.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Grænu karlarnir
þorðu að taka áhættu
Friðrik Ragnarsson, þjálfari bikarmeistara Njarðvíkinga
Langaði að fara
inná og kippa
í taumana
„ÞAÐ var seigla og vilji sem gerði það að verkum að við stóðum
uppi sem sigurvegarar,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari
Njarðvíkinga, við Morgunblaðið eftir leikinn en hann var að
vinna bikarmeistaratitilinn í sjötta sinn í átta tilraunum, fimm
sinnum sem leikmaður og nú sem þjálfari. „Ég get alveg við-
urkennt að í fyrsta sinn í vetur langaði mig virkilega til þess að
fara inná og kippa aðeins í taumana sem gamall leikstjórnandi.
Það er hryllilegt að horfa upp á lið sitt mæta ekki tilbúið til leiks
og það var bara áfall að sjá hvernig liðið lék í byrjun.“
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar