Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 8
HANDKNATTLEIKUR
8 B ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Leikurinn var nokkuð kaflaskipt-ur og nokkuð frá því að vera vel
leikinn. Þó sáust ágætir sprettir inn
á milli og frammi-
staða Árna Þorvarð-
arsonar, markvarð-
ar Stjörnunnar,
vakti sérstaka at-
hygli því hann hefur lítið varið
mark liðsins en kemur nú inn í liðið
þar sem Birkir Ívar Guðmundsson
er farinn í atvinnumennsku til
Spánar. Eyjamenn voru lengi í
gang og gerðu fyrsta markið ekki
fyrr en eftir tæpar sex mínútur og
þá höfðu heimamenn skorað tvíveg-
is. Staðan var 5:2 þegar mjög góður
kafli kom hjá gestunum sem gerðu
fimm mörk í röð og komust tveimur
mörkum yfir og þeir voru tveimur
mörkum yfir í leikhléi, 13:11.
Síðari hálfleikur hófst svipað
þeim fyrri. Eyjamenn skoruðu ekki
fyrr en eftir sex mínútna leik og þá
höfðu heimamenn gert fjögur mörk
og voru komnir 15:13 yfir. Nú liðu
sjö mínútur í næsta mark ÍBV en
heimamenn gerðu bara tvö mörk á
þessum kafla þannig að staða Eyja-
manna var alls ekki vonlaus eins og
kom í ljós því þeir komust yfir á ný
20:19 þegar níu mínútur voru eftir
en náðu ekki að fylgja því eftir.
Lokamínútan var spennandi og
sigurinn hefði getað lent hvorum
megin sem var. Stjarnan fékk bolt-
ann þegar 55 sekúndur voru eftir og
staðan 21:21. Eftir langa sókn var
skotið fyrir utan þegar sex sekúnd-
ur voru eftir en Hörður Flóki varði,
henti fram á Sigurð Stefánsson sem
fór inn af línunni en Árni varði frá
honum og þar með ljóst að jafntefli
var niðurstaðan.
Bæði lið léku flata vörn en gest-
irnir tóku Magnús Sigurðsson úr
umferð stöku sinnum í síðari hálf-
leik. Stjarnan tók tvo gesti úr um-
ferð þegar ÍBV missti leikmann út-
af í tvær mínútur og gafst það vel.
Það er greinilegt að mikið býr í
hinu kornunga liði Stjörnunnar, þar
eru strákar sem eiga eftir að láta
mikið að sér kveða á næstu árum.
Árni var góður í markinu, Vilhjálm-
ur Halldórsson og Bjarni Gunnars-
son eru ágætir varnarmenn og geta
gert fína hluti í sókninni líka þó svo
þeir gerðu lítið af því að stökkva
upp fyrir utan og skjóta, reyndu
meira skot af gólfinu. Of lítið kom
út úr hornamönnum Stjörnunnar að
þessu sinni, eitt mark frá hvorum
um sig og þau bæði úr hraðaupp-
hlaupi. Gunnar Ingi Jóhannsson, í
vinstra horninu, er samt efnilegur
piltur. Leikstjórnandinn og fyrirlið-
inn Þórólfur Nielsen lætur boltann
ganga vel en má ógna meira. Magn-
ús stóð fyrir sínu í leiknum og gerði
falleg mörk auk þess að standa
vörnina vel. Þá átti Norðmaðurinn
Ronnie Smedsvik ágætan dag á lín-
unni.
Hjá Eyjamönnum var Hörður
Flóki sterkur, Petras Raupenas var
sterkur í fyrri hálfleik en lét lítið
fara fyrir sér eftir hlé. Ungur pilt-
ur, Sigurður Stefánsson, örvhent
skytta, á eftir að láta meira að sér
kveða í framtíðinni. Hann hóf leik-
inn með tveimur neglum í stangir
Stjörnumarksins og virtist hafa
misst móðinn við það, en greinilegt
er að hann getur vel skotið fyrir ut-
an og hann á að gera meira af því.
Mindaugas Andriuska er meiddur
og hann kom aðeins inn á til að taka
vítaköst.
Leikur markvarðanna
ÞAÐ má segja að markverðir
Stjörnunnar og ÍBV hafi verið í
aðalhlutverkum þegar liðin
mættust í 1. deild karla í hand-
knattleik á sunnudaginn. Niður-
staðan varð 21:21 jafntefli.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
SEBASTÍAN Alexandersson,
markvörður Fram, fór af leikvelli á
48. mínútu leiksins gegn Aftureld-
ingu vegna meiðsla á hné. Kom hann
reyndar inn á níu mínútum síðar í
þeim tilgangi að verja vítakast en
tókst ekki. Að öðru leyti sat hann til
leiksloka á varamannabekknum með
kælipoka við vinstra hnéð.
SEBASTÍAN meiddist á æfingu á
föstudaginn þegar hann að eigin
sögn var loks að ná sér fullkomlega
af öðrum meiðslum. Í herbúðum
Framara er vonast til að meiðsli
Sebastíans séu ekki alvarleg, en liðið
leikur til úrslita við Hauka í bikar-
keppninni á laugardaginn og má vart
við því að vera án þessa snjalla
markvarðar.
UM tíma leit út fyrir að Sebastían
yrði ekki með gegn Aftureldingu
sökum hnémeiðslanna, en nafni hans
var bætt á leikskýrslu skömmu áður
en leikurinn hófst.
MAGNÚS A. Arngrímsson lék
sinn fyrsta leik með Fram á leiktíð-
inni gegn Aftureldingu á sunnudag-
inn. Magnús hefur átt við þrálát
meiðsli að stríða í öxl um langan tíma
en virðist vera loks að ná sér á strik.
HAUKUR Sigurvinsson, leikmað-
ur Aftureldingar, fór úr axlarlið á
19. mínútu leiksins við Fram og er
talið sennilegt að hann verði frá
keppni um nokkurn tíma.
GEIR Sveinsson, þjálfari Vals, og
Ágúst Jóhannsson aðstoðarmaður
hans, fylgdust grannt með leik Aft-
ureldingar og Fram á sunnudags-
kvöldið og tóku leikinn upp á mynd-
band, en Valur mætir Aftureldingu
í næstu umferð í deildinni miðviku-
daginn 20. febrúar.
JÚLÍUS Jónasson, þjálfari ÍR-
inga, var einnig í Mosfellsbænum á
sunnudaginn og skrifaði eitt og ann-
að bak við eyrað um leikaðferðir
Fram og Aftureldingar.
ÓLAFUR Haraldsson og Guðjón
L. Sigurðsson handknattleiksdóm-
arar fara til Slóveníu í lok vikunnar
og dæma þar á laugardaginn viður-
eign RK Krim Neutro Roberts gegn
rússneska liðinu AKVA Volgograd í
Meistaradeild Evrópu í kvenna-
handknattleik. Þetta er fyrri leikur
liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar.
RÓBERT Sighvatsson og Gylfi
Gylfason voru ekki á meðal marka-
skorara hjá Düsseldorf þegar liðið
gerði jafntefli, 25:25, við VfL Pfull-
ingen í suðurhluta þýsku 2. deild-
arinnar í handknattleik um helgina.
Düsseldorf er í 4. sæti deildarinnar.
SÖMU sögu er að segja af Haraldi
Þorvarðarsyni leikmanni Stralsund-
er HV. Hann komst ekki á blað þeg-
ar lið hans vann Eintracht Hildes-
heim, 27:26, á heimavelli í norður-
hluta 2. deildar.
FÓLK
Greinilegt var í byrjun að gest-irnir að norðan ætluðu að selja
sig dýrt, þeir voru sprækir í sókninni
og tóku hraustlega á
móti í vörninni.
Heimamenn virtust
aftur á móti frekar
þunglamalegir en
tókst þó að halda forystu fram í miðj-
an fyrri hálfleik og geta helst þakkað
það markverði sínum, Magnúsi Sig-
mundssyni, sem hafði meðal annars
varið þrjú hraðaupphlaup. En um
miðjan hálfleikinn fór ákafi KA-
manna að skila sér, vörnin náði betur
saman sem strax auðveldaði mark-
verðinum sín störf og KA náði
tveggja marka forystu, 10:8. Þá var
Haukadrengurinn Ásgeir Örn Hall-
grímsson settur inná og það frískaði
talsvert uppá sóknarleik Hauka –
nógu mikið til að KA-menn breyttu
úr flatri vörn í framliggjandi en
Haukum tókst engu síður að jafna og
var staðan 15:15 í leikhléi.
Hafnfirðingar réðu ráðum sínum í
leikhléi og skoruðu þrjú fyrstu mörk
síðari hálfleiks með kraftmiklum
gegnumbrotum áður en gestirnir
voru búnir að koma sér fyrir. Það tók
þá tíu mínútur að koma vörninni í
réttar stellingar og á sama tíma náðu
þeir að sýna liprar leikfléttur, sem
skiluðu fjórum mörkum í röð og
spenna komin í leikinn á ný. Eftir
það varð munurinn aldrei meiri en
eitt mark og mikil barátta fór að taka
sinn toll. Það kom frekar niður á KA-
mönnum, sem höfðu ekki mikla
breidd á varamannabekknum, en
þeir bættu það upp með enn meiri
baráttu. Við það brutu þeir meira á
Haukamönnum, en oft var eins og
dómarar leiksins bæru heldur mikla
virðingu fyrir Íslandsmeisturunum.
Þegar rúmar fjórar mínútur voru
eftir að leiknum náðu KA-menn að
vinna upp tveggja marka forskot
Hauka og þegar ein og hálf mínúta
var eftir jafnaði Sævar Árnason fyrir
KA, 30:30. Haukamenn tóku sér
nægan tíma í síðustu sóknina og tóku
leikhlé 17 sekúndum fyrir leikslok.
Þeir náðu svo skoti fimm sekúndum
fyrir leikslok, sem var varið og KA-
mönnum tókst aðeins að taka skot
frá miðju áður leikurinn var flautað-
ur af.
„Þetta var ótrúlegur leikur, mikið
skorað en varnir lélegar og mark-
varsla einnig. Því var pressa að skora
í hverri sókn og það er erfitt en við
verðum að bæta vörnina og mark-
vörsluna,“ sagði Aron Kristjánsson
úr Haukum eftir leikinn. „Það var
erfitt að fara í þennan leik og mikil
spenna eftir langt hlé í deildinni og
auk þess erum við nokkrir nýkomnir
úr erfiðu móti. Það var samt ekkert
um annað að velja, við ákváðum að
rífa okkur af stað og jafnvel gott að
fá einn leik því það hefði eflaust verið
skrýtið að fara beint frá Svíþjóð í bik-
arúrslit,“ bætti Aron við og taldi ekki
laust við að þreyta sæti í honum eftir
Evrópukeppnina í Svíþjóð. „Maður
fann að maður var þungur í upphit-
uninni en það varð bara að rífa það úr
sér. Við verðum fljótir að jafna okkur
og koma tvíefldir í bikarúrslitin
næsta laugardag.“ Magnús mark-
vörður og Ásgeir Örn voru frískastir
Hauka en Aron, Einar Örn Jónsson
og Rúnar Sigtryggsson skiluðu sínu
þó þeir virtust oft þreytulegir.
„Ég er ánægður með stigið en við
hefðum getað fengið tvö því við spil-
uðum vel og börðumst geysilega all-
an tímann,“ sagði Atli Hilmarsson
þjálfari KA eftir leikinn, ánægður að
lið hans lagði allt í sölurnar. „Við vor-
um samt orðnir nokkuð þreyttir í
lokin því við gátum ekki skipt of mik-
ið inná en það sem skipti sköpum var
að drengirnir börðust um hvern
bolta og gáfust ekki upp þó við vær-
um þremur mörkum undir. Við höf-
um yfirleitt spilað vörnina framar-
lega á móti Haukum svo mér fannst í
lagi að prófa flata vörn. Síðan ákvað
ég að breyta, því mér fannst hún ekki
ganga vel enda tekur hún sinn toll.
Það gaf góða raun því menn voru
ferskir og héldu sínu þrátt fyrir
þreytuna.“ KA náði að tefla fram
flestum úr leikmannahópi sínum en
meiðsli hafa sett svip sinn á liðið í
vetur. Til dæmis lék Heimir Örn
Árnason næstum allan leikinn og
Heiðmar Felixson spilaði í vörn en
enn vantar Arnór Atlason. „Við höf-
um endurheimt úr meiðslum Heið-
mar að hálfu leyti og Heimir Örn
nokkurn veginn en eigum síðan Arn-
ór Atlason eftir,“ bætti Atli við.
Heimir Örn, Petkevicius markvörð-
ur, Andreus Stelmokas, Halldór Sig-
fússon og Jónatan Þór Magnússon
áttu allir góðan leik og Sævar Árna-
son fyrirliði var drjúgur.
KA-menn velgdu
Haukum undir uggum
SPRÆKIR KA-menn velgdu
þunglamalegum Íslandsmeist-
urum Hauka rækilega undir
uggum á sunnudaginn en urðu
að sætta sig við að taka aðeins
annað stigið með sér norður
eftir 30:30 jafntefli í baráttuleik.
Hafnfirðingarnir halda eftir sem
áður efsta sæti deildarinnar en
stigið dugði norðanmönnum til
að komast upp fyrir miðja deild.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Fyrri hálfleikur var með eindæm-um slakur, einkum þó af hálfu
Framara sem virtust vera með hug-
ann við annað og
máttu hreinlega
þakka fyrir á Mos-
fellingar virtust ann-
ars hugar í sóknar-
leiknum. Varnarleikur Aftureldingar
var góður gegn tilbreytingarlitlum
sóknarleik Safamýrarpilta. Að baki
vörn Aftureldingar var síðan besti
maður liðsins, Reynir Þór Reynisson.
Í síðari hálfleik vöknuðu leikmenn
Fram af værum blundi, bættu vörn
sína verulega. Fengu þeir fyrir vikið
hraðaupphlaup sem lagði grunninn
að jöfnum leik. Fram jafnaði metin,
13:13, á 36. mínútu. Upp úr miðjum
hálfleiknum náðu Framarar nokkr-
um góðum sóknum og um leið
þriggja marka forskoti, 21:18, þegar
tíu og hálf mínúta var eftir. Svo virt-
ist sem gestirnir ætluðu að hafa bæði
stigin með sér á lokasprettinum,
þeirra voru færin, en gekk illa að
nýta þau. Mosfellingar tóku sig sam-
an í andlitinu og börðust vel og upp-
skáru annað stigið. Áttu þeir meira
að segja möguleika á að tryggja sér
bæði stigin en tókst ekki að nýta síð-
ustu sókn leiksins. Niðurstaðan því
jafntefli og verða það bara að teljast
sanngjörn úrslit.
„Ég er sáttur við að vera ósáttur
við annað stigið úr heimsókn í Mos-
fellsbæinn,“ sagði Heimir Ríkharðs-
son, þjálfari Fram í leikslok. „Við
vorum nærri því að vinna bæði stigin
og það hefði verið svo sannarlega
ljúft. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru
slakar af okkar hálflu og greinilegt að
langt hlé á Íslandsmótinu hafði sín
áhrif á menn. En ég er ánægður með
strákana að því leytinu til að þeir
náðu að rífa sig upp og bæta sinn leik.
Það er hið jákvæða við þennan leik,“
sagði Heimir ennfremur sem engar
áhyggjur hefur af því að lið sitt leiki
með svipuðum hætti í bikarúrslita-
leiknum við Hauka næsta laugardag.
„Það kemur ekki til. Við höfum ekki
tapað fyrir Haukum í vetur og ætlum
ekki að taka upp á því á laugardag-
inn. Menn komu með allt öðru hug-
arfari í þann leik en þennan gegn Aft-
ureldingu.“
„Þetta var fyrst og fremst mis-
takaleikur og ég er sár yfir því að
hafa ekki fengið bæði stigin því við
lögðum okkur virkilega fram við æf-
ingar á meðan hléið stóð yfir,“ sagði
Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureld-
ingar sem lék lítið með að þessu sinni
og skoraði m.a. aðeins eitt mark.
„Vörnin hélt vel í fyrri hálfleik og
Fram skoraði aðeins átta mörk. Þá
áttum við að sigla langt framúr og
gera út um leikinn. Það tókst ekki og
í staðinn lentum við í basli þegar á
leið en tókst að bjarga okkur fyrir
horn undir lokin. Báráttan á lokakafl-
anum var jákvæð,“ sagði Bjarki enn-
fremur.
Morgunblaðið/Ásdís
Magnús Már Þórðarson, Aftureldingu, er tekinn föstum tökum
er hann sækir að marki Fram.
ÞAÐ var fátt um fína drætti í
Mosfellsbænum á sunnudaginn
þegar Fram heimsótti liðsmenn
Aftureldingar. Greinilegt var að
leikmenn beggja liða höfðu ekki
náð áttum eftir nærri tveggja
mánaða frí á Íslandsmótinu.
Leikurinn var slakur og ef ekki
hefði hlaupið örlítil spenna í
hann undir lokin væri hann vart
minnisstæður. Niðurstaðan
jafntefli, 23:23, eftir að Mosfell-
ingar höfðu haft frumkvæðið í
fyrri hálfleik og verið þremur
mörkum yfir í hálfleik, 11:8.
Ívar
Benediktsson
skrifar
Fátt um
fína drætti