Morgunblaðið - 22.02.2002, Side 8

Morgunblaðið - 22.02.2002, Side 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ EKKI eru líkur á að Landssíminn verði seldur á þessu kjörtímabili, sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra síðastliðinn fimmtudag. Ríkisstjórnin hefur unnið að sölu Símans frá því í sumar. Töluverðar deilur hafa verið um Landssímann síðastliðnar vikur. Hafa menn meðal annars gagnrýnt starfsloka-saming Þórarins V. Þórarinssonar, fyrrverandi forstjóra Símans. Þórarinn var ráðinn til fimm ára 1999 þótt vitað væri að selja ætti fyrirtækið. Friðrik Pálsson, stjórnar-formaður Landssímans, segir samningin hafa verið gerðan vegna fyrirheita sem samgönguráðherra hafi veitt Þórarni. Greiðslur sem Friðrik hlaut frá Símanum fyrir ráðgjafarstörf sín hafa einnig verið gagnrýndar. Komið hefur fram að Friðrik fékk greiddar rúmlega fimm milljónir króna fyrir vinnu sína. Öðrum stjórnar-meðlimum var ekki kunnugt um greiðslurnar. Þeir sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins á mánudag. Þar segir að greiðslurnar séu sanngjarnar. Óeðlilegt sé þó að stjórnin hafi ekki vitað af þeim. Tveir hafa sagt sig úr stjórn Símans vegna málsins. Það eru þau Flosi Eiríksson, sem ekki stóð að yfirlýsingunni, og Sigrún Benediktsdóttir. Hún telur alla stjórnarmenn eiga að segja af sér vegna málsins þar sem stjórnin njóti ekki lengur trúnaðar. Tveir segja sig úr stjórn Símans Sölu Lands- símans frestað HÁTT á fjórða hundrað manns fórust þegar eldur kom upp í lest í Egyptalandi í gærmorgun. Atburðurinn átti sér stað í nágrenni við borgina Al Ayatt. Lestin var troðfull af fólki sem var á heimleið eftir að hafa tekið þátt í trúarhátíð múslima. „Ég sá mæður vefja örmunum um börn sín. Þær reyndu síðan að kasta sér út um gluggann með þau til að bjarga þeim frá ægilegum dauðdaga í bálinu,“ sagði aðstoðar-lestarstjórinn. Mikil skelfing greip um sig meðal farþeganna þegar eldurinn uppgötvaðist. Sáust sumir hlaupa í logandi klæðum milli klefa í leit að útgönguleið. Brunnin lík fundust í lestinni. Voru sum þeirra við rimla sem voru fyrir mörgum gluggum lestarklefanna. Yfirmaður björgunar-aðgerða sagði að farþegarnir hefðu verið fastir í brennandi fangelsi. Rimlar og dyr sem erfitt var að opna hefðu gert mörgum ókleift að sleppa út. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Atef Ebeid, forsætisráðherra Egyptalands, sagði þó á miðvikudag að kviknað hefði í eldunartæki eins farþega. Lögregla taldi hins vegar að skammhlaup eða sprenging í gashylki hefði valdið eldinum. Er þetta eitt mannskæðasta lestarslys sem orðið hefur. Eldsvoði í egypskri lest veldur miklu manntjóni AP Björgunarmenn að störfum í lestinni. 373 fórust í lestarslysi Bush í ræðu sinni. Bush sagði ennfremur að Bandaríkjamenn ætluðu að draga úr spennu milli kóresku ríkjanna. En forsetinn hefur verið sakaður um að auka á spennuna með því að segja Norður-Kóreu hluta af „öxli hins illa“. Átti óeirða-lögreglan í Suður-Kóreu á miðvikudag í átökum við hóp manna sem mótmæltu heimsókn Bush. Bush á ferð um Asíu AP Heimsókn Bush til Suður-Kóreu mótmælt. GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er þessa dagana á ferð um Japan, Suður-Kóreu og Kína. Forsetinn hefur þegar lokið heimsókn sinni til Suður-Kóreu og Japans. Ávarpaði hann meðal annars japanska þingið. „Velgengni þessa heimshluta skiptir sköpum fyrir heiminn. Ég er sannfærður um að 21. öldin verður öld Kyrrahafs-svæðisins,“ sagði Netfang: auefni@mbl.is RÚMLEGA fimmtugur maður var myrtur á leið heim úr vinnu aðfaranótt mánudags á Víðimel í Reykjavík. Hann hét Bragi Óskarsson. Vinnufélagar Braga skildu við hann við Melatorg um nóttina. Þaðan ætlaði hann að fara fótgangandi heim. Vegfarandi gekk fram á lík hans snemma um morguninn. Lögregla lokaði Víðimel samstundis og tilkynnt var um morðið. Hún stóð fyrir umfangs-mikilli leit sem leiddi til handtöku á Þór Sigurðssyni, 23 ára gömlum manni. Hann hefur þegar játað á sig verknaðinn. Að sögn lögreglu var árásar-maðurinn á heimleið eftir innbrot þegar atburðurinn átti sér stað. Hann hafði brotist inn í Hjólbarða-viðgerð Vesturbæjar og var vopnaður sveðju, slaghamri og kjötexi. Talið er að eitthvert þessara vopna hafi banað Braga. Ekki er þó ljóst hvert þeirra Þór notaði. Þá er ekki ljóst hvort mennirnir skiptust á orðum eða hvort Þór barði Braga fyrirvaralaust. Lögregla segir allt benda til að tilviljun hafa ráðið árásinni. Ekkert bendi til að Bragi hafi þekkt árásarmann sinn. Talið er að Þór hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Morgunblaðið/Júlíus Lögregla rannsakar morðstað. Maður myrtur á Víðimel HAUKAR urðu um helgina bikar-meistarar í hand-knattleik karla. Sigraði liðið Fram með 30 mörkum gegn 20. Er þetta annað árið í röð sem Haukar verða bikar-meistarar. Einnig var leikið til úrslita í bikarmeistara-keppni kvenna um helgina. Fór ÍBV þar með sigur af hólmi í leik gegn Gróttu/KR. Unnu þær leikin með 22 mörkum gegn 16. Haukar og ÍBV meistarar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.