Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 1
2002  ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VIÐTAL VIÐ ÍVAR INGIMARSSON HJÁ BRENTFORD / B2 Íslenska landsliðið í knattspyrnukom til Cuiaba í Brasilíu síðdegis í gær eftir 35 tíma ferðalag frá Íslandi. Á fimmtudaginn mæta Íslendingar fjórföldum heims- meisturum Brasilíu- manna í vináttuleik. Landsliðshópurinn hélt frá Íslandi árdegis á sunnudag- inn. Flogið var til London þar sem ell- efu tíma bið var eftir flugi til Sao Paulo. Ferðin til Brasilíu tók rúmar ellefu stundir og þegar þangað var komið liðu um fimm klukkustundir þar til hópurinn var kominn til borg- arinnar Cuiaba. Um ein milljón íbúa býr í borginni sem er hátt yfir sjáv- armáli og nálægt landamærum Bóli- víu. Talsverður fjöldi fréttamanna og knattspyrnuáhugamanna beið komu íslenska liðsins í flugstöðinni í Cuiaba. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, þurfti því að svara fjölmörgum spurn- ingum blaðamanna. Mikill hiti kom ís- lenska hópnum á óvart í gær en rúm- lega 37 stig voru á hitamælum. Að auki er mikill raki í loftinu, logn og sólin skein á heiðum himni. Eftir stutta hvíld og málsverð æfði íslenska liðið síðdegis í gær – lögð var áhersla á að ná ferðaþreytu úr leik- mönnum. Valur Fannar Gíslason, leikmaður Fylkis, boðaði forföll vegna veikinda skömmu áður en íslenski hópurinn hélt frá Íslandi og ekki gafst tími til þess að fylla skarð hans. Alls eru 17 leikmenn í ferðinni. Fjölmennt móttökulið í Cuiaba Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Cuiaba Kristinn varð fyrir því óhappiað slíta fremra krossband í hægra hné á æfingu í Saas-Fee í september árið 2000 og var frá keppni allan veturinn á eftir. Aftur varð Kristinn fyrir óhappi á æf- ingu í október sl. og fékk í kjölfar- ið sýkingu í annað hnéð. „Síðan hef ég farið á milli sérfræðinga í hné- meiðslum í Austurríki og Þýska- landi en ekki náð þeim bata sem þörf er á,“ sagði Kristinn enn- fremur í gær. „Það eru mikil sær- indi framan á hnénu og þótt ég geti skokkað og gert einfaldar æf- ingar finn ég mikið fyrir þeim um leið og komið er á skíðin. Því mið- ur óttast ég að þessi meiðsli eigi eftir að fylgja mér um ókomna tíð.“ Kristinn telur ekki ósennilegt að hann hafi farið of snemma af stað í haust eftir að hann fékk sýkinguna í hnéð í október. „Þá var bara ekk- ert annað í stöðunni en hefja æf- ingar af krafti því ég ætlaði að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City. Þetta var þó byrj- að að einhverju leyti áður en að því kom þótt það hafi ekki verið eins slæmt og nú er,“ sagði Krist- inn, sem segist hafa gert sér grein fyrir því fyrir allnokkru í hvað stefndi; að ekki yrði komist hjá því að leggja keppnisskíðin á hilluna. „Ég vil vera í þessu á fullri ferð, hef enga ánægju af því að vera á hálfum hraða. Það að geta ekki æft nema tvo daga í einu og eyða síðan mestum tíma í að hjóla á þrekhjóli eins og raun hefur verið á er ekki í samræmi við þær hugmyndir sem ég hef um afreksmann á skíðum.“ Kristinn segist ekki hafa verið búinn að gera endanlega upp hug sinn um að hætta þegar hann mætti til leiks í Salt Lake City í síðasta mánuði. „Ég vissi í hvað stefndi.“ Kristinn hyggst keppa í síðasta skipti á Skíðamóti Íslands á heimavelli í Ólafsfirði í byrjun apr- íl. Þar vonast hann til þess að geta verið með í svigi og stórsvigi. Víst er að Kristinn er fremsti skíða- maður sem Íslendingar hafa eign- ast. Á árunum 1997 til 2000 var hann í hópi allra fremstu svig- manna heims og komst nokkrum sinnum á verðlaunapall í heimsbik- arkeppninni. Þá tók hann þátt í fernum Vetrarólympíuleikum og tveimur heimsmeistaramótum. Þegar Kristinn lítur til baka yfir ferilinn segir hann 2. sætið á heimsbikarmóti í Park City í Bandaríkjunum haustið 1997 standa upp úr. Kristinn verður þrítugur á þessu ári. Hann segir óvíst hvað hann taki sér fyrir hendur nú þegar keppnisferillinn er á enda. „Ég stefni að því að setjast á skólabekk í haust, en annars kvíði ég ekki verkefnaskorti, það er ljóst, þótt vissulega verði nú mikil breyting á högum mínum.“ Kristinn Björnsson á ferðinni í svigkeppni í vetur. Meiðsli knýja Kristin til að hætta „VEGNA þrálátra meiðsla í hægra hné var ljóst að það myndi taka langan tíma að ná fullum bata, ef möguleiki er þá á að það takist einhvern tíma,“ sagði Kristinn Björnsson, skíðamaður frá Ólafs- firði, þegar hann tilkynnti þá ákvörðun sína í gær að hætta keppni á skíðum. „Hnéð hefur ekki þolað það álag sem verið hefur á því í vet- ur, fyrir vikið hef ég ekki getað beitt mér að fullu við æfingar og ým- islegt orðið að sitja á hakanum – eins og til dæmis þrekæfingar. Því tel ég óhjákvæmilegt að taka þessa ákvörðun og að hún sé rétt. Hún var alls ekki auðveld en því miður óhjákvæmileg og mér fyrir bestu,“ sagði Kristinn. EKKERT verður af því að Aron Kristjánsson, handknattleiksmaður úr Haukum, gangi til liðs við Val- encia á Spáni. Þegar til átti að taka voru forráðamenn spænska liðsins ekki reiðubúnir að reiða það fram sem Haukar settu upp fyrir Aron. „Mér þóttu Haukarnir vera sann- gjarnir í minn garð en Spánverjar voru á öðru máli,“ sagði Aron í samtali. Samningur Arons og Hauka, sem gerður var í fyrra þeg- ar hann kom til landsins frá Skjern í Danmörku, er til þriggja ára og segir Aron að ef ekkert spennandi komi upp á borðiðverði hann áfram í herbúðum Hauka. Aron og eig- inkona hans, Hulda Bjarnadóttir, eiga von á barni í maí og sagði hann að til þess að þau héldu á ný á vit ævintýra í Evrópu þyrfti honum að berast mjög spennandi tilboð. Aron ekki til Spánar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.