Morgunblaðið - 05.03.2002, Page 8

Morgunblaðið - 05.03.2002, Page 8
KÖRFUKNATTLEIKUR 8 B ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.icelandair.is Komdu með SÝN og Icelandair á Verð aðeins 52.800 kr.* Síðustu söludagar. Tryggðu þér sæti! Minnesota Timberwolves og Utah Jazz 15. - 18. mars Pantaðu í síma: 50 50 700 * Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og þjónustugjöld, miði á leikinn og rúta til og frá flugvelli. KR-ingar hófu leikinn á Sauðár-króki með glæsilegri flugelda- sýningu, þriggja stig skota, því að á fyrstu tveim mínút- unum höfðu þeir skorað tólf stig í fjór- um sóknum, og höfðu ekki fyrir því að reyna að komast inn í teig heima- manna og voru þarna á ferðinni Jón Arnór með tvær, Arnar með eina og Helgi Már með eina. Heimamenn létu þetta þó ekki slá sig út af laginu og létu boltann ganga vel á milli sín og léku sterka vörn og smám saman söxuðu þeir niður for- skot gestanna og eftir níu mínútur höfðu þeir jafnað og þannig var stað- an eftir fyrsta leikhluta, 22:22. Í öðrum hlutanum tóku heima- menn forystuna, leikurinn var mjög hraður og mikil barátta en sjaldan var nema tvö til fjögur stig sem skildu á milli. Þegar fjórar mínútur voru til leikhlés komust KR-ingar yf- ir með fallegri þriggja stig körfu frá Herberti Arnarsyni, og síðan bættu þeir í sóknina og náðu sex stiga for- ystu, en Tindastólsmenn náðu með harðfylgi að jafna og aftur var jafnt, 41:41 í leikhléi. Í síðari hálfleik komu Tindastóls- menn ákveðnir til leiks, og tóku strax frumkvæðið í sínar hendur, léku fast og vörnin var sterk með Antropov sem besta mann bæði í sókn og vörn, og náðu heimamenn að skapa sér níu stiga forskot, en nú voru það gest- irnir sem bitu í skjaldarrendur og á síðustu sekúndu leikhlutans náðu þeir að komast yfir 60:62. Ljóst var að í síðasta leikhluta yrði allt lagt undir, enda fór það svo að allt var á suðupunkti. Helgi Freyr kom heimamönnum yfir strax í upphafi leikhlutans með þriggja stig körfu en gestirnir voru ekki á því að gefa neitt eftir og allan leikhlutann skiptust liðin á að hafa frumkvæðið. Þegar fjörutíu og ein sekúnda var eftir var staðan 72:74, og Tindastóls- menn í sókn, misskilningur var á milli Antropovs og Spillers og gest- irnir náðu að verja skotið, og náðu boltanum og brunuðu í sóknina og leituðu mjög að Jóni sem greinilega átti að ljúka leiknum. Heimamenn brutu á honum, en bæði vítaskot Jóns geiguðu. Hins vegar náðu gestirnir frákastinu og aftur var brotið á Jóni og nú rataði annað skotið rétta leið og sekúnd- urnar runnu út án þess að heima- menn fengju rönd við reist. Í liði heimamanna áttu þeir Antro- pov, Spillers og Pomonis allir ágæt- an dag, þó sérstaklega hinn fyrst- nefndi sem skoraði grimmt en var einnig firnasterkur í vörninni. Helgi Freyr og Lárus Dagur börðust einn- ig vel og áttu góðar innkomur. Hins vegar fann Kristinn Friðriksson sig alls ekki í þessum leik og munar Tindastólsmenn um minna. Í liði KR var Jón Arnór yfirburða- maður en einnig áttu Herbert og Helgi Már ágætan dag. Létt hjá Keflavík Það var ekki mikil spenna í leikKeflvíkinga og Skallagríms í Keflavík á sunnudagskvöldið, get- umunur liðanna var of mikill til þess. Svo virtist sem Skalla- grímur hefði fyrir- fram ákveðið að leik- urinn myndi tapast og lítil leikgleði var sjáanleg á leikmönnum liðsins. Keflavík sigraði örugglega, 128:92, og hafði 30 stiga forystu í hálfleik 73:43. Heimamenn tóku fljótlega öll völd í leiknum og voru komnir strax á upphafsmínútum í 18 stiga forskot er gestirnir skoruðu aðeins tvö stig. Eftir fyrsta leikhluta var augljóst að Keflavík myndi sigra og það með miklum mun svo það verður að telj- ast virðingarvert fyrir þá 150 áhorf- endur sem horfðu á leikinn að hafa hreinlega afborið að horfa á það sem eftir var af leiknum, nema þá aðeins til að sjá leik kattarins að músinni. Lið Skallagríms var heillum horfið í leiknum og það getur þakkað Hlyni Bæringssyni að munurinn varð ekki enn meiri. Hlynur skoraði 34 stig, meira en helmingi meira en sá leik- maður sem næstur honum kom. Allir tíu leikmenn Keflvíkinga léku í leikn- um og öllum tókst að skora en Dam- on Johnson þó mest, 28 stig. Stórsigur Njarðvíkinga Haukar sóttu ekki sigur í greiparNjarðvíkinga er liðin mættust á sunnudagskvöldið í Njarðvík. Heimamenn sigruðu 110:75 og voru yfir í leikhléi 54:40. Njarð- vík getur enn náð öðru sæti deildarinn- ar en Haukar þurfa að vinna ÍR í lokaleik sínum til að komast í úrslita- keppnina. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar og skiptust liðin á að hafa forustuna. Fljótlega tóku heimamenn þó völdin í sínar hendur og héldu forystunni allan leikinn. Haukarnir sem léku án Guðmundar Bragasonar eru þó þekktir baráttu- jaxlar og gáfust ekki upp áreynslu- laust og áttu góða spretti en Njarð- víkingar voru sprækari og uppskáru eftir því. Undir lok leiksins leyfði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarð- víkinga, varamönnum liðsins að spreyta sig og þeir sýndu góð tilþrif og létu Haukana ekkert slá sig út af laginu og juku forskot Njarðvíkinga enn frekar. Besti maður vallarins var Brenton Birmingham sem var stigahæstur leikmanna með 27 stig en auk hans var Njarðvíkingurinn Páll Kristinsson atkvæðamikill skor- aði 13 stig tók 15 fráköst. Kim Lewis var stigahæstur Hauka með 17 stig en Jón Arnar Ingvarsson kom næst- ur honum með 14 stig. Breiðablik í úrslitakeppnina Breiðablik er á mikilli siglingu umþessar mundir, en á sunnu- dagskvöldið vann liðið heldur óvænt stóran sigur á Hamri í Hveragerði, 77:95. Eru Blikar nú öruggir í úrslita- keppnina, en það er í fyrsta sinn sem liðið kemst svo langt. Þeir eru nú í 6. sæti deildarinnar og höfðu sætaskipti við Hamarsmenn. „Þetta fór að snúast hjá okkur eft- ir Tindastólsleikinn eftir áramótin. Við töpuðum með 21 stigi en þá fór fram ákveðin naflaskoðun og við at- huguðum hvað við gætum gert bet- ur. Eftir að við unnum ÍR fór boltinn að rúlla og hann er ekki stoppaður enn,“ sagði Eggert Garðarson, þjálf- ari Breiðabliks, eftir leikinn. „Þá vorum við búnir að fara yfir leik Hamars og vissum að þeir eru nokkuð villtir í sínum leik og taka fyrsta opna skot sem býðst. Við vild- um láta þá spila boltanum meira og brjóta síðan leik þeirra niður,“ sagði Eggert. Hamarsmenn áttu lítið svar við leik Breiðabliks í fjórða og síðasta leikhlutanum á sunnudagskvöldið. Leikurinn hafði fram að honum verið nokkuð jafn, en gestirnir þó alltat leitt. Eftir þriðja leikhluta var stað- an 57:65 og heimamenn enn fyllilega inn í leiknum. Í síðasta leikhlutanum spiluðu Blikar mjög yfirvegað á með- an Hamarsmenn voru oft á tíðum að taka mjög ótímabær þriggja stiga skot. Gestirnir bættu hægt og rólega í og spiluðu oft á tíðum frábærlega vel. Í liði gestanna var Kenneth Rich- ards besti maður en hann átti góðan dag í sókn ásamt því að vera hrika- legur undir körfunni. Pálmi F. Sig- urgeirsson var heimamönnum óþæg- ur ljár í þúfu og lét mikið til sín taka. Hjá heimamönnum voru menn mis- góðir en Skarphéðinn Ingason barð- ist vel, sem og Svavar Birgisson. Þó lentu lykilmenn í villuvandræðum og gátu ekki látið til sín taka. „Betra liðið vann, þeir komu til- búnir í þetta en við ekki. Við hittum illa og þeir spiluðu svæðisvörn, ef við hittum ekki þá virkar svæðisvörnin,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars. „Við höfum ekkert að gera í úrslitakeppni ef við vinnum ekki næsta leik, gegn Stjörnunni, en við höfum hins vegar nægjanlegt svig- rúm til að bæta okkur,“ sagði Pétur. ÍR-ingar sloppnir við fall ÍR-ingar forðuðu sér endanlega fráfalli með 73:70 sigri á Þór frá Ak- ureyri í 1. deild karla í körfuknatt- leik, en leikur lið- anna fór fram í íþróttahúsi Selja- skóla á sunnudags- kvöld. Tapið batt aft- ur á móti enda á vonir Þórsara um að komast í úrslitakeppnina og þeir verða að gæta sín í lokaumferðinni því með óhagstæðum úrslitum þar geta þeir fallið úr deildinni. Það var ljóst allt frá byrjun að leikurinn var afar þýðingarmikill fyrir bæði lið. Heimamenn í ÍR byrj- uðu af miklum krafti og náðu 11 stiga forystu, 15:4 en norðanmenn gáfu ekkert eftir og áttu frábæran leik- kafla undir lok fyrsta leikhluta, skor- uðu 12 stig í röð og komust yfir 15:16. Lokamínútan í leiknum var æsispennandi. Þegar 49 sekúndur voru til leiksloka höfðu Þórsarar yfir 69:70, höfðu boltann og gátu sama sem tryggt sér sigurinn ef þeir hefðu skorað. ÍR-ingar stálu af þeim bolt- anum en skot Eiríks Önundarsonar geigaði, enn fengu Þórsarar boltann og aftur náðu ÍR-ingar að stela bolt- anum af Þórsurum sem brugðu á það ráð að brjóta á Eiríki Önundarsyni. Sjálfsagt ekki besti maður til að brjóta á undir þessum kringumstæð- um og Eiríkur brást ekki félögum sínum í ÍR, skoraði úr báðum víta- skotunum þegar 10 sekúndur voru til leiksloka og breytti stöðunni í 71:70. Tíu sekúndur er langur tími í körfu- knattleik en ÍR-ingar voru hreint ótrúlega grimmir í vörninni og enn og aftur náðu þeir að stela boltanum, brotið var á Ólafi J. Sigurðssyni sem skoraði úr báðum vítaskotum sínum og tryggði ÍR-mikilvægan sigur. Eiríkur Önundarson var besti maður ÍR í þessum leik ásamt Sig- urði Þorvaldssyni en hjá Þór var Steve Johnson allt í öllu. Hann skor- aði 30 stig og hirti 15 fráköst, 13 í vörn og 2 í sókn, sannarlega frábær leikmaður. Þá átti þjálfari Þórs Hjörtur Harðarson einnig góðan leik, sem og Óðinn Ásgeirsson. Auðvelt hjá Grindavík Það var áhugaleysi hjá heima-mönnum sem öðru fremur ein- kenndi leik þeirra þegar gestirnir úr Garðabænum komu í heimsókn. Leiknum lauk með sigri heimamanna sem skoruðu 109 stig gegn 89 stigum Stjörnunnar. Stjörnumenn voru inni í leiknum fram í þriðja leikhluta, þá tóku heimamenn við sér og sigu hægt og örugglega fram úr. Leikurinn var ekkert fyrir augað og ljóst að heima- menn voru hér mættir til að taka tvö stig en gestirnir sýndu enga tilburði til að ná í þau tvö stig sem í boði voru. Greinilegt var á leik gestanna að þá vantar mann til að taka boltann upp enda segja 24 tapaðir boltar alla sög- una. Þá myndi ekki skemma fyrir ef erlendi leikmaðurinn í liði gestanna væri sterkari. Í liði gestanna voru tveir ljósir punktar en það var ágæt- ur leikur Eyjólfs Jónssonar sem spil- aði mjög vel og þá átti Jón Ólafur Jónsson frábæran leik. Jón Ólafur spilaði rétt rúmlega hálfan leikinn og setti 21 stig auk þess að spila fína vörn. Hjá heimamönnum var erfitt greinilega að ná upp einbeitingu enda veikir andstæðingar á ferðinni. Helgi Jónas Guðfinnsson og Tyson Patterson voru bestir í liði þeirra. KR-ingar sterkari á loka- sekúndunum Morgunblaðið/Jim Samrt Sigurður A. Þorvaldsson lék mjög vel með ÍR-liðinu gegn Þór frá Akureyri og skoraði 17 stig í leiknum. „VIÐ þurftum á þessum stigum að halda og ég er býsna ánægður með strákana. Þeir héldu höfði allan tímann og létu það ekki á sig fá þó að við værum undir í síðasta leikhluta. Það var mikil pressa á strákunum, en þrátt fyrir að við klúðruðum fimm vítaskotum á loka- mínútunum, vorum við einfaldlega sterkari – með Jón Arnór í lyk- ilhlutverki,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, eftir sætan sigur KR-inga á leikmönnum Tindastóls á Sauðárkróki í úrvals- deildinni í körfuknattleik, 75:72. Björn Björnsson skrifar Kristján Jóhannsson skrifar Kristján Jóhannsson skrifar Helgi Valberg skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Garðar Páll Vignisson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.