Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 1
EKKI er hægt að gera ævi Halldórs Laxness skil án þess að nefna tengsl hans við Sovétríkin. Halldór fór oft til Sovétríkjanna frá því snemma á fjórða áratugnum og fram undir þann sjöunda og skrifaði tvær bækur um kynni sín af Sovétríkjunum og Sovétþjóðum. Halldór var einn af stofnendum Menningartengsla Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, MÍR, 1951 og fyrsti formaður fé- lagsins. Af því embætti lét hann ekki fyrr en 1968 er Kristinn E. Andrésson tók við. MÍR er starfandi enn þann dag í dag þó að R-ið vísi nú til Rússlands frekar en Ráðstjórnarríkjanna. Á vegum þess stendur yfir sýning um verk Halldórs í Rússlandi. Á sýningunni eru ýmsir gripir sem tengjast Sovétferðum Halldórs, eintök af bókum hans á rússnesku og ljósmyndir. Meðal annars eru til sýnis myndir frá uppsetningu Silfurtunglsins í Moskvu 1955. Þá eru á sýningunni verk sovéskra listamanna sem gerð voru við sögur eftir Laxness. Í tengslum við sýninguna verða tvær sjónvarps- myndir um Halldór Laxness sýndar í kvikmyndasýning- arsal félagsins. Annarsvegar er um að ræða stytta út- gáfu af þriggja þátta röð Halldórs Guðmundssonar um Halldór Laxness sem sýnd var í Sjónvarpinu 1998. Þessi stutta útgáfa hefur ekki verið sýnd hér á landi áð- ur. Hinsvegar er sjónvarpsmynd sem gerð var í Moskvu 1982 í tilefni af áttræðisafmæli Halldórs og sýnd í sjón- varpi þar. Myndin sýnir viðhorf rússneskra mennta- manna til Halldórs með skemmtilegum hætti, en hún hefur aldrei verið sýnd hérlendis. Myndirnar verða sýndar báða ráðstefnudagana, á laugardaginn kl. 17.00 en á sunnudaginn kl. 18.00. Einn- ig verða myndirnar sýndar kl. 14.00 föstudaginn 19. apríl, en sýningin í MÍR er opin virka daga frá 14.00– 16.00. Halldór Laxness og Sovétríkin ÞRIÐJUDAGINN 23. apríl næst- komandi, á hundrað ára afmælisdegi Halldórs Laxness, stendur Reykja- víkurakademían fyrir maraþonupp- lestri úr verkum skáldsins með til- styrk Hagþenkis. Lesið verður óslitið úr verkum Laxness frá kl. 10 um morguninn og fram á kvöld. Reykjavíkurakademían er til húsa á 3. hæð JL-hússins, Hringbraut 121 og býður almenningi að koma og lesa sína uppáhaldskafla úr verkum Lax- ness. Einnig er boðið upp á kaffi og hnallþórusneið í tilefni afmælisins. Kl. 10, 12, 15, 17 og 20 munu ætt- ingjar skáldsins, rithöfundar, leikar- ar og aðrir velunnarar skáldsins lesa valda kafla, en vonast er eftir virkri þátttöku almennings og eru allir vel- komnir til að lesa og hlýða á upp- lestur allan daginn. Félagar úr Reykjavíkurakademíunni munu bjóða upp á heimabakaðar hnallþór- ur en einnig munu ýmis bakarí á höf- uðborgarsvæðinu styrkja framtakið með tertum. Reykjavíkurakademían, 23. apríl Maraþon-upplestur úr verkum Laxness SAMTÖK um leikminjasafn standa fyrir tónlistar- og upplestrardag- skrá úr verkum Halldórs Laxness laugardagskvöldið 20. apríl í sam- vinnu við Hugvísindastofnun. Dag- skráin verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst kl. 19.30. Henni stjórnar tónlistarmaðurinn Jónas Þórir en hann gegnir einmitt embætti sem Halldór hafði um tíma með höndum á yngri árum: Hann er organisti í Lágafellskirkju. Tónlistarfólk sem vinnur með Jónasi Þóri hefur undanfarna mán- uði verið að undirbúa flutning verka tengdum Halldóri og hluta af af- rakstri þess starfs geta gestir og gangandi fengið að hlýða á í Ráð- húsinu. Tenórsöngvarinn Jóhann Frið- geir Valdimarsson kemur fram með Jónasi og fleira þekkt tónlistarfólk. Samtök um leikminjasafn standa um þessar mundir fyrir sýningu í Iðnó um leikhúsverk Halldórs Laxness sem ber yfirskriftina Laxness og leikhúsið. Gestir í Ráðhúsinu á laug- ardagskvöld geta slegið tvær flugur í einu höggi og skoðað sýninguna á undan eða eftir dagskránni. Laxness og leiklistin Halldóri Laxness fagnað að lokinni sýningu á einu leikrita hans. Föstudagur 19. apríl 2002 16.30–17.30 Setning ráðstefnunnar Magnús Magnússon flytur setning- arræðu þingsins. Magnús kallar er- indi sitt The Fish can sing: Laxness in English Translation. Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýð- andi, og Ólafur Ragnarsson útgefandi flytja einnig erindi við setningu þings- ins. Laugardagur 20. apríl 2002 9.30–10.30 Kvika í hrosshófi – Skáld og samfélag Úlfar Bragason: Sveitaómenningin í skugga skáldsins frá Laxnesi. Jón Karl Helgason: Hver á Halldór Laxness? Pétur Már Ólafsson: Platsaungvari hólfélagsins – Garðar Hólm verður til. Kaffihlé 11.00–12.15 Yfirdímensjóneruð ör- lög – Samtöl við skáldsögur Halldór Guðmundsson: „Einsog þráin sem ég bar“ – Um ástina í verkum Halldórs Laxness. Bergljót S. Kristjánsdóttir: Tunga, samfélag, menning. Um málið á Gerplu. Torfi Tulinius: Búkolla, Bjartur og blómin. Um þjóðtrú, myndmál og list skáldsögunnar í Sjálfstæðu fólki. Friðrik Rafnsson: Jarmomil og Ljós- víkingurinn: Ímynd ljóðskáldsins hjá Laxness og Kundera. Hádegishlé 13.30–14.30 Völvan með töfrasprot- ann – Leikrit og leikhús Hávar Sigurjónsson: Frá Stromp- leiknum til Kristnihaldsins. Kristín Jóhannesdóttir: Um Stromp- leikinn. Bjarni Jónsson: Gengið yfir lík. Um ástríðufullar og dramatískar persón- ur í skáldsögunni Barn náttúrunnar og tilraun til þess að breyta henni í leikgerð fyrir útvarp. Kaffihlé 15.00–16.00 „Að gánga á mála hjá lyginni“ – Laxness á nýrri öld Sigurbjörg Þrastardóttir: Chaplin í krosshliðinu. Andri Snær Magnason: Lengstur skuggi í kvöldsól. Auður Jónsdóttir: Fáðu þér fjall- gönguskó! – Ranghugmyndin um að íslenskir höfundar skrifi í skugga „fjallsins“ Halldórs Laxness. Sunnudagur 21. apríl 2002 9.30–10.30 „Samvirk framníng þjóð- reisnar“ – Pólitískar skoðanir Jón Ólafsson: Laxness í Sovétríkjun- um. Hin pólitíska ferðabók, nokkur samtímaverk. Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Myrkur heimsins. Morten Thing: Laxness og danskir kommúnistar: Nexø, Gelsted, Kirk og Heinesen. Kaffihlé 11.00–12.15 „Hvor í annars draumi“ – Samband bóka og bóka – höfundar og höfundar Helga Kress: „Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar.“ Halldór Lax- ness og Torfhildur Hólm. Hjörtur Pálsson: Er Vikivaki Gunnars Gunnarssonar og Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness hliðstæð- ar táknsögur? Soffía Auður Birgisdóttir: Skálduð ungsjálf. Sjálfsmyndir Laxness og Þórbergs í skáldævisögulegum verk- um þeirra. Lars Lönnroth: Laxness revolterade mot sagatraditionen. Hádegishlé 13.30–14.30 Glæpur og dygð – Sið- ferði Vésteinn Ólason: „Undur mikið hversu mart þú kant ljúga“ – Lygi og sannleikur í verkum Halldórs Lax- ness. Dagný Kristjánsdóttir: Að missa og finna aftur sína Paradís. Ármann Jakobsson: Nietzsche í Grjótaþorpinu: Siðferði manns og heims í Atómstöðinni. Kaffihlé 15.00–16.00 „Ekkert orð er skrípi“ – Mál og stíll Guðrún Kvaran: Orðaforðinn í skáld- verkum Halldórs Laxness. Þorleifur Hauksson: Að hugsa í öðrum myndum. Helena Kadeckova: Að þýða Laxness. Laxnessþing Dagskrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.