Morgunblaðið - 27.04.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 27.04.2002, Síða 1
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÍSLENDINGAR Í ÚRSLITALEIKJUM EVRÓPUMÓTANNA / C4 FRAKKINN Joel Abati og Þjóðverjinn Steffan Stiebler, fyrirliði handknattleiksliðs Magde- burg, áttu báðir afmæli á fimmtudaginn, sum- ardaginn fyrsta, sem Þjóðverjar halda raunar ekki hátíðlegan enda sumarið löngu komið þar á bæ. Abati varð 32 ára og fyrirliðinn 31 árs. Til siðs er að afmælisbörnin komi með bjórkassa á æfingu á afmælisdaginn sinn og á því varð eng- in breyting á fimmtudaginn, en Abati, sem smakkar ekki áfenga drykki, sagðist ekki hafa viljað breyta út af venjunni og fékk sér einn sopa. „Það var alveg nóg fyrir mig, síðan borð- aði ég góðan mat með vinum mínum á heimili mínu um kvöldið,“ sagði Abati. Hann og Stiebl- er voru sammála um að halda sameiginlega upp á daginn í Börderlandhallen í dag, með meira en þriggja marka sigri á Fotex Veszprém og þar með Evrópumeistaratitilinum. Afmælisveisla í Magdeburg Við erum alls ekki hættir fyrstvið erum komnir þetta langt og nú er bara að vinna úrslitaleik- ina. Annað kemur ekki til greina,“ sagði hinn sigursæli þjálfari KA. Hann var einstaklega ánægður með strákana sína í þess- um leik. „Við vorum í þeirri stöðu að við urðum að vinna þennan leik. Haukar eru ekki vanir að láta taka sig í bólinu tvisvar í röð á heima- velli og því var ekki um annað að ræða en taka á öllu núna. Ég er sérlega stoltur af strákunum fyrir það að hafa aldrei bilað á taugum. Þeir voru alltaf jafn yfirvegaðir, hvort sem þeir voru tveimur mörk- um undir eða fjórum mörkum yfir. Það gildir að halda haus í leikjum sem þessum og þeir notuðu kollinn svo sannarlega,“ sagði Atli og hrósaði liðsheildinni og baráttunni í liðinu frá upphafi til enda. Veturinn nánast ónýtur Einar Örn Jónsson, hornamað- urinn snjalli í liði Hauka, sagði að tapið hefði verið gríðarlegt áfall fyrir liðið. „Já, veturinn er nánast ónýtur. Við lögðum náttúrulega upp með það að vinna heimaleikina okkar og það má segja að seinni hálfleikur í leiknum á miðvikudag- inn hafi gert útslagið. Á þeim 30 mínútum eyðilögðum við fyrir okk- ur alla 30 leikina í vetur.“ Hann sagði að þótt Haukar hefðu sigrað örugglega í deildinni hefði sá titill aðeins verið áfangi því Íslands- meistaratitillinn hefði verið mark- miðið og um hann hefði öll vinnan snúist. Einar Örn sagði að Haukar myndu nú örugglega fara vel yfir það sem hefði farið úrskeiðis. „KA-menn eru vel að sigrinum komnir. Þeir léku mjög vel í seinni hálfleik á Ásvöllum og svo í þess- um leik. Þótt það sé sárt að tapa verðum við að taka því eins og íþrótta- menn og óska KA-mönnum til hamingju með að vera komnir í úr- slit,“ sagði Einar Örn Jónsson. „Við erum alls ekki hættir“ KA gerði sér lítið fyrir og sló Íslands- og bikarmeistara Hauka út í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í gærkvöld. KA vann þá annan leik liðanna, 27:26, og einvígið því 2:0. Fráfarandi þjálfari KA, Atli Hilmarsson, var í skýjunum í leikslok, umvafinn glaðbeittum stuðningsmönnum. Hann jánkaði því að úr því KA-liðið væri komið alla leið í úrslit kæmi ekki annað til greina en að hætta með reisn og skila titli í hús. Morgunblaðið/Rúnar Þór Mikill fögnuður braust út í KA-heimilinu í leikslok í gærkvöld þegar í ljós kom að heimamenn höfðu slegið Íslands- og bikarmeistara Hauka út og voru komnir í úrslit Íslandsmótsins. Spurður um hvað lið hans þyrftihelst að gera til að ná að sigra, sagði hann: „Við þurfum að stöðva [Ólaf] Stefánsson og Perunicic. Þeir fengu allt of mikinn frið í leiknum í Ung- verjalandi. Raunar var farið mun meira út á móti Stefánssyni en hann er gríðarlega útsjónarsamur og skemmtilegur leikmaður, sem sá við öllu sem við gerðum. Þó svo hann hafi gert sex af níu mörkum sínum af vítalínunni ber að hafa í huga að flest vítaköstin komu eftir st́rbrotn- ar línusendingar hans. Ef okkur tekst að þétta vörnina hjá okkur og fá um leið fleiri hraða- upphlaup tel ég möguleika okkar á að sigra í keppninni nokkra, svona helmingslíkur,“ sagði Zovko. Skrekkurinn úr mönnum Zlatko Saracevic, hin fertuga skytta ungverska liðsins, var nokk- uð bjartsýnn á leikinn. „Fyrri leik- urinn var fyrsti „stóri“ leikurinn hjá mörgum í okkar liði og það sást – menn voru mjög taugaveiklaðir. Nú er það búið þannig að menn ættu að geta leikið eðlilega hér í Magdeburg. Skrekkurinn er úr mönnum og ég er eiginlega sannfærður um að við töpum ekki með þriggja marka mun. Ef það tekst verðum við Evrópu- meistarar og það er markmiðið með ferð okkar hingað,“ sagði Saracevic, fyrrverandi landsliðsmaður Króatíu og Júgóslavíu, sem hefur oft verið Íslendingum mjög erfiður. Það eru margir sem muna eftir er hann notaði „júgóslavneska bragð- ið“ á Guðmund Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfara í landsleik í Laug- ardalshöllinni um árið – tók um ökkla Guðmundar er hann fór inn úr horni, þannig að hann missti jafn- vægið í loftinu og féll harkalega inn í vítateig. „Það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir félagið og einnig borgina að sigra í Evrópukeppninni. Það vekur aukinn áhuga bæði á íþróttinni sem slíkri og eins á Magdeburg,“ sagði Bernard Klebig, í almannatengsla- deild Magdeburgarliðsins. „Ég held að strákarnir eigi góða möguleika á að vinna upp þennan tveggja marka mun frá því í Ungverjalandi, ég vona það í það minnsta,“ sagði Klebig. Hann sagði að búið væri að skipu- leggja mikil hátíðarhöld ef liðið næði meistaratitlinum. „Þá verður tekið á móti liðinu framan við Ráðhúsið. Þar vorum við með fögnuð í fyrra þegar liðið varð Þýskalandsmeistari.“ Verðum að stöðva Stefánsson ZDRAVKO Zovko, hinn króatíski þjálfari Fotex Veszprém, sagði skömmu fyrir æfingu í gær að úrslitaleikurinn við Magdeburg í Meistaradeild Evrópu, sem fer fram í Magdeburg í dag, legðist ágætlega í sig og sína menn. „Við spiluðum ekkert sérstaklega vel í fyrri leiknum og teljum okkur eiga þó nokkuð inni fyrir síðari leik- inn. Leikur okkar heima var einhverra hluta vegna mun hægari en venjulega og í sókninni skorti allt hugmyndaflug. Mér þykir líklegt að ég noti Jozef Eles, en ég notaði hann ekkert í fyrri leiknum. Hann er klókur leikmaður, en því miður ekki mikill varnarmaður frekar en Saracevic og ég vildi helst ekki skipta of mörgum leikmönnum á milli sóknar og varnar,“ sagði Zovko við Morgunblaðið. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Magdeburg Þjálfari ungverska liðsins Veszprém Stefán Sæmundsson skrifar 2002  LAUGARDAGUR 27. APRÍL BLAÐ C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.