Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 2

Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 2
ÍÞRÓTTIR 2 C LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Möskvamótið Opið golfmót í Grindavík sunnudaginn 28. apríl kl. 8.00. Punktakeppni 3/4 forgjöf. Skráning í síma 426 8720 á daginn og 426 7972 á kvöldin. Glæsileg verðlaun. Nándarverðlaun. Þátttökugjald kr. 2.000. Golfklúbbur Grindavíkur ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrslitakeppni kvenna, Esso-deildin, fjórði leikur í úrslitum: Ásgarður: Stjarnan - Haukar ..........16.15  Staðan er 2:1 fyrir Stjörnuna, sem nægir sigur til að verða Íslandsmeistari. Ef til fimmta leiks, oddaleiks, kemur, verður hann á Ásvöllum á mánudag kl. 20.15. KNATTSPYRNA Laugardagur: Deildabikarkeppni karla, neðri deild: Garðskagavöllur: HK - Víðir.................14 Hvolsvöllur: Selfoss - KFS ...................14 Ásvellir: Reynir S. - Afturelding14 Deildabikarkeppni kvenna: Laugardalur: Þróttur R. - Valur ..........12 Laugardalur: Stjarnan - ÍBV ...............14 Laugardalur: Grindavík - KR...............16 Kópav.höll: Þór/KA/KS - Breiðabl .......16 Sunnudagur: Deildabikarkeppni karla, neðri deild: Siglufjörður: KS - Tindastóll ................14 Neskaups.: Fjarðabyggð - Leiknir F...14 Ásvellir: Fjölnir - Sindri .......................16 Ásvellir: Njarðvík - Skallagrímur ........18 Deildabikarkeppni kvenna: Ásvellir: ÍBV - RKV ..............................12 Ásvellir: Haukar - Þór/KA/KS .............14 Mánudagur: Reykjavíkurmót karla: Laugardalur: Léttir - Valur .............18.30 Laugardalur: Leiknir R. - Fylkir ....20.30 Egilshöll: Víkingur - ÍR ........................19 Egilshöll: KR - Fram ............................21 GLÍMA Íslandsglíman fer fram í dag, laugardag, í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn- arfirði kl. 13:30. Freyjuglíman hefst strax að lokinni Íslandsglímu eða um kl. 14:30. KRAFTLYFTINGAR Íslandsmótið í kraftlyftingum verður haldið í sýningarsal Bifreiða- og land- búnaðarvéla hf. að Grjóthálsi 1 í dag kl. 14. ÍÞRÓTTAÞING 66. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og á morgun. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, setur þingið kl. 10 í dag. BLAK Sunnudagur: Bikarúrslitaleikur karla: Austurberg: ÍS - Þróttur R. .................15 UM HELGINA HANDKNATTLEIKUR KA – Haukar KA-heimilið, Akureyri, undanúrslit Ís- landsmóts karla, annar leikur, föstudaginn 26. apríl 2002. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 8:7, 8:10, 11:13, 14:13, 14:14, 18:14, 18:17, 22:19, 22:21, 25:22, 27:24, 27:26. Mörk KA: Halldór Sigfússon 7/5, Andrius Stelmokas 5, Heimir Örn Árnason 5, Jó- hann G. Jóhannsson 4, Heiðmar Felixson 2, Jónatan Magnússon 3, Einar Logi Frið- jónsson 1. Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Hauka: Rúnar Sigtryggsson 7, Hall- dór Ingólfsson 6/4, Einar Örn Jónsson 4, Aron Kristjánsson 4, Jón Karl Björnsson 3/1, Vignir Svavarsson 1, Aliaksandr Sham- kuts 1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifs- son. Bærilegir í heild. Áhorfendur: Hátt í 1.000.  KA sigraði, 2:0. Afturelding – Valur 23:29 Varmá, Mosfellsbæ: Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 3:6, 5:10, 7:10, 9:11, 10:12, 10:13, 15:13, 18:14, 18:18, 21:19, 21:21, 22:21, 22:22, 22:28, 23:28, 23:29. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sigurðsson 9/3, Páll Þórólfsson 6, Daði Hafþórsson 3, Magnús Már Þórðarson 2, Valgarð Thor- oddsen 1, Hjörtur Arnarson 1, Níels Reyn- isson 1, Haukur Sigurvinsson 1. Utan vallar: 8 mínútur (Hjörtur Arnarson rautt fyrir brot á lokamínútum venjulegs leiktíma). Mörk Vals: Markús Máni Michaelsson 10/2, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Sigfús Sig- urðsson 6, Bjarki Sigurðsson 4, Freyr Brynjarsson 2, Ásbjörn Stefánsson 1. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, stóðu vaktina með prýði. Áhorfendur: Um 700.  Valur sigraði, 2:0. Þýskaland Wetzlar – Hameln ................................ 26:23  Hameln er fallið í 2. deild. KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni KSÍ NEÐRI DEILD KARLA, A-RIÐILL: ÍR – Leiknir R. ......................................... 0:0  ÍR tryggði sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Þetta var fyrsti mótsleikurinn í hinni nýju Egilshöll í Grafarvogi. Staðan: ÍR 5 4 1 0 16:2 13 Leiknir R. 5 3 2 0 16:2 11 HK 4 2 1 1 8:5 7 Víðir 4 1 0 3 3:9 3 Leiknir F. 4 1 0 3 8:21 3 Fjarðabyggð 4 0 0 4 5:17 0 NEÐRI DEILD KARLA, C-RIÐILL: Haukar – Léttir........................................ 1:2 Birgir Rafn Birgisson – Þórir Örn Ingólfs- son 2.  Afturelding er komin í undanúrslit með þessum úrslitum, ásamt ÍR. Í dag geta Njarðvík og Tindastóll náð hinum tveimur sætunum; ef öðru mistekst að sigra fer Leiknir R. áfram ásamt hinu. Staðan: Afturelding 4 4 0 0 16:5 12 Haukar 5 3 0 2 14:6 9 Léttir 5 3 0 2 15:13 9 Reynir S. 4 1 1 2 15:12 4 Selfoss 4 1 1 2 7:10 4 KFS 4 0 0 4 6:27 0 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni NBA Austurdeild: Boston – Philadelphia ...........................93:85  Boston er yfir 2:0. Vesturdeild: LA Lakers – Portland.........................103:96  LA Lakers er yfir 2:0. Reynir Þór Reynisson, Aftureld- ingu, 17, (þar af 9 skot, sem knött- urinn fór aftur til mótherja). 8 (3) langskot, 5 (4) af línu, 2 (1) úr horni, 2 (1) hraðaupphlaup. Roland Eradze, Val, 21, (þar af 10 skot, sem knötturinn fór aftur til mótherja). 11 (5) langskot, 3 (3) af línu, 3 (0) úr horni, 1 (1) eftir gegn- umbrot, 3 (1) hraðaupphlaup. Egidijus Petkevicius, KA, 15/1 (7 þar sem boltinn hrökk aftur til mót- herja); 6 (2) langskot, 4 (3) eftir gegnumbrot, 2 (1) úr hraðaupp- hlaupi, 1 úr horni, 1 (1) af línu, 1 víti. Bjarni Frostason, Haukum, 12 (6 til mótherja); 6 (1) langskot, 1 (1) eft- ir gegnumbrot, 1 (1) úr hraðaupp- hlaupi, 1 úr horni, 3 (3) af línu. Magnús Sigmundsson, Haukum, 4 (2 til mótherja); 3 (1) langskot, 1 (1) eftir gegnumbrot. Þannig vörðu þeir Aðeins eitt mark skildi liðin að ílokin en segja má að KA hafi lagt grunn að sigrinum með góðum leikkafla í upphafi síðari hálfleiks. Þá náðu þeir fjögurra marka forystu sem Haukunum tókst aldrei að vinna upp. Fjórum sinnum minnkuðu Íslandsmeistararnir mun- inn í eitt mark og á lokasekúndunum fengu þeir færi til að jafna en Egid- ius Petkevicius markvörður KA kom í veg fyrir það. Liðið sem allir spáðu að myndi verja titil sinn var úr leik og KA-strákarnir sem töpuðu ein- mitt í úrslitunum í fyrra náðu fram hefndum með einstakri baráttu og dugnaði. Þeir leika við Val í úrslitum þetta árið og rifjar það upp góða stemmningu frá 1995 og 1996 en sömu lið áttust einmitt við þau ár og hafði Valur betur í bæði skiptin. Hvort langræknir KA-menn ná fram hefndum nú verður að koma í ljós en víst er að í þeirri rimmu verður ekk- ert gefið eftir. Leikur KA og Hauka byrjaði ein- staklega vel og bæði lið buðu upp á glimrandi handbolta. Sóknir voru hraðar og vel útfærðar. KA-menn höfðu frumkvæðið á þessum kafla og héldu því fram í miðjan hálfleikinn. Haukar komust þá í tveggja marka forystu 8:10 og virtust ætla að sigla lengra fram úr. Þétt 6-0 vörn þeirra olli heimamönnum vandræðum og Bjarni Frostason varði nokkur skot. KA-mönnum tókst að laga hjá sér sóknarleikinn og með harðfylgi jöfn- uðu þeir 11:11. Upp fá því tók við æsilegur kafli og ævintýralegur fyrir heimamenn sem léku manni færri sex mínútur í röð. Haukarnir nýttu sér það og náðu tveggja marka for- ystu á ný, 11:13. Manni færri gerðu KA-menn hið ómögulega og skoruðu þrjú næstu mörk. Haukarnir skor- uðu síðasta mark hálfleiksins og staðan jöfn 14:14. Á fimm mínútna kafla í byrjun síð- ari hálfleiks skoruðu KA-menn fjög- ur mörk gegn engu. Staðan orðin 18:14 en þá hrukku Haukar aftur í gang. Þeir minnkuðu muninn strax í eitt mark en komust ekki nær. KA svaraði með tveimur mörkum og næstu mínútur voru Haukum erfið- ar. KA náði þriggja marka forystu á ný með tveimur mörkum frá Jónatan Magnússyni. Aron og Rúnar svöruðu fyrir Haukana og þeir áttu svo mögu- leika á að jafna leikinn en Ásgeir Örn Hallgrímsson þrumaði boltanum í stöngina er þeir reyndu sirkusmark. KA refsaði Haukunum með marki og í næstu sókn Hafnfirðinga skaut Jón Karl Björnsson yfir úr vítakasti. KA átti síðan skot sem Magnús Sig- mundsson varði en Jóhann Gunnar Jóhannsson hirti boltann umkringd- ur Haukamönnum og hnoðaði honum í markið af miklu harðfylgi. Staðan 24:21 og níu mínútur eftir. Liðin skiptust nú á að skora. Staða KA var mjög vænleg 27:24 og rúmar þrjár mínútur eftir. Þeir misstu annan mann útaf og Haukarnir minnkuðu muninn í eitt mark. Fyrst skoraði Aron eftir glæsilegt gegnumbrot og Einar Örn skoraði svo auðvelt mark úr horninu. Staðan var nú 27:26, KA- menn manni færri og tæpar tvær mínútur eftir. Haukar fengu boltann hálfri mínútu fyrir leikslok en vörn KA hélt velli. Haukar fengu auka- kast þegar fimm sekúndur lifðu. Þeir settu upp kerfi sem endaði með góðu skoti frá Aroni. Því miður fyrir hann þá varði Petkevicius og þakið hrein- lega rifnaði af KA-heimilinu. Það var einstök barátta og trú norðanpiltanna sem skilaði þeim þessum sigri. Þeir léku góðan varn- arleik, voru mjög hreyfanlegir og fóru illa með Shamkutsk inni á lín- unni. Sóknarleikurinn var hraður og þrátt fyrir stöku mistök bar hann ágætis árangur. Hornamennirnir sáust lítið enda sótti KA mest inn á miðja Haukavörnina. Heimir Örn var öflugur og skoraði glæsileg mörk. Stelmokas var í mjög strangri gæslu allan tímann en þegar hann fékk boltann var ekki að sökum að spyrja. Aðrir voru minna áberandi en skiluðu sínu. Haukarnir voru alltaf líklegir til að komast yfir en herslumuninn vant- aði. Bjarni og Magnús í markinu vörðu ágætlega og vörnin var sterk á köflum. Aron var mest áberandi í sókninni og Rúnar skilaði sínum mörkum. Hinn frábæri línumaður Shamkuts átti erfitt uppdráttar enda nánast í gjörgæslu hjá KA-vörninni. Aðrir hafa oft átt betri dag en stund- um er sagt að enginn spili betur en andstæðingurinn leyfi og það átti svo sannarlega við í þessum leik. KA felldi meistarana á Akureyri KA-menn eru komnir í úrslit Íslandsmótsins í handknattleik karla annað árið í röð. Þeim tókst hið óvænta í gærkvöldi; að leggja sjálfa Íslands- og bikarmeistara Haukanna að velli á Akureyri, 27:26, í leik sem var í senn bráðfjörugur og hörkuspennandi. KA vann þar með einvígið, 2:0, og tveggja ára einveldi Haukanna í íslenskum hand- knattleik er þar með lokið. Nú verða það Valur og KA sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í ár, rétt eins og árin 1995 og 1996.                                ! "! #     $#             Einar Sigtryggsson skrifar Undanúrslit í Egilshöll BÁÐIR undanúrslitaleikirnir í deildabikarkeppni karla í knattspyrnu verða leiknir í hinni nýju Egilshöll í Graf- arvogi. FH og Breiðablik leika þar fimmtudagskvöldið 2. maí og ÍA og Fylkir mætast þar föstudagskvöldið 3. maí. Þá hefur úrslitaleikur keppn- innar verið settur á í Egilshöll þriðjudagskvöldið 7. maí. JÖRUNDUR Áki Sveinsson, landsliðs- þjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur val- ið 16 manna hóp fyrir vináttulandsleik gegn Svíum sem fram fer í Gautaborg 4. maí. Flestir leikmanna liðsins koma úr KR, sjö talsins, en einn nýliði er í hópn- um, Elín Anna Steinarsdóttir úr Breiða- bliki. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Þóra Björg Helgadóttir, KR (17), María B. Ágústsdóttir, Stjörn- unni (1). Aðrir leikmenn: Elín Anna Stein- arsdóttir, Breiðabliki (0), Eva Sóley Guð- björnsdóttir, Breiðabliki (3), Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki (46), Guðlaug Jónsdóttir, Bröndby (35), Erla Hendriks- dóttir, FV Köbenhavn (29), Katrín Jóns- dóttir, Kolbotn (42), Ásdís Þorgilsdóttir, KR (8), Ásthildur Helgadóttir, KR (44), Edda Garðarsdóttir, KR (14), Elín Jóna Þorsteinsdóttir, KR (2), Guðrún S. Gunn- arsdóttir, KR (9), Olga Færseth, KR (30), Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Val (26), Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Val (17). Sjö KR-ingar til Svíþjóðar RÚNAR Alexandersson komst í gær í úr slit á Evrópumótinu í fimleikum sem nú stendur yfir í Patras í Grikklandi, bæði í fjölþraut og á bogahesti. Rúnar varð í 13. sæti í fjölþraut með samtals 52,036 stig og er því í hópi 24 bestu sem keppa til úrslita í henni í dag. Efstur í þrautinn varð Dan Potra frá Rúmeníu með 56,261 stig. Rúnar varð í sjötta sæti á bogahesti með 9,550 stig og er því einn af átta sem keppa til úrslita í þeirri grein á morgun. Efstur varð Busnari Alberto frá Ítalíu með 9,675 stig. Rúnar í úrslit BIRGIR Leifur Hafþórsson og Björgvin Sigurbergsson komust báðir áfram eftir tvo keppnisdaga á Tessali Open del Sud- áskorendamótinu í golfi sem nú stendur yfir á Suður-Ítalíu. Þeir hafa báðir leikið á samtals einu höggi yfir pari, 143 högg- um, á tveimur fyrstu dögunum og eru í 31.–44. sæti af 155 keppendum. Alls komust 59 kylfingar áfram, eða þeir sem léku á tveimur höggum yfir pari eða bet- ur. Birgir Leifur lék á einu höggi undir í gær en Björgvin hins vegar á tveimur höggum yfir pari. Birgir og Björg- vin báðir áfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.