Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 C 3  SIGURÐUR Bjarnason skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar í gærkvöld þegar lið hans sigraði Hameln, 26:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Með úrslitunum féll Hameln endan- lega úr deildinni en félagið þarf að fara alla leið niður í áhugamanna- deild vegna fjárhagsörðugleika.  ERLA Hendriksdóttir skoraði fyrsta markið fyrir FV Köbenhavn þegar lið hennar vann góðan sigur á OB, 3:1, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Guðlaug Jónsdóttir var ekki á meðal markaskorara Bröndby sem vann botnliðið Hille- röd, 6:0. Bröndby er í öðru sæti með 42 stig, tveimur stigum á eftir topp- liðinu Fortuna, en FV Köbenhavn er í fimmta sæti með 25 stig.  DAMON Johnson, körfuknatt- leiksmaðurinn snjalli frá Bandaríkj- unum, leikur áfram með úrvalsdeild- arliði Keflavíkur á næsta tímabili. Þetta var haft eftir Hrannari Hólm, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, á vef Víkurfrétta í gær.  JOHNSON sneri aftur til Kefla- víkur fyrir nýlokið tímabil eftir tveggja ára fjarveru. Áður hafði hann spilað með liðinu í tvö ár og eitt ár þar á milli með Skagamönnum.  VIKTOR Kristmannsson stóð sig best af yngri keppendum Íslands á Evrópumótinu í fimleikum í Grikk- landi. Hann varð í 37. sæti af 133 keppendum í fjölþraut með 43,874 stig en hann var sá eini sem keppti á öllum áhöldum.  DEIGLAN, nýja knattspyrnu- félagið í Reykjavík sem sendir lið í 3. deildina í fyrsta skipti í sumar, fékk mikinn liðsstyrk í gær. Alexander Högnason, fyrrum fyrirliði ÍA, sem lék með Fylki í fyrra, er genginn til liðs við Deigluna ásamt Sævari Pét- urssyni, fyrrum leikmanni Breiða- bliks, Fram og Vals.  DEIGLAN hafði áður fengið Bjarka Gunnlaugsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumann, í sínar raðir þannig að útlit er fyrir að liðið mæti sterkt til leiks í sumar.  GORAN Lukic, knattspyrnumað- ur frá Júgóslavíu, sem hefur leikið með Grindavík tvö undanfarin ár, er hættur með Suðurnesjaliðinu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Haukar, Njarðvík og Fjölnir öll sett sig í samband við Lukic, sem hefur spilað alla leiki Grindavíkur í úrvalsdeildinni tvö undanfarin ár.  GRINDVÍKINGAR hafa tekið í notkun nýtt grassvæði við Ísólfs- skála, sjö kílómetra austan við bæ- inn. Þeir léku þar við Stjörnuna í fyrradag og mæta ÍBV þar í dag.  SKAGAMENN komust ekki til Færeyja til leiks gegn B36 í gær þar sem ekki var flugfært, en liðin áttu að leika í dag í meistarakeppni Ís- lands og Færeyja. Leiknum hefur verið frestað til morguns.  BJARNI Guðjónsson hefur jafnað sig af meiðslum og getur leikið með Stoke gegn Cardiff á morgun en lið- in leika þá fyrri undanúrslitaleik sinn í keppninni um sæti í ensku 1. deildinni. Peter Hoekstra leikur ekki með Stoke vegna meiðsla og Arnar Gunnlaugsson tekur út síð- asta leikinn í þriggja leikja banni.  BRENTFORD, lið Ívars Ingimars- sonar og Ólafs Gottskálkssonar, leikur við Huddersfield á útivelli í sömu úrslitakeppni á morgun. FÓLK Geir sagðist hafa brýnt það mjögfyrir sínum mönnum fyrir leik- inn að varnarleikurinn skipti höfuð- máli, það lið sem léki betri vörn ynni. „Við náðum að halda af aftur af sóknarmönn- um Aftureldingar og niðurstaðan var sú að þeir skoruðu 23 mörk á 70 mínútum. Hitt atriðið er það að kunna að hafa forystu, halda frumkvæði, það er eitthvað sem drengirnir eiga eftir að læra, en við megum ekki gleyma því að meðalald- ur sóknarmanna minna er í kringum tuttugu ár, þannig að það er ekki nema aðlilegt að þeir eigi enn sitt- hvað eftir ólært. Þeir hafa staðið sig frábærlega til þessa og ég vona svo sannarlega að þeir haldi því áfram.“ Geir sagði að enginn ótti hefði gert vart við sig í sínu brjósti þegar Aftur- elding náði fjögurra marka forskoti í fyrri hluta síðari hálfleiks. „Þegar fimmtán mínútur eru eftir þá er fjögurra marka forskot ekki svo mikið ef rétt er haldið á spöð- unum og hafi menn vilja til þess að koma sér inn í leikinn á ný. Ég hélt áfram að minna menn á að nægur tími væri til stefnu, málið væri að halda einbeitingu og það tókst. Þetta var bara spurning um hugarfar.“ Geir sagðist hlakka til úrslita- keppninnar við KA. Þarna yrði um að ræða harðar rimmur tveggja liða sem væru nær eingöngu skipuð ung- um leikmönnum. „Síðan er ég skyndilega kominn með heimaleikja- rétt sem er jákvætt ef rétt er haldið á spöðunum. Hins vegar hefur það komið í ljós í úrslitakeppninni að heimaleikjarétturinn er ef til vill ekki eins sterkt vopn og áður. KA-liðið er virkilega skemmtileg- ur andstæðingur sem mjög skemmti- legt verður að fást við.“ Má kannski segja að sú staðreynd að Valur og KA mætast í úrslitum sé sigur æskunnar? „Ef ég er undanskilimn þá má ef til vill segja það. Við erum að minnsta kosti komnir svo langt sem raun ber vitni um á vilja og leikgleði. Nú mætast tvö ung lið sem eiga eftir að heyja skemmtilegt einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Við erum ósigraðir til þessa í úrslitakeppninni og förum í næstu leiki til að vinna,“ sagði Geir Sveinsson. Fórum illa að ráði okkar „Það er ljóst að þegar við vorum fjórum mörkum yfir, 18:14, þá fórum við afar illa að ráði okkar, vorum manni fleiri á vellinum í tvígang og létum þá „stela“ af okkur knettinum, áður en við vissum af var staðan orð- in jöfn. Þarna áttum við möguleika á að auka forskotið í stað þess að missa það niður,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Aftureldingar, en sem fyrr var það hann ásamt Reyni Þór Reynissyni markverði sem dró vagninn eins langt og hann komst hjá Mosfellingum. „Það sem einnig brást var að þeg- ar Valsmenn breyttu vörninni á þess- um fyrrgreinda kafla, og tóku mig úr umferð, þá lánaðist okkur ekki að leysa úr stöðunni sem upp kom á þann hátt sem talað var um. Það hafði rækilega verið farið yfir þá stöðu fyrir leik hvað gera skyldi ef Valsmenn breyttu vörninni á þennan hátt. Skotin voru slök og oft ekki úr góðum færum, því fór sem fór. Við sýndum góðan leik á köflum í leiknum en á síðustu fimm mínútun- um þá létum við taka okkur algjör- lega í bólinu, þá færðum við Vals- mönnum sigurinn á silfurfati og slíkt tækifæri létu þeir sér ekki úr greip- um ganga,“ sagði Bjarki. Sigurvilji sveif yfir vötnum „ÞEGAR við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna þurfti ég ekki margt að segja við strákana, ég skynjaði hvernig andrúmsloftið var. Það sveif sigurvilji yfir vötnum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Aftureldingu á Varmá í gærkvöldi. „Ég nefndi aðeins það helsta og síðan biðum við þess að flautað væri til leiks á ný, menn hungraði í sigur. Þess vegna komu úrslitin mér ekki á óvart.“ Eftir Ívar Benediktsson Eins og áður segir urðu kaflaskil íleiknum í síðari hálfleik fram- lengingarinnar en staðan eftir fyrri hálfleikinn var jöfn, 22:21, en eftir venju- legan leiktíma, 21:21. Snorri Steinn Guðjónsson, fyrirliði Valsmanna, kom Val í 23:22 eftir hálfrar mínútu leik í síðari hálfleik framlengingarinnar. Mosfellingar misnotuðu sína fyrstu sókn og í kjöl- farið fékk Páll Þórólfsson tveggja mínútna brottvísun og reyndist hún heimamönnum mjög afdrifarík því Valsmenn skoruðu fimm mörk í röð og þar með voru úrslitin ráðin. Valur var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik sem einkenndist af góðum varnarleik og snjöllum tilþrifum markvarðanna. Valsvörnin var þó öllu betri með Geir Sveinsson, Sigfús Sigurðsson og Markús Mána í lyk- ilstöðum. Mosfellingum gekk afar illa að finna smugur á varnarmúrn- um og það var ekki fyrr en Bjarki Sigurðsson, leikmaður og þjálfari Aftureldingar, skipti sér inn á eftir 13 mínútna leik sem Mosfellingar náðu betri tökum á sóknarleik sín- um. Valsmenn virtust á tíma vera að stinga af. Þeir komust í 10:5 en Bjarki náði að halda lífi í sínum mönnum. Hann skoraði fimm mörk Mosfellinga í röð og Afturelding náði ágætum lokakafla í fyrri hálfleik þegar liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk rétt fyrir leikhlé. Afturelding breytti vörn sinni í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik léku Mosfellingar lengst af 6:0 vörn en í síðari hálfleik kom Þorkell Guð- brandsson inn í vörnina og Páll Þór- ólfsson klippti á Snorra líkt og liðið gerði með góðum árangri undir lok fyrri leiksins á Hlíðarenda. Mikill kraftur hljóp í liðsmenn Afturelding- ar með breytingunni. Vörnin var mjög hreyfanleg og Valsmenn áttu í stökustu vandræðum í sókninni.Val- ur skoraði fyrsta markið í síðari hálf- leik en þá kom frábær leikkafli Aft- ureldingar sem skoraði 5 mörk í röð og þegar munurinn var orðinn fjögur mörk, 18:14, og 14 mín. eftir tóku Valsmenn leikhlé og réðu ráðum sín- um- enda aðeins búnir að skora þrjú mörk á 17 mínútum í þrettán upp- hlaupum. Þeir tóku til bragðs að setja mann til höfuðs Bjarka og það var eins og við manninn mælt. Sókn- arleikur Mosfellinga fór úr skorðum og Valsmenn gengu á lagið. Þeir jöfnuðu metin í 18:18 og þær tíu mín. sem eftir lifði voru æsispennandi. Afturelding virtist á góðri leið með að knýja fram sigur en liðið náði tveggja marka forskoti, 21:19, 5 mín. fyrir leikslok en með seiglu tókst Val að jafna og var þar að verki Markús Máni með tveimur mörkum. Minnstu munaði að Valur tryggði sér sigur. Einum manni fleiri, eftir að Hirti Arnarsyni var sýnt rauða spjaldið fyrir brot, léku Valsmenn yfirvegað og fáeinum sekúndum fyr- ir leikslok stakk Snorri Steinn sér inn á milli tveggja varnamanna en úr góðu færi brást honum bogalistin og framlenging því staðreynd. Aðeins tvö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik framlengingarinnar, Daði Hafþórsson kom Aftureldingu yfir en Sigfús jafnaði metin. Síðari hálfleiknum hefur þegar verið lýst. Valsmenn hreinlega gengu yfir gesti sína sem játu sig sigraða löngu áður en leikurinn var úti enda staða þeirra vonlaus. Valsmenn sýndu í leikjunum við Aftureldingu að þeirra sterkustu vopn er vörn og markvarsla og ef þessir hlutir eru í lagi er efitt að leggja þá að velli. Markús Máni átti stórgóðan leik, bæði í vörn og sókn og þrumuskot hans átti Reynir Þór Reynisson erfitt með að ráða við. Sigfús Sigurðsson og Bjarki Sig- urðsson léku vel, Sigfús átti þó lengi vel erfitt uppdráttar á móti Reyni en hann var feikiduglegur og lykilmað- ur í vörninni ásamt Geir Sveinssyni sem átti sömuleiðis góða innkomu í sóknina. Roland Eradze var eins og oft áður snjall á milli stanganna og Snorri Steinn var drjúgur sínum mönnum í síðari hálfleik framleng- ingarinnar með því að skora fjögur mörk. Bjarki Sigurðsson og Páll Þórólfs- son báru sóknarleik Aftureldingar uppi og á löngum köflum voru þeir þeir einu í liði Mosfellinga sem komu skotum á markið. Daði Hafþórsson var mjög mistækur og ragur og Sverrir Björnsson náði sér ekki á strik en þeir tveir síðastnefndu ollu vonbrigðum á leiktíðinni. Reynir Þór Reynisson var ásamt Bjarka besti leikmaður Mosfellinga og með frammistöðu sinni á tímabilinu hlýt- ur hann að hafa bankað hressilega á dyr landsliðsins. Morgunblaðið/Ómar Freyr Brynjarsson brýst af harðfylgi í gegnum vörn Aftureld- ingar og skorar annað tveggja marka sinna í leiknum á Varmá. Magnaður enda- sprettur Valsara VALSMENN hrósuðu sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ þar sem framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Í síðari hálfleik hennar sprungu Mosfellingar gjörsamlega á limminu. Þeir skoruðu aðeins eitt mark á móti sjö Valsmanna og Hlíðarendaliðið innbyrti öruggan sigur, 29:23, og um leið farseðilinn í úrslitin þar sem það mætir gömlum erkifjendum – KA frá Akureyri. Guðmundur Hilmarsson skrifar             %     %%           % & ! "!  ! #       &  #'  (                       ÍÞRÓTTIR Vormót LEK í Þorlákshöfn sunnudaginn 28. apríl. Karlar 55 ára og eldri - Konur 50 ára og eldri. Punktakeppni með forgjöf. Skráning í síma 483 3913 og 864 6951 LEK mót í Þorlákshöfn - - - - , - í i 1 i ð - m - í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.