Alþýðublaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 5
INNLENT LAN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1972. 2.FL
1
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
i mai s. I. var boðið út 300 miiljón króna spari-
skírteinalán ríkissjóðs. Af þessari útgáfu
eru nú um 200 millj. kr seldar og hefur sala
farið vaxandi á ný að undanförnu.
Ekki verður gefið út meira af þessum flokki
og verður afgangur þréfanna til sölu á
næstunni hjá bönkum, bankaútibúum og
. sparisjóðum um allt land, auk nokkurra
verðbréfasala. Þessi flokkur spariskírteina er
bundinn visitölu byggingarkostnaðar frá
1. júlí þessa árs.
2
Spariskírteinin eru tvímælalaust ein
bezta fjárfestingin, sem völ er á,
þau eru fyrirhafnar- og áhyggjulaus,
skatt- og framtalsfrjáls og eina
verðtryggða sparnaðarformið, sem
í boði er.
3
Sem dæmi um það hve spariskirteinin eru
arðbær fjárfesting skal upplýst, að tíu þúsund
króna skírteini áranna 1965, 1966 og 1967
eru nú innleyst á rúmlega 41 þúsund,
33 þúsund og 29 þúsund, hvert fyrir sig og
hafa því gefið árlegan arð liðlega
22-24 af hundraði.
Innlausnarverð spariskírteina hefur rúmlega
fjórfaldazt frá 1965, en það mun vera talsvert
meira en almenn verðhækkun ibúða i
Reykjavik á sama timabili.
Skírteini: Gefa nú. Arlegur arður.
Frá sept. 1965 kr. 10.000 kr. 41.586 22,6%
Frá sept. 1966 kr. 10.000 — 33.032 22,1%
Frá sept. 1967 kr. 10.000 — 29.428 24,1%
Október 1972.
SEÐLABANKI ISLANDS
0
AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60
0
:di er hljómaveitin Svantríöur.
É Á ptötimni eru 9 frumsamt'n lög.
3. Textar eru eftir fíóbert Áma.
: 4, Upptakan er gerö / stereo, í Majestíc fíecordmg
Studtos, London.
5. Slguröur R. Jónsson aöstoöar á píanó, moog,
fiötu, sitar, flautu og'sög.
6, Útgefandi er Svanfriöur. , .
;
;
SE KONAN SÍÞREYTT MÁ OFT REKIA
ORSðKINA TIL ANDLEGRAR UPPGIAFAR
ms
'Sm
11
m
I
m\
m
m
H
m;
Í
i
S
m,
M
HEILBRIGÐIN
ÞREYTAN
EÐLILEGAR ORSAKIR
Heilsuhraustar manneskjur geta þjáðst
af þreytu, en þá er sú þreyta alltaf
stundarfyrirbæri. Orsakir þreytunnar
geta verið margvíslegar — líkamleg
áreynsla, ónógursvefn, óheppilegt mat-
aræði, eða tilfinningaleg átök — dauði
ástvinar, hjónaskilnaður eða einhver
sundurþykkja milli elskenda, stöðumiss-
ir, efnahagslegt öryggisleysi, kúgun
valdbeiting. En sú þreyta hverfur og
manneskjan nær aftur fullri heilsu að
nokkrum tímum liðnum, en þó því að-
eins að orsök þreytunnar sé úr sögunni.
SJUKLEIKI
En þreytan getur líka verið einkenni
sjúkdóms á byrjunarstigi, blóðleysis,
nýrnaveiki, hjartabilunar, liðagigtar,
alkohólisma, eiturnautnar og krabba-
meins. Þá geturþreytan einnig stafað af
umhverfissjúkdómum — vegna íbúðar-
þrengsla, óheppilegra skilyrða á vinnu-
stað, hávaða eða loftmengunar. Það
gefur auga leið, að þegar slíkar orsakir
hafa hlotið viðeigandi meðhöndlun,
dregur til muna úr þreytunni, ellegar
hún hverfur alveg og viðkomandi nær
aftur fullri heilsu.
»5 ,
tvf&w.
' \v -
,,t>reyta, sljóleiki, eirðarleysi”?
glymur án afláts i auglýsingum i út-
varpi og sjónvarpi — og svo dyggi-
lega hefur verið þannig að þvi unnið
að gróðursetja það i hugsun og til-
finningalifi fólksins, að það hefur
skotið þar djúpt rótum. Og ávöxtur-
inn ereftir þvi. Þegar læknirinn spyr
sjúklinginn um vanliðan hans eða
sjúkleika, verður svarið furðu oft —
einkum ef um konu er að ræða: ,,Ég
er svo þreytt... Algerlega fjörlaus...
Bókstaflega úttauguð...”
Þetta getur að sjálfsögðu verið
eðlileg afleiðing of mikillar vinnu,
eða komið af óheppilegu fæði og þess
háttar. Með öðrum orðum, venjuleg
þreyta. En þar getur einnig verið
annað og alvarlegra á ferðinni. Þeg-
ar læknirinn heyrir. ,,Ég er þreytt-
ur...”, getur hann einnig skilið það
sem hjálparbeiðni undir rós. Fyrir
starf sitt verður hann smám saman
snjall leynilögreglumaður, sem lærir
til hlitar að spyrja, og ráða af svör-
unum fleira og meira en það sem
sagt er.
..Þreyta er einungis einkenni”,
segir dr. Richald N. Kohi, læknis-
fræðilegur forstjóri Payne geð-
sjúkrahælisins i New York, prófess-
or i sálfræði við læknaháskólann i
Cornell. „Likamleg þreyta er
stundarfyrirbæri”, segir hann, ,,það
hverfur eftir hvild og svefn i hófleg-
an tima. Jafnvel sú þreyta, sem
stendur i sambandi við afturbata eft-
ir langvarandi veikindi. Andleg
þreyta eða tilfinningaleg er mun
hættulegri en likamleg”, segir dr.
Kohl”, og getur stafað af innri átök-
um”.
Dr. Elmer Kramer, prófessor i
fæðingalækningum og kvensjúkdóm-
um við New York Hospital, hefur að
sjálfsögðu kynnst mörgum þreytu-
sjúklingum af veikara kyninu.
,,Meginorsök kvenlegrar þreytu”,
segir hann, ,,er þverrandi áhugi á
öllum hlutum, ekkert takmark i
hjónabandinu eða starfinu. Konum á
öllum aldri getur þótt sem lifi þeirra
sé i rauninni ,,lokið” — þrjátiu ára,
hálffertugar, þrjátiu og átta. Æskan
horfin, að þeim finnst, þær fara að
finna fituhnykla hingað og þangað
um likamann, þykjast jafnvel verða
þess varar að eiginmaðurinn sé far-
inn að lita annað. Þær skortir svo allt
fjör og framtak. Stúlkan getur þjáðst
af þreytu ef hún á sér engan vin, ef
henni finnst starfið eða námið leiðin-
legt, og konan ef hjónabandið er ekki
sem skyldi”.
Frá sjónarmiði sálfræðingsins og
geðlæknisins og sérhvers læknis er
það meginatriðið að nema á brott
sjálfa orsök þreytunnar, en það get-
ur verið býsna örðugt að komast fyr-
ir hana. Venjulega kemur það i hlut
heimilislæknisins að spyrja sjúkling-
inn spjörunum úr, athuga sem nán-
ast alla lifnaðarhætti hans, matar-
æði, svefn, starfstilhögun, vin-
neyzlu, hvort hann hafi áður þjáðst
af einhverjum sjúkdómum, gengið
undir uppskurð eða þessháttar. Sið-
an fer fram gagnger skoðun,
gegnumlýsing lungna og brjósthols,
þvaggreining og hjartaritun. Á
stundum getur reynst nauðsynlegt
að véfengja eða afsanna þreytutil-
finningu ,,sjúklingsins”, þvi að
margir sem svo nákvæm skoðun
leiðir i ljós að séu filhraustir á sál og
likama, kvarta samt um stöðuga
þreytu.
,,Þá eru það oft hinar lyffræðilegu
hækjur, sem þarfnast athugunar”
segir dr. Kramer, en svo nefnir hann
allskonar töflur, sem nútimafólk er
orðið háð að meira eða minna leyti —
örfandi töflur, róandi röflur eða
svefntöflur”. Þegar fólk tekur inn
slikar töflur, neytir auk þess áfengis
þá geta skapast samvirk áhrif, sem
við þekkjum enn sáralitið til, og geta
meðal annars verið mjög skaðleg
fyrir hjartað”.
öllum læknum, sem láta sjúkling-
um sinum i té slikar töflur, ber að á-
málga það við þá, að töflurnar eyði.
einungis einkennum þreytunnar, en
ekki orsökum hennar. Og hver sú
manneskja sem telur sig ekki geta
án þess verið að styðjast við slikar
lyffræðilegar hækjur, þarf að ræða
við lækni sinn i fullri einlægni.
Neyzla örfandi lyfja getur til dæmis
haft það i för með sér að likaminn sé
ofreyndur, taugarnar eða heilafrum-
urnar, en sé það athugað i tima,
læknast það yfirleitt fyrir hvild og
svefn.
Og svo er það leiðinn — leiðinn á
umhverfinu, starfinu, samstarfs-
fólkinu, heimilisstörfunum, heimil-
inu, makanum. Ef til vill er þessi
leiði alvarlegasti og algengasti
þreytuvaldurinn. Þó að eiginkonan
hafi fengið öll hugsanleg hjálpartæki
við heimilisstörfin, nær leiðinn samt
sem áður tökum á henni. Ef til vill
fremur en áður. Og það þarf ekki
eiginkonur til. Það er engu likara en
að léttari vinna og auknar tómstund-
ir auki á lifsleiðann meðal almenn-
ings. Hún er skritin, mannskepnan.
Og það er alvarlegt hættumerki,
þegar leiðinn nær svo sterkum tök-
um á viðkomandi karli eða konu, að
þeim finnst að þau geti ekki notið
neins lengur, taka að forðast annað
fólk, taka ekki þátt i neinskonar
mannfagnaði, þjást annað hvort af
svefnleysi eða ofsvefni — vilja helzt
sofa allan daginn — og hafa ekki
neinn áhuga á kynlifi. ,,Fólk, sem
stundar kynmök i rikum mæli, verð-
ur þreytunni siður að bráð en aðrir”,
segir dr. Kohl.
Hvort sem einstaklingurinn er
annars hneigður fyrir kynmök eða
ekki, þá getur leiðinn lagst að þvi, ef
það einangrar sig um of frá gagn-
stæða kyninu, tilneytt eða af innri or-
sökum. Mörgum tekst að losa sig úr
viðjum þessa hættulega þreytuvalds,
leiðans, með þvi að hrista hann af sér
— en öðrum tekst það ekki. Og ef það
tekst ekki, segir dr. Koh., ef þér
finnst þú of þreyttur til að blanda
geði við aðra, fyrir alla muni —
reyndu að gera eitthvaðtil að sigrast
á leiðanum. Breyta til, stunda likam-
lega áreynslu: hvort sem hún er
stunduð sem iþróttir eða ekki, þá er
hún eitthvert öruggasta ráðið gegn
leiðanum, sem við þekkjum. Að
koma blóðinu á hreyfingu, fylla lung-
un hreinu lofti, taka á — það dreifir
ékki einungis huganum, heldur
hressir það og skapið. Annars er öll
tilbreyting fremur til góðs, þegar
leiðinn lætur til sin taka — nýtt um-
Framhald á 7. siðu.
HÚN GETUR VERIÐ FYRSTA AÐVÖRUN UM ALVARLEG VEIKINDI
)
Sunnudagur 29. október 1972
Sunnudagur 29. október 1972
o