Vísir - 03.10.1980, Side 7
«■ t, fi
VÍSIR
Föstudagur 3. október 1980.
lUmsjón:
Gylfi Kristjánsson
Kjartan L. Pálsson'
Þróttur
kom
ðvart
- Þrötlarar unnu
stórsigur á KR er
liöín léku í ís-
landsmötinu I
handknattieik I
gærkvöidl 27:19
Þróttarar komu svo sannarlega
á óvart i gærkvöldi, þegar þeir
unnu stóran sigur yfir KR i Ldeild
Islandsmótsins i handknattleik.
Þróttur sigraöi 27:19, eftir aB
staöan haföi verið 18:9 KR i hag.
KR-ingar voru mun ákveðnari
til aö byrja meö og komust i 4:1
þegar 15 minútur voru af leik, en
Þróttarar hleyptu þeim þó aldrei
langt fram úr. Þegar 10 minútur
voru eftir af fyrri hálfleik, haföi
KR-ingum tekist að jafna metin
6:6 og staöan i hálfleik var 10:9
KR i vil, eins og áöur sagöi.
KR-ingar hófu siöari hálfleik-
inn af miklum krafti og komust i
13:10 en þá loks tóku Þróttarar
við sér.
Þeir söxuöu smátt og smátt á
forskot KR og þegar leikar höföu
veriö 14 minútur af siöari hálf-
leik, var staðan oröin 16:14 Þrótti
i hag. Eftir þetta var allur vindur
úr vesturbæjarliöinu og eftirleik-
urinn var Þrótturum auðveldur
og lokatölur urðu 27:19.
Siguröur Ragnarsson, mark-
vöröur Þróttar, var öörum frem-
ur maðurinn á bak viö þennan
sigur Þróttar og varöi 18 skot.
Hann varöi meistaralega allan
leikinn og þar á meöal tvö vita-
köst. Einnig áttu þeir góöan leik
Páll ölafsson og Sigurður Sveins-
son, en þessir tveir leikmenn
skoruöu lOmörk fyrir Þrótt i gær-
kvöldi. Hvor um sig skoraöi 9
mörk. Þá var ólafur H. Jónsson
traustur eins og fyrri daginn og
stjórnaöi hann spili liðsins eins og
herforingi siöustu minútur leiks-
ins.
Ef liö Þróttar leikur eins og þaö
geröi i gærkvöldi, á þaö eftir aö
ná langt i vetur. Þá veröur ekki
spurt um fallsæti, heldur topp-
sæti.
KR-ingar eru algjört
spurningarmerki i islenskum
handknattleik i dag. A góðum
degi vinna þeir Víking með 11
marka mun, en þess á milli er lið-
iö hvorki fugl né fiskur. Liöið
brotnaöi algerlega um miöjan
siöari hálfleik og leikmenn liðsins
virtust ekki halda haus þegar
blása tók á móti.
Alfreö Gislason var markhæst-
ur KR-inga i gærkvöldi og skoraði
hann 5 mörk. Konráö Jónsson
skoraöi jafn oft.
—SK.
KFK 30 ára
KFK, Knattspyrnufélag Kefla-
vikur, er 30 ára á þessu ári.
Félagið hefur minnst afmælisins
meö leikjum i öllum aldursflokk-
um, og rúsinan i pylsuendanum
veröur hóf, sem félagiö gengst
fyrir i félagsheimilinu Stapa I
kvöld.
Mikiö veröur um dýröir og
meöal annars mun Ómar
Ragnarsson koma fram og
skemmta af sinni alkunnu snilld.
Allir félagar I KFK eru hvattir til
aö mæta og taka meö sér vini og
kunningja.
—SK.
sagöi Jön Pétur Júnsson ettlr að Vikingur hatði sigrað val I islandsmótinu
i handknattleik í gærkvöldl 16:15
„Þaö er af og frá, aö Vikingarn-
ir séu búnir aö vinna Islands-
mótiö. Viö eigum eftir að leika
siöarileikinn gegn þeim og ætlum
okkur svo sannarlega að hefna
ófaranna frá i kvöld,” sagöi Jón
Pétur Jónsson Val, eftir aö
Víkingur haföi unniö Val i 1. deild
íslandsmótsins i handknattleik i
gærkvöldi, 16:15.
„Viö töpuöum þessum leik ein-
faldlega vegna þess aö viö gerð-
um fleiri mistök en Vikingur. Við
misnotuöum tvö vitaköst og átt-
um tvær feilsendingar á dýrmæt-
um augnablikum, sem gáfu
Vikingum mörk. En þessi sigur
Vikinga var sanngjarn aö minu
mati, eftir þvi sem leikurinn
þróaöist,” sagöi Jón Pétur.
Þaö er svo sannarlega hægt aö
taka undir orö Jóns. Vikingar
geröu mun færri skyssur i leikn-
um og þaö gerði gæfumuninn.
Leikurinn var mjög jafn til aö
byrja meö og þegar 10 mlnútur
voru til leikhlés var staðan 4:4.
Staöan var siöan 6:6, þegar
fyrri hálfleik var að ljúka og
Vikingar áttu aöeins eftir að taka
aukakast. Ollum viöstöddum til
mikillar undrunar skoraöi Þor-
bergur Aðalsteinsson glæsilega
úr aukakastinu og þetta mark átti
eftir að reynast Vikingum dýr-
mætt.
Þeir mættu til síðari hálfleiks
Gollmót hjá hand-
holtamönnum
A sunnudaginn, kl. 9 um morg-
uninn, hefst i Grafarholti golfmót
handknattleiksmanna. öllum
þeim, sem vinna viö handknatt-
leikinn, er heimil þátttaka. Er
þar átt viö iökendur dómara,
þjálfara, liösstjóra og jafnvel
blaðamenn. Þeir keppendur, sem
hafa forgjöf, leika 18 holur, en
byrjendur leika 12 holur. Veitt
verða vegleg verölaun i báöum
flokkum.
sem grenjandi ljón, og þegar 17
minútur voru liðnar af siöari hálf-
leik var staöan oröin 13:9 Viking I
vil. En Valsmenn voru ekki á þvi
að gefast upp. Næstu fjögur mörk
voru þeirra og staðan þvi allt i
einu oröin 13:13 og allt á suöu-
punkti.
En Vikingar voru sterkari á
lokasprettinum og sigruöu eins og
áður sagöi, 16:15. Valsmenn
höföu knöttinn sföustu sek. leiks-
ins og gátu jafnaö, en tókst þaö
ekki. Fögnuöur Vikinga var þvi
mikill i leikslok sem von var.
Markveröirnir, Ólafur
Benediktsson hjá Val, og Kristján
Sigmundsson hjá Vikingi voru
bestu menn liöa sinna. Þeir vöröu
mjög vel og eru greinilega i góöu
formi þessa dagana. Páll
Björgvinsson skoraöi mest fyrir
Viking eöa 5 mörk, en Bjarni
Guömundsson var markhæstur
Valsmanna meö 4 mörk.
Leikinn dæmdu þeir óli Olsen
og Karl Jóhannsson og var dóm-
gæsla þeirra góö eins og hún hef-
ur raunar veriö þaö sem af er
mótinu.
—SK.
r
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
—SK. I
Virðulegt og fallegt sófasett
með mjúkum línum
Fáanlegt sem
3-2-1 sæta
Mohair áklæði —
Fjaðrir í sætum
ATH. FRAMLEIÐSLUVERÐ
BÓLSTRUN
KARLS JÓNSSONAR
Langholtsvegi 82 - Reykjavík
Sími 37550