Vísir - 03.10.1980, Síða 8
vism
Föstudagur 3. október 1980.
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Davlö Guðmundsson.
Rltstjórar ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. BlaAamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-'
fússon, Asta Björnsdóttir, Friða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristin Þor-
steinsdóttir, Oskar Magnússon, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur
Guðvinsson. BlaðamaAur á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V.
Andrésson, Einar Pétursson.
útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: SigurAur R. Pétursson.
Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8
simar 86611 og 82260. AfgreiAsla: Stakkhotti 2-4 slmi 86611.
Askriftargjald er kr. SS00 á mánuAi innanlands og verA i lausasölu 300 krónur ein-
takiA. Visir er prentaöur I BlaAaprenti h.f. SiAumúla 14.
FRYSTIIÐNMUR Ofi FISKVERR
Stórfelldur hallarekstur á út-
gerð og fiskvinnslu landsmanna
hefur verið vandamál undan-
farna mánuði. Því miður eygja
menn enga lausn á þeim vanda,
vegna þess að stjórnvöld hafa
einungis ýtt vandanum á undan
sér en ekki leyst hann. Gamla
haldlausa úrræðið, sem veldur
hringiðunni eilifu í efnahagslíf-
inu, gengisfellingin, er hið eina,
sem ráðamönnum kemur til hug-
ar. Reyndar er ekki farið niður á
við með gengið i einu stökki
heldur meðsífelldu sigi, en áhrif
þeirra ráðstafana éta sig upp
jafnt og þétt með visitöluhækk-
unum launa í atvinnulífinu og
öðrum kostnaðarhækkunum.
Samkvæmt nýjum útreikning-
um reiknisérf ræðinga ríkis-
stjórnarinnar er halli útgerðar-
innar nú áætlaður á fjórtánda
milljarð króna á ársgrundvelli,
og hefur hann versnað verulega
frá því sem var um miðbik árs-
ins. Þar er því ekki bjart fram-
undan.
Hjá frystiiðnaðinum er nú á-
ætlað að hallinn á rekstrinum
nemi um 5000 milljónum króna.
Kostnaðurinn eykst stöðugt, en
engar verðhækkanir hafa orðið á
fiskmörkuðum okkar. Gengissig-
ið hefur hvergi nærri nægt til
þess að jafna reikningana.
Við þessar aðstæður reyna
menn að komast að samkomulagi
Hallarekstur hraöfrystihúsanna, birgöasöfnun og sölutregöa, sem ekki viröist tfma-
bundin, valda þvi, aö enginn grundvöllur er fyrir hækkun fiskverös hér á landi.
um nýtt fiskverð. Það gengur
sem vænta má erfiðlega, enda
ekki efni til neinna hækkana á
fiskverðinu við núverandi að-
stæður, jaf nvel þótt sjómenn geri
verulegar kröfur.
Lögum samkvæmt átti nýtt
fiskverð að taka gildi fyrsta
þessa mánaðar, en dráttur hefur
orðið á að ákveða það, og er enn
óvíst, hvenær það mun líta dags-
ins Ijós.
Hvernig sem á málin er litið,
geta menn ekki horft framhjá
því, að innlend óðaverðbólga er
sá þáttur, sem erfiðleikana í
sjávarútveginum eins og öðrum
atvinnugreinum, má rekja til. Og
á meðan ekki tekst að hafa ein-
hvern hémil á verðbólgunni
verður þessi rekstur áfram í
stórvanda og útilokað er að
mönnum takist að ná endum
saman.
Varðandi sjávarútveginn og
frystiiðnaðinn bætist svo ofan á,
.að erfiðleikar í efnahagslífi
helstu viðskiptalanda okkar hafa
verið að aukast jaf nt og þétt. Af
þeim leiðir, að sölutregðu gætir á
mörkuðunum okkar. Afleiðing
alls þessa verður fyrr eða síðar
verulegur samdráttur og stór-
erf iðleikar.
Eitt er enn ótalið, en það atriði
kann þó að hafa alvarlegastar
afleiðingar fyrir okkur
Islendinga þegar til lengri tíma
er litið. Hérer um að ræða harðn-
andi samkeppni á f iskmörkuðun-
um í kjölfar aukinnar fiskfram-
leiðslu annarra þjóða.
Framboð á fiski á hefðbundn-
um mörkuðum okkar hefur auk-
istverulega uppá síðkastið í kjöl-
far útfærslu fiskveiðilögsögu
ýmissa þjóða, en eftirspurnin
hefur ekki aukist að sama skapi,
þannig að mikið f iskmagn virðist
óseljanlegtyum sinn að minnsta
kosti. Á Bandaríkjamarkaði þar
sem Islendingar mæta nú mestri
samkeppni frá Kanadamönnum
er þegar orðið offramboð á
frystum gæðafiski.
Við þessar aðstæður verður
vandséð, hvernig hraðf rystihúsin
eiga að standa undir enn einni
f iskverðshækkun. Ef slík hækkun
verður knúin fram bæta menn
enn á vandann, sem fyrir er,
auka enn gengisvitleysuna og
gefa verðbólgunni viðbótarbyr
undir báða vængi.
Stlðrnarandsta ða ðsKast
Kaupmáttur og lifskjör hafa
staöiö i staö á Islandi nú um
árabil. Þróunin hefur heldur
verið niöur á viö en upp og þvi er
spáö að svo muni enn veröa, ef
haldið veröur þeim stjórnar-
háttum sem rikt hafa i landinu
siöasta áratug.
óstjórn heima fyrir
Menn hafa afsakaö lélegt
gengi i efnahagsmálum meö
utanaökomandi áföllum. Slikt
er blekking. Orsökin er óstjórn
heima fyrir. Þaö sést best á þvi
að ýmsar nágrannaþjóðir bæta
stöðugt lifskjör sin og eiga þó
sumar þeirra mun minni
náttúruauöæfi en Island, sem er
rikt land að náttúrugæöúm.
Menn hafa afsakað sig meö
oliuveröhækkunum. Þær hafi
búiö til óðaveröbólguna. Það er
lika blekking. Um svipað leyti
og oliuverðhækkanirnar skullu
sem harðast yfir fengu
Islendingar full umráö yfir
fiskimiðunum. Sú búbót geröi
meir en aö vega upp oliuverö-
hækkanir. Munurinn á þeim
þjóöum, sem haldiö hafa áfram
að bæta lifskjör sin undanfarin
ár, og islandi.er fyrst og fremst
sá, aö þær fyrrnefndu hafa
kunnaö aö skipa málum sinum
skynsamlega.
Friðsamir menn
Rikisstjórn Gunnars Thor-
oddsens, sem nú situr hefur I
meginatriöum sömu stjórnar-
stefnu og aörar rikisstjórnir
sem setiö hafa undanfarin 10 ár.
L........
Munurinn á þessari stjórn og
þeirri siöustu er einkum sá aö
ráöherrunum virðist koma
betur saman i þessari stjórn en
hinni fyrri. En stefnan er aö
mestu óbreytt.
Þjóðin hefur 10 ára reynslu af
þvi aö þessi stefna er gagnslaus.
Sú reynsla segir okkur aö óöa-
veröbólga mun haldast áfram.
Lifskjör almennings munu eng-
um bata ná.
1 þessu ljósi kann þaö aö vekja
furöu hve góöa útkomu rikis-
stjórnin fær i nýlegri skoöana-
könnun eins dagblaösins. 60%
þeirra sem afstööu tóku i könn-
uninni lýstu yfir stuöningi viö
stjórnina. Jafnvel árangursrik
rikisstjórn gæti veriö þakklát
fyrir slika útkomu:
Ber aö skilja þetta svo aö
Islendingar sætti sig viö lakari
lifskjör en aörar þjóöir? Er
þeim sama þótt afrakstur vinnu
þeirra og strits sé lakari en hjá
öörum þjóöum af þeirri einni á-
stæöu aö efnahagsmálum er hér
illa stjórnaö. Þessu veröur seint
trúað.
Vonleysi
Hitt er liklegra aö eftir lang-
varandi vettlingatök i efnahags-
málum sé þjóöin oröin vondauf
um aö kostur sé á betri árangri.
Hún er ef til vill þakklát fyrir
rikisstjórn, sem þó altént er til
friös. Hér er þaö sem stjórnar-
andstaöan hefur brugðist. 1 lýö-
'
■
ræöisþjóöfélagi er þaö skylda
stjórnarandstööu aö bjóöa upp á
valkost um stjórnarstefnu og
veita rikisstjórn aöhald.
Brýnasta verkefni stjórnarand-
stööunnar nú er aö vekja þjóö-
ina af vonleysinu. Meö sam-
ræmdum aögeröum er vel
framkvæmanlegt aö vinna á
óðaveröbólgunni og gera lifs-
kjör sambærileg viö þaö sem er
i nágrannalöndum, eöa jafnvel
betri. Menn þekkja vel leiðirnar
aö þessu marki. Spurningin er
um vilja og dug. Þaö er hlutverk
stjórnarandstööunnar aö skýra
þjóöinni frá þessu og bjóöa
henni nýjan valkost um efna-
hagsmál.
Legið í sárum
Þvi miður hefur stjórnarand-
staöan brugöist aö þessu leyti
enn sem komið er. Sá partur
Sjálfstæöisflokksins, sem I
stjórnarandstööu er, hefur að
sönnu haft i ýmsu ööru aö snú-
ast en stjórnarandstööu. M.a.
þurfti hann um daginn aö ráöa
sér framkvæmdastjóra og fór
mikill timi og erfiöi i þaö verk.
Alþýöuflokkurinn hefur veriö
sem lamaöur eftir hinar sögu-
legu ófarir, sem flokkurinn
skapaöi sjálfum sér á siöasta
ári. Mistökin sem þá voru unnin
voru bæöi stór og furöuleg. En
mennmegaekki missa máttinn
til eiliföar fyrir þaö.
Upp með kjarkinn
Stjórnarandstaöan þarf ekki
aö láta góöa útkomu rikis-
neðanmáls
Finnur Torfi Stefánsson
lögfræðingur ritar í dag
grein um stjórnmálaá-
standið, stjórn og
stjórnarandstöðu. Sér-
staklega brýnir hann
stjórnarandstöðuna til at-
hafna.
stjórnarinnar I skoöanakönnun
draga úr sér kjark. Þjóöin var
þakklát Gunnari Thoróddsen og
fylgismönnum hans fyrir þaö aö
leysa þann hnút, sem stjórnar-
kreppan i vetur var. Rlkis-
stjórnin nýtur enn góös af þvi.
Nú orðið byggist fylgi stjórnar-
innar þó meir á deyfð stjórnar-
andstööunnar en eigin ágæti.
Þaö er á færi stjórnarandstöö-
unnar aö breyta þessu.
4