Vísir - 03.10.1980, Side 12

Vísir - 03.10.1980, Side 12
Föstudagur 3. október 1980. * <F < ♦ ‘ i i f < it t t 4 < 1 i * 1 { i WifffffffjF/M 12 mannlíí - segir Gunni Þóröar sem sljðrnar hljómsveitinni „Mér fannst sjálfsagt að land- inn fengi aö heyra f stúlkunni eftir öll þessi ár”, — sagöi Gunni Þóröar er Visir leit inn á æfingu hjá honum og Shady Owens i Skálafelli nú i vikunni. Auk þeirra tveggja voru þar staddir Tómas Tómasson bassaleikari og Asgeir Óskars- son trommari en þetta ágæta tónlistarfólk mun koma fram á Skálafelli i kvöld og annaö kvöld. Shady var ein skærasta popp- stjarna landsins hér í eina tiö og þeir eru sjálfsagt margir sem minnast hennar frá þeim árum er hún söng meö Óömönnum, Hljómum og Trúbrot. Siöast kom hún opinberlega fram hér á landi meö hljómsveitinni Póker á 17. júnl áriö 1977. Shady varhin hressasta er viö hittumhana aö máli i Skálafelli en hún kvaöst hafa komiö til landsins fyrir rúmri viku til aö syngja bakraddir inn á hljóm- plötur, sem eiginmaöur hennar Jeff Calver vinnur aö upp- tökum aö I Hljóörita um þessar mundir. Dvöl hennar veröur þó styttri aö þessu sinni en efni stóöu til þar sem hún þarf aö fara utan aftur á sunnudag til aö leggjast inn á spltala I London, — þannig aö landanum gefst aöeins kostur á aö heyra i henni þessi tvö kvöld á Skálafelli. Shady hefur búiö I London undanfarin ár þar sem hún hefur starfaö mikiö viö stúdlð- vinnu auk þess sem hún hefur sungiö bakraddir meö stjörnum eins og Suzy Quatro en meö hennifórhún ihljómleikaförum Bretland og Evrópu ekki alls fyrir löngu. Shady kvaöst veröa fastráöin meö Suzy nú eftir ára- mótin. Þá hefur Shady sungiö sjálf inn á plötur og kvaöst hún nú eiga fullgeröa breiöskifu sem ráögert er aö gefa út innan skamms. Þau Gunni og Shady sögöust veröa meö blandaöa tónlist á efnisskránni á Skálafelli, funk, jazz og ekki væri loku fyrir þaö skotiö, aö inn á milli myndi slæðast eitthvað frá velmektar- árum Hljóma og Trdbrots. Auk áöurnefndra hljómlistarmanna munu koma fram með hljóm- sveitinni eiginmaöur Shady, Jeff Calver sem leikur á slag- verk og Jónas bórir á orgel. —SV.G. Hljómsveitin á æfingu i Skálafelli Shady Owens á Skálafelli: Shady Owens syngur aöeins tvö kvöld hér á landi aö þessu sinni. (Visismynd: KAE) SJUFSAGT AÐ LANDIHN FAI Afi HEYRA ISTÚLKUNMI" Hól lll helðurs unnl Unnur Steinsson hefur svo sannarlega gert garöinn frægan meö þátttöku sinni i keppninni Miss Young International, sem haldin var I Manila á Filips- eyjum nú nýveriö. Auk þess sem hún varö númer fjögur I aöal- keppninni hlaut hún titlana „Ungfrú vinátta”og Ungfrú stundvisi” og er haft á oröi, aö framkoma hennar öll hafi veriö landi og þjóö til sóma. Hóf hafa verið haldin af minna tilefni en þessu enda ákváðu Modelsamtökin aö halda eitt slikt Unni til heiöurs og var hófiö haldiö I Hollywood á briöjudagskvöldiö sl. Hófst þaö með kokteil en siöan komu meölimir úr Mótelsamtökunum fram og sungu eitt lag. Þorgeir Astvaldsson, sem var kynnir kvöldsins, rakti sögu samtak- anna, og var þvi fylgt eftir meö góöu sýningaratriði. Þá var heiöursgesturinn Unnur Steins- son kynnt og aö lokum stigu menn dans fram eftir nóttu. Ljósmyndari VIsis, GunnarV. Andrésson, var viöstaddur háti'öahöldin i Hollywood þetta kvöld og tók hann þar meöfylgj- andi myndir. Heiöursgesturinn kynntur meö pomp og pragt. Móöir Unnar, Jórunn Karlsdóttir,var aö sjálfsögöu viöstödd heiðurssamsætiöog sjást þær mæðgur hér saman á þessari mynd. Henný Hermannsdóttir sem eitt sinn vann titilinn Miss Young Inter- national óskar Unni til hamingju meö árangurinn I keppninni. (VIsis- mynd: G.V.A.)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.