Vísir - 03.10.1980, Side 16

Vísir - 03.10.1980, Side 16
vlsm Föstudagur 3. október 1980. Umsjón: Magdalena Schram Jarðarför verðbólgunnar á haustsýningu FllHl á sunnudagskvöld A sunnudaginn veröur framinn gjörningur að KjarvalsstöBum. Gjömingurinn er i tengslum viö sýningu FIM, sem nii stendur þar yfir og veröur framinn af sex manns meö höfundinn i farar- broddi, en hann er Orn Ingi myndlistarmaður frá Akureyri. Gjörningurinn nefnist „Jaröarför veröbólgunnar” og tekur tæpan klukkutima. Jaröarförin hefst kl. 21. Haustsýning FIM er I Vestursal Kjarvalsstaða og á gangi hússins. Sýningarnefnd váldi 120 verk eftir 40 höfunda en alls bárust um 500 verk eftir 70 myndlistarmenn. A sýningunni eru myndir af öllu Verk eftir Asgeröi Búadóttur, einn gesta Haustsýningar FIM. tagi auk skUlptúra og vefnaöar. Sú nýbreytni var tekin upp á þessari sýningu aö fimm félög- FIM var boöiö aö mynda kjarna sýningarinnar og er tilgangurinn sá aö gera hana veigameiri. Gestirnireru Asgeröur Búadóttir, Guömundur Benediktsson, Leifur Breiöfjörö, Valtýr Pétursson og Þóröur Hall. Hvert þeirra á a.m.k. fimm verk á sýningunni. Styrktarfélagar A sýningunni eru póstkort meö myndum þessara gesta-lista- manna til sölu og einnig kort sem gerö voru i tilefni sýningar Sigur- jóns ólafssonar i vor. A siöustu haustsýningu bauö FIM áhugafólki um myndlist aö gerast styrktarfélagar og fékk þaö boö góöar undirtektir. Gjald fyrir styrktarfélaga er nú kr. 30 þús-á ári. Þeir fá ókeypis aögang aö sýningum félagsins og 10% af- slátt af myndum á haustsýningu. Þá er einnig dregiö á hverri haustsýningu um myndverk i eigu félagsins sem fellur i hlut eins styrktarfélaga. Haustsýning FIM að Kjarvals- stöðum er opin daglega frá kl. 2- 10 og henni lýkur 12. október. Frá sýningu FtM aö Kjarvalsstööum. rúna sýnir leirmyndir teiknfngar galleri iangbrók opid'u-i* bernhöftstorfu • aí.*-ir.jo *> Rúna I Lang- brók Galleri Langbrók dafnar vel i Bernhöftstorfunni og sjaldan sem þar eru ekki gestir aö dást aö myndum og munum Langbrók- anna. Nú hefur fremsta herbergi gallerisins fengiö sina fyrstu einkasýningu — en þaö var ein- mitt fyrirhugaö aö nota þaö fyrir sérsýningar. Og þaö er Rúna, Sig- rún Guðjónsdóttir, sem riöur á vaöiö meö sýningu á leirmyndum og teikningum. Myndir Rúnu eru unnar á þessu ári og eru margar n.k. tilbrigöi viö landslagshug- myndir. Sýningin stendur til 17. október og er opin frá kl. 12-6 en lokuö á kvöldin og um helgar. Sami opnunartimi gildir fyrir allt Galleri Langbrók. Palle Nielsen í Norræna húsinu 1 þessum mánuöi sýnir danski grafiklistamaöurinn Palle Niel- sen i anddyri Norræna hússins. Nielsen lærði hjá Kræsten Iver- sen og Aksel Jörgensen i Kaup- mannahöfn. Hann hefursýnt viöa um heim.m.a. I Noröur- og Suöur- Ameriku og Japan. Hann er nú talinn einn fremsti listamaöur Dana á sinu sviöi og er prófessor viö Listaháskólann i Kaup- mannahöfn. Oft eru verk hans heilar myndraðir, eöa bækur, t.d. hefur hann gert myndröö um Or- feus og Evridís. Myndir hans eru sambland realisma og súrrealisma og lýsa gjarnan nú- timamanninum og umhverfi hans. Sýning Palle Nielsen i Norræna húsinu er yfirlitssýning úr mikil- vægustu myndrööum hans. Sýningin er opin frá 9-19 virka daga cg 13-19 sunnudaga. Ms Finnsku börnin syngja. Stjórnandi kórsins er Erkki Pohjola. Hér á landi er nú staddur víðfrægur finnskur barna- kór. Kórinn er f rá Tapiola í Finnlandi og hefur þegar sungið í Hafnarfirði/ á Akranesi og á Hvolsvelli við góðar undirtektir. • I kvöld gefst Reykvík- ingum kostur á að heyra finnsku börnin syngja því þau munu koma fram í Norræna húsinu kl. 20.30. Og á morgun, laugardag, verða lokatónleikarnir í Háteigskirkju kl. 17. Kór- inn er hér staddur í boði Kórs öldutúnsskólans í Hafnarfirði. Ms Finnskur barnakór Punktar Listasafn Einars Jónssonar. Nú hefur veriö breytt um opununartlmann I Listasafni Einars Jónssonar og er safn- ið opiö frá kl. 13.30-16 tvo daga vikunnar, sunnudaga og miövikudaga i vetur. Kom inn heitir myndin, sem Fjala- kötturinn er aö sýna um þessa helgi. (laugardag kl. 13. og sunnudag kl. 18.50). Kvikmyndin heitir „The other side of the under- neath” gerö i Bretlandi áriö 1972 og leikstjóri er Jane Ar- den. Myndin er sálfræöi- drama „veröld óstööugs ein- staklings notuö sem grund- völlur afskræmdar heims- sýnar” — „um angist kven- kynsins í tilverunni, angist, sem nær út fyrir reynslu ein- staklingsins”. Aukamynd er Innileikir nálægt Newbury, stutt mynd byggö á samnefndu ljóöi enska skáldsins John Betje- man, um ungan dreng sem hittir sina fyrstu ást I dálitið sérkennilegri jólaveislu. ATH. aö sýningar Fjala- kattarins eru nú i Regnbog- anum. Lostalyst Ot er komiö fyrsta hefti nýs erótisks rits, Lostafulli lystræninginn og er þaö for- lag timaritsins Lystræning- inn sem út gefur. 1 kynningu útgefenda segir m.a.: „Þaö hefur löngum verið litið um erótiskt efni á islenskum bókamarkaöi, þegar liffæralýsingum klám- iönaöarins sleppir. Þessu riti erætlaöað birta þaö besta úr erótiskum bókmenntum okk- ar tima svo og sýnishorn úr sigildum erótiskum ritum”. Ifyrsta heftinu er frásaga eftir Gunnar Gunnarsson um fyrstu kynlifsreynsluna. Sömu reynslu lýsir banda- riski höfundurinn Henry Miller. Þá er gripið niöur i erótiska kafla úr 1001 nótt og Anais Nin.(kúbönsk spænsk, frönsk og dönsk en bjó I Frakklandi) á kafla úr smá- sagnasafninu Delta of Venus. Lostafulli lystræninginn er i vasabókarbroti og 64 bls. Timaritið Siöasta hefti Lystræningj- ans kom út i sumar. Meöal efnis er viötal viö Niels Henning, bassaleikara, saga eftir Þorstein Antonsson, leikþáttur eftir Leif Jóels- son, þýdd saga eftir Sillitoe og grein eftir Sigurgeir Þor- grimsson sem heitir Alle- gorian I kenningum Einars Pálssonar ofl. ofl. Þetta er 16. hefti Lystræningjans, en hann hefur nú komiö út i 5 ár. N Þrihjól á Litla ■ Hrauni Um þessa helgi hjólar Al- I þýöuleikhúsiö austur yfir ■ fjall meö leikrit Darios Fo, I Þrihjóliö og sýnir þaö á Litla ® Hrauni i boði forráöamanna H þar á laugardagskvöld. Og á " sunnudaginn verður önnur N sýning á Selfossi. I._______________________J

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.