Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 2
KNATTSPYRNA
2 C FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Það er með ólíkindum að sigra hér3:0 eftir stórt tap í fyrri leikn-
um en við erum sterkir karakterar,
ætlum okkur að sigra og gerum
það,“ sagði Olga Færseth, sem stóð
sig vel í framlínunni og lét spænsku
varnarmennina hafa fyrir sér. „Við
ætluðum að láta þær ráða ferðinni en
vera fastar fyrir aftar á vellinum og
beita síðan skyndisóknum auk þess
að brjóta á þeim og angra. Það fer í
skapið á Spánverjum og við lögðum
líka upp með það. Það skipti ekki
máli hvernig staðan var – við vorum
alltaf yfirvegaðar og ætli það sé ekki
einmitt það sem fleytti okkar áfram.
Við sýndum góða einbeitingu og
misstum hana aldrei eins og topp-
íþróttamenn eiga að gera, enda tel
ég að við höfum sýnt að við séum
það,“ bætti Olga við og kveið ekki
framhaldinu. „Við höfum nú lagt
Spánverja að velli og nægir stig á
Ítalíu. Við förum því út með eitt stig
og það verður að koma í ljós hvort
við komum með það – eða fleiri og
það er ekkert því til fyrirstöðu að
gera það.“
„Við héldum ró okkar með yfir-
vegun og þetta var ekki erfiður leik-
ur því það var svo gaman,“ sagði
Guðlaug Jónsdóttir, sem átti mjög
góðan leik í gærkvöld. „Við vorum
skynsamar, létum boltann ganga og
vorum eflaust að spila einn af okkar
bestu leikjum enda þarf að gera það
á móti svona góðu liði og þetta gekk
eins og við ætluðum okkur – að
vinna. Stemningin fyrir leikinn var
mjög góð. Við gáfum tóninn í Rúss-
landsferðinni og vorum ákveðnar að
ná upp sömu einbeitingu. Við töluð-
um um í leikhléi að skerpa á föstum
leikatriðum, við erum með leikmenn,
sem eru miklu hærri en þær
spænsku og það gekk upp. Okkur
dugir nú jafntefli á Ítalíu en getum
varla náð Rússunum nema með því
að vinna stórt en miðað leikina tvo
við Spán getur allt gerst.“
„Við ætluðum að reynda halda
boltanum eins lengi og við gátum og
vera ekkert að stressa okkur yfir því
en sækja síðan hratt,“ sagði Edda
Garðarsdóttir, sem stóð í ströngu í
vörninni. „Svo ætluðum við að nýta
okkur föstu leikatriðin því þær
spænsku voru allar frekar lægri en
við. Þær eru fljótar en við spiluðum
aftarlega svo að þær komust ekki í
gegn enda fór það í taugarnar á þeim
– þetta eru Spánverjar. Við vorum
vel stemmdar fyrir leikinn og það
kom ekkert annað en sigur til greina.
Í fyrri leiknum vorum við yfir-
spenntar og það gekk ekkert upp hjá
okkur, vorum grútlélegar. Við vor-
um í neðsta sætinu fyrir þennan leik
svo það var annaðhvort að vinna eða
vera í neðsta sæti og jafnvel falla um
styrkleikaflokk. Það var því margt
sem hvatti okkur áfram.“
Vorum vel stemmdar
Greinilegt var í byrjun að varn-armenn Íslands myndu ekki
tefla í neina tvísýnu, fimm leikmenn
stóðu þar vaktina og
fjórir rétt fyrir fram-
an. Það sýndi hin-
vegar skynsemi því
snöggir Spánverjar
fundu enga glufu í þeim vegg auk
þess að hann var of aftarlega til að
hægt væri að komast á bak við hann.
Sóknarleikurinn sat samt ekki á hak-
anum því miðjumennirnir fjórir voru
fljótir að fylgja markadrottningunni
Olgu Færseth eftir þegar færi gafst
og skapaði það enn meiri usla en
gestunum frá Spáni tókst að skapa.
Á 15. mínútu kom fyrsta færið eftir
fyrirgjöf Guðlaugar Jónsdóttur frá
hægri kanti en stöllur hennar voru
aðeins of lengi að athafna sig inni í
teignum. Nokkru síðar var skallað
yfir eftir hornspyrnu og tvær
stungusendingar nýttust ekki sem
skyldi. Spánverjar fengu líka færi,
tvö eftir miðjan hálfleik þegar Þóra
Helgadóttir varði auðveldlega auka-
spyrnu rétt utan teigs og skömmu
síðar er hún varði í horn eftir ágæta
sókn gestanna. Ef þær spænsku hafa
náð yfirhöndinni varð þeim fljótlega
gert ljóst að svo var ekki því áður en
blásið var til leikhlés áttu þær í vök
að verjast eftir nokkrar skeleggar
atlögur íslensku valkyrjanna.
Aðeins voru liðnar tvær mínútur
af síðari hálfleik þegar fyrsta markið
kom og síðan rak hvert annað, skot
Olgu var varið í horn og eftir tvær
hornspyrnur á 60. mínútu kom ann-
að mark. Áhöld voru um hvaða leik-
maður ætti heiður af síðustu snert-
ingunum – Olga, Guðlaug eða
Ásthildur í fyrra markinu og Guð-
laug eða Margrét Ólafsdóttir úr
næsta, en dómari leiksins var viss í
sinni sök og skráði bæði tvö sem
sjálfsmörk. Það sló þó ekkert á fögn-
uð leikmanna, en Spánverjar vökn-
uðu við vondan draum og tóku að
berjast meira á miðjunni og ná ein-
staka sókn en sem fyrr gaf íslenska
vörnin sig hvergi. Aftur á móti bauð
það hættunni heim að færa sig fram-
ar á völlinn því Katrín Jónsdóttir
skallaði naumlega yfir spænsku
þverslána áður en Ásthildur innsigl-
aði 3:0-sigur Íslands með glæsileg-
um skallabolta eftir sendingu Rósu
Júlíu Steinþórsdóttur.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ásthildur Helgadóttir er hér að innsigla sigur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á Spánverjum í gær með fallegu skalla-
marki. Erla Hendriksdóttir gerir sig líklega til að skalla boltann og lengst til vinstri fylgist Guðlaug Jónsdóttir spennt með.
SKYNSEMIN uppmáluð varð til þess að íslenska kvennalandsliðið
steig varla feilspor svo að Spánverjar sáu aldrei til sólar, þegar liðin
mættust í Laugardalnum í undankeppni Heimsmeistaramótsins í
Laugardalnum í gærkvöld. Íslenska vörnin var sem ókleifur veggur
og vel á verði gegn snöggum framherjum gestanna og þegar mót-
spyrnan tók á þeim toll var ekki að sökum að spyrja – Ísland skaust
fram í sókn og uppskar þrjú mörk. Fyrir vikið á Ísland enn mögu-
leika á að komast á úrslitakeppnina í Kína, en þarf að vinna Ítalíu
eftir viku og síðan tvo leiki um aukasæti. Úr því verður ekki skorið
fyrr en í haust.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Skynsemi skilaði sigri
!
"
#
$
% &
$
#
'(
)
"
*
#
+,!
"-
&
#
" !
#
!"
#
$%&
' # '# (
)
' *
+
), '#
-
.
+
/0 1
)02
$%&
3
45
#
6
7
$%&
8
-9
:
# 0! #
;
<"
./0//0
=#5# ,! *12
*
0
003/
1> 4
$*
$
=## > 5
6%
4-
)
2
>
? +
"#
@
%
A
:
B
B
C7
D
D -
E
D7 = F
G
= -
D
-
3
-
G
+
=
D7F
-F
6F
' C
C
H
'>7
=I =I
4
-
J@&
+
' <
-
4
- F
67
+7I
B&
1F
1>
F
)<
K F
%:&
+'7*
8219
%
*:
8;<9*
!
'
!" +#
!" @
83=9
B @
8>/9
: @
8;/9
Edda í
leikbann
VARNARJAXLINN Edda
Garðarsdóttir verður fjarri
góðu gamni þegar Ísland
mætir Ítalíu ytra í næstu
viku. Hún fékk gult spjald
á lokamínútunum gegn
Spánverjum í gærkvöld og
þar sem hún var áður búin
að líta gula spjaldið fær
hún eins leiks bann.
Tveir nýliðar fengu að
spreyta sig gegn Spán-
verjum í gærkvöld, Björg
Ásta Þórðardóttir úr
Breiðabliki og Dóra Stef-
ánsdóttir úr Val.