Morgunblaðið - 27.06.2002, Side 1

Morgunblaðið - 27.06.2002, Side 1
2002  FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KEFLAVÍK OG FH SKILDU JÖFN Í REYKJANESBÆ / B4 UNNUR Sigmarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari bikarmeistara ÍBV í handknattleik kvenna og tekur hún við starfi Erlings Richardssonar sem á dögunum tók við þjálf- un karlaliðsins. Unnur, sem lék með Eyja- konum á árum áður, hefur þjálfað yngri flokka ÍBV í mörg ár ásamt því að taka virkan þátt í starfi meistaraflokks kvenna. ÍBV ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð en þrír erlendir leikmenn hafa gengið í rað- ir liðsins fyrir komandi leiktíð. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hefur ÍBV gert samning við tvær austurrískar lands- liðskonur og þá skipti rússneska stór- skyttan Alla Gorkorian úr Gróttu/KR yfir í ÍBV í síðasta mánuði. Unnur þjálf- ar Eyjakonur Gjaldþrot sjónvarpsstöðvarinnarITV hefur sett allt á annan endann hjá ensku liðunum en staða Stoke er samt sem áður betri enn hjá mörgum öðrum 1. deildarliðum sem hafa nú þegar eytt þeim fjármunum sem áttu að koma frá sjónvarps- samningum við ITV-stöðina. Bradford, Watford og Norwich hafa sett marga leikmenn á sölulista og fækkað í starfsliði sínu til þess að ná endum saman í rekstrinum. Gunnar Þór segir ennfremur að Cotterill hafi vitað takmörk sín í þessum efnum er hann var ráðinn. „Hann þarf að vinna með þann hóp sem við erum með nú þegar og ná því besta úr liðinu,“ sagði Gunnar Þór og bætir því við að líkast til verði nokkr- ir leikmenn seldir frá félaginu áður en keppnistímabilið hefst í lok ágúst. „Lykilatriðið er að haga útgjöld- um í takt við tekjur liðsins en ég neita því ekki að við spenntum bog- ann hátt á sl. keppnistímabili er við eygðum von um að komast í umspil. Þeir leikmenn sem fengnir voru til liðsins á þeim tíma kostuðu sitt en voru þess virði. Óvissan um niður- stöðu ITV-málsins gerir alla undir- búningsvinnu erfiðari. Við gerum okkur vonir um að fá auknar tekjur frá sjónvarpsréttinum.“ Gunnar Þór segir að margir af um 500 íslenskum hluthöfum hafi sett spurningarmerki við ákvörðun stjórnarinnar er Guðjón Þórðarson var ekki endurráðinn sem knatt- spyrnustjóri. „Það er trú okkar að Steve Cotterill sé rétti maðurinn í starfið og eigi eftir að reynast liðinu vel. Það er spennandi tímabil fram- undan og stuðningsmenn liðsins hafa sýnt mikinn áhuga á ársmiðum og einstökum leikjum liðsins á næstu leiktíð,“ sagði Gunnar Þór. Cotterill fær úr litlu að moða hjá Stoke GUNNAR Þór Gíslason, stjórn- arformaður Stoke City, segir í viðtali við blaðið The Sentinel að Steve Cotterill, nýráðinn knattspyrnustjóri liðsins, fái ekki úr miklu að moða til leik- mannakaupa í sumar. ÓLAFUR Jón Ormsson, fyrirliði KR og landsliðsmaður í körfu- knattleik, er hættur körfuknatt- leiksiðkun í bili að minnsta kosti vegna þrálátra meiðsla. Jón stað- festi þetta í samtali við Morgun- blaðið og sagðist hann vera orðinn langþreyttur á því að geta ekki beitt sér af fullum krafti. Vöðva- festing í innanverðu læri rifnaði í fyrra og hefur Jón ekki náð sér af þeim meiðslum. Hann telur að erf- itt sé að meta batahorfurnar og því telji hann skynsamlegast að draga sig í hlé á þessum tíma- punkti. „Þetta háir mér ekki í hversdagslegum störfum, en ég get ekki leikið körfubolta af fullum krafti. Ég hef verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina og löng fjarvera er erfið fyrir sjálfstraust- ið og andlegu hliðina. Það má því segja að ég hafi verið orðinn lang- þreyttur á þessu og þolinmæðin er á þrotum.“ Ólafur Jón er aðeins 26 ára gamall og hann útilokar ekki að hann eigi eftir að snúa aftur í framtíðinni. „Ég útiloka ekkert. Ég ætla að reyna að ná mér af þessum meiðslum með því að taka mér hvíld. Ef það tekst er aldrei að vita nema löngunin hellist yfir mig á nýjan leik,“ sagði Ólafur, sem kjörinn var körfuknattleiks- maður ársins árið 2001, og ljóst er að fjarvera hans verður KR-liðinu mikil blóðtaka. Ólafur Jón dregur sig í hlé Reuters Luiz Felipe Scolari, þjálfari Brasilíu, fagnar með Rivaldo. LUIS Felipe Scolari, þjálfari bras- ilíska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 1:0-sigurinn á Tyrkjum í undanúrslitum heimsmeist- arakeppninnar í gær að nú væri líkt á komið með sér og Rudi Völl- er, þjálfara þýska landsliðsins. Þeir mætast með liðum sínum í úr- slitaleik HM í Yokohama í Japan á sunnudaginn – úrslitaleik tveggja þjóða sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki verið spáð miklum frama í keppninni þrátt fyrir forna frægð. Scolari minntist þess að þeir Völler hefðu hist í Seoul fyrir ári síðan. „Þá vorum við báðir með hengingarólina um hálsinn, um það leyti mátti ekkert út af bregða hjá okkur og staða okkar var ekki góð. Við föðmuðumst, óskuðum hvor öðrum velfarnaðar og sögð- um að kannski myndum við hittast í úrslitaleiknum að ári. Og hingað erum við komnir. Ég er viss um að við munum hittast fyrir leikinn og faðmast – og megi síðan sá betri sigra,“ sagði Scolari. Hann var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í leikn- um við Tyrki í gær. „Ég fann strax í upphafi leiksins að það fóru já- kvæðar bylgjur um leikmennina, varamannabekkinn og stuðnings- mennina. Ég fann fyrir þessum krafti. Ég er viss um að brasilískir knattspyrnuáhugamenn eru alsæl- ir og þeir munu dansa og syngja meðan úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn,“ sagði Scolari. Hann kvaðst þó hafa búist við stærri sigri sinna manna. „En Tyrkir stóðu sig með miklum sóma og fyrir þá var það mikið af- rek að komast í undanúrslit. Það er ekki auðvelt að spila gegn þeim, þeir leika öðruvísi sókn- arleik en önnur lið og skapa sér mikið af marktækifærum. Ég óska þeim innilega til hamingju með sína frammistöðu,“ sagði Luis Fel- ipe Scolari. „Við Völler ætluð- um að hittast“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.