Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 3
efur unnið þrjá leiki og fjórum sinnum hefur ð jafntefli. Hvort félag hefur skorað 12 mörk. viðureignum liðanna á KR-velli er líka jafn- i. Hvort lið hefur unnið einn leik en þrisvar ur orðið jafntefli. Í fyrra gerðu liðin 0:0 jafntefli sturbænum. Grindavík – Þór rindavíkurvöllur, 27. júní kl. 19.15. etta er fyrsta viðureign félaganna í efstu deild þau hafa aðeins einu sinni áður leikið í sömu d. Það var í næstefstu deild árið 1991. vann Þór í Grindavík, 2:1, en Grindavík vann á reyri, 1:0. ÍA – ÍBV kranesvöllur 27. júní kl. 19.15. A og ÍBV hafa mæst í 52 leikjum í efstu deild fyrstu viðureign þeirra árið 1969. ÍA hefur ið 26 leiki, ÍBV 19, en sjö hafa endað með jafn- . ÍA hefur skorað 97 mörk en ÍBV 76. BV hefur hinsvegar haft betur undanfarin ár ÍA hefur aðeins náð einum sigri í síðustu 11 reignum liðanna. Það var 1:0 sigur á Akranesi 8 þar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, nú ingur, skoraði sigurmarkið. iðin hafa skilið jöfn í fjórum af síðustu sex um sínum, þar af þrisvar í röð á Akranesi. m að því höfðu þau aðeins gert þrjú jafntefli í eikjum sín á milli. ómas Ingi Tómasson skoraði tvö mörk fyrir V og Hlynur Stefánsson eitt í 4:3 sigri Eyja- na á Akranesi fyrir tólf árum. Þeir eru enn í u fjöri með ÍBV. völdsins KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 B 3 Opna GR verður haldið á Grafarholtsvelli dagana 29. og 30. júní. Leiknar verða 36 holur. Tveir saman í liði. Leikin verður punktakeppni, betri bolti. Full forgjöf að hámarki 18, eða einn punktur á holu. 1. Evrópuferð með Icelandair 2. Evrópuferð með Icelandair 3. Evrópuferð með Icelandair 4. Flug innanlands fyrir 2 með Flugfélagi Íslands 5.- 8. Flug innanlands fyrir 1 með Flugfélagi Íslands 9. Ping pútter frá Íslensk-Ameríska 10-11. Út að borða á Café Óperu kr. 10.000 12.-16. Vöruúttekt í Nevada Bob kr. 10.000 17. Vöruúttekt í Hole in One kr. 10.000 18.-19. Út að borða á Si Senior kr. 10.000 20. Gjafakarfa frá Íslensk-Ameríska Nándarverðlaun: 2. braut: Út að borða á Si Senior kr. 20.000 6. braut: Trek reiðhjól frá Erninum 11. braut: Gisting fyrir 2 á Hótel Eddu 17. braut: Jólahlaðborð fyrir 2 hjá JT veitingum, Hótel Loftleiðum 18. braut: TAL frelsi og gsm sími frá TAL Þátttökugjald kr. 5.000 pr. mann. Skráning er í síma 585 0210 VALKYRJUMÓT - OPIÐ KVENNAMÓT! verður haldið á Svarfhólsvelli laugardaginn 29. júní. Leikform: Punktakeppni með fullri forgjöf. Rástímar frá kl. 10.00 til 12.30. Glæsileg verðlaun að vanda. OPNA PLASTIÐJUMÓTIÐ! verður haldið á Svarfhólsvelli sunnudaginn 30. júní. Leikform: TEXAS - SCRAMBLE. Tveir leika saman. Glæsileg verðlaun frá Golfbúðinni. Rástímar frá kl. 8.00 til 10.30 og 13.30 til 15.00. Velkomin á mót á Selfoss. Svarfhólsvöllur hefur aldrei verið betri og skartar sínu fegursta. Uppl. og skráning í síma 482 3335 og á golf.is Brasilíumenn voru betri aðilinn,sýndu oft skemmtilega sóknar- tilburði og voru nær því að skora fleiri mörk en Tyrkir að svara fyrir sig. En Tyrkir áttu sín færi, gáfust aldrei upp, og geta verið stoltir af sinni frammistöðu í keppninni. Þeirra tilþrif voru á köflum ekki síðri en Brassanna, sérstaklega framan af leiknum. Snilldartilþrif Ronaldos skildu lið- in að þegar upp var staðið. Hann lék inn í vítateig Tyrkja í byrjun síðari hálfleiks og skoraði með lúmsku skoti, skaut með tánni, og kom Rüstü Recber, frábærum markverði Tyrkja, í opna skjöldu. Ronaldo til- einkaði markið Romario, landa sín- um sem sat heima með sárt ennið þegar HM-hópurinn var valinn. „Ég skoraði með tánni eins og Romario gerir svo oft,“ sagði Ronaldo. Hann fagnaði hóflega eftir leikinn. „Við höfum ekkert unnið ennþá,“ sagði Ronaldo, minnugur úrslita- leiksins frá 1998 þegar Brasilíumenn steinlágu fyrir Frökkum, 3:0. „Við munum aldrei gleyma þeim leik fyrr en við verðum heimsmeistarar. Það þýðir ekkert að byrja að fagna strax. Úrslitaleikurinn verður alls ekki auðveldur og við megum ekki vera of öruggir með okkur.“ Ronaldo sagði að Tyrkir hefðu verið afar erfiðir andstæðingar. „Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega erfiður. Tyrknesku varnarmennirnir voru ávallt mjög vel staðsettir og gáfu okkur engin tækifæri til að sleppa í gegn,“ sagði þessi snjalli sóknarmaður. Brasilía og Þýskaland mætast í fyrsta sinn á HM Þetta verður þriðji úrslitaleikur Brasilíu í röð en liðið varð heims- meistari 1994, sigraði þá Ítalíu í víta- spyrnukeppni eftir markalausan úr- slitaleik. Þótt ótrúlegt megi virðast verður þetta í fyrsta skipti sem Brasilía og Þýskaland mætast í loka- keppni HM. Senol Günes, þjálfari Tyrkja, sagði að markmiðið hefði verið að þreyta Brasilíumenn og sigra þá á marki seint í leiknum. En þó það hefði farið úrskeiðis var hann mjög sáttur við sitt lið. „Við komum hingað til að láta að okkur kveða og náðum settu marki. Það er frábært að komast í undan- úrslit en við vildum ná alla leið. Mínir menn voru stórkostlegir en okkur þykir miður að hafa ekki gefið tyrk- nesku þjóðinni nokkra hamingju- daga í viðbót. En framtíð tyrkneskr- ar knattspyrnu er björt, svo mikið er víst.“ Gunes spáir Brasilíumönnum heimsmeistaratitlinum. „Þeir hafa unnið alla leiki sína í keppninni og ég tel að úrslitaleikurinn gegn Þýska- landi verði þeim tiltölulega auðveld- ur,“ sagði tyrkneski þjálfarinn. AP onaldo fagnar sigurmarkinu gegn yrkjum í gær. Hann hefur skorað sex örk á HM og alls tíu mörk í heims- eistarakeppni. Ronaldo skoraði fjög- ur mörk á HM í Frakklandi 1998. Táin á Ronaldo felldi Tyrkina ÞEIR voru ekki margir sem töldu Brasilíumenn líklega til afreka þegar heimsmeistarakeppnin hófst fyrir tæpum mánuði síðan. Þessi sigursælasta knattspyrnuþjóð allra tíma þurfti að hafa mikið fyrir því að komast í hóp þeirra 32 sem háðu lokarimmuna um tit- ilinn í Japan og Suður-Kóreu, og allt frá því 16 liða úrslitin hófust hafa margir orðið til að spá þeim falli við hverja hindrun. En „Sambastrákarnir“ hafa hrundið öllum hrakspám og eru á verð- skuldaðan hátt komnir í sjálfan úrslitaleikinn næsta sunnudag eftir sigur á Tyrkjum, 1:0, í gær. Þar mæta þeir Þjóðverjum í miklu upp- gjöri og freista þess að vinna heimsbikarinn í fimmta skipti, fyrstir allra, en Þjóðverjar reyna að jafna við þá metin með því að hreppa hann í fjórða sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.