Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 4
Sampras og Agassi
úr leik á Wimbledon
BANDARÍSKU stjörnurnar féllu hver af annarri úr keppni á
Wimbledon-mótinu í tennis í gær en Andre Aggasi tapaði í þremur
lotum, 6:4, 7:6 og 6:2, gegn Paradorn Srichaphan frá Taílandi sem
er í 67. sæti á styrkleikalista mótsins. Sjöfaldur Wimbledon-
meistari, Pete Sampras, er einnig fallinn úr keppninni en hann tap-
aði fyrir George Bastl frá Sviss í fimm lotu viðureign. Rússinn Mar-
at Safin, sem var talinn annar sterkasti leikmaður mótsins, er einn-
ig úr leik.
FÓLK
ANTONIO Oliveira, landsliðsþjálf-
ara Portúgals í knattspyrnu, var sagt
upp stöfum í gær í vegna slaks árang-
urs liðsins á heimsmeistaramótinu.
Undir stjórn Oliveiras vann portú-
galska liðið Pólland en tapaði fyrir
Suður-Kóreu og Bandaríkjunum og
komst þar með ekki í 16 liða úrslit.
Ekki er ljóst hver eftirmaður hans
verður en hann verður ráðinn þegar
búið verður að mynda nýja stjórn
knattspyrnusambandsins.
GERHARD Aigner, framkvæmda-
stjóri Knattspyrnusambands Evr-
ópu, telur að prófa eigi að að nota tvo
dómara í knattspyrnuleikjum. Hann
lét þessi orð falla í kjölfar umræðunn-
ar um dómgæsluna á heimsmeistara-
mótinu í knattspyrnu, en fjölmargir
hafa gagnrýnt hana síðustu daga.
„Þetta hlýtur að vera til hagsbóta.
Dómarinn yrði ekki eins fljótt þreytt-
ur, hann gæti fylgst betur með og
væri í betri aðstöðu til þess að meta
ýmis vafaatriði,“ sagði Aigner í viðtali
á heimasíðu knattspyrnusambands-
ins, uefa.com.
ENSKA dagblaðið Daily Mail
greinir frá því að Arsene Wenger,
knattspyrnustjóri Arsenal, vilji festa
kaup á tyrkneska landsliðsmarkverð-
inum Rüstü Recber. Markvörðurinn
hefur vakið mikla athygli fyrir
frammistöðu sína á heimsmeistara-
mótinu í knattspyrnu, nú síðast gegn
Brasilíu í undanúrslitum. Recber er
nú á mála hjá tyrkneska liðinu Fen-
erbahce og er talið að Arsenal þurfi
að greiða a.m.k. fjórar milljónir
punda, um 520 milljónir króna, fyrir
leikmanninn sem er ætlað að taka við
af David Seaman sem hyggst leggja
skóna á hilluna í sumar eða næsta vor.
ÍRSKI sóknarmaðurinn Niall
Quinn, sem hætti nýverið að leika
með írska landsliðinu í knattspyrnu,
hefur nú verið tekinn inn í þjálfara-
teymi liðs síns, enska úrvalsdeildar-
liðsins Sunderland. Hann mun því
bæði þjálfa og leika með liðinu á
næstu leiktíð. Hann tekur stöðu Adr-
ians Heaths sem er orðinn aðstoðar-
maður Peters Reids, knattspyrnu-
stjóra félagsins.
SPÁNVERJINN Fernando Mor-
ientes þykir vera kynþokkafyllsti
leikmaðurinn á HM ef marka má
skoðanakönnun sem ástralska sjón-
varpsstöðin Canal 9 lét framkvæma.
Morientes hlaut 42% atkvæðanna,
Roque Santa Cruz frá Paragvæ varð
annar með 30% og Bandaríkjamað-
urinn Landon Donovan þriðji með
12%.
MICHAEL Ballack hetja Þjóðverja
í leikjunum við Bandaríkjamenn og
S-Kóreumenn viðurkennir að hafa
grátið inni í búningsklefanum eftir
leikinn við S-Kóreu þegar hann áttaði
sig á að hann yrði í leikbanni í úrslita-
leiknum á HM. „Það er erfitt að sætta
sig við að missa af úrslitaleiknum og
ég man að ég fann mikið til með
Frakkanum Laurent Blanc á HM fyr-
ir fjórum en hann var þá í banni í úr-
slitaleiknum við Brasilíu,“ segir Ball-
ack sem skoraði þrjú mörk á HM og
lagði upp fjögur mörk.
AIME Anthuenis, þjálfari Ander-
lecht, þykir líklegastur til að taka við
þjálfun belgíska landsliðsins af Ro-
bert Waseige sem hefur verið ráðinn
þjálfari Standard Liege í þriðja skipti
á þjálfaraferli sínum. Hugo Broos,
þjálfari Mouskroen, var talinn líkleg-
ur arftaki Waseige en hann er samn-
ingsbundinn liðinu til ársins 2005 og
forráðamenn félagsins vilja ekki rifta
þeim samningi.
KOSTARÍKA hefur boðið lands-
liðsþjálfaranum Alexandre Guimar-
aes nýjan samning sem gildir til árs-
ins 2006 en samningur hans við
knattspyrnusamband Kostaríka
rann út eftir að þátttöku liðsins lauk á
HM. Í nýja samningum á Guimaraes
að fá í laun 13.000 pund á mánuði sem
samsvarar um 17 milljónum króna.
Leikurinn var ekki nema níu mín-útna gamall þegar Adolf Sveins-
son stakk sér í gengum vörn FH-inga
og kom heimamönn-
um yfir. Þetta var
nánast í eina skiptið í
fyrri hálfleik sem
Keflvíkingar ógnuðu
marki FH-inga. Leikaðferð Keflvík-
inga byggðist á að draga lið sitt aftur
á völlinn og verjast á sínum vallar-
helmingi og eftir markið bar enn þess
enn sterkari merki. FH-ingar voru
með knöttinn meira og minna í fyrri
hálfleiknum inni á vallarhelmingi
Keflvíkinga en náðu sjaldan að kom-
ast í gegnum þéttan varnarmúr Suð-
urnesjamanna. Jóhann Möller fékk
þó gullið færi á að jafna metin á 32.
mínútu en skallaði framhjá úr opnu
færi eftir góðan undirbúning Hilm-
ars Björnssonar.
FH-ingar gerðu breytingu á liði
sínu í leikhléinu. Guðmundur Sæv-
arsson tók stöðu Litháans Valdas
Trakys í framlínunni og innkoma
hans hleypti nýju blóði í leik FH-
inga. FH-ingar jöfnuðu metin á 56.
mínútu og var þar á ferðinni um-
ræddur Guðmundur. FH-ingar héldu
áfram að sækja talsvert eftir markið
en með innkomu Guðmundar Stein-
arssonar og síðan Hauks Inga
Guðnasonar í framlínu Keflvíkinga
færðist mikið líf í leik Suðurnesja-
manna. Síðustu 20 mínúturnar voru
fjörugasti kaflinn í leiknum þar sem
liðin sóttu á víxl. Keflvíkingar voru
nær því að tryggja sér sigurinn, fyrst
komst Haukur Ingi í gott færi einn
gegn markverðinum en Daði Lárus-
son lokaði vel á Hauk og náði að hirða
knöttinn af tám hans. Fimm mínút-
um fyrir leikslok átti svo Adolf
Sveinsson skalla í þverslána eftir
hornspyrnu Guðmundar Steinars-
sonar en í millitíðinni varði Ómar
Jóhansson, markvörður Keflvíkinga,
naumlega þrumuskot Jóns Þ. Stef-
ánssonar. Niðurstaðan því jafntefli
og bæði lið með 9 stig eins og KA og
Fram.
„Þetta voru tvö töpuð stig. Mér
fannst við eiga skilið að vinna en
heppnin var ekki með okkur eins og
til mynda þegar ég skallaði slána
undir lokin. Okkar leikaðferð gengur
út á að liggja aðeins til baka og sækja
hratt þegar færi gefst. Við náðum
fáum sóknum í fyrri hálfleik en í þeim
síðari gekk það betur og vildum svo
sannarlega taka stigin þrjú sem í boði
voru. Við fengum færin en ef við ætl-
um að vinna leikina verðum við að
skora úr svona færum. Enn eftir tvo
tapleiki í röð var gott að ná þó í stig
og vonandi er það upphafið af ein-
hverju meira,“ sagði Adolf Sveins-
son, framherji Keflvíkinga, sem var
mjög sprækur í leiknum. Vörnin var
traust með Zoran Ljubicic og Harald
Guðmundsson öfluga í hjarta hennar
og ungur nýliði, Brynjar Guðmunds-
son, komst vel frá sínum leik í stöðu
vinstri bakvarðar. Kristján Jóhanns-
son og Þórarinn Kristjánsson voru
duglegir á miðjunni en það var ekki
fyrr en Keflvíkingar tóku þá ákvörð-
un að brjótast út úr varnarskelinni
sem einhver broddur kom í sóknar-
leikinn. Fram að því byggðist leikur
heimamanna mest upp á kýlingum,
öflugum varnarleik og og mikilli bar-
áttu.
FH-ingar höfðu frumkvæðið
megnið af leiknum en einhvern neista
skorti í liðið og meira hugmyndaflug í
sóknarleikinn. Varnarlína FH lá
mjög aftarlega, einkum í fyrri hálf-
leik, og heldur einkennilegt þar sem
Keflvíkingar voru aðeins með einn
mann frammi og láu í vörn. Heimir
Guðjónsson og Hilmar Björnsson
komust einna best frá leik FH-inga,
Heimir mjög áberandi á miðsvæðinu
og Hilmar ávallt að byggja upp sókn-
ir. Jón Þorgrímur átti góðar rispur á
kantinum og Guðmundur Sævarsson
hleypti lífi í leik sinna manna í síðari
hálfleiknum. FH-ingar eru ekki sátt-
ir við uppskeruna eftir sjö umferðir
og verða að herða róðurinn ætli þeir
að blanda sér í toppbaráttuna.
„Við hefðum auðvitað viljað fá öll
stigin eins og leikurinn spilaðist en
það má kannski segja að Keflvíking-
ar hefðu með smáheppni getað stolið
sigrinum undir lokin. Það vantaði
áberandi neista í liðið í fyrri hálfleik
en mér leikur okkar batna til mun í
þeim síðari og meiri vilji hjá strákun-
um. En það vantaði herslumuninn og
því var uppskeran aðeins eitt stig.
Þetta er tvö töpuð stig en það má
heldur ekki gleyma því að hvert stig
er mjög mikilvægt þessa dagana,“
sagði Guðlaugur Baldursson, aðstoð-
arþjálfari FH-inga, eftir leikinn.
Bæði liðin ósátt
Morgunblaðið/Páll Ketilsson
Guðmundur Steinarsson, framherji Keflvíkinga, á hér í höggi við FH-ingana Benedikt Árnason og
Baldur Bett og Heimir Guðjónsson er greinilega við öllu viðbúinn.
SPORIN voru frekar þung hjá
leikmönnum Keflvíkinga og FH-
inga þegar þeir gengu út af vell-
inum í Keflavík í gær eftir 1:1-
jafntefli liðanna lokaleik 7. um-
ferðar úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu. Bæði lið töldu sig
bera skarðan hlut frá borði en
þegar á heildina er litið voru úr-
slitin sanngjörn.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
!
!
"
!
#!!
$
!
" #
! $
%
&'
$
(%
)*'+
%,
' - . "/
(
0)'+
"" 6
9 0:;:<
= %,
>
?
/
! ' &
(
;@'+
&
A
A
' %,
%
( !
BC'+
(
"
3
BC'+
D
? "
6/
? " E B'
A?"
%
&' ( &))&
9
*
!
+ , -& .!! #,
9 /0'
1 2
+ 0
9
3
4
2
!
5
" "9
6/
9
9
:
:
:
<C <C
)
F
"" 6
9 0:0:*
6 ! 2 + !
7-89 :
! + 78/9 :
!
;(
+ !
70'9 :
! 4 + !
7/<9 :
6
69 3 <9C 7<9
<9< 78'9
(0+
F
F
(F+