Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Starfssvið: • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri. • Umsjón með vöruframboði og framstillingu. • Ráðgjöf við vöruval og vörunotkun. Afgreiðsla eftir þörfum. • Umsjón með vörukaupum og -skilum, skráningu og merkingum. • Verkstýrir starfsmönnum, fylgir eftir þjónustustöðlum. Menntun og hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða sambærilegt nám. • Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi. • Stjórnunarreynsla er kostur. • Reynsla af sölumálum og viðskiptum er æskileg. • Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum. Olís er elsta olíufélag landsins, stofnað árið 1927 og er öflugt og framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á góðar vinnuaðstæður við krefjandi og spennandi viðfangsefni. Hjá félaginu starfa 300 starfsmenn víðsvegar um landið. Verslunarstjóri Olíuverzlun Íslands hf. óskar að ráða verslunarstjóra í þjónustustöð við Álfheima. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5301 • www.pwcglobal.com/is Þjónustustöðin við Álfheima er stærsta þjónustustöð Olís og þar starfa 14 manns. Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Olís-verslunarstjóri“ fyrir 22. júlí nk. Upplýsingar veitir Baldur G. Jónsson. Netfang: baldur.g.jonsson@is.pwcglobal.com Lögfræðilegur ritari Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., lögfræðideild, óskar eftir að ráða lögfræðilegan ritara í 100% starf. Starfið felst meðal annars í móttöku og samskiptum við viðskiptavini, stofnun inn- heimtumála í innheimtukerfi lögmanna (IL+) og vinna við innheimtuferli bankans, gerð skilagreina o.fl. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með starfsreynslu. Nákvæm og öguð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði eru nauðsynlegir kostir. Um er að ræða fjölbreytt starf á reyklausum vinnustað. Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Friðjónsson, hdl., forstöðumaður lögfræðideildar, í síma 540 5000. Áhugasamir sendi umsóknir ásamt mynd til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Frjálsi“, fyrir 1. ágúst nk. Sveitarfélagið Skagafjörður Námsráðgjafi Staða námsráðgjafa við Árskóla á Sauðárkróki er laus til umsóknar. Aðstaða námsráðgjafa er mjög góð í skólanum og mörg spennandi verkefni í gangi, þar sem námsráðgjafi er lykil- starfsmaður. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2002. Í Árskóla eru 460 nemendur í 1.—10. bekk. Í skólanum er sérdeild. Skólinn er einsetinn og tekin var í notkun ný og fullbúin álma sl. haust. Einnig er aðstaða í tölvu- og upplýsingatækni afar góð. Mikill metnaður ríkir innan samfélagsins um að gera gott skólastarf betra. Nánari upplýsingar veitir Óskar G. Björnsson skólastjóri í síma 892 1395. Sjá einnig heima- síðu skólans: http://www.arskoli.is . Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Lausar stöður Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar þjónar og hefur eftirlit með menntastofnunum sem reknar eru af Hafnarfjarðarbæ. Þar starfa sérhæfðir starfs- menn, sem leitast við að veita faglega ráðgjöf og þjónustu sem hæfir hverju sinni. Markmið Skólaskrifstofunnar er að efla menntun í Hafn- arfirði og styrkja gott skólastarf. Við leitum að jákvæðu, metnaðarfullu fólki með hæfni í mannlegum samskiptum í eftir- taldar stöður: Deildarstjóri ráðgjafardeildar Umsækjandi skal vera kennaramenntaður með viðbótarnám í sálfræði eða sérkennslufræðum. Reynsla af stjórnun æskileg. Næsti yfirmaður er fræðslustjóri. Leikskólaráðgjafi Umsækjandi skal hafa leikskólakennaramennt- un og æskilegt er að viðkomandi hafi lokið framhaldsnámi í uppeldisfræðum og/eða hafi reynslu af stjórnun. Næsti yfirmaður er leik- skólafulltrúi. Talmeinafræðingur Umsækjandi skal vera talmeinafræðingur og æskilegt er að viðkomandi hafi kennsluréttindi í leik- og/eða grunnskóla. Næsti yfirmaður er deildarstjóri ráðgjafardeildar. Fulltrúi á rekstrardeild Umsækjandi þarf að hafa haldgóða þekkingu á helstu tölvuforritum, s.s. Word og Excel, gott vald á íslensku máli og geta unnið sjálfstætt við ritun og skjalavörslu auk annarra almennra skrifstofustarfa. Næsti yfirmaður er rekstrar- stjóri. Bifreiðastjóri Um er að ræða akstur nemenda, boðsendingar, innkaupaferðir o.fl. Umsækjandi þarf að hafa réttindi til aksturs hópbifreiða. Reynsla af skólaakstri æskileg. Næsti yfirmaður er rekstrarstjóri. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðurnar frá 15. ágúst en allar upplýsingar veita viðkomandi yfirmenn í síma 585 5800. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir berist undirrituðum á Skóla- skrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, 220 Hafnarfirði, fyrir 30. júlí 2002, en einnig er hægt að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. Þórshafnarhreppur Grunnskólakennarar Lausar eru eftirtaldar stöður við Grunn- skólann á Þórshöfn. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 18. júlí 2002 Kennara vantar til almennrar kennslu, einkum í tölvufræði, stærðfræði og tungumálum á ung- lingastigi. Grunnskólinn á Þórshöfn er einsetinn skóli með rúmlega 70 nemend- um í hæfilega stórum bekkjardeildum. Á Þórshöfn búa rúmlega 400 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Undirstaða atvinnulífs- ins er öflugur sjávarútvegur - veiðar og vinnsla - sem hefur tryggt sig í sessi undanfarin ár og skapað forsendur fyrir aukinni þjónustu sveitarfélagsins. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Atvinnu- ástand er gott og því tiltölulega auðvelt um vinnu fyrir maka og sumarvinnu fyrir unglinga. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Samgöngur eru góðar, m.a. er flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Upplýsingar gefa Björn Ingimarsson, sveitar- stjóri, bjorn@thorshofn.is, símar 468 1220 og 895 1448 og Esther Ágústsdóttir, skólastjóri, Esther@thorshafnarskoli.is, símar 468 1164, 468 1454 og 865 5551.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.