Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 C 11 „EF ÞETTA gengur svona í gegn þá er þetta hátt í 200 þúsund króna kostnaðarauki hjá okkur í hverjum mánuði og við stöndum ekki undir því í þessum litla rekstri hjá okkur, með þrjú ársverk,“ segir Bjarni Harðarson, ritstjóri og útgefandi Sunnlenska fréttablaðsins, um boð- aða hækkun á póstburðargjöldum blaða og tímarita. Sunnlenska fréttablaðinu er dreift í þremur sýslum á Suðurlandi, Árnessýslu, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells- sýslu. Kostaði 2,50 kr. fyrir 4 árum „Pósturinn rak menningarlega stefnu hér áður með því að halda niðri verði á dreifingu efnis sem hafði textainnihald en nú hafa menn snúið þessu við og auglýs- ingapésar sem enginn hefur beðið um kosta minna í dreifingu. Við vinnum blaðið upp í hendurnar á Póstinum, flokkum eftir póstnúm- erum og skilum þessu inn á gólf hjá þeim. Nú er gjaldið 24 krónur á blað en var 21 króna fyrir hækkun. Boðuð hækkun fer í áföngum upp í 58,50 krónur en fyrir fjórum árum kostaði þessi þjónusta 2,50 krónur. Ég segi hiklaust að Pósturinn er bara að velta kostnaðinum af illa reknu fyrirtæki yfir á landsbyggð- ina. Þeir segja í bréfi til okkar að við getum leitað annað en það er bara hroki þess stóra við okkur. Við getum ekki farið neitt annað með þetta,“ segir Bjarni Harðar- son, sem er mjög óhress með þessa aðgerð Póstsins. Hann segist sjá þann möguleika að kæra hækk- unina til Samkeppnisstofnunar á grundvelli þess að það sé verið að velta halla af annarri starfsemi yfir á kaupendur þessarar þjónustu. Lágkúra að hafa enga stefnu „Það er lágkúra okkar tíma að hafa enga stefnu og það er eins og enginn þori það. Það virðist þurfa að trúa í blindni á einhver peninga- sjónarmið. Þessar gömlu ríkisstofn- anir eru verstar, núna eru það bara nokkrir starfsmenn sem ráða ferð- inni en þeir lúta engum fjármagns- eigendum heldur ríkinu. Með því að „háeffa“ þessi fyrirtæki hætta þau að lúta lögmálum ríkisins eins og áður var og fara að haga sér að vild starfsmanna en auðvitað er þetta fyrirtæki í eigu ríkisins og sem eig- andi getur það ráðið ferðinni. Starfsmenn Póstsins hafa sagt að þetta komi ekki við almenning heldur bara fyrirtæki. Mér finnst helv... hart að okkar litla fyrirtæki þurfi að verða fyrir þessu. Við eig- um erfitt með að velta þessari hækkun yfir á kaupendur blaðsins en ef ég gerði það þá er hækkunin komin á þennan svokallaða almenn- ing,“ segir Bjarni Harðarson, rit- stjóri og útgefandi Sunnlenska fréttablaðsins. Ritstjóri Sunnlenska óhress með hækkun póstburðargjalda Þýðir stóraukinn kostnað við útgáfuna Morgunblaðið/Sig. Jónsson Bjarni Harðarson ritstjóri framan við afgreiðslu Póstsins á Selfossi. Selfoss UM SÍÐUSTU helgi héldu Vest- mannaeyingar upp á goslok Heimaeyjargossins 1973. Það er jafnan gert í kringum 4. júlí ár hvert en nú eru liðin 29 ár frá gos- lokum. Íbúar við Grænuhlíð, sem fór öll undir hraun í gosinu, notuðu tækifærið og hittust við rætur göt- unnar og rifjuðu upp gamla daga. Um kvöldið var haldið götugrill þar sem 148 íbúar Grænuhlíðar og afkomendur þeirra mættu. Það sérstaka við þetta götugrill var hvað íbúarnir fyrrverandi mættu vel en götuna vantaði í partíið. Það er eimitt þetta sem er svo sérstakt við að hafa upplifað eldgos við bæj- ardyrnar heima hjá sér og sjá svo á eftir húsum sínum sem hver íbúi hafði lagt alla sína sál og fjármuni til, og unglingarnir misstu á svip- stundu æskuslóðir sínar sem búa svo ljóslifandi innra með öllum, en gallinn er að ekki er hægt að fara og skoða þær aftur og upplifa gamlar minningar. Í byrjun hittust íbúarnir í Ásgarði, félagsheimili sjálfstæðismanna sem stendur í jaðri Grænuhlíðar en var kaup- félag og mjólkurbúð þegar íbú- arnir áttu heima í Grænuhlíð. Þar voru myndasýningar og fjöl- skyldualbúmin gengu á milli borða þar sem minningarnar voru kall- aðar fram. Margir höfðu á orði eft- irá hvað stemmingin var sérstök og fólk fékk sérstaka tilfinningu sem ekki hafði fundist eftir gos, enda var samheldnin og ánægjan yfir að hittast mikil og tilfinn- ingarík, sumir eftir 29 ára að- skilnað. Margir fengu lausnir á gömlum leyndarmálum og enn aðr- ir viðurkenndu svæsnustu prakk- arastrik. Það upplifðu því margir sannleikann við endurnýjuð kynni. Þá var afhjúpað merki Grænuhlíð- ar í hrauninu þar sem gatan liggur á 20–30 m dýpi. Það var elsti íbú- inn við Grænuhlíð sem var mættur er afhjúpaði merkið, Anna Sigurð- ardóttir frá Vatnsdal. Merkið er gjöf skógræktarfélags Vest- mannaeyja en það hefur látið út- búa merki allra gatna í Eyjum sem eru undir hrauni. Einnig gaf skóg- ræktarfélagið eina trjáplöntu fyrir hvert hús götunnar sem íbúarnir gróðursettu á svæðinu. Um kvöldið var svo sameiginlegt grill og að því loknu fóru margir í Skvísusund en þar er haldin samkoma ár hvert til að minnast gosloka. Þar var spilað og sungið í veiðarfærakróm fram undir morgun og var gríðarlegt fjölmenni í Skvísusundi enda veðr- ið mjög gott. Í Grænuhlíð var búið í 24 húsum þegar eldgosið hófst. Í nokkrum húsum hafði einungis verið búið í nokkra mánuði. Það var árið 1954 sem Friðrik í Skálholti hafði samband við Guð- laug Gíslason, þáverandi bæj- arstjóra, og vildi byggja hús á milli Landagötu og Austurvegar og hann fékk síðan tvo til viðbótar svo að Guðlaugur gæti samþykkt að gera nýja götu en þeir voru Gísli Grímsson og Tryggvi Sigurðsson. Fyrstu íbúarnir til að flytja í Grænuhlíðina voru hjónin Arnar Sighvatsson og Soffía Björns- dóttir, í nóvember 1958. Morgunblaðið/Sigurgeir Íbúar Grænuhlíðar og afkomendur þeirra mættu til að rifja upp gömul og góð kynni. Íbúar Grænuhlíðar minntust gosloka Vestmannaeyjar LOÐNUVERTÍÐIN er í fullum gangi á Þórshöfn og nóg að gera við löndunarkranann en fjögur dönsk loðnuskip lönduðu sama dag- inn nú í vikunni. Koma dönsku loðnuskipanna er árviss en það eru níu skip sem eru í viðskiptasambandi við loðnuverk- smiðjuna hjá Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hf. Frá byrjun sumarvertíðar eru tæp 10 þúsund tonn komin á land en sú tala breytist ört þegar landað er á hverjum degi. Loðnan veiðist í grænlensku lögsögunni, um 10–12 mílur utan landhelgislínu. Dýpkun stendur nú yfir í höfn- inni og verður henni lokið næsta haust en þessar hafnarbætur eru löngu tímabærar því að mikil skipaumferð er í höfninni á há- vertíðinni. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Dönsku skipin komin í höfn; Strömfjord er í nótaþjónustu þegar Strömsund siglir inn og tveir Danir til viðbótar á leiðinni í löndun. Sumarloðnan í bræðslu Þórshöfn ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.