Morgunblaðið - 07.08.2002, Síða 3

Morgunblaðið - 07.08.2002, Síða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 B 3 Opna TNT-golfmótið Laugardaginn 10. ágúst í Grafarholti Leikin verður „stableford“-punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf karla er 24 og 28 hjá konum. Mæting kl. 8.30. Ræst verður út af öllum teigum kl. 9.00. Boðið verður upp á léttan hádegisverð í mótslok. Vegleg verðlaun 1. verðlaun: 30.000 kr. úttekt í Nevada Bob 2. verðlaun: 20.000 kr. úttekt í Nevada Bob 3. verðlaun: 10.000 kr. úttekt í Nevada Bob Einnig verðlaun fyrir 3 bestu brúttó-skorin. Nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins. Allir keppendur fá teiggjöf. Þátttökugjald er 3.000 kr. Skráning í síma 585 0210 og í golfverslun á Grafarholtsvelli N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 6 9 8 8  HARALDUR Ingólfsson átti mjög góðan leik fyrir Raufoss sem sigraði topplið Tromsö, 4:3, í norsku 1. deild- inni í knattspyrnu á sunnudag. Har- aldur fékk í 7 í einkunn hjá Verdens Gang og var hæstur ásamt tveimur öðrum félögum sínum. Raufoss er í fimmta sæti deildarinnar með 34 stig en Tromsö trónir á toppnum með 37 stig.  ÞORVALDUR Þorvaldsson mun leika með Íslandsmeisturum KA í handknattleik á komandi tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu KA. Þorvaldur hefur leikið með Þórsur- um undanfarin ár en lék áður með KA-mönnum.  ELFA Björk Hreggviðsdóttir úr Val tók sæti Guðbjargar Guðmanns- dóttur úr Víkingi í ferð íslenska A- landsliðsins í handknattleik til Sví- þjóðar en liðið hélt utan í morgun. Liðið leikur við Svía á morgun, gegn Finnum á föstudaginn, á föstudaginn spilar liðið við sænska félagsliðið Savehof og á laugardaginn verður leikið um sæti á mótinu.  ERLENDUR EGILSSON leikmað- ur Vals hefur gert eins árs samning við Aftureldingu og mun leika með þeim í 1. deildinni í handknattleik á næstu leiktíð eftir því sem fram kem- ur á vefsíðu Vals.  UMBOÐSMAÐUR brasilíska sóknarmannsins Ronaldos segir að leikmaðurinn vilji fara frá félagi sínu, Inter Milano á Ítalíu, og ganga til liðs við Evrópumeistara Real Madr- id. Ronaldo kom til Mílanó í gær eftir sumarfrí og er búist við að hann óski eftir því við Massimo Moratti, for- seta Inter, að fara frá félaginu.  MORATTI hefur hins vegar lýst því yfir að hann muni ekki selja Ron- aldo fyrir minna en 100 milljónir evra, eða 8,3 milljarða króna. Það er því hugsanlegt að leikmaðurinn snúi ekki aftur til Spánar, en hann lék með katalónska liðinu Barcelona áð- ur en hann gekk til liðs við Inter.  ÍSLENDINGALIÐIÐ Stoke City lagði Teleford United, 2:1, í æfinga- leik í fyrrakvöld. Brynjar Björn Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson og Pétur Hafliði Marteinsson voru allir í byrjunarliði Stoke. Belginn Jurgen Vandeurzen og Andy Cooke skor- uðu mörk Stoke í leiknum.  PAUL Scholes, miðjumaður Man- chester United og enska landsliðs- ins, þarf ekki að gangast undir að- gerð á hné eins og óttast var. Scholes meiddist í leik United á móti Ajax á Amsterdam-mótinu um helgina og óttaðist læknir United-liðsins að Scholes þyrfti að fara undir hnífinn. Við myndatöku í gær kom í ljós að meiðslin eru minniháttar svo Scholes verður klár í slaginn um aðra helgi þegar enska úrvalsdeildin hefst. FÓLK mun vista ppni Að- Ein- nns- nar- :1, í yrra- ki og etur ing í lár í ýliða egan Hann WBA gæti a til- rsey með tleik dd á liði ari í Ars- Tony i fé- aferð u að ættur taka ll og enal, rick hann Þar astle e fal- hann arce- aink skra dum tjóri eeds millj- mby ngið natt- aga- ólfur eins arn- ir af dag- bann yri á avík, kur á r úr- nar í FH- þjálf- um í ld. aðir í lvík, edikt irnir einn óma. ður í runa fékk eik. m- Undankeppni í stangarstökkikvenna hefst kl. 7 árdegis að ís- lenskum tíma og ljóst er að við ramman reip verður að draga fyrir þær Völu og Þóreyju. Meðal and- stæðinga þeirra eru þýska stúlkan Annika Becker, sem setti Evrópu- met fyrr í sumar þegar hún stökk 4,77 m, og hin rússneska Svetlana Feofanova, sem bætti metið um einn sentímetra á dögunum. Tólf stúlkur komast áfram í úrslit sem fara fram á föstudag. Þórey og Vala hafa að undanförnu dvalið við æfingar í Feldkirch í Aust- urríki en þær stöllur komu ásamt Vé- steini Hafsteinssyni landsliðsþjálfara til München á mánudag. Vésteinn segir að stelpurnar hafi stokkið vel á æfingum að undanförnu og séu til- búnar í slaginn. Þórey hafi sett stefn- una á úrslitin og Vala stefni að því að stökkva betur en hún hafi gert í ár. Jón Arnar Magnússon hefur keppni hálftíma á eftir þeim Völu og Þóreyju en þá verður keppt í fyrstu grein tugþrautarinnar, 100 metra hlaupi. Auk þess mun hann keppa í langstökki, kúluvarpi, hástökki og 400 metra hlaupi á morgun, en keppni í tugþraut lýkur á morgun. Jón Arnar kom í ólympíuþorpið í München á mánudagskvöld en síð- ustu dagana fyrir mótið æfði hann í Stuttgart ásamt Eistlendingnum Erki Nool. Jón Arnar stefnir á eitt af sex efstu Jón Arnar er til alls líklegur á mótinu eftir að hafa náð ágætum ár- angri á tveimur tugþrautarmótum í vor. Hann hefur sett stefnuna á eitt af sex efstu sætunum að sögn Vé- steins og verður spennandi að sjá hvort honum tekst ætlunarverk sitt. Vésteinn telur möguleika íslensku keppendanna góða þrátt fyrir að liðið sé minna en oft áður á stórmótum. Jón Arnar, Vala og Þórey séu öll heil heilsu og vel undirbúin og því verði gaman að fylgjast með þeim í dag. Íslendingar hefja keppni á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í dag Jón Arnar er til alls líklegur ALLIR íslensku keppendurnir á Evrópumótinu í frjálsíþróttum í München verða í sviðsljósinu í dag, á öðrum keppnisdegi mótsins. Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir etja kappi við bestu stang- arstökkskonur Evrópu og Jón Arnar Magnússon hefur keppni í tug- þraut. Öll hafa þau undirbúið sig vel og segist Vélsteinn Hafsteins- son landsliðsþjálfari vera hóflega bjartsýnn fyrir þeirra hönd. Morgunblaðið/Ásdís Jón Arnar Magnússon verður í eldlínunni í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í München í dag. Morgunblaðið/Sverrir Þórey Edda Elísdóttir og Vala Flosadóttir eru á meðal kepp- enda í stangarstökkskeppninni á EM í München í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.