Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 4
FÓLK
FRANCESCO Totti, fyrirliði
ítalska liðsins Roma, leikur að öllum
líkindum ekki knattspyrnu næstu tvo
mánuðina þar sem hann meiddist á
hné í æfingaleik um helgina. Totti
þarf ekki að gangast undir aðgerð en
forráðamenn Roma reikna með að
hann verði ekki leikfær fyrr en mán-
uður er liðinn af keppnistímabilinu á
Ítalíu sem hefst 1. september.
ALEX Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, greindi frá
því í gær að Patrick Viera, fyrirliði
Arsenal, hefði viljað ganga til liðs við
United á síðustu leiktíð en forráða-
menn Arsenal ekki leyft honum það.
Með þessu var hann að svara Arsene
Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal,
sem lét þau orð falla á dögunum að
United hefði greitt Leeds of mikið
fyrir Rio Ferdinand, en stjórarnir
tveir hafa löngum eldað saman grátt
silfur.
PAUL Ince, fyrrverandi landsliðs-
maður Englands í knattspyrnu,
samdi í gær við enska knattspyrnulið-
ið Wolves til eins árs og mun því leika
með Ívari Ingimarssyni í fyrstu deild-
inni á næstu leiktíð. Ince, sem er 34
ára og hefur leikið með Middles-
brough síðustu ár, hafnaði nýjum
samningi við félagið í vor og kaus þess
í stað að róa á önnur mið. Hjá Wolves
hittir hann m.a. fyrir fyrrverandi fé-
laga sinn hjá Manchester United,
Denis Irwin.
ANNAR fyrrverandi landsliðsmað-
ur Englands, Paul Merson, hefur
gert tveggja ára samning við fyrstu-
deildarliðið Portsmouth en hann var
á dögunum leystur undan samningi
sínum við úrvalsdeildarliðið Aston
Villa, sem hann hefur leikið með síð-
astliðin fjögur ár.
STUÐNINGSMENN enska úrvals-
deildarliðsins Leeds United hafa
frestað árlegu kvöldverðarboði sínu
þar sem leikmaður ársins hjá félaginu
fær verðlaun frá stuðningsmanna-
klúbbnum. Ástæðan er sú að Rio
Ferdinand varð fyrir valinu en það
fór fram áður en Ferdinand gekk til
liðs við keppinautana Manchester
United. Stuðningsmennirnir telja
ekki við hæfi að hann fái verðlaunin
eftir félagaskiptin og hyggjast því
velja aftur leikmann ársins.
UEFA, Knattspyrnusamband Evr-
ópu, hefur kunngjört hverjir koma til
greina sem bestu leikmenn og þjálf-
arar á síðasta keppnistímabili. Ruud
van Nistelrooy hjá Manchester Unit-
ed, Raúl Gonzáles hjá Real Madrid
og félagi hans Zinedine Zidane berj-
ast um titilinn knattspyrnumaður
Evrópu og Vincente Del Bosque,
þjálfari Real Madrid, Sir Alex Fergu-
son, þjálfari Manchester United og
Klaus Toppmöller, þjálfari Bayer
Leverkusen, eru tilnefndir sem þjálf-
arar ársins.
GIANLUIGI Buffon, Juventus,
Jerzy Dudek, Liverpool, og Oliver
Kahn, Bayern München, keppast um
titilinn markmaður ársins og Cafú hjá
Roma, Sami Hyypiä hjá Liverpool og
Roberto Carlos hjá Real Madrid eru
tilnefndir sem varnarmenn ársins.
ÞÁ hafa Michael Ballack, sem lék
með Bayer Leverkusen á síðustu
leiktíð en gekk til liðs við Bayern
München í sumar, Roy Keane hjá
Manchester United og Patrick Viera
hjá Arsenal koma til greina sem
miðjumenn ársins en annaðhvort
Raúl, Nistelrooy eða David Trezegu-
et hjá Juventus hreppir titilinn sókn-
armaður ársins. Úrslitin verða til-
kynnt í Mónakó 29. ágúst þegar
dregið verður í fyrri umferð riðla-
keppni meistaradeildar Evrópu.
ENSKA knattspyrnuliðið West
Ham hefur fengið til liðs við sig
franska knattspyrnumanninn Edou-
ard Cisse frá franska liðinu Paris
Saint Germain. Cisse er lánaður til
Lundúnaliðsins í eitt ár en liðið á
möguleika á að kaupa hann að loknu
næsta keppnistímabili.
McDowell lék frábærlega síðastadaginn og hann sparaði pútter-
inn sem Darren Clarke gaf honum,
notaði eitt pútt á tólf holum síðasta
daginn.
McDowell er greinilega mikið efni,
því árangur hans hefur verið einstak-
ur. Hann er í skóla í Alabama í Banda-
ríkjunum og er þar í efsta sæti yfir
kylfinga í háskólum. Hann tók þátt í
tólf mótum fyrir skóla sinn og sigraði í
helmingi þeirra og meðalskorið hjá
drengnum var 69,6 högg sem er betra
en Tiger Woods og Luke Donald
gerðu en þeir áttu gamla metið.
McDowell lék Kungsängen-völlinn
á 14 höggum undir pari og höggi þar á
eftir kom Trevor Immelman frá S-
Afríku. Norðmaðurinn Henrik Björn-
stad varð í þriðja sæti ásamt Jeff
Sluman. Meðal frægra kylfinga má
nefna að Jesper Parnevik varð í 17.
sæti á 6 höggum undir pari og Colin
Montgomerie lék á fimm höggum
undir pari.
Beem í stuði
Rich Beem var í miklu stuði á The
International-mótinu í Bandaríkjun-
um, en þar var keppt með punkta-
fyrirkomulagi. Hann fékk alls 44
punkta en Steve Lowery varð annar
með 43 punkta. Mark Brooks varð
þriðji með 33 og Greg Norman og
Ernie Els fengu 27.
Beem gerði sér lítið fyrir á síðasta
hring og fékk sjö fugla og örn á 17.
holunni til að knýja fram sigur.
Ólafur Már bestur á Nesinu
ÓLAFUR Már Sigurðsson úr Keili sigraði á Shoot-out golfmóti NK
sem fram fór á mánudaginn. Tíu kylfingar hófu keppni og týndu
þeir tölunni hver af öðrum þar til svo var komið að Ólafur Már og
Haraldur H. Heimisson úr GR voru tveir eftir. Ólafur Már fékk fugl
á holuna en Haraldur par þannig að Ólafur Már fagnaði sigri, en
hann fékk fugl á tvær síðustu holurnar.
Mótið var nú haldið í sjötta sinn og er greinilega mikill áhugi á
því enda fjölmargir áhorfendur sem lögðu leið sína á Nesið til að
fylgjast með. DHL-hraðflutningar styrktu mótið en ágóði af því
rennur jafnan til góðra mála og að þessu sinni var það foreldrafélag
sykursjúkra barna og unglinga sem fékk 250.000 krónur í mótslok.
Búast má við spennandi ogskemmtilegri keppni, bæði í
karla- og kvennaflokki, enda rjómi
íslenskra kylfinga mættur til leiks.
Hæsta forgjöf í karlaflokki er 5,3
eins og stendur, en lægsta forgjöf
karla er -2,5, en það er Ólafur Már
Sigurðsson úr Keili sem er með
þessa skemmtilegu forgjöf. Ellefu
kylfingar eru með forgjöf fyrir neð-
an núll þannig að það verður hart
barist á Hellu næstu dagana.
Örn Ævar Hjartarson úr Golf-
klúbbi Suðurnesja er kominn til
landsins til að verja titil sinn og verð-
ur með á Hellu. Margir ætla sér ef-
laust að ná titlinum frá honum enda
leikurinn til þess gerður, að leika á
sem fæstum höggum og sigra.
Björgvin Sigurbergsson, atvinnu-
kylfingur úr Keili, ætlar einnig að
vera með, en hann varð fyrst Ís-
landsmeistari 1995 þegar leikið var
síðast á Hellu. Síðan þá hefur hann
tvívegis sigrað, 1999 og 2000.
Sigursælustu kylfingar síðari ára
verða báðir með í ár, en nokkuð er
um liðið síðan Kylfingar aldarinnar á
Íslandi, Úlfar Jónsson úr Keili og
Karen Sævarsdóttir úr GS, hafa tek-
ið þátt í landsmóti. Karen var ósigr-
andi á árunum 1989 til 1996 og varð
þá Íslandsmeistari átta sinnum í röð
og hefur enginn leikið það eftir.
Úlfar hefur sex sinnum orðið Ís-
landsmeistari, fyrst árið 1986 og síð-
ast 1992.
Herborg Arnarsdóttir úr GR hef-
ur titil að verja í kvennaflokki og
mun hún örugglega ekki láta hann af
hendi fyrirhafnarlaust. Herborg hef-
ur lengi verið í fremstu röð þó ung sé
og var oft í öðru og þriðja sæti á stór-
mótum en hefur síðustu misseri og
ár sýnt að hún hefur getu til að ná
alla leið.
Á mótinu í ár verða átta karlar
sem hafa orðið Íslandsmeistarar 23
sinnum og hjá konunum eru þær sex
sem hafa orðið meistarar 14 sinnum.
Það kemur nokkuð á óvart að tvo
kylfinga vantar meðal keppenda,
kylfinga sem hefðu án efa blandað
sér í baráttu þeirra efstu. Í kvenna-
flokki er það Kristín Elsa Erlends-
dóttir úr Keili, en af persónulegum
ástæðum getur hún ekki verið með.
Hinn er atvinnukylfingurinn Birgir
Leifur Hafþórsson frá Akranesi.
Samkvæmt áætlunum hans verður
hann hér á landi á meðan landsmótið
fer fram en ætlar ekki að vera með.
Íslandsmeistari karla, Örn Ævar Hjartarson úr GS, er kominn til landsins til að verja titil sinn.
Fjórtán meistar-
ar mæta til leiks
LANDSMÓTIÐ í golfi hefst á fimmtudaginn á Strandarvelli við Hellu.
Fullskipað er í mótið, 150 kylfingar skráðir og 27 í startholunum á
biðlista ef einhverjir forfallast og draga sig úr keppni. Konum er
heldur að fjölga og eru þær 23 í ár.
Morgunblaðið/Golli
Sigraði á þriðja
móti sínu
NORÐUR-Írinn Graeme McDowell sigraði nokkuð óvænt á móti í
evrópsku mótaröðinni í golfi um helgina, en mótið var haldið í Sví-
þjóð. McDowell gerðist atvinnumaður í júní og þetta var hans þriðja
mót í evrópsku mótaröðinni. Með sigrinum varð hann tólfti kylfing-
urinn sem sigrar í fyrsta sinn í mótaröðinni í ár, mikið um nýja sigur-
vegara í ár.