Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 B 3
FÓLK
SCOTT Ramsey úr Grindavík og
Páll Hjarðar úr ÍBV voru í gær úr-
skurðaðir í eins leiks bann af aga-
nefnd KSÍ vegna gulra spjalda.
Ramsey verður ekki með Grindavík
gegn KA á sunnudaginn og Páll
missir af leik ÍBV gegn KR á mánu-
daginn.
RAMSEY hlýtur að naga sig í
handarbökin því hann fékk afar
ódýrt spjald undir lok leiks Grinda-
víkur gegn Fylki á sunnudaginn.
Ramsey sparkaði boltanum aftar á
völlinn þegar Fylkismönnum hafði
verið dæmd aukaspyrna.
SEX leikmenn úr 1. deild fengu
eins leiks bann, þeir Heiðar Gunn-
ólfsson úr Leiftri/Dalvík, Kristján
Ómar Björnsson úr Haukum, Hall-
dór Steinar Kristjánsson úr Sindra,
Bernharður M. Guðmundsson úr
Stjörnunni, Haukur Úlfarsson úr
Víkingi og Jens Sævarsson úr
Þrótti. Þeir taka allir sín bönn út í
leikjum 16. umferðar um næstu
helgi.
BJÖRGVIN Hansson kom Leikni
frá Fáskrúðsfirði í undanúrslit 3.
deildarinnar í knattspyrnu á ævin-
týralegan hátt í gærkvöld. Björgvin
skoraði fyrir Leikni með síðustu
spyrnu leiksins gegn Reyni í Sand-
gerði; Reynir vann 3:2 en Leiknir
sigraði í einvíginu á mörkum á úti-
velli. Leiknir mætir KFS í úrslita-
leikjum um sæti í 2. deild og í hinu
einvíginu mætast Fjölnir og Fjarða-
byggð.
SPÆNSKIR fjölmiðlar greindu frá
því í gær að ítalska liðið Inter Mílanó
hefði boðist til að lána spænska liðinu
Barcelona brasilíska framherjann
Ronaldo í eitt ár með möguleika á að
kaupa hann að því loknu. Þessar
fréttir koma mjög á óvart því und-
anfarnar vikur hefur Ronaldo verið
orðaður við erkifjendur Barcelona,
Real Madrid, og hafa forráðamenn
Madrídarliðsins og Inter Mílanó
m.a. átt í samningaviðræðum sem þó
hafa ekki borið árangur. Ronaldo er
ekki ókunnur Barcelona því hann lék
með liðinu í eitt ár áður en hann gekk
til liðs við Inter.
WOLFGANG Wolf, þjálfari þýska
knattspyrnuliðsins Wolfsburg, varð
fyrir því óláni að meiðast á æfingu
liðsins í gær þegar hann og ung-
mennalandsliðsmaðurinn Tobias
Rau rákust saman. Wolf var fluttur á
sjúkrahús til rannsóknar en óttast
var að hann hefði slitið hásin.
HVERFANDI líkur eru nú á að hol-
enski landsliðmaðurinn Jimmy
Floyd Hasselbaink verði seldur frá
Chelsea til spænska liðsins Barce-
ona en framherjinn snjalli hefur á
undanförnum dögum verið orðaður
sterklega við Katalóníuliðið og haft
hefur verið eftir honum sjálfum að
hann væri mjög spenntur að ganga í
raðir félagsins.
Joan Gaspart, forseti Barcelona,
ét hafa eftir sér í gær að hann teldi
afar ólíklegt að Hasselbaink gengi í
raðir Börsunga. Hann sagði í út-
varpsviðtali í Barcelona að for-
ráðamenn Barcelona hefðu átt við-
ræður við Chelsea um hugsanleg
kaup á Hasselbaink en þær ekki leitt
il neinnar niðurstöðu.
Stærsta íþróttablaðið á Spáni,
Marca, birti fréttir í gær þess efnis
að Barcelona hefði boðið Chelsea 7,3
milljónir dollara, 650 milljónir
króna, fyrir Hasselbaink. Marca seg-
r að því boði hafi snarlega verið
hafnað af stjórn Lundúnaliðsins sem
vill fá helmingi hærri upphæð fyrir
Hollendinginn sem orðinn er 30 ára
gamall. Marca sagði frá því að Börs-
ungar væru reiðubúnir að láta hol-
enska varnarmanninn Michael Reiz-
nger fylgja með í kaupunum en
hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu.
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri
Chelsea, sagði í viðtali við útvarps-
stöð í Barcelona að Hasselbaink færi
hvergi. „Það eru miklar sögusagnir í
gangi en Hasselbaink verður um
kyrrt hjá Chelsea. Ég hef engan
áhuga á að fá Reizinger til liðs við
Chelsea heldur hef ég meiri áhuga á
að halda Hasselbaink,“ sagði
Ranieri.
Hasselbaink
um kyrrt
hjá Chelsea ARSENAL og Tottenham, ná-
grannarnir í Norður-London,
smelltu sér í tvö efstu sæti ensku
úrvalsdeildarinnar í gærkvöld.
Arsenal vann nokkuð auðveldan
sigur á WBA, 5:2, þar sem Sylvain
Wiltord skoraði tvö markanna, og
Tottenham vann Charlton á úti-
velli, 1:0, með marki frá Simon
Davies.
Lárus Orri Sigurðsson lék allan
leikinn í vörn WBA á Highbury.
Hann lagði upp síðara mark liðsins
með sendingu á Jason Roberts.
Leeds og Liverpool, einu liðin í
deildinni sem hafa ekki tapað stigi,
geta farið upp fyrir Arsenal og
Tottenham á nýjan leik í kvöld.
Leeds mætir Sunderland og Liver-
pool sækir Blackburn heim.
Ívar Ingimarsson og félagar í
Wolves eru í öðru sæti 1. deildar
eftir jafntefli, 2:2, gegn Sheffield
Wednesday á heimavelli. Ívar lék
allan leikinn á miðjunni hjá Wolv-
es.
ÓLAFUR Gottskálksson, knatt-
spyrnumarkvörður hjá enska 2.
deildar félaginu Brentford,
gekkst á dögunum undir aðgerð á
öxl og verður frá æfingum og
keppni næstu sex vikurnar.
„Ég hef átt í þessum meiðslum
meira og minna síðan í desember,
hélt að ég væri orðinn góður eftir
hvíld í sumar, en svo tók þetta sig
upp aftur. Ég var með rifna
vöðvafestu í öxlinni, sem kemst
vonandi í lag með þessari aðgerð,“
sagði Ólafur við Morgunblaðið í
gær.
Hann kom ekki við sögu í fyrstu
leikjum tímabilsins þrátt fyrir
gott gengi á undirbúningstíma-
bilinu. „Ég hugsa fyrst og fremst
um að fá mig góðan og skoða síðan
mín mál eftir sex vikur. Efst á
blaði er að vinna aftur sætið í liði
Brentford en annars fer ég að líta
í kringum mig á ný,“ sagði Ólafur,
sem hafnaði tilboðum frá Stock-
port og Ipswich í sumar.
Ólafur Gottskálks-
son frá í sex vikur
þá þær að markvörðurinn Jenný Ás-
mundsdóttir hefur haldið Noregs og
Heiða Erlingsdóttir fylgdi eigin-
manni sínum, Rúnari Sigtryggssyni,
til Spánar. Hins vegar hafa Haukar
fengið erlendan markvörð, Lukre-
ciju Bokan að nafni, sem kemur frá
Króatíu. Auk þess er örvhenta
skyttan Björk Tómasdóttir gengin í
raðir Hauka frá Fram, en félaga-
skipti Ragnhildar Guðmundsdóttur
frá FH yfir í Hauka hafa ekki geng-
ið í gegn. Gústaf staðfesti að vilji
Ragnhildar væri að leika með Hauk-
um og að hann treysti því að vilji
leikmannsins yrði ofan á í málinu.
Íslandsmeistarar Hauka í hand-knattleik kvenna mæta með
sterkt lið til keppni í haust líkt og
undanfarin ár, þrátt fyrir töluverðar
annir hjá mörgum leikmanna liðs-
ins. Gústaf Björnsson þjálfari
Hauka sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að leikstjórnandinn
Brynja Steinsen hafi ákveðið að
sinna námi af fullum krafti í vetur
með vinnu, en héldi þeim möguleika
opnum að leika með liðinu þegar líða
tæki á tímabilið. Gústaf sagði jafn-
framt að hornamaðurinn Telma
Árnadóttir hefði verið viðloðandi lið-
ið í sumar, og ekki væri heldur loku
fyrir það skotið að hún gæti leikið
með í vetur. Auk þess hefur stór-
skyttan Nína K. Björnsdóttir hafið
æfingar að nýju, og ætti hún að vera
með af fullum krafti þrátt fyrir ann-
ir í námi og vinnu. Helstu breyt-
ingar á leikmannahópi Hauka eru
Brynja með
Haukum?
Morgunblaðið/Golli
avík í gærkvöldi. Hér er hún í baráttu við Ólöfu Daðey Pétursdóttur.
ÍÞRÓTTIR
Nágrannaliðin í
efstu sætunum
Atli til HK
ATLI Þór Samúelsson, hand-
knattleiksmaður frá Ak-
ureyri, æfir þessa dagana
með 1. deildarliði HK og leik-
ur að öllu óbreyttu með því í
vetur. Atli, sem lengst af hef-
ur spilað með Þór á Ak-
ureyri, lék með HK tímabilið
1999–2000 en hefur und-
anfarin tvö ár verið í her-
búðum Gróttu/KR. Að sögn
forráðamanna HK er ekki
reiknað með frekari liðsauka
fyrir komandi tímabil þar
sem stefnt sé að því að gefa
yngri leikmönnum félagsins
aukin tækifæri í vetur.
HIÐ árlega góðgerðagolf KPMG verður á
Hvaleyrarvelli í dag og hefst klukkan 13.
Mótið er með þeim hætti að á þriðja tug
fyrirtækja senda fulltrúa sinn í mótið og
KPMG velur átta landsþekkta kylfinga til
að leika með þeim, fyrir þeim hópi fer
Björgvin Sigurbergsson.
Kylfingur getur í versta falli farið hverja
holu á 9 höggum, aldrei er skrifuðu hærri
tala, en fyrirtækin greiða 500 krónur fyrir
hvert högg starfsmanna sinna og KPMG
greiðir fyrir högg hinna átta útvöldu.
Í fyrra söfnuðust 1.236.000 krónur sem
Götusmiðjan fékk en í ár er það Kraftur,
stuðningsfélag fyrir ungt fók sem greinst
hefur með krabbamein og aðstandendur.
Góðgerðagolf KPMG
Aðalfundur hjá Fram
Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Fram
verður haldinn þriðjudaginn 3. september
kl. 18:00 í Safamýri 26, Framheimilinu.
Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf auk
lagabreytinga.
FÉLAGSLÍF
Rangt nafn var við mynd með umfjöllun um
leik Keflavíkur og ÍA í blaðinu í gær. Þar
var Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson
með knöttinn en ekki Ellert Jón Björnsson.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Leiðrétting
ARSENE Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, hefur
ákveðnar skoðanir á fyrirkomu-
lagi Meistaradeildar Evrópu í
nánustu framtíð. Frakkinn vill
að aðeins tíu lið öðlist rétt til
þess að leika í Meistaradeildinni
og þau lið verði aðeins frá sterk-
ustu deildarkeppnum Evrópu.
„Almenningur vill aðeins sjá
bestu liðin eigast við og það
verður að breyta fyrirkomulagi
keppninnar enn frekar á næstu
misserum,“ segir Wenger en
hann segir ekki hvernig eigi að
útfæra breytinguna og ekki
heldur hvaða þjóðir komi til
greina. Ætla má að Wenger
horfi þar til Englands, Spánar,
Þýskalands og Ítalíu.
Wenger
vill tíu liða
Meistara-
deild