Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 4
Ermolinskij á Selfoss SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins mun Alexander Ermolinskij þjálfa sameiginlegt lið Selfoss og Laugdæla á næstu leiktíð í 1. deild karla í körfuknattleik. Selfoss féll úr 1. deild sl. vor en liðinu var boðið sæti í deildinni á ný eftir að lið ÍV og ÍG hættu við þátttöku sinna liða. Ermolinskij hefur komið víða við á ferli sínum og þjálfað m.a. úrvalsdeildarlið ÍA og Skallagríms jafnframt því sem hann lék með liðunum. Að auki var hann bikarmeistari með Grindvíkingum. Margir af reyndari leikmönnum Selfossliðs- ins eru horfnir á braut í önnur lið og til náms erlendis.  SIGRÚN Fjeldsted, spjótkastari úr FH, setti um liðna helgi stúlkna- met í spjótkasti er hún kastaði 49,21 m og bætti fyrra met sitt um 95 sentímetra. Þetta er í fimmta sinn í sumar sem Sigrún bætir Íslands- metið í stúlknaflokki.  FJÖLMARGIR Íslendingar fylgd- ust með íslenska landsliðinu í körfu- knattleik sem tók þátt í Norður- landamótinu í körfuknattleik sem lauk um sl. helgi í Ósló í Noregi. Á heimasíðu KKÍ er sagt frá því að knattspyrnumennirnir Ríkharður Daðason, Tryggvi Guðmundsson og Jóhann Guðmundsson hafi fylgst með leikjum liðsins. Jóhann bauð síðan íslenska hópnum á leik Lyn gegn Vålerenga sl. laugardag þar sem Helgi Sigurðsson skoraði sig- urmarkið. Jóhann lék ekki vegna meiðsla með Lyn að þessu sinni. Logi Ólafsson aðstoðarþjálfari Lille- ström stakk einnig inn nefinu á leik Íslendinga gegn Svíum.  HINN rétt tæplega fertugi mið- herji Kevin Willis hefur gert samn- ing við NBA-liðið San Antonio Spurs og mun leika með liðinu á næstu leik- tíð. Willis lék með Houston Rockets á síðustu leiktíð og skoraði sex stig að meðaltali og tók jafnmörg fráköst í 52 leikjum. Willis hefur komið víða við á 18 ára ferli sínum, Atlanta, Miami, Golden State, Toronto og Denver.  REAL Madrid hefur lánað Bras- ilíumannin Savio Bortolini til franska liðsins Bordeaux. Hinn 28 ára gamli landsliðsmaður hefur ekki verið í náðinni hjá Madrid undanfar- ið ár en hann lék aðeins átta deild- arleiki með liðinu á síðustu leiktíð. Bortolini hefur verið á mála hjá spænska liðinu undanfarin fjögur ár en hann lék áður með Flamengo í heimalandi sínu.  LIVERPOOL hefur gefið tyrk- neska liðinu Galatasaray leyfi til að tala við Finnann Jari Litmanen. Tyrkirnir vilja fá Litmanen í sínar raðir en leikmaðurinn er ósáttur í herbúðum Liverpool enda hefur Gerard Houllier, stjóri Liverpool, gefið honum fá tækifæri með liðinu.  DAMIEN Duff, Írinn snjalli í liði Blackburn, hefur ákveðið að fram- lengja samning sinn við félagið og skrifar hann undir nýja samninginn eftir leikinn við Liverpool í kvöld. Duff hefur verið eftirsóttur og Liv- erpool hefur ítrekað reynt að fá hann í sínar raðir.  FINNSKI markvörðurinn Antti Niemi er kominn til Southampton en Gordon Strachan, stjóri Southamp- ton, ákvað að snara út 2 milljónum punda til að kaupa þennan 30 ára gamla markvörð sem var áður á mála hjá skosku liðunum Rangers og Hearts.  GEORGE Burley, knattspyrnu- stjóri Ipswich, var afar óhress með frammistöðu sinna manna er þeir töpuðu á heimavelli fyrir Bradford, 2:1, í fyrrakvöld. Sagði hann að ef þeir ætluðu ekki að leika betur en þetta gætu þeir gleymt öllum draumum um að endurheimta sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að lífið í 1. deild er ekkert auð- velt, menn verða að berjast fyrir hverju stigi,“ sagði Burley.  ADAM Scott, kylfingur frá Ástr- alíu, bar sigur úr býtum á skoska PGA meistaramótinu í golfi sem lauk á sunnudag. Scott sigraði með mikl- um yfirburðum en hann var á ótrú- legu skori, 26 höggum undir pari vallarins á 72 holum. Scott lék síð- asta hringinn á 63 höggum eða níu undir pari og alls var hann á 262 höggum sem er mótsmet. Scott lauk mótinu á afar skemmtilegan hátt en hann fékk örn á 16. holu, fugl á 17. holu og aftur örn á 18. holu. FÓLK Þegar Morgunblaðið sló á þráðinntil Sigfúsar var hann nýkominn af æfingu en Magdeburg er þessa vikuna í æfingabúð- um í austurhluta Þýskalands til að búa sig undir átökin. Liðið hefur verið á hrakhólum með æfingaaðstöðu en flóðin miklu í Þýskalandi gerðu tals- verðan usla í Magdeburg. „Undirbúningstímabilið hefur verið mjög strembið en það er bara hluti af þessu öllu saman. Ég er mjög þreyttur enda höfum við æft 12–13 sinnum í viku og eðlilega tekur tíma að venjast svo miklu álagi. Ég finn þó að þetta er allt að koma hjá mér,“ sagði Sigfús en eins og fólk rekur minni til vann hann hug og hjarta ís- lensku þjóðarinnar með frábærri frammistöðu á EM síðastliðinn vet- ur. Reiknarðu með að fá að spila mik- ið á þínu fyrsta ári? „Ég geri ráð fyrir að ég verði línu- maður númer eitt í vetur. Alfreð hef- ur látið mig spila mestallan tímann í æfingaleikjunum svo það bendir til þess að hann ætli að nota mig tölu- vert í vetur. Það hefur gengið svona upp og ofan hjá mér og liðinu. Það hefur verið óttalegur haustbragur á leik okkar og má kannski kenna því um að við höfum átt í vandræðum með æfingaaðstöðu vegna flóðanna.“ Fituprósentan hefur lækkað Mér er sagt að Alfreð hafi krafist þess af þér að þú losaðir þig við nokkur kíló. Er það rétt? „Það er alveg rétt og það hefur gengið vel að tálga sig. Fituprósent- an hefur lækkað hjá mér. Hún var í góðu lagi á höndum og fótum en of mikil á líkamanum eins og hún hefur alltaf verið. Hún hefur minnkað tölu- vert og ég mundi segja að það væri komið meira samræmi í þetta allt saman. Við erum að vinna í því að breyta fitunni í vöðva og það tekur alltaf sinn tíma.“ Hvernig líst þér á ykkar lið í vet- ur? „Mér líst mjög vel á það og við eig- um klárlega að vera í toppbarátt- unni. Breytingin á liðinu er sú að ég er kominn fyrir Kervadec og þá er kominn ungur Pólverji í liðið, miðju- maður og skytta, sem lofar mjög góðu. Magdeburg á fullt af ungum og efnilegum leikmönnum sem fá ef- laust að láta ljós sitt skína. Rúss- neski miðjumaðurinn Oleg Kul- eschov hefur loks náð sér af meiðslum og það styrkir liðið að fá hann til baka. Mér sýnist svona í fljótu bragði að við, ásamt, Kiel, Lemgo, Essen og Flensborg, verð- um í baráttunni um titilinn. Ég held að ef okkur tekst að smyrja lið okkar vel saman og spila sem liðsheild eigi önnur lið ekki möguleika gegn okk- ur. Við erum kannski ekki með besta byrjunarliðið í deildinni en á löngu tímabili, þar sem leikið er í deildinni, bikarnum og í Evrópukeppninni, höfum við breiddina umfram önnur lið.“ Þú hlýtur að vera ánægður að fá að spila með Ólafi og vonast eftir að hann mati þig jafnvel og hann hefur gert með landsliðinu? „Það er ekkert flóknara en það í mínum huga að Óli er besti hand- boltamaður í heimi. Við höfum hing- að til náð vel saman og það verður engin breyting á því. Kuleschov hef- ur sömuleiðis gott auga fyrir línunni en því miður get ég ekki sagt það um Perunicic. Hann horfir sjaldnast á línuna og minnir mann á gamla veð- hlaupahestinn sem horfir beint áfram.“ Hvaða markmið hefurðu sett þér með liði Magdeburg í vetur? „Á sínum tíma setti ég mér það markmið að komast út og spila og nú er það orðið að veruleika og af miklu meiru alvöru en þegar ég fór á sínum tíma til Spánar. Ég geri ekkert ann- að en spila og æfa handbolta og ég ætla mér að halda áfram á þeirri braut sem ég var á, það er að bæta mig sem handboltamaður. Miðað við aðstæður get ég ekkert annað en bætt mig. Ég vona að ég geti hjálpað liðinu til að ganga vel og ef það tekst verð ég sáttur. Ég er rosalega ánægður hérna í Þýskalandi. Mér hefur verið mjög vel tekið hjá öllum sem tengjast Magdeburgarliðinu. Á Spáni var ég mjög einangraður en hérna er þetta miklu líkara því sem er heima,“ sagði Sigfús. Tekur tíma hjá Sigfúsi Alfreð Gíslason, þjálfari Magde- burg, segir að það taki tíma fyrir Sigfús að ná fótfestu í sterkustu deild heims og vitnar til þess að Sví- inn Magnus Wislander, sem yfirgaf Kiel eftir síðustu leiktíð, og Kerv- adec, sem farinn er frá Magdeburg, hafi átti erfitt í fyrstu, en báðir eru þeir línumenn. „Fúsi mun fá að spila mikið í vetur en það tekur sinn tíma fyrir hann að komast inn í hlutina. Það hefur tekið flestalla bestu línumennina í deild- inni hálft ár að ná almennilegri fót- festu og ég get tekið dæmi um Wis- lander. Kiel vildi selja hann eftir hálft ár og allir vita hvernig ferill hans var hjá Kiel. Kervadec var sömuleiðis lengi að komast í gang hjá okkur og staðan hjá Fúsa er svipuð,“ sagði Alfreð við Morgunblaðið. Magdeburg á erfitt verkefni í upp- hafi móts en í fyrstu fjórum umferð- unum mætir liðið Lemgo, Flensburg og Essen, allt liðum sem spáð er að fari í toppbaráttuna. Sigfús Sigurðsson er ánægður í vistinni hjá Magdeburg Get ekkert ann- að en bætt mig Morgunblaðið/Golli Sigfús Sigurðsson í hörðum slag á línunni með íslenska landsliðinu gegn Makedóníu í vor. Hann reiknar með því að standa í ströngu með sínu nýja félagi, Magdeburg, næstu mánuði. KEPPNI í þýsku Bundesligunni í handknattleik hefst von bráðar og um aðra helgi verður fyrsta umferðin leikin. Sigfús Sigurðs- son, línumaðurinn stóri og sterki, hefur bæst í hóp þeirra íslensku leikmanna sem spila í deildinni og alls verða því átta Íslendingar í eldlínunni í þessari sterkustu deild í heimi, sjö leik- menn og þjálfarinn Alfreð Gísla- son. Sigfús gekk til liðs við Magdeburg í sumar frá Val og honum er ætlað að fylla skarð franska línumannsins Gueric Kervadec sem sneri heim til Frakklands í vor. Guðmundur Hilmarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.