Morgunblaðið - 28.08.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.08.2002, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: Breiðablik – Valur...................................2:2 Guðný Þórðardóttir 44., Erla Arnardóttir 90. – Erna Erlendsdóttir 72., 80. ÍBV – Stjarnan.........................................2:1 Rachel Hammil 67., Michelle Barr 77. – Guðrún Guðjónsdóttir 27. KR – Grindavík........................................9:0 Hólmfríður Magnúsdóttir 15., Hrefna Jó- hannesdóttir 23., 28., 40., Ásthildur Helga- dóttir 36., 85., Olga Færseth 49. 88., Þór- unn Helga Jónsdóttir 66. Staðan: KR 12 11 0 1 67:6 33 Valur 12 8 3 1 25:9 27 Breiðablik 12 8 1 3 29:12 25 ÍBV 12 7 1 4 26:15 22 Þór/KA/KS 12 4 0 8 10:31 12 Stjarnan 12 3 2 7 14:28 11 FH 12 2 1 9 8:42 7 Grindavík 12 1 0 11 7:43 3 Markahæstar: Olga Færseth, KR.................................... 18 Ásthildur Helgadóttir, KR ...................... 16 Hrefna Jóhannesdóttir, KR .................... 14 Margrét R. Ólafsdóttir, Breiðablik ........ 10 Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Valur......... 8 Eyrún Oddsdóttir, Breiðablik................... 8 Erna Erlendsdóttir, Valur ........................ 6 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR ................. 6 Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV .............. 6 Erla Arnardóttir, Breiðablik..................... 5 Olga Steinunn Stefánsdóttir, FH ............. 5 1. deild kvenna Undanúrslit, síðari leikur: Þróttur R. – Tindastóll ...........................6:3 Anna Björg Björnsdóttir 5, Hildur Dagný Kristjánsdóttir 1. – Helga Einarsdóttir 3.  Þróttur R. mætir Haukum í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild kvenna. 3. deild karla 8 liða úrslit, síðari leikir: Fjarðabyggð – Grótta .............................2:2 Guðmundur Guðjónsson 2 – Magnús Guð- mundsson, Stefán Arnarson.  Fjarðabyggð í úrslit, 4:3 samanlagt. Reynir S. – Leiknir F. .............................3:2 Smári Guðmundsson 32., Pálmar Guð- mundsson 75., Eysteinn Guðvarðsson 88. – Viðar Jónsson 61., Björgvin Hansson 90.  Staðan var samanlagt 3:3 en Leiknir F. fer í úrslit á mörkum skoruðum á útivelli. Fjölnir – Vaskur ......................................3:2 Pétur Björn Jónsson 11., Hallur Ásgeirs- son 72., 79. – Brynjólfur Sveinsson 37., Óskar Bragason 41.  Fjölnir í úrslit, 7:2 samanlagt. Magni – KFS.............................................2:1 Arnviður Björnsson 75., Jóhann Trausta- son 85. – Sindri Viðarsson 25.  KFS í úrslit, 5:2 samanlagt.  Í úrslitaleikjum um sæti í 2. deild mæt- ast annars vegar Fjölnir og Fjarðabyggð og hins vegar KFS og Leiknir F. Meistaradeild Evrópu Forkeppni, 3. umferð, síðari leikir: Fenerbahce – Feyenoord .......................0:2 Shinji Ono 48., Thomas Buffel 88.  Feyenoord áfram, 3:0 samanlagt. Bayern München – Partizan Belgrad...3:1 Michael Ballack 27., Giovane Elber 71., Hasan Salihamidzic 74. – Damir Cakar 72.  Bayen München áfram, 6:1 samanlagt. Sparta Prag – Genk ................................4:2 Karel Poborsky 56., Jiri Jarosik 60., 64., Pavel Mares 84. – Moumoni Dagano 25., Wesley Sonck 57.  Staðan var samanlagt 4:4 en Genk kemst áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Inter Mílanó – Sporting Lissabon .........2:0 Luigi Di Biagio 31., Alvaro Recoba 44.  Inter Mílanó áfram, 2:0 samanlagt. Manchester United – Zalaegerszeg ......5:0 Ruud van Nistelrooy 6., 76. (víti), David Beckham 15., Paul Scholes 21., Ole Gunnar Solskjær 83.  Manch. Utd áfram, 5:1 samanlagt.  Sigurliðin fara í riðlakeppni meistara- deildarinnar, tapliðin í 1. umferð UEFA- bikarsins. Intertoto-keppnin Síðari úrslitaleikir: Stuttgart – Lille .......................................2:0  Stuttgart áfram, 2:1 samanlagt. Fulham – Bologna ....................................3:1  Fulham áfram, 5:3 samanlagt. Malaga – Villarreal ..................................1:1  Malaga áfram, 2:1 samanlagt.  Stuttgart, Fulham og Malaga unnu sér sæti í 1. umferð UEFA-bikarsins. England Úrvalsdeild: Charlton – Tottenham ............................0:1 Simon Davies 8. – 26.461. Arsenal – WBA.............................................. Ashley Cole 3., Lauren 21., Sylvain Wil- tord 24., 77., Jeremie Aliadiere 90. – Scott Dobie 51, Jason Roberts 87. – 37.920 1. deild: Sheffield Utd – Millwall...........................3:1 Wolves – Sheffield Wed...........................2:2 Crystal Palace – Leicester ......................0:0 Reading – Burnley ...................................3:0 2. deild: Chesterfield – Northampton...................4:0 Crewe – Cheltenham ...............................1:0 3. deild: Darlington – Carlisle ...............................2:0 Bournemouth – Oxford............................1:1 Bristol Rovers – Swansea .......................3:1 H le F C lo u s h h r lé a r v r r k t M a m k ir h v H g u le in h C s h g k á C a R ÚRSLIT Eiganda Wimble- don hótað lífláti EIGANDI enska knattspyrnuliðsins Wimbledon á ekki sjö dag- ana sæla eftir að hann ákvað að flytja heimavöll liðsins til Milt- on Keynes sem er um 100 km frá því svæði sem Lundúnaliðið kemur upphaflega frá. Liðið hefur ekki átt fastan samastað í mörg ár og eru heimaleikir liðsins leiknir á Shelhurst Park. Eftir að Norðmaðurinn Bjørn Rune Gjelsten tók þessa ákvörð- un hefur honum verið hótað lífláti og hefur öryggisgæsla verið efld í nánasta umhverfi hans. Eftir að borgaryfirvöld höfnuðu því að gera nauðsynlegar breytingar á velli sem Gjelsten hafði í hyggju að kaupa í nágrenni Wimbledon fyrir um 600 milljónir ísl. kr. var fátt annað en að færa liðið um set. Stuðningsmenn liðsins hafa ekki mætt á leiki liðsins í mótmælaskyni að und- anförnu, og hefur til að mynda verið stofnað nýtt félag með sama nafni sem leikur í utandeildakeppninni. Manchester United var ekki ívandræðum með að afgreiða ungverska liðið Zalaegerszeg í for- keppni meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Ungverjarnir unnu óvæntan sigur í fyrri leiknum, 1:0, en áttu aldrei möguleika á Old Traf- ford. Manchester United skoraði þrívegis á fyrstu 20 mínútunum og sigraði 5:0 Ruud van Nistelrooy skoraði tvö markanna og þeir David Beckham, Paul Scholes og Ole Gunnar Sol- skjær eitt hver. Scholes var borinn meiddur af velli og óvíst er hvenær hann verður leikfær á ný. Auk Unit- ed tryggðu Bayern München, Feyenoord, Genk og Inter Mílanó sér sæti í riðlakeppni meistara- deildarinnar. Junichi Inamoto, hetja Japana í heimsmeistarakeppninni í sumar, sló hressilega í gegn með sínu nýja félagi, Fulham, í gærkvöld. Ina- moto skoraði öll þrjú mörk Fulham sem vann Bologna, 3:1, í lokaumferð Intertoto-keppninnar og tryggði fé- laginu þar með sæti í fyrstu umferð UEFA-bikarsins. Stuttgart og Malaga komust sömuleiðis þangað. Veisla á Old Trafford Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfariKR, var að vonum kát að leikslokum. „Ég trúi ekki að við förum að missa nið- ur þetta markahlut- fall. Við reiknuðum með að vinna þenn- an leik því við viss- um af möguleikanum ef Valur tap- aði stigum í Kópavogi og ætluðum ekki að láta það okkur úr greipum ganga,“ sagði Vanda eftir leikinn. Tíu mínútur liðu áður en fyrsta færi KR kom en þá varði Sara Ómarsdóttir markvörður úr góðu færi Olgu Færseth. Ekki stóð á færum eftir það. Hólmfríður Magnúsdóttir braut ísinn á 15. mínútu, Hrefna Jóhannesdóttir bætti við næstu tveimur áður en Ásthildur Helgadóttir komst á blað en Hrefna bætti við þriðja sínu og fimmta KR 5 mínútum fyr- ir leikhlé. Síðari hálfleikur fór að mestu fram inni í vítateig gestanna en þeir tóku duglega á í vörninni auk þess að markvörður þeirra, Sara Ómarsdóttir, sýndi góð tilþrif. Hún kom þó ekki í veg fyrir mark Olgu eftir fjórar mínútur og Þór- unnar Helgu Jónsdóttur á 66. mín- útu. Þegar leið á leikinn fóru Grindvíkingar að feta sig framar en lokaspretturinn var Vesturbæ- inga þegar Ásthildur og Olga skor- uðu sitt markið hvor. Sigríður Fanney átti náðugan dag í marki KR, hún fékk þó bolt- ann 14 sinnum en það voru oftast félagar hennar að halda henni inni í leiknum. Oftast tókst KR að halda einbeitingu sinni og sækja yfirvegað sem er ágætt þegar yf- irburðirnir eru miklir. „Það var alveg nóg að gera hjá mér,“ sagði Sara, markvörður Grindavíkur, eftir leikinn. „Ég er auðvitað ósátt við níu mörk því þó að við gerðum ekki ráð fyrir að vinna þennan leik ætluðum við að sætta okkur við miklu minna. Reyndar spiluðum við boltanum betur en við höfum gert áður og það er jákvætt.“ Blikar tryggðu KR titilinn Um leið og Breiðablik tryggðisér annað stigið í viðureign sinni við Val á Kópavogsvelli í gærkvöldi tryggði liðið KR Ís- landsmeistaratitilinn, eða svo gott sem. Niðurstaða leiksins var því gríðarleg vonbrigði fyrir Vals- stúlkur sem eiga nú aðeins mögu- leika á að ná KR að stigum en möguleikar liðsins á að jafna markatölu Vesturbæjarliðsins eru aðeins stjarnfræðilegar. Leikur Breiðabliks og KR bar þess merki hversu mikilvægur hann fyrir stöðu liðanna á toppi deildarinnar. Bæði lið fóru varlega inn í leikinn en Valsstúlkur voru þó mun ákveðnari í sóknarlotum sínum og sköpuðu sér nokkur hættuleg marktækifæri. Það var því þvert gegn gangi leiksins er Guðný Þórðardóttir kom Blikunum yfir á 44. mínútu með laglegu skoti úr vítateig. Síðari hálfleikur var svipaður hinum fyrri Valur sótti mun meira án þess að koma knettinum í markið en á 72. mínútu braut Erna Erlendsdóttir, sem þá var nýkom- in inn á sem varamaður ísinn fyrir Val og skoraði með laglegum skalla. Erna bætti síðan um betur á 80. mínútu er hún skoraði annað mark Vals með skoti eftir horn- spyrnu frá Laufeyju Jóhannsdótt- ur. Þegar þarna var komið leit allt út fyrir sigur Vals en Erla S. Arn- ardóttir rændi þær sigurgleðinni og tveimur með virkilega laglegu marki á síðustu mínútu leiksins. Erna Erlendsdóttir var sann- kallaður bjargvættur í liði Vals og lék þeirra best ásamt þeim Írisi Andrésdóttur, Dóru Maríu Lárus- dóttur og Rósu Júlíu Steinþórs- dóttur. Björg Ásta Þórðardóttir, sem er á ný komin í varnarlínu Breiða- bliksliðsins, var yfirburðamaður í liði sínu en auk hennar léku þær Margrét Ólafsdóttir og Anna Þor- steinsdóttir vel. Eyjasigur í slöppum leik Ekki var skemmtanagildið mikiðí leik ÍBV og Stjörnunnar í Eyjum í gærkvöldi í 12. umferð úr- valsdeildar kvenna í knattspyrnu. Þrátt fyrir góða byrjun Stjörnustúlkna í leiknum voru það Eyjastúlkur sem báru sigur úr býtum í arfaslökum leik, 2:1. Eins og áður sagði voru það Stjörnustúlkur sem komu grimm- ari til leiks og náðu að skora fyrsta mark leiksins á 27. mínútu. Þar var að verki Guðrún Gunnarsdóttir eftir vandræðagang í vörn Eyja- stúlkna. Stjörnustúlkur áttu síðan hörkufæri þegar skammt lifði hálf- leiks þegar Heiða Sigurbergsdóttir átti hörkuskalla í slá eftir horn- spyrnu. Ræða þjálfara Eyjastúlkna í hálfleik hefur haft sitt að segja þar sem þær komu mun einbeittari til leiks en í fyrri hálfleik. Þó fengu þær dæmda á sig vítaspyrnu þegar Lilja Kjalarsdóttir var felld við eftir að hafa komist ein inn fyrir vörn ÍBV. En góður markvörður Eyjastúlkna í leiknum, Petra Fanney Bragadóttir, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Auðar Skúladóttur. Sóknarleikur Eyja- stúlkna þyngdist þegar á leið hálf- leikinn og uppskáru þær mark á 67. mínútu þegar Rachel Hammil skoraði eftir moð í teig Stjörnu- stúlkna. Tíu mínútum síðar gerðu Eyjastúlkur út um leikinn þegar þjálfari þeirra, Michelle Barr, skoraði úr vítaspyrnu. Eyjastúlkur fengu síðan nokkur tækifæri til að bæta við en allt kom fyrir ekki. Síðasta færi leiksins átti síðan Harpa Þorsteinsdóttir fyrir Stjörnuna á 86. mínútu, en fast skot hennar fór rétt yfir. Petra Fanney Bragadóttir, markvörður ÍBV, var kampakát í leikslok. „Við erum komnar með ágætis tök á Stjörnunni núna og höfum unnið allar viðureignir lið- anna í sumar, bæði í deild og bik- ar. Það var síðan gaman að verja vítaspyrnu í leiknum en umfram allt var mikilvægt að sigra í leikn- um,“ sagði Petra Fanney. Ásthildur Helgadóttir gerði tvö marka KR í stórsigri liðsins á Grinda KR-stúlk- ur nánast öruggar FÖGNUÐURINN var ærlegur í Vesturbænum í gærkvöldi – ekki ein- göngu vegna 9:0 sigurs á Grindavík heldur þegar fréttir bárust úr Kópavogi að Breiðablik og Valur hefðu gert 2:2 jafntefli. Þar með er Íslandsmeistaratitill KR því sem næst tryggður en möguleikar Vals úr sögunni. KR er með sex stiga forskot og jafnmörg stig í pottinum og þó að KR-stúlkur eigi eftir tvo erfiða leiki, gegn ÍBV og Val, er marka- tala þeirra +51 mark en Valsstúlkna +16. ÍBV lagði Stjörnuna 2:1. Stefán Stefánsson skrifar Skapti Örn Ólafsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.