Morgunblaðið - 25.09.2002, Síða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
E-RIÐILL:
Juventus - Dynamo Kiev......................... 5:0
Marco Di Vaio 14., 52., Del Piero 22., Edgar
Davids 67., Pavel Nedved 79.
Newcastle - Feyenoord........................... 0:1
Sebastian Pardo 4.
Staðan:
Juventus 2 1 1 0 6:1 4
Feyenoord 2 1 1 0 2:1 4
Dynamo Kiev 2 1 0 1 2:5 3
Newcastle 2 0 0 2 0:3 0
F-RIÐILL:
Leverkusen - Man. Utd. .......................... 1:2
Dimitar Berbatov 52. - Ruud van Nistelro-
oy 31., 44.
Maccabi Haifa - Olympiakos .................. 3:0
Yacubu Ayegbini 27. (víti), 60., 85.
Staðan:
Man. Utd. 2 2 0 0 7:3 6
Maccabi Haifa 2 1 0 1 5:5 3
Olympiakos 2 1 0 1 6:5 3
Leverkusen 2 0 0 2 3:8 0
G-RIÐILL:
Deportivo La Coruna - AC Milan........... 0:4
Filippo Inzaghi 32., 54., 61., Clarence See-
dorf 17.
Lens - Bayern München.......................... 1:1
John Utaka 76. - Thomas Linke 23.
Staðan:
AC Milan 2 2 0 0 6:1 6
La Coruna 2 1 0 1 3:6 3
Bayern München 2 0 1 1 3:4 1
Lens 2 0 1 1 2:3 1
H-RIÐILL:
Club Brugge - Lokomotiv Moskva......... 0:0
Galatasaray - Barcelona ......................... 0:2
Patrick Kluivert 26., Luis Enrique 58.
Staðan:
Barcelona 2 2 0 0 5:2 6
Galatasaray 2 1 0 1 2:2 3
Club Brugge 2 0 1 1 2:3 1
Lokomotiv 2 0 1 1 0:2 1
England
1. deild:
Bradford - Coventry ................................ 1:1
Wolves - Preston ...................................... 4:0
2. deild:
Plymouth - Cardiff ................................... 2:2
Deildabikarkeppnin:
Ipswich - Brighton ................................... 3:1
Unglingalandslið valið
Guðni Kjartansson, þjálfari unglingalands-
liðs karla undir 19 ára, valdi í gær 18 leik-
menn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi 2.
október. Þeir eru eftirtaldir:
Jóhannes Kristjánsson, FH, Hrafn Davíðs-
son, Fylki, Haraldur Guðmundsson,
Breiðabliki, Rannver Sigurjónsson, Breiða-
bliki, Emil Hallfreðsson, FH, Bjarni Hólm
Aðalsteinsson, Fram, Kristján Valdimars-
son, Fylki, Helgi Pétur Magnússon, ÍA,
Þorsteinn Gíslason, ÍA, Jóhann Helgason,
KA, Ingvi Guðmundsson, Keflavík, Jökull
I. Elísabetarson, KR, Vigfús Jósepsson,
KR, Magnús Már Þorvarðarson, Leikni R.,
Davíð Þór Viðarsson, Lilleström, Sverrir
Garðarsson, Molde, Óskar Hauksson,
Njarðvík, Pálmi Pálmason, Völsungi.
Stúlknaliðið sem fer á EM
Ólafur Þ. Guðbjörnsson, þjálfari unglinga-
landsliðs kvenna undir 19 ára, hefur valið
eftirtalda leikmenn fyrir undanriðil Evr-
ópukeppninnar í Póllandi í næsta mánuði:
Sandra Sigurðardóttir, KS, Lára B. Ein-
arsdóttir, Stjörnunni, Björg Ásta Þórðar-
dóttir, Breiðabliki, Bryndís Bjarnadóttir,
Breiðabliki, Dagmar Ýr Arnardóttir,
Breiðabliki, Inga Lára Jónsdóttir, Breiða-
bliki, Pála Marie Einarsdóttir, Haukum,
Elva Dögg Grímsdóttir, ÍBV, Margrét
Lára Viðarsdóttir, ÍBV, Hólmfríður Magn-
úsdóttir, KR, Sólveig Þórarinsdóttir, KR,
Þórunn Helga Jónsdóttir, KR, Guðrún
Halla Finnsdóttir, Stjörnunni, Dóra María
Lárusdóttir, Val, Dóra Stefánsdóttir, Val,
Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val, Málfríður
Erna Sigurðardóttir, Val, Vilborg Guð-
laugsdóttir, Val.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Reykjavíkurmót karla
Fjölnir - Ármann/Þróttur .................... 89:96
KR - Fjölnir ........................................ 115:87
Staðan:
KR 3 3 0 329:231 6
ÍR 3 3 0 322:227 6
Valur 3 1 2 235:233 2
Ármann/Þróttur 4 1 3 292:404 2
Fjölnir 3 0 3 250:333 0
Reykjavíkurmót kvenna
ÍR - KR.................................................. 52:83
ÍS - KR .................................................. 46:65
Staðan:
KR 3 3 0 239:131 6
ÍS 2 1 1 107:121 2
ÍR 3 0 3 141:235 0
FYRIRLIÐI Ryder-liðs Evrópu-
búa, Sam Torrance, hitti á dög-
unum knattspyrnuþjálfarana
Alex Ferguson og Sven-Göran
Eriksson í þeim tilgangi að fræð-
ast meira um hvernig best væri
að ná til leikmanna Evrópuliðs-
ins, og skapa góða liðsheild.
Torrance, sem er Skoti, sagði að
fundirnir með landa hans Fergu-
son og Svíanum Eriksson hefðu
skilað tilætluðum árangri en
hann ætlaði sér ekki að tjá sig
meira um samtöl þeirra fyrr en
Ryder-keppnin væri afstaðin.
„Ég hef aldrei stýrt Ryder-liði áð-
ur og taldi því rétt að fá betri inn-
sýn í heim liðsíþrótta, enda er
golf einstaklingsíþrótt,“ sagði
Torrance.
Curtis Strange, fyrirliði banda-
ríska liðsins, hefur einnig fetað
inn á sömu braut og Torrance en
Strange fékk góð ráð frá banda-
rískum háskólaþjálfara, Dave
Odom, sem þjálfaði körfuknatt-
leikslið Wake Forest.
„Odom leikur ekki golf sjálfur
en hann benti mér á að leikmenn
bandaríska liðsins hefðu nú þeg-
ar náð flestum sínum mark-
miðum, unnið ýmsa titla og gríð-
arlega fjármuni, en Ryder-
keppnin væri það eftir-
minnilegasta á ferli hvers og eins.
Ég skynjaði að þetta er rétt hjá
þeim gamla, og þetta er sú tilfinn-
ing sem ég hef eftir fimm keppnir
sem liðsmaður bandaríska
Ryder-liðsins,“ sagði Strange.
Fyrirliðarnir
leita ráða
Bandaríkin eiga titil að verja erRyder-keppnin í golfi hefst á
föstudag á Belfry á Englandi þar sem
Evrópuliðið verður á „heimavelli“.
Evrópa hefur unnið fimm sinnum á sl.
16 árum en keppt er á tveggja ára
fresti, en Bandaríkin einokuðu
keppnina í 28 ár, þar til Evrópa sigr-
aði árið 1985.
Keppnin átti að fara fram sl. haust
en vegna hryðjuverkanna 11. septem-
ber var henni frestað um eitt ár þar
sem bandaríska liðið var í vafa um ör-
yggi sitt á leiðinni yfir Atlantshafið.
Um sl. helgi lék Tiger Woods best
allra á móti sem fram fór á Írlandi og
er langt var liðið á keppnina lét hann
hafa eftir sér við blaðamenn að hon-
um þætti meira virði að sigra á Kil-
kenny-vellinum og ná þar með í um
88 milljóna kr. verðlaunafé en að
sigra með bandaríska liðinu í Ryder-
keppninni.
„Ég get unnið alla mína leiki en
samt séð á eftir sigrinum því ég get
ekki stjórnað því hvernig aðrir leika í
okkar liði,“ sagði Woods.
Ummæli Woods hafa fallið í grýtt-
an jarðveg og fyrirliði Evrópuliðsins,
Sam Torrance, stakk upp á því að
leikmenn Evrópu „söfnuðu“ saman
um 90 millj. ísl. kr. í verðlaunafé til
þess að örva áhugann hjá besta kylf-
ingi heims.
Torrance gagn-
rýnir Woods
K
v
d
þ
þ
k
le
Þ
la
li
f
y
n
a
in
Í
t
s
s
r
íu
W
M
p
ir
á
f
v
ja
á
v
s
le
le
d
a
lé
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Esso-deildin:
Ásgarður: Stjarnan – ÍBV ....................19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Reykjanesmót karla:
Smárinn: Haukar - Keflavík..................... 19
Smárinn: Breiðabl. - Grindavík........... 20.45
Í KVÖLD
TVÆR innbyrðis viðureignir
liða úr 1. deild verða í 1.umferð-
inni í bikarkeppni karla í hand-
knattleik en dregið var til henn-
ar í gær. Afturelding mætir FH
og Víkingur tekur á móti Þór.
Alls taka nú 29 lið þátt í bik-
arkeppninni en auk 1. deildar-
félaganna 14 eru það 6 B- og C-
lið og 9 utandeildalið. Þar á
meðal eru lið með hin kyndugu
nöfn Hunangstunglið og Táfýl-
an.
Hörður Ísafirði – Stjarnan
Hunangstunglið – Grótta/KR
ÍR – ÍBV 2
Leiknir – Selfoss
Fylkir – Ármann/Þróttur
Valur 2/Hraðlestin – Víkingur 2
Afturelding – FH
HK – Huginn/Höttur
ÍR 2 – Táfýlan
Grótta/KR 2 – Valur 3
ÍBV – Breiðablik
Víkingur – Þór Ak.
Njarðvík – Fram
KA, Haukar og Valur komast
beint í 2. umferð en samkvæmt
reglum keppninnar eru það
efstu lið Íslandsmótsins og bik-
armeistararnir sem sitja hjá ef
með þarf í 1. umferðinni.
Í bikarkeppni kvenna taka
þátt 12 lið, 1. deildarfélögin 10
og tvö B-lið. Þar mætast eft-
irtalin lið:
Víkingur – FH
Fram 2 – Fylkir/ÍR
FH 2 – Fram
KA/Þór – Grótta/KR
Haukar, ÍBV, Stjarnan
og Valur sitja hjá.
Tveir
stórleikir í
1. umferð
„Þeir voru stórkostlegir og með
svona leik þarf enginn að undrast
sigur okkar. Ég varð þó fyrir von-
brigðum með hve illa við héldum
boltanum í seinni hálfleiknum en
samt fengum við frábær tækifæri
til að bæta við mörkum eftir
skyndisóknir,“ sagði Ferguson.
Inzaghi með þrennu á Spáni
AC Milan hefur byrjað tímabilið
með miklum látum og sýndi styrk
sinn svo um munaði á Spáni. Fil-
ippo Inzaghi var í aðalhlutverki og
skoraði þrjú markanna í La Cor-
una og heimamenn, sem lögðu
Bayern München á útivelli í fyrstu
umferðinni, áttu aldrei svar við
stórleik ítalska liðsins.
Marco Di Vaio skoraði tvívegis
fyrir Juventus í 5:0 sigrinum á Di-
namo Kiev. Alessandro Del Piero
komst líka á blað en hann hefur
byrjað tímabilið með látum og
þetta var hans sjöunda mark í
haust.
Nígeríski sóknarmaðurinn Ya-
cubu Ayegbeni sló hressilega í
Van Nistelrooy skoraði mörk síní fyrri hálfleiknum og enska
liðið var því með mjög þægilega
stöðu í hléi. Hollenska sóknar-
manninum var þó skipt af velli að
loknum fyrri hálfleik vegna
meiðsla, ásamt miðverðinum John
O’Shea, sem var vankaður eftir
höfuðhögg. Þýska liðið sótti af
miklum móð í seinni hálfleik, Di-
mitar Berbatov minnkaði strax
muninn og hann var hársbreidd
frá því að jafna metin þegar hann
skallaði boltann í innanverða
stöngina á marki Manchester
United.
Sigurinn var mjög sætur fyrir
Alex Ferguson og strákana hans
því þeir töpuðu fyrir Bayer Lever-
kusen á sama velli í undanúrslitum
meistaradeildarinnar síðasta vor
og misstu þar með af því að leika
til úrslita á Hampden Park.
Ferguson hrósaði mjög miðvarða-
pari sínu, Rio Ferdinand og Laur-
ent Blanc, og sagði að frammistaða
þeirra hefði riðið baggamuninn í
seinni hálfleiknum.
gegn með liði sínu, Maccabi Haifa
frá Ísrael, sem lagði Olympiakos
frá Grikklandi óvænt, 3:0. Ayeg-
beni skoraði öll þrjú mörkin. Leik-
urinn fór fram í Nicosia, höfuð-
borg Kýpur, en Ísraelsmenn fá
ekki að leika á heimavelli í Evr-
ópumótunum um þessar mundir
vegna stríðsástandsins í landinu.
Gífurleg öryggisgæsla var á leik-
vanginum og leitað var á hverjum
einasta af 20 þúsund áhorfendum,
en af þeim fylgdu 16 þúsund Olym-
piakos að málum því liðið nýtur
gífurlegra vinsælda á eyjunni.
Bayern München er enn án sig-
urs í keppninni eftir jafntefli gegn
Lens í Frakklandi, 1:1. Thomas
Linke kom þýska liðinu yfir en það
nægði ekki til sigurs.
Staða Newcastle er erfið eftir
tvo ósigra en liðið beið lægri hlut á
heimavelli gegn Feyenoord frá
Hollandi, 0:1. Bobby Robson er þó
ekki búinn að leggja árar í bát.
„Staðan er vissulega ekki góð en
þetta er ekki búið. Við áttum að
skora mörk í kvöld og við eigum
eftir að vinna marga sigra án þess
að spila eins vel og í þessum leik,“
sagði Robson.
Barcelona sótti þrjú stig í ljóna-
gryfjuna í Istanbúl og lagði þar
Galatasaray, 2:0. Patrick Kluivert
og Luis Enrique skoruðu mörkin.
AC Milan vann glæsilegan útisigur á Spáni gegn Deportivo La Coruna, 4
með AC Milan, á annan suður-amerískan leikmann, Robert
Sæt hefnd United
í Þýskalandi
MANCHESTER United fagnaði í gærkvöld sínum fyrsta sigri á þýskri
grund í 36 ár þegar liðið lagði Bayer Leverkusen að velli, 2:1, í
meistaradeild Evrópu. Ítölsku liðin AC Milan og Juventus sýndu
mikinn styrk og unnu stórsigra. AC Milan malaði hið sterka lið De-
portivo La Coruna á Spáni, 4:0, og Juventus lék Úkraínumennina
reyndu í Dinamo Kiev grátt í Tórínó, 5:0.
ÚRSLIT