Morgunblaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 1
Horft á Esjuna yfir háhýsin í Mánatúni í Reykjavík. ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hefur snarlækkað í helztu flokkum húsbréfa undanfarnar vikur og er nú um 5,40% á 25 ára húsbréfum og 5,30% á 40 ára húsbréfum. Um leið hafa afföllin lækkað og eru nú 5,65% í algengasta flokki 25 ára húsbréfa og 6,76% í algengasta flokki 40 ára húsbréfa. Þetta eru mikil umskipti frá því í sumar, þegar afföllin komust upp í 12%. „Ástæðan fyrir þessari þróun er í fyrsta lagi sú, að það hefur dreg- ið eitthvað úr útgáfu á nýjum hús- bréfum. Í öðru lagi eru fjárfestar nú bjart- sýnni á framvinduna í efnahagsmál- um, en verðbólgan er á hröðu und- anhaldi og viðskiptahallinn við útlönd minnkandi,“ sagði Sigurbjörn Einarsson hjá Landsbankanum- Landsbréfum. „Þessi þróun hófst fyrr á þessu ári en hún hefur verið að festa sig í sessi og fjárfestar hafa nú fengið tiltrú á, að þetta ástand sé komið til að vera. Þessi umskipti gerðust hratt og mun hraðar en margir efasemdar- menn töldu fyrirfram að gæti gerzt. Nú er fólk hætt að efast og það kem- ur fram með þessum hætti. Sjálfur er ég bjartsýnn á að þessi þróun haldi áfram út árið og fram á næsta ár að minnsta kosti.“ Afföllin reiknast út frá því, hver ávöxtunarkrafan er á eftirmarkaði. Sigurbjörn tekur sem dæmi, að hækki afföllin um einn punkt eins og kallað er, úr t. d. 5,30% í 5,31% á 40 ára húsbréfum, þá lækkar markaðs- verð bréfanna um u.þ.b. 0,13% eða um u.þ.b. 1.400 kr. á hverja millj. kr. Há afföll hafa tafið fyrir sölu Að sögn fasteignasala hafa há af- föll í sumar óneitanlega tafið fyrir sölu og þá sérstaklega á lítt veðsett- um eignum og nýbyggingum, sem hátt húsbréfahlutfall er tekið út á. Nú sé ástæða til þess að gera sér vonir um, að þessi hagstæða þróun ávöxtunarkröfunnar muni liðka fyrir sölu á næstu vikum með minnkandi afföllum á húsbréfunum. „Afföllin skipta afar miklu máli. Þau geta numið hálfri til heilli millj. kr. á húsbréfum fyrir myndarlega eign og þegar afföllin taka að lækka hleypur það strax á hundruðum þús- unda, sem seljandi fasteignar fær meira fyrir eign sína,“ sagði Sigrún Þorgrímsdóttir, sölumaður hjá Húsakaupum. Sigrún kvað ástandið á markaðn- um annars hafa verið nokkuð gott. „Það er mikil eftirspurn eftir minni eignum,“ sagði hún. „Grafarholtið er að taka vel við sér núna eftir nokkra lægð. Það hefur breytzt mikið á nokkrum mánuðum.“ Að mati Sig- rúnar hefur verð á íbúðarhúsnæði ekki verið að breytast. sem neinu nemur. „Það er helzt að verð sé eitt- hvað að hækka á minnstu eignunum, þar sem framboð á þeim er mjög lítið en eftirspurnin töluverð,“ sagði hún. „Mjög stórar eignir eru aftur á móti orðnar frekar þungar í sölu, enda eru margir eigendur slíkra eigna farnir að horfa meira á rekstr- arkostnað þeirra eftir hækkun fast- eignamatsins, sem hefur áhrif til hækkunar bæði á fasteignagjöld og eignaskatta eigendanna.“ Lækkandi ávöxtunarkrafa húsbréfa blæs lífi í markaðinn Morgunblaðið/Golli Þriðjudagur 8. október 2002 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað C Stjórnbúnaður fyrir varmaskipta w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Sóltúni 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 15 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 7,5% 8,5% 9,5% 10,5% 11,5% 5 ár 20.000 20.500 21.000 21.500 22.000 10 ár 11.900 12.400 12.900 13.500 14.100 15 ár 9.300 9.800 10.400 11.000 11.700 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Allt að 75%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Þrýstiminnkari og þrýstijafnari 20 Miðlægureignagrunnur Íslenzk hönnun Samstarf fjögurra fasteignasala 26 Stólar í Þjónustuskála Alþingis 38                                                 " #$ % % & & '' & ( )   "" % % & &# ' $ & ( )    "& # '' ( $ & % ) % & *  ! !    + % !   +      ,-.  /   ,-.  /   & ( % ) % & & " # ' $     !  "#$ $ %$ $"&&" 12+3+ #3 % 4  567  .38 94  -:! #  ;!+!< % ;!+!<       !  '     .  / (  +   =3  / >>>!!             =  3? @ A    !   !   !   ! 0     0      ()   3? @ A    !    *&* " + ", *- . & *., "$&/% *%0&   1 !  2   ! $ %&$,$ /$*&$"&&" 9    + ,  (        !  ! !                  $ $  $ $ Lagnirog hitaveitukerfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.