Morgunblaðið - 11.10.2002, Qupperneq 1
2002 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ATLI EÐVALDSSON STYÐUR LANDSLIÐSÞJÁLFARA SKOTA / C4
Árni Gautur
sá tekjuhæsti
SKATTYFIRVÖLD í Noregi birtu í gær lista
yfir tekjur og opinber gjöld á árinu 2001.
Þar kemur fram að landsliðsmarkvörðurinn
Árni Gautur Arason úr liði Rosenborg var
með um 18,4 milljónir ísl. kr. í tekjur á því
ári og er tekjuhæstur íslenskra íþrótta-
manna í Noregi. Jóhann Birnir Guðmunds-
son, knattspyrnumaður hjá Lyn, er sagður
vera með 12 millj. kr. í laun á ári. Marel Jó-
hann Baldvinsson, Stabæk, er með 9 millj. kr.
og Helgi Sigurðsson, Lyn, er með 4,3 millj.
kr. Þjálfarinn Teitur Þórðarson hjá Brann er
með um eina milljón ísl. kr. á mánuði eða
12,4 millj. kr. á ári.
Ekki náðist í upplýsingar um aðra leik-
menn sem léku í efstu deild í Noregi árið
2001.
AUÐUN Helgason og forráða-
menn belgíska liðsins Lokeren
hafa náð samkomulagi um að
Auðun fái frjálsa sölu frá félag-
inu en hann hefur átt erfitt upp-
dráttar hjá því á síðasta tíma-
bili og lítið sem ekkert fengið
að reyna sig.
„Ég er fyrst og fremst
ánægður með að þessu máli sé
lokið, sérstaklega í ljósi þess
hvernig forseti liðsins hefur
komið fram við mig síðustu
mánuðina,“ sagði Auðun í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Það voru tveir möguleikar í
stöðunni. Annaðhvort að fara í
mál við Lokeren vegna launa
sem þeir skulda mér frá 1. júlí í
ár eða að segja upp samningum
og losna þannig frá félaginu.
Lögfræðingur minn sagði að
við myndum vinna málið, en
hann treysti sér ekki til að
segja til um hvenær það myndi
gerast. Hann taldi að það gæti
tekið þrjá mánuði eða þrjú ár.
Lögfræðingnum tókst síðan að
fá það í gegn að ég fengi rift
samningnum við félagið.
Hvað framtíðina varðar þá
hefur umboðsmaður minn verið
í viðræðum við tvö félög og það
ætti að skýrast á næstunni
hvort eitthvað kemur út úr því.
Það eina sem ég hugsa um
núna er að byrja að spila fót-
bolta sem fyrst og vinna aftur
sæti mitt í landsliðinu. Ég hef
upplifað ýmislegt hér hjá
Lokeren sem ég hélt að væri
ekki til í knattspyrnuheimin-
um. En þetta á eftir að gera
mig að sterkari einstaklingi og
leikmanni,“ sagði Auðun.
VEGNA rigninga urðu leikmenn
landsliðsins og ungmennaliðsins,
sem mætir Skotum í Ólympíuleik á
Kaplakrikavellinum í dag kl. 15.30,
að leita skjóls innanhúss í gær-
morgun. Liðin æfðu í Fífunni í
Kópavogi. Hér má sjá Hermann
Hreiðarsson, leikmann Ipswich, á
æfingunni. Þetta var í fyrsta skipti
sem landslið Íslands æfðu innan-
húss fyrir stórviðureignir. Leikur
ungmennaliðsins í dag er Evrópu-
leikur, sem er jafnframt leikur í
undankeppni ÓL í Aþenu 2002.
Morgunblaðið/Kristinn
Æft innanhúss í Fífunni
Brotthvarf Cotterills bar brátt aðog Gunnar Gíslason, stjórnar-
formaður Stoke, sagði við Morgun-
blaðið í gær að aðdragandinn hefði
verið enginn. „Ég lá uppi í rúmi í
gærkvöld (fyrrakvöld) og las Harry
Potter fyrir drengina mína þegar
Cotterill hringdi og tilkynnti mér að
hann væri hættur hjá okkur og bú-
inn að ráða sig til Sunderland. Við
því var í raun ekkert hægt að segja,
þetta var greinilega búið mál og til-
gangslaust að þrátta um það. Þetta
kom okkur algjörlega í opna skjöldu
en það er jafnframt ljóst að Cotterill
hafði vitað af þessu í einhvern tíma.
Hann gaf leikmönnunum vikufrí eft-
ir leikinn á laugardaginn og var því
greinilega kominn með hugann við
Sunderland. Cotterill stóð sig vel og
við höfðum ekkert út á hans störf að
setja. Liðið hefur í haust spilað betri
fótbolta en áður og við erum nokkuð
sáttir við stöðu þess í 1. deildinni,“
sagði Gunnar.
Hann sagði að stjórn Stoke myndi
ekki fara á taugum við að leita að eft-
irmanni Cotterills. „Við erum í góðri
æfingu síðan við skiptum um stjóra í
sumar og vitum að það borgar sig
ekki að flýta sér um of. Við viljum
frekar gefa okkur tíma til að finna
rétta manninn, heldur en að ráða
einhvern í flýti. Liðið er í góðum
höndum hjá þjálfaranum David Kev-
an, sem sér um það þar til nýr maður
er ráðinn. Við munum reyna að vinna
hratt og fumlaust,“ sagði Gunnar.
Reid nefndur til sögunnar
Hann vildi ekki gefa neitt út á þá
sem nefndir hafa verið til sögunnar
sem mögulegur arftaki Cotterills.
„Það væri ekki rétt að úttala sig um
neinn fyrr en hann hefur verið ráð-
inn til starfa.“ Enskir fjölmiðlar orð-
uðu Peter Reid við stöðuna hjá Stoke
í gær en það var einmitt hann sem
fékk reisupassann hjá Sunderland –
sem leiddi til brotthvarfs Cotterills.
Þá voru fyrrum leikmenn og stjórar
hjá Stoke, Adrian Heath, Denis
Smith og Lou Macari, nefndir til sög-
unnar.
Afsökunarbeiðni frá Cotterill
Cotterill bað stuðningsmenn
Stoke afsökunar í gær í viðtali við
netútgáfu The Sentinel. „Ég gat ekki
hafnað þessu boði og vona að stuðn-
ingsmenn félagsins skilji það. Þeir
reyndust mér frábærir á allan hátt.
Ég skil við liðið í þægilegri stöðu í
miðri deild og hef fylgt leikmönnun-
um í gegnum erfiðasta hluta tíma-
bilsins,“ sagði Cotterill.
Knattspyrnustjórinn yfirgaf Íslendingaliðið Stoke og fór til Sunderland
„Leitum hratt og fum-
laust að nýjum manni“
STEVE Cotterill, knattspyrnustjóri Stoke City, sagði starfi sínu
lausu seint í fyrrakvöld eftir að hafa gegnt því í aðeins fimm mán-
uði. Uppsögnin kom mjög á óvart en í ljós kom að honum hafði verið
boðið að gerast aðstoðarstjóri hjá úrvalsdeildarfélaginu Sunder-
land. Þar var Howard Wilkinson kynntur í gær sem nýr knatt-
spyrnustjóri félagsins og Cotterill sem hans hægri hönd. Cotterill
tók við af Guðjóni Þórðarsyni í maí en Guðjóni var þá sagt upp störf-
um nokkrum dögum eftir að hann stýrði liði Stoke upp í ensku 1.
deildina. Þar er félagið nú í 15. sæti og hefur ekki tapað í síðustu
fimm leikjum sínum.
Auðun
laus frá
Lokeren