Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Undankeppni Ólympíuleikanna í Aþenu 2004 og EM ungmennaliða, U21: Kaplakriki: Ísland - Skotland...............15.30 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Esso-deild: Austurberg: ÍR - Þór A..............................20 Selfoss: Selfoss - Fram ..............................20 Hlíðarendi: Valur - Víkingur .....................20 Vestmannaeyjar: ÍBV - HK ......................20 1. deild kvenna, Esso-deild: Framhús: Fram - KA/Þór .........................20 Kaplakriki: FH - Stjarnan.........................20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intertoto-deildin: Hveragerði: Hamar - KR .....................19.15 Njarðvík: UMFN - Keflavík.................19.15 Seljaskóli: ÍR - Skallagrímur ...............19.15 Í DAG KÖRFUKNATTLEIKUR Valur - Grindavík 60:110 Hlíðarendi, Reykjavík, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 10. október 2002. Gangur leiksins: 0:10, 14:30, 16:35,18:45, 23:65, 27:72, 33:86, 46:94, 56:101, 65:110. Stig Vals: Laverne Smith 22, Bjarki Gústafsson 9, Ólafur Ægisson 9, Ægir Hrafn Jónsson 6, Ragnar Steinsson 4, Hinrik Gunnarsson 4, Guðbjörn Sigurðs- son 2, Baldvin Johnsen 2, Gylfi Már Geirsson 2. Fráköst: 6í vörn - 14 í sókn. Stig Grindavíkur: Darrel K. Lewis 30, Páll Axel Vilbergsson 23, Helgi Jónas Guðfinnsson 13, Guðmundur Bragason 10, Ármann Vilbergsson 12, Guðlaugur Eyjólfsson 8, Bjarni Magnússon 5, Pétur Guðmundsson 4, Jóhann Þór Ólafsson 2, Davíð Páll Hermansson 2. Fráköst: 38 í vörn - 7 í sókn. Villur: Valur 24 - Grindavík 24. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Erling- ur Erlingsson, fínir. Áhorfendur: Um 100. Haukar - Breiðablik 91:79 Ásvellir: Gangur leiksins: 2:0, 4:5, 7:7, 12:9, 21:15, 23:23, 25:23, 27:25, 29:29, 37:31, 44:33, 48:38, 54:40, 54:42, 59:44, 65:52, 70:54, 77:56, 79:62, 83:65, 89:71, 91:79. Stig Hauka: Stevie Johnson 40, Ingvar Guðjónsson 16. Predrag Bojovic 16, Mar- el Guðlaugsson 6, Lúðvík Bjarnason 6, Sævar Haraldsson 4, Þórður Gunnþórs- son 3. Fráköst: 20 í vörn - 22 í sókn. Stig Breiðabliks: Kenny Tate 35, Pálmi Sigurgeirsson 17, Þórólfur Þorsteinsson 8, Eyjólfur Jónsson 6, Valdimar Helga- son 6, Þórarinn Andrésson 3, Friðrik Hreinsson 2, Jón Arnar Ingvarsson 2. Fráköst: 15 í vörn - 15 í sókn. Villur: Haukar 22 - Breiðablik 28. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Einar Skarphéðinsson, voru smámuna- samir og virkuðu hálf ryðgaðir. Áhorfendur: Um 200. Snæfell - Tindastóll 84:86 Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi: Gangur leiksins: 10:14, 20:20, 25:38, 36:48, 45:53, 51:62, 65:64, 73:77, 73:82, 84:86. Stig Snæfells: Clifton Bush 28, Jón Ólaf- ur Jónsson 19, Helgi Reynir Guðmunds- son 14, Sigurbjörn Þórðarson 8, Lýður Vignisson 7, Andrés Heiðarsson 6, Daði H. Sigurþórsson 2 Fráköst: 22 í vörn - 10 í sókn. Stig Tindastóls: Kristinn Friðriksson 19, Clifton Cook 18, Maurice Carter 18, Michail Antropov 16, Óli Barðdal 9, Axel Kárason 6. Fráköst: 19 í vörn - 11 í sókn. Villur: Haukar 23 - Breiðablik 21. Dómarar: Einar Einarsson og Bjarni G., komust ágætlega frá leiknum. Áhorfendur: 230. Keflavík - Grindavík Íþróttahúsið í Keflavík, 1. deild kvenna, fimmtudaginn 10. október 2002. Stig Keflavíkur: Anna María Sveinsdótt- ir 23, Birna Valgarðsdóttir 19, María A. Guðmundsdóttir 11, Kristín Blöndal 9, Rannveig Randversdóttir 9, Lára Gunn- arsdóttir 3, Svava Ósk Stefánsdóttir 2. Stig Grindavíkur: Denise Shelton 50, Sólveig H. Gunnlaugsdóttir 6, María A. Guðmundsdóttir 5, Sandra Guðlaugsdótt- ir 3, Guðrún Guðmundsdóttir 2, Sigríður Ólafsdóttir 2. ÍS - Haukar 49:54 Íþróttahús Kennaraháskólans: Stig ÍS: Hafdís Helgadóttir 14, Þórunn Bjarnadóttir 10, Steinunn D. Jónsdóttir 8, Cecilia Larsson 6, Kristín Kjartans- dóttir 4, Svandís Sigurðardóttir 4, Jó- fríður Halldórsdóttir 3. Stig Hauka: Egedia Raueaite 14, Stef- anía S. Jónsdóttir 13, Helena Sverris- dóttir 8, Birna Eiríksdóttir 7, Hafdís Hafberg 6, Pálína Gunnlaugsdóttir 4, Ösp Jóhannsdóttir 2. ÚRSLIT Það var greinilegt frá fyrstumínútu í leik Vals og Grinda- víkur að allar aðgerðir gestanna voru mun lengra á veg komnar, í vörn sem sókn. Valsmenn eru með lið sem á pappírnum fræga lítur ágætlega út, þar má finna reynda leikmenn, en eitthvað hafa þeir slakað á við æfingarnar í sum- ar því Grindvíkingar voru á allt öðr- um hraða frá upphafi til enda. Bæði lið eru með bandaríska leik- menn sem eru að leika í fyrsta sinn hér á landi og var Valsmaðurinn Laverne Smith ekki öfundsverður í sínum fyrsta leik. Hann sýndi ágæt tilþrif af og til og er varla er hægt að dæma hann af þessum eina leik. Öðru gildir um Darrell K. Lewis í liði Grindavíkur, sem fór á kostum í vörn sem sókn. Lewis er grannvax- inn, afar lipur með knöttinn og hör- kuvarnarmaður. Oft á tíðum minnti hann ískyggilega mikið á fyrrver- andi NBA-leikmanninn Michael Cooper. Liðsheildin var afar sterk hjá Grindvíkingum sem gerði út um leikinn með rispum í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði í þrígang tíu stig gegn engu, og einu sinni settu þeir þrettán stig í röð án þess að Valsmenn gætu svarað. Eins og gefur að skilja var fátt um fína drætti hjá Val og uppgjöfin algjör í fyrri hálfleik. „Kjúklingarn- ir“ hjá Grindavík fengu að spreyta sig mikið og vöktu fjórar þriggja stiga körfur frá Ármanni Vilbergs- syni athygli, en hann tók aðeins fjögur skot. Auk hans áttu þeir Davíð P. Hermansson og Jóhann Þór Ólafsson fína spretti. Helgi Jónas Guðfinnsson lék að- eins í fyrri hálfleik og er greinilega í fínu standi eftir tuðrusparkið í sumar. Guðmundur Bragason var traustur, ásamt Páli A. Vilbergs- syni en þeir Bjarni Magnússon og Pétur Guðmundsson eru greinilega langt á eftir í undirbúningi sínum fyrir deildina. Valsmenn eru ekki líklegir til þess að bíta mikið frá sér í vetur en Grindvíkingar ætla sér greinileg ekkert annað en að vera á toppnum og verða líkast til á þeim slóðum í vetur. Johnson fór á kostum Haukar með BandaríkjamanninnStevie Johnson í broddi fylk- ingar hófu tímabilið með sannfær- andi sigri á Breiða- bliki, 91:79, á heimavelli sínum á Ásvöllum. Fyrri hálfleikur bauð upp á skemmtileg tilþrif og sýningu Bandaríkjamannanna í liðunum tveimur og þá einkum og sér í lagi hjá Haukamanninum Stevie John- son. Johnson fór algjörlega á kost- um í fyrri hálfleiknum og réðu Blik- arnir ekkert við hann. Hann setti niður 31 stig og sýndi mögnuð til- þrif. Blikinn Kenny Tate átti einnig mjög skemmtilegar rispur en hann skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og hélt Blikunum á floti. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og fram í annan en þá tóku Haukar virkilega vel við sér. Þeir hristu Blikana af sér og þar fór Johnson fyrir liði Hauka. Hann raðaði niður hverri körfunni á fætur annarri og Haukar leiddu með 14 stigum þegar fyrri hálfleikurinn var allur. Heldur dró úr hraðanum í síðari hálfleiknum. Haukarnir efldu mjög varnarleik sinn og áttu leikmenn Blika oft í basli með hreyfanlega vörn Haukanna. Þá færðist meiri ró í sóknarleik Haukanna og Johnson hugsaði meira um að spila félaga sína uppi en að skjóta. Blikarnir virtust ekki hafa trú á því sem þeir voru að gera og þeir gáfust snemma upp. Haukarnir höfðu leikinn al- gjörlega í sínum höndum og spiluðu af mikilli yfirvegun allt til leiksloka. „Það er alltaf gott að ná sigri í fyrsta leik. Spennan var mikil í mannskapnum fyrir leikinn en ég var ánægður með hvernig liðið lék. Strákarnir lögðu sig vel fram, það var stemning í þeim og þeir höfðu gaman af því sem þeir voru að gera,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið eftir leikinn. Johnson var eins og áður segir sá leikmaður í Haukaliðinu sem skar- aði fram úr en auk þess að skora 40 stig tók kappinn 15 fráköst. Ingvar Guðjónsson átti skínandi leik og var óragur að brjóta sér leið að körfu Blikanna og Predrag Bojovic var drjúgur fyrir sína menn. Liðsheild- in var annars mjög sterk hjá Hauk- unum sem virka með frískasta móti. Blikarnir byrjuðu vel og virtust til alls líklegir. Mótlætið fór hins vegar illa í þá og í stað þess að spýta í lófana gáfust þeir nánast upp. Tate stóð upp úr í þeirra liði og Pálmi Sigurgeirsson átti þokka- lega spretti en gamli Haukamað- urinn, Jón Arnar Ingvarsson, spil- andi þjálfari Breiðabliks, náði sér ekki á strik og munar um minna. Tindastóll marði Snæfell Tindastóll sigraði Snæfell íStykkishólmi í gærkveldi 86:84 í fyrsta leik Snæfels í úrvalsdeild- inni í þrjú ár. Snæfell sem lék án Hlyns Bærings- sonar, sem var í leikbanni, hafði frumkvæðið á upphafsmínútunum, en eftir það náði Tindastóll undir- tökunum og hélt þeim fram í byrjun fjórða leikhluta er Snæfell náði eitt augnablik að komast yfir 65:64. Í lokin var mikil spenna þar sem Tindastóll var þó alltaf skrefinu á undan. Heimamenn fengu þó tæki- færi á að jafna en brenndu af fimm vítum af sex á síðustu mínútu leiks- ins og áttu að auki misheppnaðar sendingar. Varnarleikur gestanna var mun betri og ákafari enn heimamanna, sérstaklega var þetta áberandi í þriðja leikhluta. Var sóknarleikur Snæfells því oft og tíðum ráðleys- islegur og greinilegt að liðið sakn- aði Hlyns Bæringssonar mikið. Helsti veikleiki Snæfells í leiknum var ónákvæmar sendingar, og voru ófáir boltarnir sem þannig töpuð- ust. Lið Tindastóls mætti einungis með níu leikmenn og var nánast leikið á sex mönnum, svo breiddin er ekki mikil en dugði í þetta sinn. Hjá norðanmönnum fór Clifton Cook á kostum í fyrri hálfleik en lét minna á sér bera í þeim síðari. Kristinn Friðriksson skilaði sínu í sóknarleiknum en ansi var varnar- leikurinn þungur. Michail Antropov var drjúgur, með hæð sinni var hann sífelld ógn við heimamenn bæði í vörn og sókn. Þá skilaði þriðji útlendingurinn í liðinu, Maur- ice Carter, sínu hlutverki vel í leiknum. Þeir Axel Kárason og Óli Barðdal stóðu sig vel í vörninni. Hjá heimamönnum stóðu þeir upp úr Jón Ólafur Jónsson og Clift- on Bush, báðir mikilvægir hlekkir í liðinu. Helgi Reynir Guðmundsson skilaði sínu hlutverki þokkalega. Þeir Lýður Vignisson, Andrés Heiðarsson, Sigurbjörn Þórðarson og Baldur Þorleifsson áttu ágæta spretti, sérstaklega í vörninni. Darrell K. Lewis, leikmaður Grindvíkinga, á fullri ferð, en Bjarki Gú „STRÁKAR, við erum að hefja vinnu okkar í kvöld, þetta verður ferðalag fram á vor en við verðum að hafa viljann til þess að vinna, hvernig sem staðan er,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, áður en leikurinn gegn nýliðunum úr Val hófst í úrvals- deildinni í körfuknattleik, Intersportdeildinni, í gærkvöldi á Hlíð- arenda. Þegar upp var staðið sáust stórar tölur á stigatöflunni – Val- ur 60, Grindavík 110. Tveir aðrir leikir voru leiknir á fyrsta leikkvöldinu. Tindastóll fagnaði sigri á Snæfelli í spennuleik í Stykk- ishólmi, 86:84. Í Hafnarfirði unnu Haukar lið Breiðabliks, 91:79. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Guðmundur Hilmarsson skrifar Ríkharður Hrafnkelsson skrifar Ferðalagið hófst með stórsigri E t t h u u s e la s á s æ h le þ v le s h HAUKASTÚLKUR byrjuðu vel í 1. deild kvenna í körfunni, lögðu ÍS 54:49 í Kennaraháskólanum í gær- kvöldi. Á sama tíma vann Keflavík lið Grindvíkinga 74:68, en Grindavík hafði lagt Keflavík tvívegis í Reykjanesmótinu. Sætur sigur hjá Keflvíkingum sem léku vel og voru yfir lengst af þó svo gestirnir kæm- ust einu stigi yfir um tíma í síðasta leikhluta. Leikreynsla heimaliðsins nýttist vel á lokakaflanum. Denise Shelton var allt í öllu í sókn Grinda- víkur og gerði 50 stig, en vörnin var ekki nægilega sterk að þessu sinni. Egedina Raueaite var atkvæða- mest hjá Haukum sem létu spá- dóma sem vind um eyru þjóta og lögðu ÍS 54:49. Haukaliðið er í mik- illi framför en liðið tapaði öllum leikjum sínum í Reykjanesmótinu. En byrjunin hjá Haukastúlkum lof- ar góðu og mega þær vel við una í sínum fyrsta leik í efstu deild kvanna í áratug. Haukar byrja vel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.