Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 4
ÍSLENDINGALIÐIÐ Haslum hélt
sigurgöngu sinni áfram í norsku 1.
deildinni í handknattleik í fyrra-
kvöld. Haslum, sem Kristján Hall-
dórsson þjálfar, vann stórsigur á
Elverum, 30:17, og hefur þar með
unnið alla fjóra leiki sína í deildinni.
HEIMIR Örn Arnarson lék sinn
besta fyrir Haslum til þessa og var
markahæstur leikmanna liðsins með
6 mörk, Daníel Ragnarsson skoraði
5 og Theodór Valsson 1. Haslum er
með 8 stig eftir fjóra leiki, Hauge-
sund hefur 8 stig eftir fimm leiki og
Elverum hefur 8 stig eftir 7 leiki.
BJARTUR Máni Sigurðsson skor-
aði 3 mörk fyrir lið sitt TV Endingen
er það tapaði 32:24 fyrir Wacker
Thun í svissnesku úrvalsdeildinni í
handknattleik.
GÚSTAF Bjarnason, landsliðs-
maður í handknattleik, var með tvö
mörk þegar lið hans GWD Minden
tapaði 28:27 fyrir TuS N-Lübbecke á
heimvelli í annarri umferð þýsku bik-
arkeppninnar í handknattleik í
fyrrakvöld.
RÓBERT Sighvatsson landsliðs-
maður var með tvö mörk fyrir Wetzl-
ar þegar liðið tapaði 23:19 fyrir
Göppingen í þýksu bikarkeppninni.
Félagi Róberts í landsliðinu, Sigurð-
ur Bjarnason, lék ekki með Wetzlar í
leiknum vegna meiðsla.
EINAR Örn Jónsson, enn einn
landsliðsmaðurinn í handknattleik,
skoraði 3/1 fyrir Wallau Massenheim
er liðið vann Kronau/Östringen,
23:21, í þýsku bikarkeppninni.
GUÐMUNDUR Stephensen, Ís-
landsmeistari í borðtennis, lék í
fyrrakvöld sinn fyrsta leik með
norska félagsliðinu B-72 í norsku úr-
valsdeildinni. B-72 vann leik sinn við
Modum, 9:1, og lék Guðmundur tvær
viðureignir í einliðaleik og vann þær
báðar. Þá vann hann einnig örugg-
lega í tvíliðaleik ásamt kínverskum
samherja sínum.
GRÍSKU meistararnir í Olympiak-
os ráku í gær þjálfara sinn, Takis
Lemonis, úr starfi og réðu í hans stað
Yiannis Kollias, þjálfara U-21 árs
landsliðs Grikkja, sem stýra á liðinu
að minnsta kosti til bráðabirgða.
Olympiakos er í efsta sæti í grísku 1.
deildinni en slæmur skellur í meist-
aradeildinni, 4:0 á móti Manchester
United, varð Lemonis að falli.
STJÓRN enska 1. deildarliðsins
Leicester hefur óskað eftir því við
leikmenn sína að þeir taki á sig allt
að 20% launalækkun til að hægt
verði að bæta fjárhagsstöðu félags-
ins, sem varð af miklum tekjum þeg-
ar það féll úr úrvalsdeildinni í vor.
KÍNVERSKI landsliðsmaðurinn í
körfuknattleik Yao Ming hefur kom-
ist að munnlegu samkomulagi við
NBA-liðið Houston Rockets um inni-
hald samnings hans við félagið. Ming
var valinn fyrstur allra í háskólaval-
inu sl. vor en kínversk yfirvöld hafa
enn ekki gefið grænt ljós á samning
hans við Houston. Talið er að allt að
helmingur launa Mings verði eftir
hjá kínverskum yfirvöldum í fram-
tíðinni. Hinn 2,26 metra hái miðherji
fær a.m.k. 340 milljónir ísl. kr. á ári
næstu þrjú árin frá Houston en hann
fær rúmlega 900 milljónir á síðasta
ári sínu semji hann til fjögurra ára í
staða þriggja.
SPÆNSKIR fjölmiðlar fjalla mikið
um Ronaldo, leikmann Real Madrid,
sem keyptur var frá Inter Milanó
fyrir skemmstu. Nú berast fregnir af
því að brasilíski landsliðsmaðurinn
hafi neitað að stíga á vigtina frá því
að hann kom til liðsins en margir
telja að markakóngurinn frá því á
HM í sumar sé of þungur. „Ég get
leikið af um 80% getu í dag en ég er
ekki of þungur, ég á mikið inni vegna
meiðsla,“ segir Ronaldo, sem vegur
um 82 kg er allt er með felldu, segir í
dagblaðinu El Pais.
FÓLK
ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálf-
ari í knattspyrnu, sagði í samtali
við breska blaðið Guardian í gær
að Berti Vogts ætti eftir að skila
góðum árangri með skoska lands-
liðið ef hann fengi frið til að
byggja það upp.
„Þegar ég lék í Þýskalandi var
Vogts mjög öflugur sem þjálfari
yngri liða. Hann náði frábærum
árangri þar, og hélt síðan áfram
og stýrði þýska landsliðinu til sig-
urs í Evrópukeppninni 1996. Það
gefur falska mynd af stöðu skoska
landsliðsins að það skuli vera sem
stendur í 63. sæti heimslistans.
Vogts hefur verið að prófa sig
áfram í vináttulandsleikjum og
tapað þeim, og eflaust hefði það
sama getað gerst hjá íslenska
landsliðinu ef það hefði spilað eins
marga leiki og verið með tilrauna-
starfsemi í þeim eins og Vogts,“
sagði Atli við breska blaðið.
Atli styður Berti Vogts
AP
Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skotlands, var ekki ber að baki á æfingu skoska landsliðsins í
Dumbarton í gær, þegar hann lét leikmenn sína æfa aukaspyrnur.
Berti Vogts, landsliðsþjálfariSkota, stillir að öllum líkindum
upp leikaðferðinni 3-5-2. Robert
Douglas frá Celtic verður í markinu
og varnarmennirnir þrír verða að öll-
um líkindum þeir Christian Dailly frá
West Ham, Steven Pressley frá
Hearts og Lee Wilkie frá Dundee.
Gary Naysmith frá Everton verður
væntanlega tengiliður vinstramegin
og Jackie McNamara frá Celtic
hægra megin. Á miðjunni verða þeir
Ferguson og Paul Lambert frá Celtic,
en óvíst er hver verður þriðji maður
með þeim. Scot Gemmill frá Everton
þykir líklegur, en einnig gæti
McNamara farið í þá stöðu og Paul
Devlin frá Birmingham komið á hægri
vænginn í staðinn. Sóknarmenn verða
að öllum líkindum þeir Stephen Craw-
ford frá Dunfermline og Steven
Thompson frá Dundee United.
Vogts hefur mikla
trú á Crawford
Steve Crawford er lítt þekktur
sóknarmaður í skoska landsliðinu en
hann er sá framherji sem Vogts virð-
ist hafa mesta trú á. Crawford hefur
skorað 8 mörk í 12 leikjum fyrir
skoska úrvalsdeildarfélagið Dun-
fermline á þessu tímabili, og þar af
eina þrennu. Hann er næstmarka-
hæstur í úrvalsdeildinni, á eftir Hen-
rik Larsson hjá Celtic, sem hefur gert
11 mörk.
Crawford, sem er 28 ára gamall,
kom inn á sem varamaður í byrjun
síðari hálfleiks gegn Færeyingum í
fyrsta leiknum í undankeppninni og
þótti standa sig mjög vel.
„Hann hefur staðið sig virkilega vel,
skoraði gott mark í æfingaleik með
okkur á miðvikudag og ég bind miklar
vonir við að hann skori gegn Íslandi á
laugardaginn,“ sagði Berti Vogts í
samtali við netmiðilinn Sportinglife í
gær.
Crawford hefur aðeins leikið fjóra
landsleiki fyrir Skotland. Sá fyrsti var
fyrir sjö árum, undir stjórn Craigs
Browns, en síðan liðu fimm ár þar til
Brown hóaði í hann á ný. Síðan hefur
Crawford leikið tvívegis undir stjórn
Vogts.
Ferguson
tilbúinn
í slaginn
FLEST bendir til þess að Barry
Ferguson, fyrirliði Glasgow
Rangers og lykilmaður skoska
landsliðsins, geti leikið með því
gegn Íslandi á morgun. Fergu-
son er meiddur í mjöðm en hef-
ur getað tekið þátt í æfingum
skoska liðsins og verður án efa í
lykilhlutverki á miðjunni á Laug-
ardalsvellinum.
Wenger sendir Skotum kaldar kveðjur
ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal,
sendi skoskum knattspyrnumönnum kaldar
kveðjur í gær. Enskir fjölmiðlar höfðu eftir
honum að hann hefði aldrei keypt skoskan leik-
mann til Arsenal vegna þess að þeir væru ekki
nógu góðir. „Útsendarar okkar hafa nokkrum
sinnum bent okkur á áhugaverða leikmenn í
Skotlandi, en við nánari skoðun kom ávallt í
ljós að þeir væru ekki nothæfir. Mér finnst
þetta einkennilegt því þegar ég var strákur
voru allir bestu leikmennirnir í ensku liðunum
frá Skotlandi og ég dáðist að þeim. Núna er
staðan í skoskri knattspyrnu þannig að þar eru
aðeins tvö stór félög, Celtic og Rangers, og 80
prósent af leikmönnum þeirra eru útlendingar.
Það getur varla þýtt annað en að Skotar eigi
ekki lengur neina leikmenn í hæsta gæða-
flokki,“ segir Wenger.
Mér finnst vera voðamikill væll íSkotunum en kannski er þetta
hluti af þeirra sálfræði. Í skoska lið-
inu eru margir frambærilegir leik-
menn og þó svo að Skotar hafi ekki
talist til sterkustu knattspyrnuþjóða
í Evrópu þá hafa þeir hingað til ekki
farið með því hugarfari í leik við Ís-
lendinga að reyna að skrapa jafn-
tefli,“ sagði Arnar í samtali við
Morgunblaðið.
„Í mínum huga eru Skotar sigur-
stranglegri aðilinn en heimavöllur-
inn hefur oft reynst Íslendingum vel
og vonandi verður það uppi á ten-
ingnum á laugardaginn. Skotar hafa
gengið í gegnum töluverða krísu
að undanförnu og ég veit að sjálfs-
traustið í þeirra herbúðum er ekki
mikið. Það gæti komið Íslendingum
til góða en það má heldur ekki
gleyma því að íslenska landsliðið hef-
ur ekki verið að gera neinar rósir
upp á síðkastið.“
Arnar segir að árangur skosku lið-
anna í Evrópukeppninni í ár hafi
ekki verið til að auka bjartsýni hjá
skoskum almenningi.
„Ég held að fólk meti stöðuna í
dag á þann veg að Skotar tefli fram
slakasta liði sínu í langan tíma en all-
ir sem þekkja til skosku knattspyrn-
unnar vita að baráttan er alltaf til
staðar hjá leikmönnum og eftir úr-
slitin í Færeyjum, sem ég lít svo á að
hafi verið slys hjá Skotunum, þá
mæta þeir á Laugardalsvöllin eins og
grenjandi ljón. Ég held að það hafi
aldrei verið eins góður möguleiki á
að vinna Skotana en þar með er ekki
sagt að íslensku leikmennirnir geti
mætt afslappaðir til leiks. Ég vonast
innilega eftir íslenskum sigri en ein-
hvern veginn hef ég það á tilfinning-
unni að úrslitin verði 1:1 jafntefli.
Þriggja manna vörn
Í sjálfu sér yrðu það alls ekki slæm
úrslit fyrir okkur sérstaklega þar
sem Skotarnir náðu ekki nema einu
stigi í Færeyjum.“
Arnar segir að Skotar muni
örugglega leika með þriggja manna
vörn og spili leikkerfið 3:5:2. „Ég
held að það kerfi henti Skotunum
miklu betur heldur en 4-4-2.“
Skotar sigur-
stranglegri
ARNAR Gunnlaugsson, eini Íslendingurinn sem leikur í Skotlandi,
segir að sér komi töluvert á óvart hversu svartsýnir Skotar séu fyrir
leikinn við Íslendinga. Arnar, sem er á mála hjá skoska úrvalsdeild-
arliðinu Dundee United, reiknar sjálfur með hörkuleik. Hann segir
lið Skota vera sýnda veiði en ekki gefna en engu að síður sé gott lag
að leggja Skotana að velli í fyrsta sinn.