Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 1
2002  FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÁRNI GAUTUR ÚR LEIK Í MEISTARADEILDINNI / B4 HEIÐAR Helguson hélt uppteknum hætti með Watford í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar liðið sigraði Stoke, 2:1, á úti- velli. Heiðar, sem hefur verið sérlega heitur upp við mark andstæðinanna í undanförnum leikjum, skoraði fyrra mark sinna manna með skalla, sitt fimmta mark í sjö leikjum. Sigurinn færði Watford upp í fjórða sæti deildarinnar en sigið hefur á ógæfuhliðina hjá Stoke. Liðið hefur ekki unnið leik síðan 22. september og er í fjórða neðsta sæti, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Heiðar lék allan leikinn fyrir Wat- ford, Brynjar Björn Gunnarsson gerði það sömuleiðis fyrir Stoke, Bjarni Guðjónsson lék síðasta hálftímann og lagði upp eina markið en Pétur Marteinsson var sem fyrr ekki í hópn- um. Heiðar með enn eitt mark SIGLFIRSKI sóknarmaðurinn Jó- hann G. Möller skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára samning við Vals- menn en samningur Jóhanns við FH-inga var útrunninn. Jóhann, sem er 23 ára gamall, hef- ur lengst af sínum ferli leikið með KS á Siglufirði. Frá KS fór hann í ÍBV og lék þar tvö keppnistímabil áður en hann fór í FH þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö sumur. Hann hefur leikið samtals 66 leiki í efstu deild og skorað 7 mörk. Hilmar Björnsson og Benedikt Egill Árnason hafa yfirgefið herbúð- ir FH og fleiri leikmenn gætu verið á förum frá félaginu. Sóknarmaðurinn Atli Viðar Björnsson liggur undir feldi en samningur hans við FH er að renna út. FH-ingar hafa lýst því yfir að þeir vilji gera við hann nýjan samning en önnur lið úr úrvalsdeild- inni, þar á meðal Fylkir og KA, hafa sett sig í samband við Dalvíkinginn knáa sem skoraði fimm mörk í 9 leikjum FH í úrvalsdeildinni í sumar. Jóhann kominn í Val STUÐNINGSMENN norska úr- valsdeildarliðsins Brann, lið Teits Þórðarsonar, eru greinilega þeirrar skoðunar að félagið eigi að kaupa Hornfirðinginn Ármann Smára Björnsson frá Val ef marka má skoð- anakönnun sem fram fer á heimasíðu Brann þessa dagana. 77% þeirra sem tekið hafa þátt í könnuninni segja að Brann eigi að kaupa Ármann Smára, 15% segja nei og 8% hafa ekki skoð- un á því. Þorlákur Árnason, þjálfari Vals, segist vel gera sér grein fyrir því að Ármann Smári eigi upp á pallborðið hjá stuðningsmönnum Brann enda hafi hann staðið sig feikilega vel með liðinu síðan Valsmenn leigðu hann síðla sumars. „Við vitum að Brann hefur mikinn áhuga á að kaupa hann frá okkur. Við höfum ekki fengið tilboð enn sem komið er en ég reikna fastlega með því að það komi,“ sagði Þorlákur. Vilja að Ár- mann verði keyptur TEITUR Þórðarson, þjálfari Brann, er nú nefndur sem einn þeirra sem koma til greina í starf þjálfara Óslóarliðsins Lyn. Króat- anum Hrvoje Braovic sem stýrði Lyn á nýliðinni leiktíði til bronsætis í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, var sagt upp í gærkvöldi – lynti lítt við eiganda Lyn og nokkra leikmenn liðsins. Því var ákveðið að hann tæki poka sinn. Auk Teits eru Benny Lennarts- son, þjálfari Viking í Stafangri, og Englendingurinn Stuart Baxter nefndir til sögunnar. Tveir Íslendingar eru í herbúðum Lyn, Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson. Teitur þjálfaði Lyn eitt keppnistímabil, 1991–1992, en á þeim tíma lék bróðir hans, Ólafur, með liðinu. Teitur orð- aður við Lyn ÍSLENDINGALIÐIÐ Stoke City kynnir á blaðamannafundi fyrir há- degi í dag nýjan knattspyrnustjóra félagsins og samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins verður það Skotinn George Burley sem tek- ur við liðinu, en hann horfði á Stoke tapa fyrir Watford á Britannia í gærkvöldi, 2:1. Stoke hefur verið stjóralaust í nokkrar vikur eða eftir að Steve Cotterill sagði upp og ákvað að gerast aðstoðarmaður Howard Wilkisons hjá Sunderland. Gengið var frá samkomulagi við Burley í gær fyrir leik liðsins á móti Watford og verður formlega til- kynnt um ráðningu hans á blaða- mannafundinum. Gunnar Þór Gísla- son, stjórnarformaður Stoke, vildi í gærkvöldi ekki staðfesta í samtali við Morgunblaðið að Burley yrði næsti knattspyrnustjóri liðsins en hann vonaðist til að geta kynnt „nýj- an mann í brúna“ í dag. Gunnar flaug gagngert til Englands í gær til að ganga frá málum við Burley ásamt kollegum sínum í stjórn fé- lagsins og sat Burley við hlið Gunn- arsog fylgdist með verðandi læri- sveinum sínum í leiknum við Watford. Burley var sagt upp störfum hjá Ipswich fyrir skömmu eftir farsælan feril hjá félaginu. Hann lék með Ips- wich í 14 ár og tók síðan við stjóra- starfinu þar sem hann var í 7 ár. George Burley tekur við Stoke Ég er ánægður með minn leik íkvöld enda mátti hann svo sann- arlega batna því það var ekki gæfu- legt í gær á móti Rússum. Ég er feg- inn að fá það á hreint að ég get þetta ennþá, en það er langt síðan ég hef spilað alvöru leik og ég var mjög ákveðinn í að standa mig í kvöld, en það var verst að það skyldi ekki nægja til að vinna. Frammistaða mín á móti Rússum var áhyggjuefni en ég er feginn að ég komst í gang,“ sagði Guðmundur Hrafnkelsson markvörður íslenska liðsins sem var án nokkurs vafa besti maður íslenska liðsins gegn Þýska- landi á heimsbikarmótinu í Svíþjóð. Það dugði þó ekki til sigurs, þar sem Þjóðverjar voru sterkari og unnu, 27:20. „Vörnin var góð hjá okkur í kvöld en því miður tókst okkur ekki að nýta það í sókninni. Við gerðum allt of mik- ið af mistökum í sókninni og þegar leikið er á svona sterku móti er manni refsað fyrir það á stundinni. Þetta var samt miklu betra hjá okkur í dag en á móti Rússum, baráttan var fín í vörn- inni en það vantar svolítið í sóknina og það er vont að missa Dag. Við verðum bara að reyna að vinna úr þessu, til þess er jú leikurinn gerður að komast að því hvar við stöndum gegn sterk- ustu liðunum,“ sagði Guðmundur, sem varði 22 skot í leiknum. „Leikur okkar var lengi vel í góðu lagi en svo kom kafli í síðari hálfleik þar sem ekkert gekk upp og þeir keyrðu hreinlega yfir okkur í hraða- upphlaupum.“ Nú eru Rússar og Þjóðverjar taldir líklegir til afreka á HM eftir áramót- in, hvorir finnst þér með skemmti- legra lið? „Það hentar okkur betur að leika á móti Þjóverjum og það hefur oft hent okkur að tapa stórt fyrir Rússum enda eru þeir stórir og stæðilegir. Mér finnst Þjóðverjar með skemmti- legra lið, þeir eru með fleiri góða leik- menn á meðan Rússar byggja mikið á tveimur til þremur mönnum sem verða að standa sig eigi þeir að ná langt,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið/Mikael Forslund Ólafur Stefánsson tekur hér aukakast fyrir Íslendinga en fyr- ir framan hann eru hávaxnir Þjóðverjar, Mark Dragunski, Jan Olaf Immel og Klaus Dieter Pet- ersen, til varnar í Ludvika, þar sem Þjóðverjar unnu, 27:20. Ólafur var í strangri gæslu í leiknum en skoraði 5 mörk. Guðmundur varði 22 skot Þjóðverja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.