Morgunblaðið - 31.10.2002, Side 4

Morgunblaðið - 31.10.2002, Side 4
FÓLK  SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson knattspyrnumaður skrifaði í fyrra- kvöld undir tveggja ára samning við KR. Sigurður sem lék áður með yngri flokkum KR kom aftur til fé- lagsins í vor eftir langa útivist. Sig- urður varð þriðji markhæsti leik- maður efstu deildar karla á nýliðinni leiktíð, skoraði 11 mörk.  ESPEN Johnsen, varamarkvörður Rosenborg, gæti verið á leið til Bröndby, en danska félagið hefur áhuga á að leigja markvörðinn unga sem stendur í skugga Árna Gauts Arasonar. Vitað er að Johnsen er óánægður með hlutskipti sitt hjá norsku meisturunum. „Ég held að það sé upplagt fyrir Johnsen af fara til Bröndby og leika þar næstu mán- uðina,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Rosenborg, í gær.  HRVOJE Braovic, þjálfara Lyn, var í gær sagt upp starfi sínu, en hon- um hefur ekki tekist að lynda við eig- anda félagsins og nokkra leikmenn. Tveir Íslendingar eru á mála hjá Óslóar-félaginu, Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson. Þrír menn hafa þegar verið nefndir til sögunnar sem eftirmaður Braovic, þar á meðal er Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, einnig Benny Lennartsson hjá Vik- ing og Englendingurinn Stuart Baxt- er.  HERMT er að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester Unit- ed, ætli sér að krækja í senegalska miðvallarleikmanninn Pape Bouba Diop þegar opnað verður fyrir leik- mannamarkaðinn í Evrópu í upphafi næsta árs.  AGANEFND ítalska knattspyrnu- sambandsins komst að þeirri niður- stöðu í gær að Paolo Maldini yrði í leikbanni í næstu umferð deildarinn- ar vegna atviks sem átti sér stað í leik AC Milan gegn Chiveo um sl. helgi. Á sjónvarpsupptökum frá leik liðanna má sjá varnarmanninn reynda, Mald- ini, sparka í fyrrum félaga sinn hjá Milan, Oliver Bierhoff, sem nú leikur með Chiveo. Dómari leiksins sá ekki atvikið en aganefndin byggði úrskurð sinn á sjónvarpsupptöku frá leiknum, og leikur Maldini ekki með Milan gegn Reggiana í næstu umferð.  FRANCO Sensi, eigandi Róma, var einnig úrskurðaður í bann af aga- nefndinni í dag en hann lét hvöss orð fall í garð knattspyrnudómara í land- inu í sjónvarpssviðtali og má ekki koma á leiki Róma fyrr en eftir 4. nóvember nk.  JOHN Hartson vill gjarnan komast á ný til Lundúna þar sem hann lék með nokkrum félögum um árabil, en hann er nú á mála hjá Celtic í Skot- landi. Hermt er að Fulham hafi í hyggju að kaupa hann frá Celtic þeg- ar leikmannamarkaðurinn á Bret- landseyjum verður opnaður á nýjan leik í byrjun næsta árs.  ÞAÐ á ekki af Patrik Andersson, leikmanni Barcelona og sænska landsliðsins að ganga. Hann var fjarri góðu gamni nær því alla síðustu leiktíð vegna meiðsla en undir sumar var hann á batavegi og var reiknað með að hann gæti leikið með Svíum á HM. Af því varð ekki. Nú þarf And- erson að fara á ný í aðgerð vegna meiðsla og þykir víst að hann leiki ekki knattspyrnu næstu tíu mánuð- ina.  AÐEINS 849 áhorfendur greiddu aðgangseyri á Selhurst Park í fyrra- kvöld þegar Wimbledon tók á móti Rotherham í ensku 1. deildinni, en völlurinn tekur rúmlega 26.000 áhorfendur. Af þessum 849 áhorfend- um voru 227 úr hópi stuðningsmanna Rotherham. Aldrei hafa færri áhorf- endur mætt á heimaleik Wimbledon, en stuðningsmenn liðsins eru nær því hættir að mæta á leik liðsins. Með þvi vilja þeir mótmæla væntanlegum flutningi heimaleikja liðsins frá Sel- hurst Park yfir á Milton Keynes. MIKIÐ mun ganga á í leikjum norska knattspyrnuliðsins Brann og Sandefjord um laust sæti í úr- valsdeildinni á næstu leiktíð en Brann endaði í þriðja neðsta sæti deildarinnar en Sandefjord í þriðja sæti 1. deildar.  Fyrri leikur liðanna fer fram á laugardaginn í Bergen á heima- velli Teits Þórðarsonar og læri- sveina hans í Brann en Ármann Smári Björnsson mun að öllum lík- indum leika með liðinu í leikjunum tveimur, en óvíst var hvort hann yrði með vegna prófa sem hann á að taka á sama tíma á Íslandi.  Teitur segir í viðtali við Verdens Gang að honum hafi þótt vænt um hlý orð í garð liðsins frá stjórn- endum meistaraliðs Rosenborg, en Brann tapaði 4:0 í síðustu umferð deildarkeppninnar á útivelli gegn Rosenborg í Þrándheimi.  Nils Arne Eggen, þjálfari Rosen- borg, sagði að það væri mikilvæg- ara fyrir framtíð norskrar knatt- spyrnu að Brann héldi sæti sínu í deildinni, í stað þess að Sandefjord færi upp. „Það er gríðarlegur knattspyrnuáhugi í Bergen þrátt fyrir að liðið hafi ekki fagnað titli í 39 ár, en ég trúi því að Brann vinni báða leikina um laust sæti í úrvals- deild. Liðið er í hringiðu sem það hefur ekki náð að krafla sig út úr, en ég vona knattpspyrnunnar vegna að Brann verði á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð,“ sagði Eggen við VG.  Teitur sagði sjálfur að það væri gott fyrir sjálfstraust leikmanna að heyra slíkt frá þjálfara liðs sem hefði fagnað meistaratitli sl. ellefu ár. „Það er ekkert leyndarmál að við höfum undirbúið okkur fyrir umspil að undanförnu og höfum séð ýmis lið í 1. deild að und- anförnu í undirbúningi okkar. Hins vegar hef ég sent þakkarskeyti til Stabæk sem lagði Moss 7:2 í loka- umferðinni, þar gáfu leikmenn Sta- bæk ekkert eftir og sýndu keppn- isanda sem er mér að skapi,“ sagði Teitur en með sigri hefði Moss haldið sæti sínu í deildinni.  Brann hefur aðeins leikið um fall þrisvar sinnum í sögu liðsins. Fyrst árið 1981 og aftur tveimur árum síðar. Í báðum tilvikum féll liðið. Árið 1991 gekk betur í rimmu liðsins gegn Strindheim og Bryne þar sem Brann sigraði í báðum við- ureignum sínum.  Teitur segist sjá eftir því að hafa ekki fengið danska knattspyrnu- manninn Brian Steen-Nielsen til Brann í sumar, en Daninn vildi gjarnan koma til félagsins. Hann þótti hins vegar of gamall og dýr, en Nielsen er 33 ára. „Við gátum fengið Nielsen en gerðum þau mis- tök að hafna honum,“ segir Teitur. Í stað Danans notaði Brann pen- inga sína til kaupa á Alonso Solis og Cato Guntveit. Hinn síðast- nefndi hefur verið meiddur alla leiktíðina og Solis aðeins verið svipur hjá sjón. „Eftir á að hyggja tel ég að reynsla Nielsen hefði reynst okkur dýmæt,“ segir Teitur. Eggen styður Brann Leikur Arsenal og Dortmund íA-riðlinum var bráðfjörugur og áður en Thierry Henry kom Arsenal yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 18. mínútu áttu leik- menn Dortmund tvö stangarskot. Dortmund jafnaði metin á 38. mín- útu þegar Gilberto Silva varð fyrir því óláni að skora í eigið mark og Tékkinn Tomas Rasicky tryggði heimamönnum sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á David Seaman, markvörð Arsenal. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gantaðist með það eftir leikinn að hans menn hefðu slegið enn eitt metið á leiktíðinni. „Það er engin taugaveiklun í okkar herbúðum. Mér fannst liðið að mörgu leyti leika vel og ég sá margt jákvætt við leik minna manna. Ég er alveg sannfærður um við eigum eftir að komast á rétta braut á ný,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Auxerre átti möguleika á komast áfram en sá draumur varð að engu í Eindhoven þar sem heimamenn í PSV unnu öruggan sigur, 3:0. Tveimur liðsmönnum Auxerre var vikið af velli,Philippe Mexes á 26. mínútu og Olivier Narcisse Kapo Obou á 51. mínútu. Liverpool og Basel mætast í úrslitaleik Aðeins einn leikur var spilaður í B-riðlinum þar sem leik Spörtu Moskvu og Basel var frestað vegna harmleiksins í leikhúsinu í Moskvu í síðustu viku. Liverpool og Spán- armeistarar Valencia mættust á Anfield og fögnuðu Spánverjarnir sigri, 1:0, með marki Francisco Rufete á 34. mínútu. Með sigrinum tryggði Valencia sér farseðilinn í aðra umferð en Liverpool á í höggi við Basel um annað sætið í riðl- inum. Liverpool hefur 7 stig en Basel 5. Svisslendingarnir mæta Spörtu í næstu viku og í loka- umferðinni verður um hreinan úr- slitaleik að ræða þegar Basel tekur á móti Liverpool. Spánarmeistararnir voru allan tímann sterkari aðilinn og unnu verðskuldaðan sigur en þetta var fyrsti ósigur Liverpool á heima- velli í rúmt ár. „Valencia hefur í tvígang komist í úrslit Meistaradeildarinnar á síð- ustu árum og það kom vel í ljós í báðum leikjum okkar við Spánverj- ana að þeir eru aðeins betri en við. Nú bíður okkar erfiður leikur við Basel en við vissum alltaf að við yrðum að ná fram góðum úrslitum þar til að komast lengra í keppn- inni,“ sagði Stephen Gerrard, leik- maður Liverpool, eftir leikinn. Totti afgreiddi meistarana Það sló þögn á 65.000 áhorf- endur á Santiago Bernabeu vell- inum í Madrid á 27. mínútu þegar Francesco Totti skoraði framhjá Iker Casillas og reyndist það sig- urmark leiksins. Madridingar tefldu fram öllum sínum skærustu stjörnum og í fyrsta sinn léku þeir saman í byrjunarliðinu þeir Zined- ine Zidane, Ronaldo, Roberto Carlos, Luis Figo og Raul. Roma og Real Madrid eru jöfn í C-riðlinum með 8 stig fyrir loka- umferðina en AEK, sem gerði 1:1, jafntefli við Genk í Aþenu hefur 5 stig og á enn möguleika á að kom- ast áfram á kostnað Rómverja. Búið spil hjá Rosenborg D-riðillinn er galopinn eftir en þrjú lið berjast hart um tvö efstu sætin. Árni Gautur Arason og fé- lagar hans í Rosenborg töpuðu fyr- ir Inter í Mílanó, 3:0 og á sama tíma vann Ajax góðan útisigur á Lyon, 2:0. Rosenborg er þar með úr leik í Meistaradeildinni og kemst heldur ekki í UEFA-keppn- ina þar sem liðið hafnar í neðsta sætinu. Inter og Ajax deila efsta sætinu og mætast í lokaumferðinni í Hollandi á sama tíma og Lyon sækir Rosenborg heim. Árni Gaut- ur gat lítið við mörkunum gert. Alvaro Recoba skoraði fyrsta beint úr aukaspyrnu, annað markið var sjálfsmark og það þriðja skoraði Argentínumaðurinn Hernan Crespo af stuttu færi. Reuters Argentínumaðurinn Hernan Crespo er hér að skora þriðja mark Inter framhjá Árna Gauti Arasyni, markverði Rosenborg, í Mílanó. Rosenborg tapaði, 3:0, og er þar með úr leik í Evrópukeppninni. ENGLANDSMEISTARAR Arsen- al máttu sætta sig við fjórða tapleikinn í röð þegar þeir lágu fyrir Dortmund í Meist- aradeildinni á Westfalen leik- vangnum í Dortmund, 2:1. Þar sem PSV vann sigur á Aux- erre, 3:0, kom ósigurinn ekki að sök hjá Arsenal því bæði Dortmund og Arsenal eru búin að tryggja sér sæti í næstu umferð keppninnar. Óvænt tíðindi urðu í Madrid þar sem Evrópumeistarar Real Madrid biðu 1:0 ósigur á móti Roma og sömu úrslit urðu á Anfield þegar Liverpool tapaði fyrir Valencia. Dýr ósig- ur hjá Liverpool

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.