Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 2
BRESKA sendiráðið hefur keypt nýjan Range Rover fyrir sendiherrann, John Culver, og fékk bílinn afhentan í gær. Almenna reglan sé sú að bresku sendiráðin hafi yfir bílum að ráða en þar sem sendiráðið á Íslandi er lítið hefur það yfir einum bíl að ráða. „Vinnureglan er sú um allan heim að við eigum bílana í þrjú til fimm ár eftir aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Síðan er þeim skipt út fyrir nýja. Nú er komið að því að skipta okkar bíl út fyrir nýjan,“ segir Culver. Bílstjóri Culvers er Óskar Sigurðsson. Hann segir að gamli Range Rover-inn sé ekinn 34 þúsund km á fjórum árum. „Það þarf að reikna út hvenær bíllinn fer að verða of dýr í viðhaldi og þess vegna skiptum við út á þessum fresti. Stefna okkar er að hafa bestu bílana hverju sinni miðað við aðstæður en við erum ekki bundnir af framleiðanda. Ég held að það verði vart dregið í efa að Range Rover er einhver besti bíllinn miðað við aðstæður á Ís- landi. Ef ég fæ einhverju ráðið höldum við áfram að nota þann bíl. Reyndar höfðum við áð- ur Land Rover Discovery en þetta verður ann- ar Range Rover-inn,“ segir sendiherrann. Skynsamlegt að kaupa bílinn hér Culver minnir á að hann sé sendiherra fyrir allt landið, ekki einvörðungu Reykjavík, og þess vegna ferðist hann mikið. „Við vorum á Akur- eyri í síðustu viku og það er hluti af starfinu að fara víða. Mér finnst Range Rover kjörinn bíll til aksturs jafnt í borginni sem úti á landi að vetri eða sumri.“ Culver segir að ástæðan fyrir því að ákveðið var að kaupa bílinn hér á Íslandi í stað þess að flytja hann inn frá Englandi hafi með þá stað- reynd að gera að hér á landi býðst góð þjónusta fyrir bílinn. „Þjónustan frá umboðinu er góð og það er skynsamlegra að kaupa hann hér en flytja hann inn frá Englandi. Auk þess er þetta spurning um flutningskostnað og fleira því tengt og segja má að við höfum fengið gott til- boð.“ Vegirnir eins og annað í lífinu Culver hefur sjálfur ekið mikið en meira hef- ur hann þó ferðast um landið sem farþegi hjá Óskari bílstjóra. „Við höfum farið vítt og breitt um landið að Vestfjörðunum undanskildum. Vegirnir hérna eru eins og svo margt annað í líf- inu; þeir batna með árunum. Ég get ímyndað mér að fyrir 20 árum eða svo hafi vegakerfið verið svipað hér og í Bólivíu, þar sem ég starfaði fyrir 20 árum. En mín reynsla er sú að vegirnir eru sífellt að batna hérlendis. Það hefur líka komið mér ánægjulega á óvart hve vel tekst til að halda vegunum opnum á veturna. Það hlýtur að vera mikil vinna, fagleg og kostnaðarsöm. Þess vegna borgið þið líklega svo háa skatta - en það er hverrar krónu virði,“ segir Culver og kímir. Breskur bílaiðnaður hefur gengið í gegnum miklar lægðir undanfarin ár en Culver lítur ekki sömu augum á málið. „Það er rétt að eign- araðild að öllum bílaframleiðslufyrirtækjum á Bretlandi er í höndum útlendinga. Við lítum þó ekki á þetta sem vandamál. Það er ennþá mjög blómlegur bílaiðnaður í landinu. Við framleið- um mikið magn bíla af margvíslegum gerðum fyrir mörg fyrirtæki um allan heim. Ég tel til að mynda víst að stór hluti þeirra japönsku bíla sem eru á götunum hér á Íslandi séu smíðaðir í Bretlandi. Þeir koma því fram í útflutningstöl- um okkar. Range Rover er gott dæmi. Við bjóð- um erlenda fjárfesta hjartanlega velkomna til Bretlands. Ford á Land Rover, Jaguar og Aston Martin. Ford hefur lagt fram um 350–400 milljónir sterlingspunda í formi fjárfestinga í Bretlandi til að byggja m.a. upp verksmiðjuna í Sollihull þar sem Range Rover og Discovery eru framleiddir. Þetta er hið besta mál. Þarna vinna 11.000 manns við að framleiða Land Rov- er út um allan heim. 35 þúsund bílar eru fram- leiddir í Sollihull. Margir líta á það að Jaguar til dæmis er ekki lengur í eigu bresku þjóðarinnar. En hönnunin, verkfræðin og framleiðslan er ennþá í höndum Breta að miklu leyti. Það er auðvitað ekki hægt að láta sem við séum jafn- umfangsmiklir bílaframleiðendur og við vorum fyrir 30 árum á hátindi breska heimsveldisins. En við höfum ennþá mjög ríka framleiðsluhefð í landinu og breska þjóðin er mjög stolt af því.“ Culver er ánægður með vistina hér á landi. „Hugarfar fólks hér og afstaða þess til lífsins og þær staðreyndir að þjóðirnar eiga svo margt sameiginlegt gera það að verkum að hér er mjög gott að vera,“ segir Culver. Sendiherrann velur breskt John Culver, sendiherra hennar hátignar Bretadrottningar á Ís- landi, ræðir við Guðjón Guðmundsson um Range Rover, breskan bílaiðnað og íslenska vegi. Morgunblaðið/Jim Smart Bresku sendiherrahjónin John og Margret Culver taka við nýja Range Rovernum. Bíllinn er óneitanlega glæsilegur að innan. 2 C MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bílar PORSCHE hefur síðustu dagana kynnt fyrir blaðamönnum hvaðanæva úr heim- inum nýjan Cayenne-jeppa fyrirtækisins í Jerez de la Frontera á Suður-Spáni. Jeppinn, sem er að koma á markað í Evrópu, er sá fyrsti sem Porsche fram- leiðir og þriðji bíllinn í framleiðslulínu fyrirtækisins, sem er þekkt um allan heim fyrir smíði á aflmiklum sportbíl- um. Bíllinn var prófaður í torfærubraut og á þjóðvegum á Suður-Spáni í tveim- ur gerðum, þ.e. Cayenne S og Turbo. Hann er með 4,5 lítra, V8 vélum, 340 og 450 hestafla. Sagt verður nánar frá þessum magnaða bíl á næstunni. Mynd- in á forsíðu er af Cayenne í torfæru- braut í Jerez og myndin hér að ofan sýnir hvernig bíllinn var útleikinn eftir torfærubrautina. Við bílinn stendur Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Benedikt Eyjólfsson við forugan Cayenne. Bíllinn er væntanlegur til Íslands í janúar. Porsche kynntur á Spáni Vél: Slagrými vélar 4,4 lítrar, 8 v-laga strokkar, 268 hestöfl. Drif: Sídrif, afldreifing 62 til fram- hjóla, 38 til afturhjóla, spólvörn með DSC, (þróuð gerð af gripstýringu sem getur jafnt dregið úr afli til hjóla sem og bætt við það). Verð: 10,9 milljónir Aukabúnaður: Raddstýrður GSM- símbúnaður 300.000 kr. Staðalbúnaður: Leðursæti, rafmagn í sætum með minni, upphituð sæti að framan og aftan, leðurklætt aðgerð- arstýri með hraðastillingu, upphituð framrúða, hljómkerfi með diska- geymslu, tvöföld xenon framljós, sjálfdekkjandi baksýnisspegill, aðfell- anlegir útispeglar, sólskyggni fyrir hliðarrúður, sex loftpúðar, bakkvörn, (lætur vita þegar fyrirstaða er þegar bakkað er), 18 tommu álfelgur, sérrí- harðviður, hæðarstillanleg loftpúða- fjöðrun, aksturstölva, regnskynjari, sóllúga, sjálfvirk loftkæling, upphitað stýri. Range Rover Culvers gugu@mbl.is LÍTILL bíll í Golf-stærðarflokknum er á leiðinni frá Saab. Þetta verður þriðja framleiðslulína Saab en fyrir eru stærri bílarnir 9-3 og 9-5. Litli bíllinn verður hlað- bakur og deil- ir tækni með öðrum bílum innan General Motors. Bob Lutz, sem er einn af æðstu mönnum GM, segir að Saab 9-2 verði gæðabíll með mikla aksturseiginleika. Saab framleiðir nú um 125.000 bíla á ári og GM vill auka framleiðsluna og söluna. Þess vegna vill fyrirtækið fara út í framleiðslu á litlum bíl þar sem salan er hvað mest. Ráðgert er að bíllinn komi á markað 2006. TIL AÐ mæta sívaxandi eftirspurn eftir dísilvélum hefur PSA- samsteypan, sem framleiðir Peugeot-Citroën, tvöfaldað fram- leiðslu á nýjustu kynslóð dísilvéla frá fyrirtækinu. Þessar vélar voru fyrst kynntar í Citroën C3 og eru nú í boði í Ford Fiesta og Peugeot 206. Vélin er hönnuð og framleidd í samvinnu við Ford Motor Company. Þessi nýja kynslóð dísilvéla byggist á samrásarinnsprautun (common-rail). Markmið með samvinnu Ford og PSA er að framleiða litla og létta vél sem þó skilar miklu afli eða allt að 90 hestöflum. Daglega eru framleiddar 5.000 vélar. Verksmiðja PSA Peugeot-Citroën í Trémery í Frakklandi er stærsta dísilvélaverksmiðja í heimi. Brimborg getur nú þegar boðið bæði Ford Fiesta og Citroën C3 með hinni nýju vél. Tvöfalda framleiðslu á dísilvélum PSA, Peugeot-Citroën Saab þróar 9-2 í sama stærðar- flokk og Golf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.