Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 6
BÍLAR 6 C MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ tíðkast meðal jeppamanna að minnka loftþrýsting í dekkj- um til að auka drifgetu þeirra. Það sem ávinnst er aukinn grip- flötur dekkja við jörðu og þar með flothæfni. Því stærri sem dekkin eru þeim mun meira verður flot þeirra og grip við úr- hleypingu. Minnkun lofts í dekkjum er nauðsynleg við akstur í snjó en einnig mjög freistandi þegar ek- ið er á grófum malarvegum á sumrin. Við það verður akst- urinn mýkri og þægilegri og far- þegar njóta ferðarinnar betur. Þó ber að hafa í huga að engin dekk eru sérstaklega gerð fyrir lágan loftþrýsting. Því er nauðsynlegt að pumpa í dekkin aftur eins fljótt og auðið er þegar aka skal hratt á auðum vegi. Einnig skal forðast hvassa steina því þeir geta auð- veldlega eyðilagt dekk. Á sumrin geta þær aðstæður komið upp að hleypa þurfi verulega miklu lofti úr dekkjum til að komast fyrir hindr- un án þess að skemma undirlag. Við akstur í snjó með lágum loftþrýstingi í dekkjunum þarf að gæta þess að þau hitni ekki. Reynslan er sú að þegar ekið er á mjög gljúpum snjó, sem krefst loft- þrýstings allt niður í þrjú pund til að drífa bílinn áfram, er ferðin vanalega svo lítil að snjórinn nær að kæla dekkið nægilega til að varna skemmdum. Ef snjórinn er harður eykst hraðagetan og hætt- an á dekkjaskemmdum. Því er nauðsynlegt að fylgjast ætíð vel með loftþrýstingi í dekkjunum.  Þeir sem aka í snjó upp jökla og fjöll þurfa stöðugt að fylgj- ast með loftþrýstingi í dekkjum, m.a. vegna þess að aukin hæð yfir sjávarmáli hefur þau áhrif að þrýstingur í dekkjum eykst. Þetta hefur veruleg áhrif á drif- getu jeppans. Á sama hátt þarf að fygljast með og bæta tím- anlega lofti í dekkin þegar farið er niður aftur. Auk hæðar yfir sjávarmáli hafa hitastig, hæðir og lægðir áhrif á loftþrýsting í dekkjum. Að minnka loft í dekkjum            & )-,      ( * ) ((             !"#! $      !      %  & !  '! " "  (    $ (  ") ! **   '  " + +'  ( !  ( ) . '  * '  Jeppahornið Úr Jeppabók Arctic Trucks. ur meðal annars unnið mikið fyrir norska herinn. Um síðustu áramót afhenti það t.a.m. sextán Mercedes- Benz G-jeppa sem búið var að setja í nýja gorma og samsláttarpúða. Auk þess útbjó Arctic Trucks bíl- ana með dynex-ofurtóg frá Hamp- iðjunni og 24 volta loftdælu. Bílarn- ir fóru síðan allir í hernaðinn í Afganistan. Þá fékk fyrirtækið það verkefni að gera þrjá Toyota Land Cruiser 100 brynvarða en þeir voru síðan sendir til Kosovo. Í bílana voru settar 38 mm þykkar rúður og auk þess var fjöðrun þeirra breytt. Ekki má heldur gleyma því að Arctic Trucks, sem hefur lítið verið í breytingum fyrir 38 tommu dekk EINS og greint hefur verið frá hef- ur Arctic Trucks, dótturfyrirtæki P. Samúelssonar, umboðsaðila Toyota og Lexus á Íslandi, haslað sér völl með jeppabreytingar í Noregi. Fyr- irtækið hefur breytt mörgum Toyota-bílum og hefur nú einnig hafið breytingar á Suzuki Grand Vitara XL-7. Suzuki Grand Vitara XL-7 er mjög frambærilegur jeppi, byggður á sjálfstæðri grind og með sítengdu fjórhjóladrifi. Aksturseig- inleikarnir eru góðir og bíllinn hef- ur fengið góðar viðtökur hjá bíla- blaðamönnum. En þetta dugar ekki Suzuki sem nú hefur hafið samstarf við Arctic Trucks í Noregi. Örn Thomsen, framkvæmdastjóri Arctic Trucks í Noregi, segir að forsaga málsins hafi verið sú að símafyrirtækið norska Netcom hafi keypt þrjá svona bíla en fjöðrun þeirra hafi ekki hentað að fullu þar sem bílarnir eru notaður mjög mik- ið hlaðnir. Arctic Trucks var fengið til að breyta fjöðruninni; settir voru prógressívir gormar allan hringinn og líkaði fyrirtækinu breytingin svo vel að það ákvað að kaupa 37 XL-7 til viðbótar og nú hefur Arctic Trucks breytt fjöðrun þeirra allra. Breytingarnar byggjast að hluta til á útfluttu hugviti frá Íslandi því Suzuki-umboðið á Íslandi lét breyta fyrsta bílnum hér heima og það gerði Árni Brynjólfsson. Arctic Trucks í Noregi hafa síðan byggt á þeirri vinnu og þróað hana enn frekar. Þá eru brettakantanir smíði Snorra í Samtaki. Unnið fyrir norska herinn Fyrirtækið hefur getið sér mjög góðs orðs í Noregi og er þar þekkt fyrir mikla sérhæfingu í undirvögn- um og fjöðrun bíla. Fyrirtækið hef- eða þaðan af stærri, hefur engu að síður breytt þremur Land Cruiser fyrir 38 tommu sem norsku land- mælingarnar keyptu og sendu til Svalbarða. Sportpakki Ódýrustu breytinguna kalla Arc- tic Trucks-menn sportpakka, sem felur í sér stífari og „prógressívari“ gormafjöðrun auk þess sem settir eru nýir höggdeyfar að aftan. „Pró- gressívir“ gormar hafa þéttari vafn- inga í öðrum endanum og stífna því meira eftir því sem hleðslan eykst. Þetta gefur bílnum meiri stöðug- leika í akstri og jafnframt betri aksturseiginleika hlöðnum. Í Nor- egi kostar sportpakkinn 12.000 kr. norskar. Fjallaslóðapakki Fjallaslóðapakki felur í sér sömu breytingar og fylgja sportpakkan- um en að auki er bíllinn hækkaður lítillega á yfirbyggingu. Bíllinn er settur á 31 tommu dekk. Kostnaður er 41.000 kr. norskar. Í þriðja og síðasta lagi bjóða Arc- tic Trucks-menn upp á jeppapakka sem felur í sér að hjólhafið er aukið um fimm cm og bíllinn settur á 33 tommu dekk sem gerir að verkum að veghæðin eykst um 5 cm. Hraða- mælirinn er endurstilltur og drifið er lækkað. Kostnaður í Noregi er 114.000 kr. Þá er bíllinn einnig af- hentur með ýmsum sérbúnaði, eins og aukaljósum, grind að framan og fleiru. Í Noregi kostar fullbúinn XL-7 virðisaukabíll með jeppapakkanum, þ.e. þegar tekin hafa verið úr hon- um aftursætin og afturrýmið stækkað í samræmi við reglugerðir, 396.900 kr., eða rúmlega fjórar milljónir ÍSK. Heimasíða Arctic Trucks í Nor- egi er www.arctictrucks.no. Hjólhafið er aukið um 5 cm og bíllinn settur á 33 tommu dekk sem hækkar hann um 5 cm. Breyta Suzuki XL-7 í Noregi Arctic Trucks í Noregi hefur getið sér gott orð í tengslum við breytingar á jeppum. Fyr- irtækið hefur m.a. unnið mikið að breytingum fyrir norska herinn. gugu@mbl.is Arctic Trucks hefur breytt 40 XL-7 fyrir Netcom í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.