Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 4
BÍLAR 4 C MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Baldur Bogason, 16 ára, er lengi búinn að eiga sér þann draum að eignast Trabant. Honum hefur alltaf þótt bíllinn sniðugur og fal- legur í einfaldleika sínum en það er óhægt um vik að kaupa slíkan bíl hérlendis, þar sem einungis um 56 Trabant-bílar eru til. Það er löngu hætt að framleiða Trabant en sums staðar í Þýskalandi, einkum austur- hlutanum, er hægt að verða sér úti um bílinn. Mátti ekki fara með hann til Sviss Bogi, faðir Jóns Baldurs, fékk hringingu frá mágkonu sinni sem býr í Berlín og hafði hún frétt af góðu ein- taki sem væri til sölu. Kon- an, sem átti bílinn, var félagi í Trabant-klúbbnum þar í borg, en var að flytjast til Sviss. Þangað má ekki flytja inn Trabant- bíla vegna reglugerða um umhverf- isvernd, en bíllinn er, eins og al- kunna er, með tvígengisvél og brennir eingöngu blýbensíni sem hefur verið bætt með tvígengis- olíu. Hingað má hins vegar flytja bílinn, eins og til allra aðildarlanda Evrópusambandsins og EES- svæðisins. Náði 110 á hraðbrautunum Bogi sló tvær flugur í einu höggi, heimsótti mágkonu sína í Berlín og sótti bílinn um leið fyrir son sinn. Fyrir bílinn greiddi hann 100 evrur, sem er um 8.600 ÍSK: Hann ók honum síðan sem leið lá til Árósa í Danmörku og tók ferðin um sjö og hálfa klukkustund. Þar fór hann í Helgafellið og kom til Íslands á dögunum. Bogi segir að bíllinn hafi gengið eins og klukka á leiðinni og náði allt að 110 km hraða á hrað- brautunum. Trabantinn er fimmtán ára gam- all en hefur verið ákaflega vel við haldið. Eins og margir muna er hann að stórum hluta úr plasti, þ.e.a.s. vélarhlífin, þakið og hliðarn- ar, en grillið og framstykkið og aft- urendinn er úr stáli. Lítið er um ný- tískuleg þægindi inni í bílnum en þó er þar að finna útvarp með einum átta hátölurum og öskubakka. Bensínmælirinn er mælistika við tankinn í vélarrýminu. Ætlar að læra bílahönnun „Bíllinn kom mér virkilega á óvart á leiðinni. Frænka Jóns Bald- urs í Berlín hafði verið að leita að rétta bílnum síðan í vor. Hann var tekinn í gegn fyrir nokkru og er m.a. með nýrri vél. Hann var skráður á götuna í Berlín 1991, austan megin við Múrinn,“ segir Bogi. „Mig langaði í Trabant vegna þess að hann er flottur og svo eru mjög fáir Trabbar á Íslandi, aðeins 56. Ég er ekki einu sinni kominn með leyfi til æfingaaksturs en hlakka mikið til að fá bílprófið. Bíll- inn vekur mikla athygli. Ég ætla að eiga bílinn og keyra hann út,“ segir Jón Baldur, sem er í Iðnskólanum í Reykjavík á almennri braut. „Ég ætla að fara í almenna hönnun um áramótin og stefnan er sú að fara að hanna bíla. Ég fer í framhaldinu í iðnhönnun í Listaháskólanum og síðan í bílahönnunarskóla í útlönd- um. Það eru tveir í Englandi, tveir í Bandaríkjunum og einn í Þýska- landi,“ segir Jón Baldur. Þótt bíllinn hafi einungis kostað 8.600 krónur þurfti að greiða um 40.000 kr. í flutningskostnað. Af kaupverðinu og flutningskostnað- inum varð síðan að greiða 30% vörugjald, eða um 13.500 krónur, og virðisaukaskatturinn um 20.000 krónur. Hingað kominn kostaði bíllinn því 82.100 krónur. Keyptu Trabant á 100 evrur í Berlín                  ! "#$%#&" ! ' ( %  +,      Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Mikið úrval af góðum bílum á staðnum. Nýju Bílahöllinni, Funahöfða 1, 112 Reykjavík. www.notadirbilar.is Landrover Freelander v6 e4, nýsk. 3/2001, ekinn 12 þ., svartur, ssk., sóll. o.fl. Verð 2.990. Áhv. lán. Ath. skipti. Nissan Terrano II slx disel, nýsk. 11/99, svartur, ssk., álf., sóll. Verð 2.350.000. Ath. skipti. Toyota Landcer 80 vx disel, árg. ‘92, ekinn 267 þ., silfur, ssk. Verð 1.950 þ. Ath. skipti. Nissan d/c disel 5 g., svartur, hús, nýsk. 10/2000, ekinn 67 þ. Verð 2.090.000. Ath. skipti. Subaru Legasy Outback, nýsk. 7/2000. Ekinn 34 þ., v-rauður, ssk., álf., leður o.fl. Verð 2.450.000, tilboð 2.090.000. VW Golf 1.4 comfrline, nýsk. 9/99, ekinn 51 þ., 5 g., silfur. Verð 1.220 þ. stgr. Ath. skipti. Ford Escort stw árg. 97, ekinn 114 þ., blár, álf. o.fl. Verð 590. Tilboð 470.000. Áhv. lán 300 þ. eða visa/euro. Toyota Avensis terra, nýsk. 2/2000, ekinn 27 þ., 5 g., 1,6 vél. Verð 1.290.000. Daihatsu Grand Move nýsk. 8/99, ekinn 36 þ., v-rauður, ssk. Verð 950.000. Ath. skipti. BMW 520ia, nýsk. 9/2000, ekinn 50 þ., svartur, ssk., álf., sóll. Verð 2.790.000. Áhv. lán 1.400. Eigum einnig BMW 325i árg. ‘97, ekinn 160 þ., svartur. Verð 1.390. LANGT er síðan því var fyrst fleygt að þeir sem keyptu Subaru-bíla væru í flestum tilvikum einstakling- ar sem keyrðu mikið, annaðhvort starfs síns vegna eða áhugamála nema hvort tveggja væri. Það hefur sum sé lengi farið það orð af Subaru að þeir endist vel. Þó kastaði fyrst tólfunum í þeim efnum er greint var frá því í fréttabréfi Subaru, „Subaru News“, að í Svíþjóð hefði fundist Subaru af Legacy Outback-gerð sem hafði verið ekið yfir 500 þúsund kíló- metra á aðeins hálfu þriðja ári. Roger Söderberg í Karlstad er eigandi bílsins er um ræðir, rúmlega sextugur náungi sem vinnur við að flytja hjólhýsi fyrir ýmis fyrirtæki til viðskiptavina sinna. Þar er komin skýringin á hinum mikla akstri, enda ekur Söderberg til og frá um bæði Svíþjóð og Noreg, oftast nær í norð- lægum héruðum, í frosti og snjó, flesta daga vikunnar, árið um kring. Söderberg er alvarlega lamaður, hægri hlið hans er að stórum hluta lömuð vegna fæðingargalla. Af einum á annan Söderberg hefur starfað við um- rædda flutninga um árabil og hefur reynt ýmsar bílgerðir, en árið 1995 fékk hann sér sinn fyrsta Subaru sem var Legacy Station. Þeim bíl ók hann 670 þúsund kílómetra á 4 árum og þurfti sá bíl aldrei annað en venjubundið viðhald, en á endanum gaf sjálfskiptingin sig og þá kom nýi „súbbinn“ til skjalanna, 1999-árgerð sem var ekinn 10 þúsund kílómetra. „Karlarnir á verkstæðinu sem sjá um mína bíla horfðu vantrúaðir á mig þegar ég kom með bílinn í 25 þúsund kílómetra skoðun eftir að- eins tvær vikur, en þannig er þetta bara. Það hefur ekkert bilað í nýja bílnum, en þegar hann var kominn í 500 þúsund kílómetra hjá mér hélt ég að tími væri kominn á drifsköftin að framan. Við athugun var þó ekk- ert að þeim, en ég skipti um þau samt úr því búið var að leggja í þetta vinnu,“ sagði Söderberg í samtali við Súbarupóstinn. Allt það sama og aðrir „Roger Söderberg segist líða vel undir stýri og akstursstarfið gefi sér mikið. „Fötlun mín hverfur undir stýri, þá get ég gert allt sem næsti maður getur gert. Ég hef unnið við þetta svo árum skiptir og ég get sagt ykkur, að bílarnir fá virkilega að sanna hæfni sína,“ bætir Roger við. Hálf milljón km á tveimur árum Roger Söderberg stoltur með Subaru Outback-bifreið sína. Mælirinn segir sína sögu. EKKI er allskostar rétt að Yamaha REX-1-vélsleðinn sé fyrsti vélsleðinn með fjórgengisvél sem kemur á al- mennan markað. Í fyrra setti Arctic Cat á markað, fyrstur vélsleða- framleiðenda, sleða með fjórgeng- isvél en hann var reyndar mun afl- minni en REX-1. Yamaha-sleðinn er með 1.000 rúmsentimetra vél sem skilar 140 hestöflum en Arctic Cat- sleðinn er 660 rúmsentimetrar og 55 hestafla. „Sleðinn kom á markað í fyrra en við fluttum hann ekki inn vegna þess að við vitum að ekki er áhugi fyrir svo afllitlum sleða hérna, jafnvel þótt hann sé bylting- arkenndur og með fjórgengisvél,“ segir Finnur Ísfeld Sigurðsson, sölu- maður hjá B&L, umboðsaðila Arctic Cat. Arctic Cat F7 B&L hefur einnig fengið nýjan byltingarkenndan sleða sem heitir F7. Hann er með sömu yfirbyggingu og sleðarnir frá Arctic Cat sem í fyrra unnu báða keppnisflokkana á WSA-mótaröðinni, sem er hin eig- inlega heimsmeistarakeppni í Snjó- kross. Sleðinn vegur aðeins 208 kg og er með 700 rúmsentimetra vél, 140 hestafla, með beinni innspýtingu og tölvustýrðum afgasventlum. „Ökumaðurinn situr framar á sleðanum og vélin er neðar í honum en venja er og nær miðju. Þyngd- arhlutfallið er því gott í sleðanum. Það er mikill áhugi núna fyrir F7- sleðanum einmitt vegna þessa,“ segir Finnur. Sleðinn kostar 1.220.000 kr. 30% vörugjald er lagt á vélsleða en fyrir fáeinum miss- erum var það 70%. Nú hefur gengi dollarans lækkað og salan aukist í takt við það. Fjórtán F7 eru að koma til landsins og eru þeir allir pantaðir. Arctic Cat fyrstur með fjórgengisvél

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.