Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 1
2002 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÞJÁLFARI ROMA SEGIR ARSENAL BESTA LIÐ EVRÓPU / B4
ALÞJÓÐAÓLYMPÍUNEFNDIN, IOC, hefur
ákveðið að setja á stofn sjóð sem á að þjóna
því hlutverki að vera varsjóður IOC ef ske
kynni að Ólympíuleikum yrði frestað eða hætt
vegna hryðjuverka.
Sjóðurinn er um 4,5 milljarðar ísl. kr. og
segir Jacques Rogge, forseti IOC, að breyttir
tímar í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjum
hinn 11. september sl. geri það að verkum að
IOC þurfi að gera ráðstafanir í þessum efn-
um, en IOC fundar þessa dagana í Mexíkó. Ör-
yggismál fyrir leikana í Aþenu á Grikklandi
árið 2004 eru mikið rædd og verður miklu til
kostað á þeim vettvangi. Fjárhagur IOC er
hins vegar með ágætum en þar á bæ eru til
varasjóðir sem nema um 11 milljörðum ísl. kr.
IOC stofnar
sjóð vegna
„hryðjuverka“
FORRÁÐAMENN norska úrvals-
deildarliðss Sogndal voru á leik
varaliðs Arsenal gegn Watford sl.
mánudag og samkvæmt frétt vef-
miðilsins firda.no var það íslenski
ungmennaliðsmaðurinn Ólafur Ingi
Skúlason sem var ástæða þess að
þeir gerðu sér ferð til Englands.
Trond Fylling og Jan Halvor
Halvorsen, þjálfarar liðsins, segja
að þeir hafi verið að skoða marga
leikmenn en að hægri bakvörður
Arsenal hafi verið ástæðan fyrir
heimsókna þeirra.
Ólafur Ingi var seldur frá Fylki
til Arsenal í lok leiktíðarinnar á Ís-
landi árið 2001, gerði þá samning
til þriggja ára og hefur verið að
leika með vara- og unglingaliðum
félagsins. Halvorsen er aðstoðar-
þjálfari liðsins en hann var áður
þjálfari Start í Kristiansand en
fékk að taka poka sinn sl. sumar.
Guðjón Þórðarson tók við liðinu
sem þá var í mikilli fallhættu og
náði ekki að snúa við blaðinu í kjöl-
farið. Sogndal er lítið félag á
norskum mælikvarða á vestur-
strönd Noregs og hefur flakkað á
milli efstu og 1. deildar á und-
anförnum árum. Liðið endaði í
fjórða neðsta sæti deildarinnar á
þessu ári, en fyrir neðan voru
Brann, Moss og Start.
Sogndal hefur
áhuga á Ólafi Inga
LEIKMENN í ensku 1.
deildinni í knattspyrnu, eru
samkvæmt rannsókn sem
gerð var þar í landi, með að
meðaltali þrisvar sinnum
hærri laun en þeir tekju-
hæstu atvinnumenn í öðrum
hópíþróttum sem stundaðar
eru á enskri grund.
Fjölmargir íslenskir
landsliðsmenn leika í ensku
1. deildinni og samkvæmt
niðurstöðum rannsókn-
arinnar sem gerð var fyrir
ári síðan eru meðalaun leik-
manna í 1. deild 22 milljónir
ísl. kr., eða rétt rúm 1.800
þúsund á mánuði.
Leikmenn í ruðningsliði í
efstu deild á Englandi fá til
samanburðar um 6,3 millj-
ónir í árslaun eða um 530
þúsund á mánuði og í þjóð-
aríþrótt Englendinga, krik-
kett, fá leikmenn að með-
altali um 5,1 milljón á ári,
eða um 425 þúsund á mán-
uði. Meðallaun í ensku at-
vinnulífi eru hinsvegar 2,7
milljónir kr., eða um 225
þúsund á mánuði.
Þess má geta að nokkur
félög í 1. deild eiga í miklum
fjárhagserfiðleikum, meðal
þeirra er Bradford sem get-
ur ekki gert upp að fullu við
leikmenn sína nú um mán-
aðamótin.
Ágæt laun
í ensku 1.
deildinni
Dallas náði „aðeins“ 14 leikjum íröð og kemst því ekki í sögu-
bækurnar á þessum vettvangi. Liðið
er þó í öðru sæti ásamt Boston á
þessu sviði en grænklædda liðið náði
14 leikjum í röð í upphafi tímabilsins
árið 1957.
„Dallas er með besta liðið í NBA-
deildinni á þessari stundu en við lék-
um okkar besta leik til þessa í vetur,
og slíkt þarf til gegn slíku liði,“ sagði
hinn margreyndi Isiah Thomas þjálf-
ari Indiana en liðið hefur komið gríð-
arlega á óvart það sem af er og er í
efsta sæti austurdeildarinnar.
Don Nelson þjálfari Dallas sagði að
liðið hefði viljað skrá nafn sitt í sögu-
bækurnar en NBA-deildin væri óút-
reiknanleg. Við lékum tvo leiki í röð
og satt best að segja áttum við ekki
nóg eldsneyti í síðari leikinn, gegn In-
diana,“ sagði Nelson og sagði 38%
skotnýtingu liðsins gegn 54% nýtingu
Indiana skýra allt sem skýra þyrfti.
Nelson-feðgarnir, Don og Donnie
sonur hans og aðstoðarþjálfari liðs-
ins, hafa snúið hlutunum við hægt og
bítandi í olíuborginni í Texas með
dyggri aðstoð Cubans en hann hefur
eytt gríðarlegum fjármunum í liðið sl.
tvö ár.
Dallas var slakasta liðið
Það er ekki nema áratugur síðan
liðið var án alls vafa slakasta liðið sem
hafði leikið í NBA-deildinni í mörg
herrans ár. Tímabilið 1992–1993 vann
Dallas aðeins 11 leiki á allri leiktíðinni
og tapaði alls 71 leik. Tímabilið 1993–
1994, gekk örlítið betur og liðið bætti
tveimur sigurleikjum í sarpinn, 13
sigrar og 69 töp og Dallas varð að at-
hlægi um víða veröld. Dallas var sett
á laggirnar árið 1980 og hefur í gegn-
um tíðina ekki haft á að skipa
„stjörnuleikmönnum“ sem hafa prýtt
veggi og hurðir aðdáenda NBA-
deildarinnar í gegnum tíðina. Aðeins
tveir keppnisbúningar hafa verið
hífðir upp í rjáfur til heiðurs þeim
Brad Davis (15) og Rolando Black-
man (22), en aðeins harðir aðdáendur
NBA-boltans vita hverjir þeir eru.
Don Nelson þykir hins vegar hafa
farið óhefðbundnar leiðir að því
marki sínu að gera Dallas-liðið sam-
keppnishæft í gríðarlega harðri
keppni á vesturströndinni.
„Skorum bara
meira en hinir“
Nelson hefur í gegnum tíðina farið
langt á hugmyndafræði sinni, „við
þurfum aðeins að skora fleiri stig en
mótherjar okkar,“ enda hefur sókn-
arleikur Dallas verið skemmtilegur á
að horfa en vörnin verið líkt og
svissneskur ostur, gloppótt. Undan-
farin tvö ár hefur varnarleikur liðsins
batnaði mikið og árangurinn hefur
verið betri.
Michael Finley er enn aðalmaður-
inn í liðinu, en að sama skapi er liðs-
heild og hlutverkaskipting leiðarljós
liðsins. Nelson eldri er með krabba-
mein í blöðruhálskirtli og margir
héldu að lyfjameðferð sem hann fór
árið 1998 hefði skert dómgreind
hans, er hann valdi lítt þekktan Þjóð-
verja að nafni Dirk Nowitzki í nýliða-
valinu. Flestir vildu nú hafa Nowitzki
í röðum sínum og að auki hefur Kan-
adamaðurinn Steve Nash blásið á all-
ar gagnrýnisraddir og stýrir leik liðs-
ins af festu og skorar auk þess drjúgt
í hverjum leik.
AP
Með tunguna úti og einbeittur á svip stekkur Þjóðverjinn Dirk
Nowitzki yfir gömlu kempuna Reggie Miller í Indianapolis.
Dallas
fór útaf
sporinu
HINN litríki og umdeildi eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, Mark
Cuban, beit í neðri vörina á sér og var vonsvikinn í leikslok í fyrsta
sinn á leiktíðinni er hann sá lið sitt tapa, 110:98, á útivelli fyrir In-
diana Pacers aðfaranótt föstudags. Cuban hafði vonast til þess að
Dallas myndi jafna met Washington Capitols frá árinun 1948 og
Houston Rockets frá árinu 1993 en liðin unnu á þeim tíma 15 fyrstu
leiki tímabilsins.
!
"#
$
$#$
% #
&'#
(#
)
*
+ ) +
#
$
$#$
%
&
#
+ ,-
. +/
0#
#
1 2
+3 4#
+3 4#
#
/
+3 4#
'
/,2-5#/
+3 4#
#
/
+3 4#
#
/
+3 4#
1" # #2
'
/,2-5#/
+3 4#
1" # #2
+3 4#
1
# #2
'
/,2-5#/
+3 4#
6#7
0#
#
,4#