Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 B 3
Fyrirliðinn úr KR í Leiftra
og síðan aftur í KR
ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR í knattspyrnu,
tilkynnti í gær félagsskipti yfir í Leiftra, íþróttafélag lögreglu-
manna. Þormóður ætlar sér að leika með Leiftra í 4. deild Íslands-
mótsins í innanhússknattspyrnu sem fer fram í íþróttahúsinu við
Austurberg á morgun. Eftir því sem næst verður komist hefur Þor-
móður ekki snúið baki við félögum sínum í KR því hann hyggst
skipta aftur yfir í þeirra raðir í næstu viku. Það verður því stuttur
stans hjá Þormóði í Leiftra en með því félagi leikur hann í D-riðli 4.
deildar þar sem leika Þróttur Vatnsleysuströnd, Eyfellingur og
Ólafur Pái auk Leiftra.
KA-menn unnu stórsigur á Selfyssingum áSelfossi í gærkvöldií 1. deildarkeppni karla
ndknattleik, 23:38. Með sigrinum fóru KA-
menn í 3. sætið með 19 stig, en
Þórsarar eru þó skammt undan
með 18 stig og leik til góða á KA.
Haukar lúra í 5. sætinu með 17
stig, en þeir eiga hinsvegar tvo
til góða á KA-menn. Selfyssingar sitja enn
fastast á botninum með ekkert stig.
eikurinn var einstefna frá upphafi til enda en
menn mættu einbeittir til leiks á Selfossi og
u heimamönnum engin grið.
eikmenn KA höfðu lítið fyrir sigrinum en all-
eikmenn liðsins fengu að koma við sögu í
num. Liðið spilaði hratt á heimamenn, sem
u auðvel bráð og fengu lítið ráðið við hraða
manna.
100% skotnýting
estur gestanna var án efa Stelmokas en hann
raði 10 mörk og var með 100% skotnýtingu í
num. Þá átti Jónatan Þór Magnússon ágæta
etti í leikstjórnandahlutverki KA manna. Í
Selfyssinga var Hannes Jónsson að klóra í
kann en liðið átti í heildina slæman leik.
Mikalonis tekinn úr umferð
elfyssingar byrjuðu á 3-2-1 vörn en hún gekk
upp og því skiptu þeir yfir í 6-0 vörn sem
k aðeins betur. KA menn tóku Ramúnas
alonis úr umferð allan tímann, en greinilegt
að Selfyssingar söknuðu hans í sóknarleikn-
erg
r
Ég held að þessi niðurstaða hafiverið sanngjörn þegar upp er
staðið,“ sagði Guðríður Guðjónsdótt-
ir, þjálfari Vals, í
leikslok. „Sjálfsagt
get ég þó verið
ánægð með að halda í
annað stigið miðað
við lokamínútur leiksins en án þess að
ég ætli að afsaka neitt þá hafa veik-
indi verið að hrjá okkur undanfarið
sem hafa tekið sinn toll af mínum
stúlkum.“
Valur byrjaði þennan leik af mikl-
um krafti, liðið skoraði fyrstu þrjú
mörk leiksins og Berglind Hansdótt-
ir, markvörður Vals, var í miklum
ham í upphafi leiks. En Víkingsstúlk-
ur fundu fjölina sína smátt og smátt
og um miðjan hálfleikinn jöfnuðu þær
leikinn og höfðu tveggja marka for-
skot í leikhléi, 10:12.
Guðríður hefur brýnt leikmenn
sína í leikhléi því Valsstúlkur byrjuðu
seinni hálfleikinn af sama krafti og
þann fyrri. Þær jöfnuðu leikinn fljót-
lega og náðu tveggja marka forystu á
tíma. En Víkingar, með nöfnurnar
Helgu Brynjólfsdóttur og Torfadótt-
ur í fararbroddi, voru ekki á því að
gefa neitt eftir og þegar rúmar 4 mín-
útur voru til leiksloka komust þær yf-
ir í fyrsta og eina skiptið í seinni hálf-
leiknum, 18:19. Leikmönnum beggja
liða voru heldur mislagðar hendur á
lokamínútunum. Valsstúlkur fengu til
að mynda fjórar góðar skottilraunir í
einni af lokasóknum sínum en Helga
Torfadóttir lokaði markinu í tveimur
skotum, vörnin varði það þriðja og í
fjórðu tilraun skutu Valsstúlkur
framhjá. Víkingar hefðu á þessum
tímapunkti getað tryggt sér sigurinn
en þær töpuðu boltanum í sókninni,
Valsstúlkur gerðu það sama í næstu
sókn sinni en eftir að Berglind Hans-
dóttir hafði varið frá Víkingum
brunuðu Valsmenn í sókn og Kolbrún
Franklín tryggði þeim annað stigið
með marki með gegnumbroti.
Baráttan var í fyrirrúmi í þessum
leik, sem var á köflum afbragðsvel
leikinn bæði í vörn og sókn hjá báðum
liðum. Díana Guðjónsdóttir var
markahæst í liði Vals með 6 mörk en
Drífa Skúladóttir lék best Vals-
stúlkna. Hjá Víkingum skoraði Helga
Birna Brynjólfsdóttir mest en Helga
Torfadóttir á mestan heiður skilinn í
liði þeirra.
Morgunblaðið/Golli
Víkingurinn Gerður Beta Jóhannsdóttir freistar þess að komast framhjá Eygló Jónsdóttur, Vals-
manni, sem er föst fyrir og ekki tilbúin að hleypa fyrrverandi samherja í Val framhjá sér.
„Sanngjörn
niðurstaða“
ÞAÐ varð ekkert úr uppgjöri Reykjavíkurliðanna í 1. deild kvenna í
handknattleik í gærkvöldi þegar Valur tók á móti Víkingi að Hlíð-
arenda. Með sigri hefðu Víkingar, sem hafa verið í talsverðri sókn
að undanförnu, getað skotist upp að hlið Vals en tvö lið skildu liðin
að fyrir leikinn. Eftir jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust
á um að hafa forystuna varð jafntefli, 19:19, niðurstaðan.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
ÍÞRÓTTIR
KA gaf
engin
grið
JÓN N. Hafsteinsson, varnarjaxl-
inn úr Keflavík, var fjarri góðu
gamni þegar félagar hans unnu KR í
gærkvöldi. Hann var meiddur.
SIGURÐUR Einarsson úr Njarð-
vík staldraði stutt við í leiknum við
Skallagrím í gærkvöldi. Hann var
inná í fimm mínútur og nældi sér í
fimm villur.
TEITUR Örlygsson var ekki með
félögum sínum í Njarðvík gegn
Borgfirðingum í gærkvöldi. Hann
var að sögn Njarðvíkinga í fríi í
Bandaríkjunum.
ALAN Shearer, leikmaður New-
castle, hefur verið úrskurðaður í
tveggja leikja keppnisbann í Meist-
aradeild Evrópu af Knattspyrnu-
sambandi Evrópu, UEFA. Ástæðan
er sú að Shearer gaf Fabio Cannav-
aro, leikmanni Inter Mílanó, oln-
bogaskot í leik Newcastle og Inter á
miðvikudagskvöldið.
SHEARAR hefur frest fram á
mánudag til að áfrýja niðurstöðunni
en taki hún engum breytingum þá
missir hann af leiknum við Barce-
lona 10. desember ogvið Bayer Lev-
erkusen í Þýskalandi 18. febrúar.
MARTIN Edwards, fyrrverandi
stjórnarformaður Manchester Unit-
ed, hefur sagt sig úr framkvæmda-
stjórn félagsins og hættir í stjórn
þess þegar keppnistímabilinu lýkur í
vor. Talið er að Edwards hafi tekið
þessa ákvörðun í framhaldi af frétt-
um í enskum dagblöðum um að hann
hafi keypt sér á kostnað félagsins
þjónustu portkvenna í Genf á dög-
unum eftir að dregið var í aðra um-
ferð Meistaradeildar Evrópu.
HOLLENSKA knattspyrnuliðið
Feyenoord var í gær sýknað af
ákæru þess efnis að forsvarsmenn
liðsins með forsetann Jorien van den
Herik fremstan í flokki hefðu stung-
ið undan fé undanfarin 4 ár. Sak-
sóknari í Rotterdam sótti málið og
vildi meina að fé vegna sölu leik-
manna að upphæð um 100 milljónir
ísl. kr. hafi ekki verið gefið upp til
skatts.
FEYENOORD sigraði í UEFA-
keppninni sl. vor er liðið lagði þýska
liðið Borussia Dortmund, 3:2, en til-
viljun ein réð því að leikurinn fór
fram á heimavelli hollenska liðsins,
De Kuip Stadium.
HINN litríki bandaríski atvinnu-
kylfingur John Daly var dæmdur úr
leik að loknum öðrum keppnisdegi á
opna ástralska meistaramótinu í
golfi en Daly skrifaði ekki undir
skorkort sitt og slíkt er ávísun á
brottvísun úr móti. Daly lék afar illa
eða á níu höggum yfir pari vallar,
kvittaði ekki undir skorkortið og tal-
aði ekki við mótshaldara eða frétta-
menn áður en hann flaug til Banda-
ríkjanna á ný.
FÓLK